Tíminn - 19.05.1973, Qupperneq 13

Tíminn - 19.05.1973, Qupperneq 13
TÍMINN 13 Laugardagur 19. mai 1973 Útgefandi: Framsóknarflokkurinn Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þór- arinn Þórarinsson (ábm.), Jón Helgason, Tómas Karlsson, Andrés Kristjánsson (ritstjóri Sunnudagsblaös Timans). Auglýsingastjóri: Steingrimur Gíslason. Ritstjórnarskrif- stofur i Edduhúsinu við Lindargötu, simar 18300-18306. Skrif- stofur i Aðalstræti 7, simi 26500 — afgreiðslusími 12323 — aug- lýsingasimi 19523. Askriftagjald 300 kr. á mánuði innan lands, i lausasöiu 18 kr. eintakið. Biaðaprent h.f igur landhelgls- gæzlunnar Þau tiðindi gerðust á íslandsmiðum siðast- liðið fimmtudagskvöld, að brezku togararnir settu rikisstjórn Bretlands þá úrslitakosti, að þeir myndu hætta veiðum innan 50 milna markanna, ef þeir fengju ekki herskipavernd. Þegar svör bárust ekki strax frá rikisstjórninni héldu togararnir allir, 46 talsins, heimleiðis. Siðan hefur brezka stjórnin reynt að fá togar- ana til að snúa aftur gegn vissum fyrirheitum um herskipavernd. Eftir er að sjá, hvort togaramenn telja þau fullnægjandi. Hvernig, sem þessum viðskiptum brezkra togaramanna og brezku stjórnarinnar lyktar, sýnir þessi atburður glöggt, hve miklu land- helgisgæzlan hefur áorkað og hve stóran sigur hún er þegar búin að vinna á miðunum. Hún hefur, með klippingunum og öðrum aðferðum truflað svo mjög veiðar togaranna, að úthald togaramanna hefur brostið. Það hefur verið ásetningur brezkra útgerðarmanna að halda áfram veiðum, án herskipaverndar, þvi að þær eru mjög tafsamar, eins og reynslan i fyrra þorskastriðinu sýndi bezt. Þessar fyrirætlanir virðast nú komnar út um þúfur, þar sem sjó- mennirnir neita að veiða, án herskipaverndar. íslendingar hafa þvi unnið ótviræðan sigur i þessum fyrsta þætti þorskastriðsins. Sá sigur er fyrst og fremst sigur landhelgisgæzlunnar. Sá sigur er enn glæsilegri, þegar þess er jafn- framt gætt, að hann hefur unnizt, án þess að til manntjóns hafi komið. Hinn mikli sigur, sem landhelgisgæzlan hef- ur hér unnið, sýnir ótvirætt, hve f jarri lagi hafa verið þær fullyrðingar sumra blaða að undan- förnu,að íslendingar væru að tapa striðinu á miðunum. Hann sýnir lika, hve ómakleg hafa verið ýmis æsiskrif um landhelgisgæzluna og yfirstjórn hennar. Þessi æsiskrif i vissum is- lenzkum blöðum hafa lika verið i öfugum tón við skrif brezku blaðanna, sem hafa haldið þvi fram, að íslendingar væru að vinna striðið á miðunum með skæruhernaði sinum, þraut- seigju, festu og gætni. Hér hefur, við erfiðustu aðstæður, verið unninn glæsilegur sigur, sem þjóðin mun siðar lengi þakka skipstjórum og áhöfnum varðskipanna og yfirstjórn land- helgisgæzlunnar. Og sérstaklega mun þess verða minnzt, að hann hefur unnizt án mann- fórna. Þá ber þess að minnast, að þessi sigur land- helgisgæzlunnar er ekki aðeins fólginn i þvi, að þolinmæði togaramanna hefur brostið. Hann er einnig fólginn i þvi, að brezka stjórnin hefur hægt og hægt verið að láta undan við samn- ingaborðið, þótt enn beri mikið á milli. Og láti Bretar nægjanlega undan að lokum, verður það fyrst og fremst að þakka störfum land- helgisgæzlunnar. Á þessu stigi, skal engu um það spáð, hver næsti þáttur þorskastriðsins verður. Hæglega getur farið svo, að Bretar velji þann kost, sem er verstur fyrir þá sjálfa, þ.e. að gripa til veiði- þjófnaðar undir herskipavernd. Það mun ekki aðeins gera enn meiri hinn endanlega ósigur þeirra, heldur einnig gera hann hraksmánar- legan. Þ.Þ. Arrigo Levi, La Stampa: Myndast ný vinstri stefna í Evrópu? Ýmsar hreyfingar benda í þá átt NÚ eru frönsku kosningarn- ar um garð gengnar og engar mikilvægar kosningar á dag- skrá i Evrópu næstu tvö ár eða svo. Þetta ætti að tákna, að hið köflótta stjórnmálayfirborð álfunnar haldist óbreytt um sinn. En þetta er ekki rétt, þó undarlegt megi virðast. Nýjar hneigðir og nýja strauma má auðveldlega greina undir yfir- borðinu og af þeim geta leitt róttækar breytingar undir lok þessa áratugs. Ef til vill er i vændum ný vinstristefna, sem gefur Evrópumönnum tæki- færi til hugsjónalegra um- skipta, sem þeir hafa ekki átt kost á langa lengi. Vitaskuld er ávallt áhættu- samt að bera fram slikar ágizkanir, enda ætið verið erfitt að gera sér grein fyrir hneigðum, sem ná meira eða minna til Evrópu allrar. Þjóð- ir og þjóðerniskennd eru enn itæk öfl. óljósir svipir hug- sjóna hafa landamæri þjóð- rikja að engu og birtast i ýms- um þjóðlegum myndum og leyna sameiginlegum veru- leika undir mismunandi dulargervum. SIÐASTA hreyfingin, sem náði til álfunnar allrar, var andmælaalda stúdentanna á árunum milli 1960 og 1970. Hún hafði að engu hefðbundin mörk milli vinstri flokka, snerti verkamannastéttina aðeins litillega og náði há- marki i maiátökunum i Frakklandi árið 1968. Síðan virtist hún hjaðna skyndilega, en þó vakir efi um, hvort svo hafi verið i raun. Sumar hugmyndir þessarar hreyfingar varðveittust i orði kveðnu á ttaliu. Italska verka- lýðshreyfingin varð voldugt verkfæri almennra andmæla og hóf umsvifalaust verulegar breytingar á samfélaginu og knúði með verkföllum fram „breytingar á markmiðum”. Með þessu var bundinn ótima- bær endir á hið svonefnda efnahagsundur á Italiu. Þetta virtist á yfirborði hreinitalskt fyrirbæri og sýndist mega skoða það sem afbrigði. Haldið var fram i rökræðum, að Italia væri hálf- þróað riki, em hefði verið varpað allt of snögglega i bræðslupott Efnahagsbanda- lags Evrópu. Vaxtarverkir gerviþróunar hlytu að verða sérlega tilfinnanlegir meðal þjóðar, sem samtimis þjáðist af kvillum vanþróunar og hraðþróunar. SVO er nú að sjá sem kveikja hreyfingar áranna 1960-1970 hafi haldið lifi ann- ars staðar og meira að segja á óliklegustu stöðum. Nýaf- staðnar kosningar i Frakk- landi minntu að verulegu leyti á sálfræðisjónleikinn frá i mai 1968. Nú var hann raunar leik- inn eftir hefðbundnum reglum sem ósvikinn franskur sjón- leikur, en lokaþátturinn að visu ósaminn. 1 grundvallaratriðum er þráðurinn þó óbreyttur. Akveðin öfl kröfðust umsvifa- laust breytinga fyrir fimm ár- um. Þá tókst hinufranskakerfi — og stjórnarflokknum — að komast yfir hindrunina með nokkrum erfiðismunum. Að visu var i leiðinni gengið inn á margar kröfur, sem hinir hefðbundnu vinstri flokkar höfðu sett fram, og verulegra áhrifa gætti frá þeim öflum, sem losnuðu úr læðingi i mai það ár. Franska vinstri Roth, hinn róttæki leiðtogi ungra jafnaðarmanna i Vest- ur-Þýzkalandi hreyfingin berst enn fyrir breytingum og kosninga- árangurinn hvetur hana til dáða. Franska stjórnin full- yrðir, að ekki geti komið til mála nein endurtekning at- burðanna frá i mai 1968, en þrátt fyrir þá fullyrðingu sýndu stúdentaóeirðirnar um daginn, að öflin, sem þá fóru á kreik, lifa enn með nýrri kyn- slóð stúdenta. HITT vekur öllu meiri furðu, að nýr timi sjálfsgagn- rýni og breytinga virðist upp runninn hjá tveimur öðrum ,,þr óuðum” þjóðum. Jafnaðarmannaflokkarnir i Vestur-Þýzkalandi og Sviþjóð hafa sýnt þess ljós merki, að innan þeirra er allt i einu risin krafa um róttækni. Þetta hefir gerzt þrátt fyrir þá staðreynd, að báðir þessir flokkar eru við völd, og ennfremur er svo ástatt um þýzka Jafnaðar- mannaflokkinn, að Brandt er nýbúinn að vinna kosningasig- ur með hófsamri og „miðsæk- inni” stefnuskrá. Vel má greina svipaðar tilhneigingar innan verkalýðshreyfinganna bæði i Bretlandi og Dan- mörku. Þarna eiga i hlut mismun- andi þjóðir, en eigi að siður virðast nægilega margir sam- eiginlegir aflvakar að verki i öllum þessum tilvikum til þess að styrkja þá skoðun, að ef til vill sé þarna i mótun „ný vinstristefna”. Þeir, sem nú krefjast breytinga, hafna ekki með öllu rikjandi Evrópuhug- sjón, eins og ungu byltingar- mennirnir 1968 gerðu. Þeir sækja fyrirmyndir heldur ekki til Sovétrikjanna eða Kina. Þeir viðurkenna blandað efna- hagskerfi, sem eðlilegan grunn, en neita hvorki vel- ferðarrikishugsjón jafnaðar- stefnunnar né vestrænum áhuga á áætlunum. Og loks er þess að geta, að meirihluti þeirra er alls ekki andstæður evrópskri einingu. ÞETTA ber þó ekki að taka svo, að þarna séu að verki hóf- samir menn, enda eru breytingarnar, sem hin nýju öfl krefjast, vissulega róttæk- ar. Meðal þeirra má nefna kröfur um, að mjög hár hundraðshluti arðs renni til félagslegra þarfa, annað hvort með þjóðnýtingu eða öðrum hætti, og áætlanamenn rikis- ins eða opinberar stofnanir beri ábyrgð á skynsamlgri fjáfestingu og breyttum neyzluvenjum, en ekki hluta- félagafurstar eða bókarar þeirra. Hið opinbera vald hlyti tvimælalaust að drottna yfir framtaki einstaklingsins i þess háttar „blönduðu” efna- hagskerfi, sem þarna er áformað. Kröfur hinna nýju umbóta- manna á öðrum sviðum snúast til dæmis um jafnrétti milli starfsmanna við erfiðisvinnu og önnur likamlega léttari störf, svo og „aðild verka- manna”. Þetta gæti bundið endi á hefðbundið áhrifavald og stefnumótun leiðtoga bæði einkafjármagns og opinberra stjórnvalda. Þá er einnig um að ræða harða gagnrýni á hefðbundna iðntækni, einkum hið sálarlausa endurtekning- arhjakk i stórum verksmiðj- um. Enn er eindregið krafizt aukinnar félagslegrar þjón- ustu, mikilla endurbóta og nýrra reglna i umhverfismál- um og hækkaðra launa hinna lægst launuðu. Allt mun þetta — ásamt þvi, sem áður var talið — draga nokkuð úr hag- vaxtarmöguleikum i Evrópu, en ljóst er orðið, að hag- vöxturinn er ekki framar okk- ar eini, sanni guð. HVERT stefna svo þess háttar breytingar, sem hér hefir verið drepið á? Forustu- menn til vinstri eins og Fran- cois Mitterrand halda ein- dregið fram, að árangurinn verði hamingjusamara sam- félag en áður. Hinir svartsýnu óttast hins vegar, að af- leiðingarnar gætu komið fram i siendurteknum kreppum og öngþveiti. Ástandið verður nokkuð torráðnara fyrir þá sök, að öflugir kommúnista- flokkar i sumum löndum Evrópu hafa snúizt til „frjáls- lyndis” og kynnu að geta rugl- að upphafsmenn umbótanna i stefnunni að settu marki. Hinu verður ekki með nokkru móti andmælt, að hin nýja stefna veldur verulegri ögrun og á almennu fylgi að fagna. Kanna ætti i alvöru og einlægni hugmyndir hinna nýju vinstrimanna, en ekki er enn til i Evrópu neinn opinber stjórnmálavettvangur, sem getur tekið andstæðar skoðan- ir til sameiginlegrar athugun- ar. Vinstrisinnar meðal menntamanna gera sér fulla grein fyrir þörfinni á slikri rökkönnun, enda eru þeim ijósar margar eðlisgrónar mótsagnir i kenningum hinnar nýju hugmyndafræði, sem lof- ar til dæmis i senn aukinni vel- sæld og minni vinnu. Ekki er auðvelt að sjá, hvernig koma á fram slikum gjörbreytingum, án þess að þær valdi alvarleg- um truflunum og efnahags- kreppum. Ekki er heldur ljóst, hvernig á að samræma slika nýja vinstristefnu og einingu rikja. EF hin nýja vinstristefna yrði að veruleika hlyti hún að bjóða birginn „miðleitarlög- málinu”, sem Jean-Jacques Servan-Schreiber ber fyrir brjósti, en hann trúir þvi statt og stöðugt, að nútima lýð- ræðissamfélag hljóti fyrr eða siðar að lenda undir stjórn mið- og hægri-flokka eða mið- og vinstri-flokka. Þetta kann að vera meira eða minna satt, að þvi er Vest- ur-Evrópu varðar, eins og nú standa sakir. Miðflokkar eru hins vegar ekkert annað en árangur samræmingar að loknum átökum milli hægri og vinstri. Áður en langt um liður kann Vestur-Evrópa að verða vettvangur nýrra rökdeilna, sem eru gjörólikar öllu, þvi, sem við þekkjum úr fortiðinni.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.