Tíminn - 19.05.1973, Síða 5
Laugardagur 19. mai 1973
TÍMINN
5
Linsur fyrir
litblinda
Bandariskir augnlæknar telja,
að þeir hafi nú fundiö ráð til
þess að lækna sumar tegundir
litblindu, og þá sérstaklega
þegar fólk getur ekki greint á
milli rauða og græna litarins.
Gerðar hafa verið tilraunir með
að fláta fólk fá rauða linsu fyrir
annað augað, og hefur það þá
átt mun auðveldara með að
greina litina rétt. Hefur fólkið,
sem tilraunirnar hafa verið
gerðar á, sagt, að með þvi að
nota linsuna hafi það farið að
sjá liti, sem það hafði aldrei séð
áður og vissi þvi ekki að væru
til. Maður nokkur, sem ekki
fékk vinnu, sem hann hafði sótt
um, vegna litblindunnar, hefur
nú fengið vinnuna eftir að hann
fekk linsuna. Og það sem meira
er, vinkona hans hefur hætt að
rifast við hann yfir þvi, hvað
hann sé smekklaus i litavali.
Rafmagn
frá sólinni
Rafmagn á heimilum fram-
tiðarinnar getur átt eftir að
koma i gegnum þak húsanna,
þannig að sólfrumur breyti
sólarljósinu i rafmagn. Dr.
Charles Backus, við Arizoná
rikisháskólann segir, að enn
sem komið er, sé þetta of kostn-
aðarsamt, en þessar frumur eru
nú framleiddar og notaðar á
gervihnöttum og geimförum.
Dr. Backus telur þó, að farið
væri að framleiða þær á
almennum markaði og fyrir
almenning myndi fjöldafram-
leiðsla leiða til einföldunar
þeirra, og þá um leið yrðu þær
ódýrari, og hver sem er gæti
veitt sér að nota þessa tegund
rafmagns.
☆
Aumingja
vesalings pabbi
Börn i Bandarikjunum voru
fengin til þess að svara spurn-
ingunni, hvað það væri að vera
faðir. Þau svöruðu um hæl: —
Það er sá, sem aflar mikilla
eninga i góðri atvinnu, og
innig kom svar eins og — Að
ira að heiman á hverjum degi
g koma aftur með höfuðverk.
hnn drengur, sem spurður var
essarar spurningar, sagðist
kki vilja vera faðir vegna þess,
-að þá verður maður að fara i
innuna á hverjum degi og á
völdin verður maður að rass-
kella börnin og hlusta á þau
ráta. 011 börnin, sem spurð
oru, voru á aldrinum 10 og 11
ra.
☆
Fólk, sem hefur mikið dálæti á
forngripum getur nú fengið 15.
aldar klukku til þess að hengja
upp á vegg hjá sér. Auðvitað ér
þetta ekki upprunalega klukka,
heldur nýtilbúinn forngripur.
☆
Það mundi liklega enginn hafa
ráð á að kaupa hana, ef hún væri
☆
Áfengi og afbrot
Yfir 50% allra ofdrykkjumanna
i Sviþjóð eru þar á sakaskrá, en
aðeins 1% bindindismanna. Þá
hefur komiö i ljós, að 60% alls
fangelsisrýmis i Sviþjóð er setið
af fólki, sem þangað er komið
vegna áfengisneyzlu.
i raun og veru frá fimmtándu
öld. Þetta eru eins konar
riddaraklukkur, og hafa þær
verið til sölu undanfariö fyrir
ekki svo slæmt verð. Klukkurn-
ar eru nákvæm eftirliking sams
konar klukkna, sem hingað til
hafa einungis verið geymdar á
söfnum i Þýzkalandi og i köstul-
um og höllum, sem hafa verið
gerðað söfnum. Hér á myndinni
sjáið þið eina slika klukku, en
hún slær á hverri klukkustund.
A henni eru 20 litlar figúrur úr
pjátri og einnig má sjá þarna
riddara, sem snýst i hring. 'Þá
☆
OQ Sonur Dýrlingsins kominn af stað
Snemma beygist krókur að þvi,
sem verða vill, og það sannast
greinilega á Don Juan næstu
kynslóðar, hinum sjö ára gamla
Geoffrey Moore, syni Dýrlings-
ins Roger Moore, sem brátt
verður þekktastur undir nafninu
James Bond, af leik sinum i
mynd um þann höfðingja. Þið
sjáið Geoffrey Moore hér á
myndinni, og stúlkan sem er að
kyssa kinn hans, eða kannski
bara að hvisla i eyra honum
heitir Joanna Ege, og er
fjögurra ára gömuí. Móöir
hennar er ekki siður þekkt en
Roger Moore, hún er norska
kynbomban Julie Ege.
má geta þess.að hægt er aö fá
þessar klukkur i sérstaklega
útbúnum kössum fyrir þá, sem
hafa gaman af að dunda viö að
setja þær saman sjálfir, og
heldur stúlkan á myndinni á
hluta úr klukku, en á boröinu er
kassi sem i eru geymdir hinir
ýmsu hlutar klukkunnar.
☆
Dýr eiginkona
Dean Martin gifti sig i april og
kona hans kostaði hann 800
millj. ef trúa má þvi sem sagt
er. Það er 30 ára aldursmunur á
Dean Martin sem nú er 55 ára og
brúöi hans, Cathy Hawn, en hún
er aðeins 25 ára gömul. Þau ætl-
uðu að gifta sig i aprillok, eða i
byrjun mai, svo við verðum að
reikna með að þau séu orðin
hjón núna, þótt ekki hafi fengizt
af þvi neinar ákveðnar fréttir
siðustu dagana. Þá hefur Dean
keypt sig lausan frá fyrri konu
sinni frú Jeanne, og það á hafa
kostað hann 800 milljónir króna,
— dálaglegur skildingur það.