Tíminn - 19.05.1973, Blaðsíða 20
20
TÍMINN
Laugardagur 19. mai 1973
Schnellinger sést hér halda á Evrópubikar bikarhafa. Myndin var tekin
19í>8, en þá sigraði A.C. Milan einnig kcppnina.
AC Milan fékk
óskastart. . .
. . . skoraði mark eftir aðeins 3 mín. gegn
Leeds. Markið tryggði félaginu Evrópu-
meistaratitil bikarhafa
LEIKMENN A.C. Milan fengu
heldur betur óskastart i úrslita-
leik Evrópukeppni bikarhafa,
er fór l'ram i Saloniki I Grikk
laudi á miðvikudagskvöldið. t>eir
skoruðu mark strax á 3 min.
leiksins. I>að var Chiarugi, sem
skoraði beint úr aukaspyrnu.
Hann tók hana rétt fyrir utan
viteteig, — leikmenn Leeds,
stilltu sér upp i varnarvegg.
Chiarugi skaut snúningsbolta
fram hjá varnarvegg Lceds. Har-
way markvörður kastaði sér, en
náði ekki að verja knöttinn. Hann
rétt kom við hann með fingur-
gómunum — sló hann i stöng og
inn.
Chile vann
CHILE sigraði Perú 2:0, i
ieik landanna, i undankeppni
HM í knattspyrnu. Fyrri leik
landanna lauk með sigri
Perú 2:0 og þurfa liðin þvi að
leika aukaieik um það, hvort
liðið leiki gegn sigur-
vegaranum i 9. riðli I
Evrópu, um sæti i úrslita-
keppninni i V-I>ýzkalandi
1974.
Eftir markið fóru leikmenn
A.C. Milan i vörn og V.-Þjóðverj-
inn Schnellinger stjórnaði frá-
bærum varnarleik liðsins, sem
Leeds átti i erfiðleikum með að
brjóta niður. Þau skot.sem komu
að marki, bjargaði Cudicini oft
ótrúlega. Undir lokin sóttu leik-
menn Leeds nær stöðugt, og um
45. þús. áhorfendur, sem sáu leik-
inn, voru á bandi Leeds. Undir
lokin kom fyrir atvik, sem áhorf-
endum likaði ekki. Rivera braut
illa á Norman Hunter. Hinn skap-
stjóri Hunter missti stjórn á skapi
sinu og réðist á Rivera. Stöðva
þurfti leikinn og dómarinn, sem
var griskur, rak tvo leikmenn út
af. Þá Hunter og Salnoani. Áhorf-
endur þustu inn á völlinn og það
þurfti að kalla á lögreglu til að
skerast i leikinn.
Dómari leiksins, dæmdi hann
mjög illa og er sagt að hann hafi
skemmt leikinn. Hann dæmdi að
minnsta kosti þrjár vitaspyrnur
af Leeds — en það var brotið illi-
lega á leikmönnum Leeds inn i
vitateig.
Ahorfendur bauluðu á leikmenn
A.C. Milan, þegar þeir tóku á
móti verðlaununum, en hylltu
Framhald á bls. 23
Hér á myndinni sjást leikmenn A.C. Milan vera aö þrasa I dómara,
sem heldur á gula kortinu. Fyrirliðinn Rivera stendur fyrir framan
dómarann, en leikmaður nr. 7 er Salnoani, sem var visað af leikvelli I
leiknum gegn Leeds.
Sigruðu 3 : 0 ú
Wembley. Alan Ball
sýndi stórleik,
varnarmenn Wales
réðu ekki við hann
Englendingar sönnuðu það i vik-
unni, að þegar þeir eru i „stuði”.
eru þeir illsigrandi i knattspyrnu.
Þeir léku gegn Wales á Wembley
og unnu með yfirburðum 3:0 og
hefði sigurinn getað orðið stærri.
Enska liðiö með Alan Ball sem
bezta mann, hafði algjöra yfir-
burði. Hann lék mjög vel og skap-
aði oft hættu með góðum kross-
boltum fyrir mark Wales.
Markakóngarnir þrir, Chann-
on, Chivers og Clark, i framlinu
enska liðsins, áttu stórgóðan leik
og ógnuðu hvað eftir annað með
hraða sinum. Chivers skoraði
fyrsta mark leiksins á 24. min.
Siðan bætti fyrrverandi félagi
hans hjá Southampton, Channon,
marki við og þriðja markið skor-
aði Martin Peters. Enska liðið
var þannig skipað: Shilton
(Leicester), Storey (Arsenal),
Hughes (Liverpool), McFarland
(Derby), Moore (West Ham),
BaM (Arsenal), Bell (Man. City),
Peters (Tottenham), Channon
(Southampton), Chivers (Totten-
ham) og Clarke (Leeds). Bobby
Moore lék sinn 102 landsleik, og
bendir allt til að hann slái lands-
leikjamet Bobby Charlton (106
leikir).
Chivers skorar nú mark I hvcrjum Iandsleik.
Óvæntur sigur
N. íra gegn Skotum
Jennings markvörður
sýndi fróbæra
markvörzlu
Norður-trar komu heldur betur á
óvart, þegar þcim tókst að sigra
Skota á Hampden Park i Glasgow
á miðvikudagskvöldið 2:1. Þeir
léku vel i fyrri hálfleik og skoruðu
strax mark á 4. min. Það var
Martin O'Neill sem skoraði, eftir
fyrirgjöf frá Trevor Anderson.
Anderson, hinn ungi leikmaður
Manchester United, var aftur á
ferðinni á 17 min. Þá skoraði hann
gott mark, og leit út fyrir að N-lr-
ar mundu kafsigla Skota. Skotar
sóttu mun meira i siðari hálfleik,
en þeir áttu i erfiðleikum með
Terry Neil (Hull City), sem lék
sinn 58 landsleik (N-trskt lands-
leikjamet). Það var ekki fyrr en
rétt fyrir leikslok, að Skotum
tókst að koma knettinum fram
hjá Pat Jennings, markverði, en
hann varði frábærlega i leiknum.
Ken Daglich, Celtic, skoraði
markið.
STAÐAN
Staðan er nú þessi I brezku
meistarakeppninni i knattspyrnu
landsliða.
England 2 2 0 0 5:1 4
Skotland 2 1 0 1 3:2 2
N-lrland 2 1 0 1 3:3 2
Wales 2 0 0 2 0:5 0
Tveir leikir verða leiknir i dag,
þá mætast England—Skotland
og N-trland—Wales
Pat Jennings, sýndi stórleik gegn Skotum.
Austur-Þjóðverjar unnu
AUSTUR-ÞJÓÐVERJAR
sigruðu Ungverjaland i
vináttulandsleik i knatt-
spyrnu. Leikurinn fór fram i
A-Þýzkalandi á miðvikudags-
kvöldið og lauk með 2:1 sigri
A.-Þjóðverja.
A.-Þjóðverjar hafa verið að
sækja i sig veðrið i knatt-
spyrnu, á undanförnum árum,
og eru miklir möguleikar á
þvi, að liðið komist i úrslit HM
i knattspyrnu. En þeir leika i
sama riðli og Rúmenia,
Albania og Finnland i undan-
keppninni og standa þar bezt
að vigi.