Tíminn - 19.05.1973, Side 2
2
TÍMINN
Laugardagur 19. mai 1973
NOTKUN
negldra
HJOLBARÐA ER
OHEIMIL
EFTIR
Samkvæmt breytingu á reglugerð um gerð og
búnað ökutækja er óheimilt að aka á negldum
hjólbörðum á timabilinu frá 1. mai til 15.
október ár hvert. Breytingin gengur i gildi 20.
mai 1973.
Vinsamlegast SKIPTIÐ STRAX um hjól-
barða og stuðlið þannig að lægri viðhalds-
kostnaði gatna og bifreiða.
Hjólbarðar eiga að vera gallalausir og raufir i
slitfleti þeirra a.m.k. 1 mm á dýpt. Hjól-
barðar á sama öxli eiga að vera af sömu stærð
og gerð. Ef bifreið, sem er innan við 3500 kg
að leyfðri heildarþyngd, er ekki búin sömu
gerð hjólbarða á framöxli og afturöxli skal
þeim þá komið fyrir sem hér segir:
FRAMÖXULL
Hjólbaröar: m/skáböndum (diagonal)
Hjólbarðar: m/skáböndum og beltum
Iljólbarðar: m/skáböndum
AFTURÖXULL
Hjólbarðar: m/þverböndum (radial)
IIjólbörðum m/þverböndum
lljólbarðar m/skáböndum og beltum.
Umferðarrað
Gatnamálastjórinn i Reykjavik.
Auglýsingastofa Tímans er i
* Aðalstræti 7
GIIOUIIT Símar ^95"23 & 26'500
Benedikt frá Hofteigi:
„Drepinn einu
ÞAÐ kom nokkuð nýstárlega fyr-
ir augu þjóðarinnar, er það var
orðin staðreynd, að Eyjafjarðar-
sýsla var komin með sýslumörk
sin vestur að Jökulsá i „eystrum
dölum” i Skagafirði, eins og sagt
er um þetta land áður, sem ekki
er gott að vita hvað kann að heita,
nú þegar eitthvað er orðið ruglað
um „eystrum dali i Skagafirði” i
Ábæjarsókn.
Þessi nýju sýslumörk koma
innan úr Hæstarétti á tslandi og
þvi verk islenzkra lögfræðinga.
Hvernig gat á þessu staðið? Þeir,
sem þekktu, þó ekki sé nema is-
lenzka þjóðlifshætti, gátu ekki
fellt sig við slikan dóm. Það er
heldur ekkert nýtt fyrirbrigði, að
dómar geti verið rangir, en það er
þá allajafna fyrir misheppnaða
vörn i viðkomandi máli. Það
reyndar tekur ekki til neinna
dóma, að slikt skuli gerast, að
Eyfirðingar finni nú upp á þvi,
eftir meira en 10 alda lög i landi,
að Abæjarsókn i eystrum dölum
sé ekki i Skagafirði innan sinna
marka, sem eru fjallgarður og
miðhálendi landsins.
>
Slikir landshættir hafa verið
byggðaskipan sem lög, frá upp-
hafi. Ef eitthvað annað hefur skil-
ið lögdæmi og sýslur ilandinu,þá
eru það ár frá upptökum til ósa.
Nú er þessi nýja skipan eðlilega
farin að taka á taugar manna, og
hefur greindur og ritfær bóndi,
Björn Egilsson á Sveinsstöðum i
Tungusveit, gengið fram fyrir
skjöldu Skagfirðinga með grein i
Timanum 4. april s.l. Móti honum
ritar i sama blað, Angantýr H.
Hjálmarsson, sennilega úr Eyja-
firði, er fyrr virðist hafa komið
við þetta mál á þeirra vegum.
Frændur kváðust þessir menn
vera, en mjög ferst þeim ólikt i
þessu máli, Björn kann ekki við
dóminn, sem striðir á móti
landsháttum og margra alda
venju, en Angantýr likt og hælist
um þetta nýja landnám Eyfirð-
inga. Hvorugur flytur þau rök, er
hér skera úr máli, og eru glögg,
sem fyrir hendi eru, og er'. Skag-
firðingum vorkunn, þótt þeir þætt
ust ekki þurfa mikið fram að
leggja i máli, sem hér var reist.
Báðir minnast þó á þau rök, sem
sýnilega hafa stangazt fyrir
dóminum og önnur mátt lúta, þar
sem þau ótvirætt sýnast að fullu
PIPULAGNIR
Stilli liitakerfi —
Lagfæri j'ömul hita-
kerl’i
Set upp hreinlætis-
tæki — llitaveitu-
tengingar
Skipti liita — Set á
kerfift I)anfoss-ofn-
ventla
SÍMi 71388
rOAMER
URIN
eru höggþétt og vatnsheld
Roamer-úrin eru óskagjöf hvers
fermingarbarns
ÉG MÆLI MEÐ ÞEIMI
Helgi Júlíusson úrsmiður
AKRANESI
gilda, enda reyndist það fyrir
undirrétti. Angantýr er svo mont-
inn yfir sinum Hæstaréttarsigri,
að hann hefði gott af þvi að fá
annan, sem hlyti að fara á aðra
lund. Hann gefur það upp, að það
hafi verið gömul landamerkja-
skrá Möðruvalla, sem þeim hafi
að fullu dugað i þennan sigur, þar
er hún teldi landamerki Möðru-
valla vestur við Jökulsá i „eystr-
um dölum” Skagafjarðar.
Getur nokkur trúað þvi og haft
fyrir satt, að landamerki Möðru-
valla séu vestur við Jökulsá?
Möðruvellir liggja austan ár i
Eyjafirði framarlega, og landa-
merki þeirrar jarðar eru i Eyja-
firði austan ár. Hiklaust fara
þau ekki yfir Eyjafjarðará, en
itök gátu Möðruvellir átt i jarðir
fyrir vestan ána.
Nú gerist sú saga á Möðruvöll-
um, að þar eru jafnan ofsarikir
menn i búsetu á eigin eign, og
eignast fjölda jarða, bæði nær sér
og fjær. Einn af þeim, Loftur riki,
er talinn hafa eignazt 80 bújarðir i
landinu. Og hann eignast sjálf-
sagt jarðirhimummeginvið Eyja-
fjarðará, sem allar hafa sin
ákveðnu landamerki, samkvæmt
lögum i landi frá ómuna tið fram
á þennan dag. Landamerki þeirra
jarða heyra Möðruvöllum i engu
til.
Þessi sami Loftur átti Eiða i
Fljótsdalshéraði og það er ekki að
tala um það, að þar séu landa-
merki Möðruvalla. Þar kemur að
landsvæði i Skagafirði fyrir aust-
an Jökulsá eystri, verður eign
Möðruvallabónda, en það flytjast
ekki landamerki Möðruvalla
þangað fyrir þvi. Landsvæðið
heitir Nýibær og kemur brátt i
ljós,að hann hefur sin eigin landa-
merki.
Svona alþekkta lifshætti
þjóðarinnar ættu engir dómar að
geta raskað. Svona alþekkta sögu
i landinu virðast engir Eyfirðing-
ar þurfa að rengja.
Loftur og kona hans deyja bæði
1432 og fjögur börn þeirra ganga
til erfða i feikna auði. Eitt af þeim
heitir Soffia og er þá barn að aldri,
en giftist vart siðar en um 1440.
Nú verður brátt gerningur um
Nýjabæ, með sinum landamörk-
um, svo landamerkjaskrá Möðru-
valla er hreint falsskjal. Það ger-
ist i Glaumbæ i Skagafirði 29.
janúar 1464, að Þorleifur Árnason
selur Sveini Guðmundssyni hálf-
an Nýjabæ með tilteknum
landamærum. Hljóðar bréfið svo
á nútima stafsetningu:
Það geri ég Þorleifur bóndi
Árnason, góðum mönnum vitur-
legt með þessu minu opna bréfi,
að ég seldi Sveini Guðmundssyni
til fullrar eignar hálfa jörðina
Nýjabæ er liggur i Abæjar-
kirkjusókn i eystrum dölum, með
öllum þeim gögnum og gæðum
sem greindri jörð fylgja og fylgt
hafa að fornu og nýju með
svoddan jarðeign. Að Tinná — og
svo langt á fjöll fram, sem vötn
draga, og ég varð fremst eigandi
að o.s.frv.
Þetta þykir Angantý ei jafn-
góð landamerkjaskrá og Jals-
skrá Möðruvalla. Kemur hér
fram hjá Angantý i grein hans,
vanvit og vanþekking. Hann ætti
að vita, að öllum jörðum fylgja
gildar landamerkjaskrár og það
enn i dag, og enginn kaupir jörð
án þess að þekkja þessa landa-
merkjaskrá til fulls. Og svo
vanvitugur getur Angantýr ekki
verið, að gera ráð fyrir þvi, að
Þorleifur sé að ljúga landamerkj-
um til að gylla sina vöru, sem
hann gefur i skyn.
Slikir menn eiga ekki að tala
um almenn eða söguleg mál.
Jarðirnar giltu sin hundr. á
landsvisu og hvert jarðarhundrað
var borgað með 1. hundr. á lands-
visu. og kom engin angantýsk
refskák til mála i kaupum. En
hver er svo þessi Þorleifur. Árna-
son? Það er sonur Soffiu
Loftsdóttur, riku, ungur og rikur
bóndi i Glaumbæ. Sést nú, að
Soffia hefur erft Nýjabæ með
gildandi landamörkum, m.a. við
Jökulsa, þar sem falsskrá telur
Möðruvöllum landamerki.
Hvaða lö^fræðingar eru það
sem ekki þekkja það til róta.að
öllum jörðum fyigir lögmæt
landamerkjaskrá?
• «rr
sinni
Hefur Soffia Loftsdóttir ekki
rétta landamerkjaskrá, þegar
henni er afhentur Nýibær, og
svikur hún Þorleif son sinn i af-
hendingu jarðarinnar i hans
hendur? Er Þorleifur að beita
Svein Guðmundsson brögðum i
sölunni? Og kemur það svo
nokkurs staðar fram að Möðru-
vellingar eigi eftirleiðis nema þá
hálfan Nýjabæ?
Siðan gerist það sama árið, 17.
des., að Sveinn Guðmundsson
selst Hólastóli arfsali að hálfum
Nýjabæ og miklum fémunum i
lausafé, með þeim sama rétti og
hann keypti hann af Þorleifi. Ger-
ir Angantýr þessi ráð fyrir svik-
um i þessari höndlun á jörðinni
þetta ár? Og geri þessi sami mað-
ur ráð fyrir þvi, að Hólastóll haldi
ekki landamerkjaskrám sinum i
gildi? Að dómi Angantýs gildir
ekki þetta lögfesta algenga
heimildargildi jarða á móti skrá,
sem telur landamerki Möðruvalla
við Jökulsá eystri i Skagafirði!
Nýibær er i Abæjarsókn i Skaga
firði. Hvenær liefir hann talizt til
Möðruvallasóknar i Eyjafirði?
Þótt Angantýr sé rogginn, ætti
hann að skilja það, að jafnvel
dómar geta breytzt i þessu landi.
Þótt Angantýr sé ekki vel fróður,
ætti hann að hafa hugmynd um
það, hversu fast biskupsstólarnir
héldu á jarðeignum sinum, og
1570, þegar Guðbrandur er að
taka við biskupsembætti á Hól-
um, er hann að athuga ýmsar
gerðir fyrirrennara sinna, um
jarðeignir stólsins, einkum ólafs
Hjaltasonar og Jóns Arasonar.
Þá höfðu verið gerð makaskipti á
Nýjabæ (öllum?) og Saurum á
Skagaströnd.
Öllu sliku braski með jarðeignir
stólsins riftar Guðbrandur. En
um 1488 telur Goðdalakirkja sig
eiga Abæ og Nýjabæ, en það er
einungis i efni, að Hólastóll styrk-
ir Goðdalasókn með litils háttar
fjárframlagi frá Ábæjarsókn, og i
jarðabók Árna og Páls á Hólastóll
allan Nýjabæ og segir, að jörðinni
fylgi svokallaður Nýjabæjar-
afréttur og þyrfti Angantýr að
læra afréttarfræði á Islandi i
staðinn fyrir hræ-hlakk yfir furðu
dómum.
1 þvi efni ætla ég að birta eftir-
farandi, öllum til leiðinda, úr
grein Angantýs 8. mai s.l. „Um
þátt Eyfirðinga að nýta landið
getur Björn ekki i sinni grein. Ég
held^að það væri ekki að segja
undan og ofan af (sic). Varla get
ég álitið Björn svo fáfróðan, að
hann hafi ekki vitað þetta, en væri
nú svo, þrátt fyrir allt, gæti hon-
um dottið i hug að rengja orð min(
(sic) þá get ég frætt hann um það,
að ég hef i höndum ótal skjöl, sem
sanna mitt mál, og það er ekki
nema sjálfsagt að birta þau opin-
berlega (Eru skjöl birt leyni-
lega?) eftir þörfum, ef hann ósk-
ar þess”.
Ég skora á Angantý að láta
þessi (ótal skjöl) kom i ljós, þvi
ég þykist viss um að i lögum,
sögu, rökum og islenzku máli
kæmi upp nýtt hugtak, sem héti
angantýska. Hlýtur eitt af þess-
um skjölum að sýna það, að
Möðruvellir hafi landamerki við
Jökulsá eystri, eftir að Hólastóll
er búinn að eignast jörðina með
fornum ummerkjum á jólum 1464
að hálfu! Hver notað hefir hinn
helming á þessari afmörkuðu
bújörð, kemur málinu ekkert við,
en stutt mun það hafa verið eftir
að Hólastóll eignaðist alla jörð-
ina.
Það sem hér er ódrepandi sann-
leikur, er að landsvæðið allt i
jökla fram. tilheyrir jörðinni
Nýjabæ i Abæjarsókn i Skaga-
fjarðarsýslu. Að reyna að
hnekkja þvi, er angantýska. Við
höfum nú þegar eina, og hún er
sú, að lögleg landamerki hafi ekki
fylgt jörðum á Islandi frá upphafi
laga i landinu!
En Skagfirðingar þurfa
hvorugu að una, dómi þessum né
angantýsku i neinni mynd.
Enda þótt að Angantýr
ótal músum brynni.
Rétturinn er hjá drottni dýr.
drepinn einu sinni.
Reykjavik 10. mai 1973.
BenediktGislason frá Hofteigi.