Tíminn - 19.05.1973, Síða 18

Tíminn - 19.05.1973, Síða 18
18 TÍMINN Laugardagur 19. mai 1973 — Þú ert alveg að ná þér sé ég er. Þú varst orðin talsvert föl. Varstu hrædd? — A vissan hátt. Það er ef til vill ekki sjálft striðiö, sem ég öttast, fremur allar þær breytingar og byltingar, sem það mun hafa i för með sér. Ég tók þetta ekkert alvarlega, fyrr, en Logan kom heim frá Lundúnum og sagði að ágreiningurinn yröi ekki til lykta leiddur nema meö styrjöld. Hún lagði frá sér tómt glasiö. — Hvað mig snertir mun það i fyrsta lagi verða til þess aö ég verð að flytja frá Bastions, ekki satt? Lea mun ekki þurfa á mér að halda, og ber mér þvi að taka að mér eitthvað, sem er ekki jafn skemmtilegt, en nytsamara. Þau voru orðin ein eftir við vinborðið, allir aðrir farnir inn i borösalinn. Mallory starði á glasiö, sem sólargeislarnir léku um. A borðinu var vasi með ljómandi gull-lakker. Þetta var skrýtið. Gull-lakker blómstrar fyrzt á haustin. Nú mundi hann eftir þvi að Sherida hafði einmitt minnt hann á gull-lakker, kvöldið sem hann sá hana i fyrsta sinn. Og alveg eins og gull-lakken, gerði hún öll önnur blóm litlaus með nálægö sinni, hugsaöi hann. — Þú mátt ekki fara héðan fyrr en þú ert neydd til þess, sagði hann lágt. — Við munum sakna þin öll. Það er erfitt að hugsa sér Bastions án þin....Þú ert náttúr- lega orðin svöng? Eigum við ekki að fara þarna inn og fá okkur matarbita. 26. Brúðkaupsdagurinn var ákveð- inn, boðskort send, og heima hjá Maitlands sat Katrin kaffærð brúðargjöfum úr öllum áttum. Kristin hjálpaði til og var jafn- spennt og hún ætti þar sjálf i hvert sinn sem hún opnaði pakka. — Hér er enn ein ávaxtaskálin, sagði hún, og lagði voldugt tinfat til hliðar. Katrin andvarpaði. — Þetta er fimmta ávaxtafatið, fólk heldur vist að nýgift hjón lifi eingöngu á ávöxtum og kærleika, sagði hún. — I öllum bænum, gættu vel kortsins. Sástu pakkann, sem kom frá Cicely i dag? Hún gengur beint til verks eins og hún er vön. Cicely hafði sent laxbleika barnavigt. — Ef þið fáið ekki brúk fyrirhana þessa, já, þá verðið þið að skipta. Með beztu óskum. Cicely Burnham. Stuttur, en gagnorður texti. — Með illsku og öfund, er það sem hún meinar, sagöi Kristin. — Ég hata hana, ég vildi óska að hún hefði ekki verið boðin. — A ýmsan hátt er það synd með Cicely. Þú slitur þér algjör- lega út Kristln meö þvi að hata svona margar manneskjur. Þú hataðir vist mig um tima, ekki satt? Veikur roði kom á andlitið Kristinar og niður á háls, en hún svaraöi án þess að þurfa að leita að orðum: — Ég hef aldrei hatað þig, það getur enginn, en mér likaöi ekki að þið Logan giftust. Ég hélt nefnilega að Lea væri alveg á móti þvi, en nú er hún himinlifandi með það og allt i finasta lagi. Hún var svo sönn i sínum barnslega fögnuðu að Katrin leyndi brosi yfir nýjum pakka. — Hér er enn eitt fiskifat. Þér þykir vist ákaflega vænt um Leu? — Ég tilbið hana. Hún er bezta manneskja i heimi. — En Kristin, þú ert nú bráðum 17 ára, og verður að fara að hugsa um þina eigin framtið. Þú getur þó ekki alla þina ævi snúizt i kringum Leu. — Hvers vegna ekki? Kristin lagði frá sér pakkana, settist upp I divaninn og starði dreymandi út umgluggann. — Ég vildi bara óska að Jana i'yndi eiginmann sem fyrst, svo ég gæti ein og afskiptalaus hugsaö um Leu. Jönu þykir vænt um hana á sinn hátt, en hún skilur hana ekki, að minnsta kosti ekki á sama hátt og ég. Hún finnur ekki á sér þegar Lea er óhamingjusöm og þarf hjálp, en það geri ég. Ég gæti gert hvað sem vera skyldi fyrir Leu. Katrin horfði lengi á hana, og fannst allt i einu sem náladofi færu um likama Kristinar. Hún sat sem stirðnuð með galopin augun og starði svipbrigðalaust fram fyrir sig, varirnar pressaðar saman i mjótt strik, og einhver æsilegur óg óhugnan- legur blær var yfir andlitinu. Skyldi Leu vera ljóst hið ógurlega vald, sem hún hafði á þessari jafnvægislausu, titrandi barns- sál? Jú, henni er það ljóst, hugsaöi Katrin. Stöku sinnum hafðu hún tekið eftir þvi að Lea gaut augunum til Kristinar með ánægjusvip og sigurgleði, alveg eins og hún væri aö virða fyrir sér listmun, sem hún sjálf hefði skapað. Það var á einhvern stefnubundinn hátt sem Lea reyndi að móta Kristinu eftir sinu eigin höfðu. Kristin, sem var svo ung, en samt svo þroskuð á vissan hátt, aö maður gat orðið skelfing lostinn. En hvað gat þaö verið sem manni gat fundizt skelfilegt við 17 ára gamla stúlku? — Eitt fiskfatið enn, sagði Katrin ráðþrota — Frá Simoni Crowdy, ég hefði þó haldið að hann hefði meira hugmyndaflug en þetta. Verðurðu i mat hjá okkur? — Nei, þakka þér fyrir þvi ég lofajii Leu aö koma heim núna, sagöi Kristin stillilega. — Hún verður alein ef ég ekki kem. Jana og Sherida eru úti og pabbi..já, ég veit ekki hvar hann er. Hún fékk allt i einu þennan laumulega svip. — Þetta er svo stutt.að það er ekkert að ganga það er satt, ég hef gleymt, að Lea spurði hvort þú mundir geta komið i te siðdegis. — Siðdegis? Það verður gaman. Verða gestir, eða get ég komið eins og ég stend. — Engir gestir, bara þú. Ég ætla á skátamót klukkan fjögur, svo það verða ekki aðrir en þið tvær. Það var svo hvassLað Kristin varð að leiða reiðhjóliö. Hún beygði sig nærri þvi flata i storm- hviðunum, en samt iðraði hana ekki þess að hafa kosið að ganga. Lea skyldi ekki þurfa að sitja ein i stóru borðstofunni, hún hafði nóg að striða við, þótt einmana- leikinn blasti ekki við henni um máltiðirnar lika. Ekkert þeirra hinna lét þetta á sif fá — þau voru hjartaköld og eigingjörn — en eina þekkti hún þó, sem ekki var smeyk við að ganga i gegnum eld og vatn fyrir Leu. — Min kæra, þú hefðir ekkert átt að vera að koma i þessum stormi. Bað ekki Katrin þig að fara ekki?, spurði Lea, þegar Kristin kom alveg uppgefin eftir heimferðina. — Jú, en ég vildi ekki vera lengur, ég vildi fara heim til þin. Hún þrýsti kaldri kinn sinni að heitri kinn Leu. — Pabbi er alltaf að tala um aö ég hreyfi mig of litið, svo nú sló ég tvær flugur i einu höggi. Við skulum hafa það reglulega notalegt á meðan þau hin eru úti. — Þú ert of litið með öðrum unglingum, Kristin. — öðrum unglingum? — Ég hef megnustu skömm á þeim, það veiztu vel. Ég ætla bara að þvo mér svolitið, svo kem ég. Hún tók stigann i fáum skrefum. Lea skoðaði handa- vinnuna sina, og brosti brosi, sem var ekki unnt að sjá yfir hverju byggi. 27. Katrin fór gangandi • til Bastions, og naut friska loftsins i rikum mæli. Það er dálitið þreytandi að taka upp gjafa- pakka, senda boðskort, og ýmislegt annað þess háttar. Jafnvel þótt brúðkaupið yrði haldið fljótlega, var vist engin hætta á þvi, að það gæti farið fram i kyrrþey, eins og hún hafði þó óskað. Það voru alltof margar mannskjur, sem þurfti að bjóða — sem mundu stórmóðgast væri gengrð framhjá þeim. Sjálf móttakan átti að fara fram i skrúðgarðinum á Bastions, þvi garður Maitslands var alltof litill og skjóllaus, ef eitthvað var að veðri, svo að gestirnir yrðu þá að forða sér inn i laufskála eða garðhús. Upphaflega haföi Katrin ætlað sér að vera i göngufötum með hatt á brúðarbekknum, en sú hugmynd var miskunnarlaust lögð til hliðar af frú Maitland og Leu. Hún skyldi vera i siðum kjól með brúðarkrans og slæðu. Gott og vel, það var varla við þvi að búast, að fyrsta brúðkaupið i St.Auby-fjölskyldunni gæti farið fram þegjandi og hljóöalaust. Hún vandvarpaði litillega þegar hún gekk inn um hliðið á Bastions. — Það var virkilega ánægjulegt 1406 Lárétt ) Kynjadýr.- 6) Hás,- 8) Trygg- ng,- 9) Sjá.- 10) Fugl,- 11) Neit- in.- 12) Feiti.- 13) Komist.- 15) rrekju.- Lóðrétt !) Ungviði - 3) Stafur.- 4) Akveð- n. 5) Kæk,- 7) Spil,- 14) Afa, Lóðrétt 2) Jökulsá,- 3) 01,- 4) litning,- 5) Óbeit.- 7) Smára,- 14) 01.- Ráðning á gátu No. 1405 Lárétt 1) Mjólk,- 6) öli,- 8) Tóm,- 10) Unn,- 11) 111.- 13) Són,- 15) Sálga,- Bók,- 9) 12) Inn.- fgffjfl ■ ■■ ii “Hj Hj n II: l| lllWHi I Laugardagur III 19. mai íwíí 7-00 Morgunútvarp Veður- iiiím fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10 lill Fréttir kl. 7,30, 8.15 (og ■:i$i*Í forustugr. dagbl.) 9.00 og ÍiíiÍií 10.00 Morgunbæn kl. 7.45. ;i;iii;:;i Morgunleikfimi kl. 7.50. iiiiigí Morgunstund barnanna kl. i;i;i;i;i; 8.45: Edda Scheving heldur ;i;i;i;:;i áfram sögunni ;i;i;i;i;i „Drengjunum minum”eftir iliii Gustaf af Geijerstam (12). !;i;i;i;i; Tilkynningar kl, 9.30. Létt lög á milli liða. Morgun- ;!;!;!;i;i kaffið kl. 10.25: Páll Heiðar iÉÍ Jónsson og gestir hans ræða jj&g um útvarpsdagskrána og Siiiiiii greint er frá veðri og vegum. :;i;;;;;;;! 12.00 Dagskráin. Tónleikar. ij* Tilkynningar. !;!;!;!;!; 12.25 Fréttir og veðurfregnir. ÍíÍI Tilkynningar. ;!;!;!;§ 13.00 Óskalög sjúklinga ;i;!;i;S 14.40 islenzkt mál ;i;!;i;!;! 15.00 Gatan inin Jökull Jakobsson gengur um Vesturgötu á Akranesi i !$$;!; fylgd Jóns óskars skálds. 111 16 00 Fréttir. ;!;S;i;i 16.15. Veðurfréttir. Stanz,Arni gÍiÍíiÍ Þór Eymundsson og Pétur i;!;i;!;!; Sveinbjarnarson sjá um ;!;!;$;! þáttinn. SSÍ 16.45 Siðdegistónleikar $$$;; 18.00 Eyjapistill. Bænarorð. gjg Tónleikar. Tilkynningar. !;;;$;!; 18.45. Veðurfregnir. Dagskrá :i$;gS kvöldsins. iÍí!iÍ;S 19.00 Frétt'ir. Tilkynningar :;!;!;!;!; 19.20 Eldur og vatn Sigurður $;$;!; Sigurðsson ræðir við Þor- ;!;i;i;i;i björn Sigurgeirsson pró- 5$;!;;; fessor. $$!$; 19.40 „Hinn sanni félagsandi”. $Sj* Gisli J. Astþórsson les m fyrstu sögu sina um Albert $;$£ A. Bogesen. ;!$;$; 20.00 Hljómpiöturabb. $$!$ 20.55 Frá Norðurlöndum !;ig:ji:; Vilhelm G. Kristinsson ;;?;!;;;; fréttamaður flytur pistil ;!;!;!Íi| eftir Sigmar B. Hauksson iiiijijiji um hryðjuverkasveitir á Norðurlöndum. !;!;!;!;!; 21.10 Gömlu dansarnir ;!;$;$ 21.35 „Hinn gamli Adam” i;!;!;!;i; smásaga eftir Þóri Bergs- ;;!;!;!;!; son.Áslaug ólafsdóttir les. 22.00 Fréttir. ;£;$ 22.15 Veðurfregnir Danslög 23.55 Fréttir i stuttu máli. ££ Dagskrárlok. ;!;!;!;!;! 17.30 Þýzka i sjónvarpi. ;!£!;! I8.00 íþróttir. Umsjónarmað- ;!;!;!;!;! ur ómar Ragnarsson. !$!$;: Hlé iijijijiji 20.00 Fréttir. jijijijij! 20.20 Veður og auglýsingar. $$!$ 20.25. Brellin blaðakona. Meö !;!;!;!;!; móöurlegri umhyggju. Þýð- m anc*' Thor Haraldsson. ££ 20.50 Kvöldstund I sjónvarps- ív!í! sal. jjijijiÍ! Jónas R. Jónasson, sem ;j;j;j;j;! verið hefur umsjónarmaður :$!£ þessara þátta i vetur, tekur !;j;j;j;j; á móti gestum kvöldsins og ;j;j;j;!;! rifjar upp atriði úr fyrri ::;!;!;!;! kvöldstundum. m 21 -4° Loftbrú. Brezk fræðslu- j;j;j;j;j; mynd um óvenjulega til- m raun *■*' a0 bjarga afriskri ;j;j;j;j;j antilóputegund frá útrým- ;$;£ ingu. Þýðandi og þulur Gisli j;j;j;j;j; Sigurkarlsson. ;!;!£; 22.05 Batnandi manni er bezt ;£;$ að lifa (The Late George !j!j!j!j!j Apley). Bandarisk biómynd jjjjjjjjjj frá árinu 1946, byggð á sögu iijijijij; eftir John P. Marquand. jijijijj Leikstjóri Joseph L. j;j;j;j;j; Mankiewicz. Aðalhlutverk $:£; Ronald Colman, Peggy j;j;j;j;j Cummins, Charles Russel jijijijij: og Vanessa Brown. Þýðandi ;!;;£: Jón Thor Haraldsson. ijijijijij George Apley er roskinn j;j;j:jí Bostonbroddborgari, siða- j!j!j;j;j! vandur og formfastur. Börn jjjjj£ hans aðhyllast frjálslegri !j!j£ siði, en gamli maðurinn er j!j!j!j!;í tregur til að láta þau ráða ;!;!;!;!;! sinum einkamálum, þar til ijijijijij hann loks rekur sig á og á- j:j:j:j:j; kveður að snúa við blaðinu. ;!;!;!;!;! 23.35 Dagskrárlok.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.