Tíminn - 19.05.1973, Blaðsíða 6

Tíminn - 19.05.1973, Blaðsíða 6
6 TÍMINN Laugardagur 19. mal 1973 Röntgendeild Landspítalans Vegna breytinga og lagfæringa á húsnæöi Röntgendcildar Landspitalans, verður inngangur og innkeyrsla til deildarinnar frá Eiriksgötu, meöan á lagfæringum stendur. Breytingin gildir frá og með mánudeginum 21. mai 1973. Skrifstofa rikisspitalanna. Menntamálaráðuneytið Auglýsing um lágmarkseinkunn á unglingaprófi Menntamála ráðuneytið hefur ákveðið að fella úr gildi fyrirmæli um lág- markseinkunn i skriflegri islenzku og reikningi á ungligaprófi, samanber bréf ráðuneytisins þar að lútandi, dags. 20. mai 1958. Sama regla og áður gildir um meðaleinkunn, þ.e. að til þess að standast unglingapróf þurfa nemendur að hafa 4.00 eða hærra i meðaleinkunn allra greina. xnntntincti« Menntamálaráðuneytið, 16. mai 1973. LAUS STAÐA Lektorsstaða i reikningshaldi og endur- skoðun i viðskiptadeild Háskóla íslands er laus til umsóknar. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna rikisins. Umsóknum með ýtarlegum upplýsingum um násferil og störf skal komið til menntamálaráðuneytisins, Hverfisgötu 6, Reykjavik, fyrir 16. júni n.k. *SSf Sumaráætlun Flugfélags íslands: 200 FLUGTÖK OG LENDINGAR Á VIKU SUMARAÆTLUN Flugfélags Is- lands innanlandsflugs, sem gekk i gildi 1. mai s.l. er sú umfangs- mesta i sögu félagsins til þessa. Félagið hefur nú til umráða fjór- ar Fokker Friendship skrúfuþot- ur til þessara flugferða ásamt Grænlandsflugi og Færeyjaflugi. Flug hefst alla daga kl. 8 að morgni og siðustu flugferðir frá Reykjavik verða kl. 21. Flugferð- um miili staða innanlands fjölgar nú i áföngum, en þegar sumar- áætlunin er að fullu gengin i gildi verður ferðum hagað, sem hér segir: Frá Reykjavik til Akureyrar verða 27 ferðir á viku, þ.e. 4 ferðir alla daga nema miðvikudaga, þá eru þrjár ferðir. Til Vestmanna- eyja verða 17 ferðir vikul., tvær ferðir alla daga og þrjár ferðir á mánudögum, föstudögum og laugardögum. Til Egilsstaöa verða fjórtán ferðir vikulega þ.e. tvær ferðir alla daga. Til Isafjaröar verða tiu ferðir á viku, tvær ferðir á miðvikud., föstud., og laugard. Til Hafnar i Horna- firöi, verða niu ferðir vikulega. Þar af tvær ferðir á þriðjudögum og sunnudögum. Til Sauöárkróks verður flogið'á mánudögum, mið- vikudögum, föstudögum og laugardögum, til Patrcksfjaröar á mánudögum, miðvikudögum og föstudögum. Flug til Fagurhóis- mýrar verður á þriðjudögum og sunnudögum Til Húsavikur verð- ur flogið á mánudögum miðviku- dögum og föstudögum og til Kaufarhafnar og Þórshafnar á mánudögum og fimmtudögum. Flug til Norðfjarðar verður á þriðjudögum og laugardögum, flug til Þingeyrar á mánudögum og föstudögum. Þá verða fiug- ferðir milli Akureyrar og Egils- staðafram og aftur á þriðjudög- um og föstudögum. Auknir ferðamöguleikar í sambandi við ofangreindar flugferðir verða ferðir með áætlunarbifreiðum frá flugvöll- unum til nærliggjandi byggðar- laga, svo sem verið hefur á undanförnum árum. Sumaráætlun Flugfélags ís- lands er sett upp fyrst og fremst með þarfir islenzkra viðskipta- vina i huga. Siðan er unnið að þvi að fá hina erlendu ferðamenn, sem hingað sækja, svo og ferða- skrifstofurnar til þess að aðlaga sig þessum ferðum. A þann hátt er leitazt við að fá hina erlendu gesti til þess að nýta þessar ferðir og hjálpa þannig til þess að halda uppi örum flugsamgóngum milli staða innanlands. Vert er að vekja athygli á þvi, að eins dags ferðir frá Reykjavik til margra staða á landinu eru nú mögul. i mörg ár hafa erlend- ir gestir, sem hér hafa skamma viðdvöl, átt þess kost að fljúga til Akureyrar, ferðast til Mvyatns og aftur til Akureyrar og Reykjavik- ur, samdægurs. Þessi leið er fjöl- farin og Flugfélag Islands hefur upp á siðkastið i vaxandi mæli beint slikum farþegum til ann- arra staða jafnframt, svo sem til Hornafjarðar, Fagurhólsmýrar til Egilsstaða og til Isafjarðar og Húsavikur. Þá hefur einnig verið unnið að þvi áð beina farþegum til Sauðárkróks og þaðan til Siglu- fjarðar. Stefnt hefur verið að þvi, að erlendir ferðamenn nýti flug- ferðir og þær ferðir með áætlunarbilum, sem settir hafa verið upp til flugvalla og nær- liggjandi byggðarlaga, i stað þess að setja upp ferðir fyrir erlendu ferðamennina sérstaklega. A siðari árum hefur vaxandi fjöldi Islendinga einnig notfært sér þá möguleika, sem flugið og fram- haldsferðalag i langferðabilum viðs vegar um land hefur upp á að bjóða. 82. skólaslit Stýrimannaskólans STÝ RIMANNASKÓLANUM i Reykjavik var sagt upp hinn 12. mai i 82 sinn. Viðstaddur var ráðuneytisstjóri menntamála- ráðuneytisins, Birgir Thorlacius. kona hans, og margir fleiri gestir, þeirra á meðal margir eldri nem- endur skólans. 1 upphafi minntist skólastjóri þeirra eldri nemenda skólans, sem látizt höfðu á sl. vetri, og annarra sjómanna, en þetta var óvenjumikill slysavetur. Þá gaf skólastjóri stutt yfirlit yfir starfsemi skólans á liðnum vetri, og gat þess jafnframt, að skipuð hefði verið 7 manna skóla- nefnd samkvæmt nýjum lögum frá 1972. 1 henni eiga sæti: Kristján Aðalsteinsson, skip- stjóri, formaður, Guðmundur Kjærnested, skipherra: Páll Guðmundsson, skipstjóri, Gunnar Hafsteinsson, lög- fræðingur, Jón Magnússon, lög- fræðingur og auk þeirra 2 nemendur skólans skipaðir til eins árs, þeir Halldór Halldórsson og Olafur örn Gunnarsson. Skólastjóri ræddi nokkuð þá tiðu skipstapa, sem orðið höfðu á sl. vetri og brýndi fyrir verðandi skipstjórnarmönnum að sýna fyllstu árvekni og aðgæzlu, og treysta ekki um of á siglinga- og öryggistæki, þó fullkomin séu. I þessu fælist ekki gagnrýni á tækin sem slik, en skipstjórnar- maðurinn,sem að baki þeim stæði væri þó sá, sem mestu varðaði. Þá ræddi hann hinn mikla skort, sem væri á mönnum með full skipstjórnarréttindi og ráð til úrlausnar á þeim vanda, en taldi þó að ekki komi til greina að slaka á núverandi námskröfum. Einnig minntist skólastjóri á útfærslu fiskveiðilandhelginnar og taldi að hún væri okkur svo brýn að ekki mætti gefa eftir, þó sjálfsagt væri að reyna að finna friðsamlega lausn, ef þessi væri kostur. Að þessu sinni luku 29 nemendur farmannaprófi 3. stigs og 40 fiskimannaprófi 2. stigs. Hæstu einkun á farmannaprófi fékk Arni Sigurbjörnsson, 7,56, og hlaut hann verðlauna- bikar Eimskipafélags lslands, farmannabikarinn. Hæstu einkunn á fiskimannaprófi fékk Rúnar Sigurjónsson, 7,49, og hlaut hann verðlaunabikar öldunnar, öldu- bikarinn. Hámarkseinkunn er 8 Bókaverðlaun úr verðlauna- og styrktarsjóði Páls Halldórssonar, fyrrverandi skólastjóra, hlutu eftirtaldir nemendur, sem allir höfðu fengið ágætiseinkunn f Arni Sigurbjörnsson, Asmundur Björnsson, Guðmundur Sverrir Ölafsson, Hilmar J. Hauksson, Jón Björgvinsson, Kristján Halldórsson, Rúnar Sigurjónsson, Þorsteinn Vilhelmsson og Ölver Skúlason. Skipstjórafélag Islarids veitti Hafsteini Ómari Þorsteinssyni bókaverðlaun fyrir hámarks- einkunn í siglingareglum við far- mannapróf. Að lokinni ræðu skólastjóra tók til máls Birgir Thorlacius, ráðu- neytisstjóri. Ræddi hann nokkuð skólamál almennt og þó einkum verk- og tæknimenntun, sem hann kvað hafa verið lögð of litil áherzla á fram að þessu. Minntist hann hússins, sem nú er i smiðum við skólann og lét i ljós þá von að með þvi mundi batna aðstaða til tækjakennslu. Af hálfu 20 ára nemenda skólans taiaði Jón Kr. Gunnars- son. Færðu þeir skólanum að gjöf brjóstmynd i eir af Friðrik V. Ólafssyni fyrrverandi skóla- stjóra, sem Sigurjón Ölafsson hafði gert. Dóttir Friðriks Þóra, afhjúpaði listaverkið og þakkaði gefendum fyrir hönd þeirra syst- kina og annarra aðstandenda þá virðingu, sem þeir sýndu minn- ingu hans. Guðmundur H. Oddsson og kona hans færðu Verðlauna- og styrktarsjóði Páls Halldórssonar 25 þúsund krónur i tilefni af 40 ára prófafmæli Guðmundar. Bryndis Jónsdóttir, forstöðu- kona sumarhótelsins i Sjómanna- skólanum færði Stýrimanna- skólanum málverk eftir Valgeir Guðmundsson. Skólastjóri þakkaði góðar gjafir og hlýhug i garð skólans. Þá þakkaði hann gestum kom- una, kennurum samstarfið á liðnu skólaári, nemendum árnaði hann heilla og sagði skólanum slitið. Að lokinni skólauppsögn var sameiginleg kaffidrykkja i veit- ingasal Sjómannaskólans, og önnuðust félagskonur i Kven- félagi Öldunnar framreiðslu. Rakarastofa Austurbæjar flytur í Sjónvarpshúsið Rakarastofa Austurbæjar, sem lengi hefur verið til húsa I Heklu- húsinu, Laugavegi 172, hefur fiutt starfsemi sina aðeins innar á Laugaveginn, nánar tiltekið á Laugaveg 176, þar sem Sjónvarpið er til húsa. Eigendur rakarastofunnar, þeir Skúli Nielsen og Þorberg Ólafsson, buðu blaðamöpnum að skoða hið nýja húsnæði stofunnar, sem er einkar vistlegt. Auk þess, sem Skúli og Þorberg klippa og snvrta viðskiptavini rakarastofunnar samkvæmt nýjustu tizku, hafa þeir á hoðstóium ynisar snýrtivörur, sem stiiitar eru út á stofunni.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.