Tíminn - 19.05.1973, Side 11

Tíminn - 19.05.1973, Side 11
Laugardagur 19. mai 1973 TÍMINN 11 Hver sem ástæða þess er, aö fjöldi þjóðfélagsþegna veigra sér við þvi að leita sér lögfræði- aðstoðar, þá er ljóst, að sú stað- reynd er mjög bagaleg og ekki sizt fyrir þá sök að hún eykur þjóðfélagslegt órettlæti. Þeir menn, sem eru i sterkri aðstöðu, ráða sér lögfræðinga til þess að vernda sina hagsmuni, en hinir, sem minna mega sin og þurfa þvi oftast á meiri aðstoð að halda, til að tryggja rétt sinn, njóta hennar ekki. Þvi hlýtur sú spurning að vakna, hvort samfélaginu beri ekki að tryggja öllum þegnum sinum, hver svo sem efnahagsleg staða þeirra er, fullkomið jafn- rétti á þessu þýðingarmikla sviði Það er tómt mál að talaum,að re'ttarkerfið sé öllum opið, þegar það á sama tima er staðreynd að félagslegar aðstæður gera út um hvort menn nýta þann rétt sinn eða ekki. Hræringar meðal nágrannaþjóða Spurningin um, hvernig tryggja megi öllum þjóðfélagshópum öruggan aðgang að lagalegri aðstoð hefur lengi verið til umræðu meðal nágrannaþjóða okkar. 1 Danmörku er starfandi Studenternes rettshjælp, en það er sjálfseignarstofnun, sem sett var á fót árið 1885. Núgildandi reglugerð fyrir stofnunina er frá árinu 1969. Réttarhjálpin grundvallast á ólaunaðri þátttöku um það bil 65 lögmanna, en aðeins forstöðu- menn og skrifstofufólk þiggja laun fyrir starf sitt. Stofnunin fær fjárstyrk frá einkaaðilum 'jáfnt sem opinberum. Rétt til að njóta þjónustu réttarhjálparinnar hafa allir, sem hafa undir 30.000 d.kr. i árslaun. Menn sem hafa hærri tekjur en þessar, geta þó einnig notið þjónustu stofnunarinnar, ef sérstök tilvik eru fyrir hendi, svo sem barnafjöldi, litlar eignir o.s.frv. Málsmeðferðin er þannig, að sá sem aðstoðar leitar gerir i upphafi grein fyrir vandamálum sinum og siðan er tekin af hálfu réltarhjálparinnar afstaða til hinnar lögfræðilegu stöðu og hver næstu skref verði af hálfu stofnunarinnar. Réttarhjálpin afgreiðir strax i upphafi öll minni háttar mál svo sem innheimtu, umsóknir, skjöl og fleira. Ef gangur málsins virðist ætla að verða flókinn, er það sent til einhvers af lög- mönnum stofnunarinnar, sem hefur það á sinum snærum eítir það. Þessi ókeypis þjónusta við lág- launafólk, hefur vaxiö mjög að magni til undanfarin ár. Arið 1970-71 voru bókuð 7503 ný mál hjá dönsku réttarhjálpinni. 1 Osló rekur Oslóborg stofnun, sem veitir ókeypis lögfræðiaðs- toð, „Kontor for fri rettshjælp”. Umfangsmikil rannsókn fer nú fram á vegum Oslóborgar á þörfinni á ókeypis lögfræðiaðstoð fyrir almenning. Þess má geta, að laganemar viö háskólana i Osló og Bergen reka einnig ókeypis lögfræði- þjónustu fyrir almenning. Þegar slúdentarnir hófu þessa starfsemi mætti það töluverðri andstöðu frá starfandi lögmönnum i borg- unum, sem óttuðust að þeirra eigin viðskipti myndu minnka fyrirvikið. Raunin hefur þó orðið ömnur. Flest fólk, sem leitar til laganemanna, kemur þangað i þeim tilgangi að verða sér úti um upplýsingar um lögfræðilega stöðu sina. Fólkið vill fá að vita, hvort eitthvað sé hægt að gera i þessu og þessu tilfelli, Laga- nemarnir leysa úr þeim vanda- málum, sem þeir i fljótu bragði ráða við , en ef málið reynist umfangsmeira, visa þeir þvi til einhvers lögmanns i borginnþsem tekur málið að sér. Reynslan sýnir, að fæstir þeirra, sem nú snúa sér til stúdentanna, hefðu nokkurn tima snúið sér til lög- fræöings, ef þessi ókeypis frum- þjónusta hefði ekki verið fyrir hendi. Hefur þvi framtak stúdent- anna orðið til þess að sifellt fleiri njóta nú lögfræðilegrar verndar hagsmuna sinna, og hefur þetta jafnframt komið lögmönnum til góða, þar sem þeirra ‘störf hafa aukizt. Hugmyndir til úrbóta t lok framsöguerindis sins vék Framhald á bls. 27. Mynd frá fundi Lögfræðingafélagsins, sem haldinn var i hinum nýju húsakynnum Hótels Ilolts. Gunnar Jónsson hæstaréttarlögmaður hefur orðið. (Timamynd Gunnar) LÖGFRÆÐIAÐSTOÐ ÁN ENDURGJALDS — afhyglisverðar umræður hjá Lögfræðingafélagi íslands 90% af starfandi lög- mönnum í Danmörku nota 90% af vinnutima sinum, til þess að þjóna 10% þjóðarinnar, þ.e.a.s. atvinnurek- endum og fjármála- spekúlöntum”. Þessa tilvitnun sótti Gunnar Eydal til danska doktorsins Ole Krarup, sem er starfandi pró- fessor i lögfræði i Kaup- mannahöfn. Gunnar sem er útskrifaður lög- fræðingur frá Háskóla íslands vorið 1971, flutti erindi hjá lögfræðinga- félagi íslands nýlega, sem hann nefndi ,,Lög- fræðiaðstoð án endur- gjalds.” í erindi sinu kom Gunnar nokkuð inn á eðli lögfræðiaðstoðar og leitaðist við að gera grein fyrir þvi, hversu rika þörf þjóðfélagið hefur fyrir slika aðstoð. Gunnar vitnaði enn i prófessor Ole Krarup, þar sem hann spyr: „Hvernig i ósköpunum fara háskólar að þvi að umturna svo hugsun lögfræðinga, að á sama tima og þeir lifa i trú á jafnrétti, frelsi og pólitiskt hlutleysi, stuðla þeir að ójafnrétti, ófrelsi og póli- tisku óréttlæti i starfi sinu? Starf danskra lögmanna felst i þvi að vernda hagsmuni hinna sterku gegn hagsmunum hinna veiku, þ.e. hagsmuni atvinnurekenda gegn verkamönnum og hagsmuni viðskiptalifsins gegn neytendum. Gunnar sagði siðan: „Ef þetta mat professorsins er á rökum reist, hlýtur að vakna sú spurning, hvort svipað sé uppi á teningnum hér á landi. Ætla má, að ef frá eru taldir þeir lögfræð- ingar, sem starfa hjá þvi opin- bera, starfi allstór hluti islenzkra lögfræðinga i þágu einkaatvinnu- rekstrar og hafi þannig að aðal- starfi, að þjóna hagsmunumþess tiltölulega fámenna hóps, sem eignarréttinn hefur á atvinnu- og þjónustufyrirtækjum. Einnig má ætla að stór hluti af starfi lögmanna fari i að þjóna 10 prósentunum, sem Krarup ræðir um. 1 þessu sambandi má benda á að mjög fátitt er, að hin stærri verkalýðsfélög ráði til sin lög- fræðinga. Þvi miður liggur mér vitanlega ekki fyrir nein könnun á þvi, hvernig störf islenzkra lögmanna skiptast, miðað við stéttir og starfsgreinar, en að minu viti væri mikil nauðsyn á slikri þjóð- félagslegri könnun. Ég óttast, þvi miður, að niðurstöðu slikrar könnunar mundi svipa mjög til þeirra talna, sem vitnað var til hér að framan.” Þörfin fyrir lögfræðiaðstoð Ef maður fær slæma tannpinu, eða önnur likamleg óþægindi, þykir sjálfsagt og eðlilegt að leita læknis og reyna að fá úr meininu bætt. Ef bfllinn bilar, er umsvifa- laust farið með hann til viðgerðar og það oft, án þess að athuga hvort fjárhagurinn leyfir slik út- gjöld að svo stöddu. Annaö viðhorf kemur upp, ef sami maður stendur frammi fyrir lögfræðilegu vandamáli. Það þykir engan veginn sjálfsagt og eðlilegt að leita til lögfræðings i sliku tiifelli. Það er oft ekki fyrr en þörfin er orðin mjög brýn og ekki verður hjá þvi komizt, að menn telja nauðsynlegt að leita þjónustu og aðstoðar lögfræðinga. Astæður þessa eru sjálfsagt margar og af ýmsum toga spunnar. Gunnar taldi, að þær væru þó helzt þrenns konar: 1. Fjárhagslegs eðlis. 2. Lögfræði og lögfræðingar væru almenningi framandi og þvi veigraði fólk sér við þvi að leita lögfræðilegrar aðstoðar. 3. Vantraust á lögfræðingum. Ljóst er að fjárhagshliðin skiptir verulegu máli þegar menn standa frammi fyrir lögfræðilegu vandamáli. Mjög rik tilhneiging er meðal fólks, að reyna að spara sér þann kostnað, sem þjónust- unni fylgir, á sama hátt og menn eru t.d. tregari til að leita sér læknis, ef þeir þurfi sjálfir að greiða allan þann kostnað, sem af slikri þjónustu leiðir. Undir slikum kringumstæðum myndi sjúklingurinn ærið oft koma of seint til læknisins, of seint til að unnt væri að komast fyrir rætur meinsins. Sama er uppi á ten- ingnum varðandi lögfræði- þjónustu. Ef viðkomandi heföi leitað aðstoðár lögfræðings i upphafi, t.d. við fasteigna- eða bifreiðakaup hefði hann getað firrt sig kostnaðarsömum mála- rekstri og fjárhagslegu tjóni. Einnig benti Gunnar á þá stað- reynd, að kostnaður við mála- rekstur fer mjög vaxandi hér á landi. Miklar likur eru á þvi, að lög- fræði sé öllum almenningi ákaf- lega fjarlæg. Kemur þar margt til, m.a. að lagamálið er öllum almenningi illskiljanlegt og svo hitt, að allur gangur mála er bæði seinn i vöfum og forrnbundinn, og virkar þvi fráhrindandi. Af þessum ástæðum taldi Gunnar, að viss hópur manna setti sig i varnarstöðu gagnvart lögfræð- ingum og óskaði ekki eftir ýkja nánum samskiptum við þá stétt manna. 1 þriðja lagi benti Gunnar á þann möguleika, að almenningur hefði vantraust á lögfræðingum. Ef sú er raunin leitar fólk að sjálfsöðgu ekki til þeirra fyrr en i ýtrustu neyð. Gunnar Eydal lögfræðingur flytur erindi sitt á fundi lögfræðingafélagsins. Fyrir enda borðsins situr Þór Vilhjálmsson fundarstjóri. Aðrir á myndinni eru Páll S. Pálsson hrl. örn Clausen hrl. og Guðrún Er- lendsdóttir hrl. (Tímamynd Gunnar)

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.