Tíminn - 19.05.1973, Blaðsíða 21

Tíminn - 19.05.1973, Blaðsíða 21
Laugardagur 19. mai 1973 TÍMINN 21 RICKY BRUCH OG DANEK TIL REYKJA- VlKUR FRI hefur boðið Ricky Bruch heimsmethafa í kringlukasti og Ludvig Danek, Tékkóslóvakíu, oly mpíumeistara, á Reykjavíkurleiki í frjáls- um íþróttum sem fram fara 9. og 10. júlf n.k. Ekki er vitað hvort þeir þiggja boðið, en við verðum að vona það í lengstu lög. Einnig er búizt við, að sovézkir og danskir iþróttamenn keppi á mótinu, sem ætti að verða hið veglegasta. Aðalviðburður sumarsins hér heima verður Evrópubikar- keppnin i tugþraut og fimmtar- þraut kvenna. Eftirtalin lönd keppa: Danmörk, Holland, Belgia, Frakkland, Bretland, Ir- land og tsland. Fjórir keppendur eru i hvorri grein frá hverri þjóð, en þrir reiknast til stiga. Belgiu- menn senda aðeins keppendur i tugþrautina. Margir heimsfrægir iþróttamenn og konur eru vænt- anlegir til Reykjavikur til þessar- ar keppni, en frægust er sennilega olympiumeistarinn Mary Peters frá N.-lrlandi, sem setti heims- met i fimmtarþraut i Miinchen. Þá koma og einir 3-4 tugþrautar- menn, sem náð hafa um 8000 stig- um, t.d. Peter Gabbett, Bret- landi, Schmidt Jensen, Dan- mörku, Freddie Herbrand, Belgiu o.fl. Þriggja manna yfirdóm- nefnd frá Evrópusambandinu kemur til Reykjavikur i sam- bandi við keppnina, en formaður hennar er Dr. Georg Czerwinski, form. austur-þýzka Frjáls- iþróttasambandsins. Dagana 9.-10. júli verða haldnir Reykjavikurleikar, en Frjálsiþróttasambandið stefnir að þvi að slikir leikir verði árviss atburður og það er von núverandi stj. FRl,aðávallt verði reynt að vanda mjög til mótsins og fá fræga útlenda kappa á mótið. Boð var sent til allra Evrópulanda, en þvi miður hefur aðeins komið já- kvætt svar frá einu landi, Sovét- rikjunum, en þaðan koma tveir keppendur. Þvi miður vitum við ekki enn hverjir það verða. Þetta boð, sem við sendum til Evrópu- landanna og raunar Bandarikj- anna einnig, var þannig byggt upp, að FRl bauð fritt uppihald og dagpeninga i samræmi við reglur IAAF, en sambönd og félög kepp- enda urðu að greiða ferðir. Auk sovézku keppendanna standa vonir til að 4-5danskir keppendur komi. Allstór hópur danskra frjálsiþróttamanna er væntanleg- ur hingað 11. júli eða daginn eftir Reykjavikurleikana, en sterkar likur eru á þvi, að 4-5 beztu menn- irnir komi það timanlega, að þeir geti tekið þátt i Reykjavikurleik- unum. Loks var ákveðið, á stjórnar- fundi FRl nýlega, að bjóða þeim Ricky Bruch heimsmethafa i kringlukasti og Ludvig Danek Tékkóslóvakiu, olympiumeistara til keppninnar, og er vonandi, að þeir þiggi boöið, en úr þvi fæst skorið bráðlega. Sambandið bauðst til að greiða ferðir þeirra. Frjálsiþróttalandslið karla og kvenna tekur þátt i Evrópubikar- keppni (undanrásum), sem fara fram 30. júni og 1. júli. Stúlkurnar keppa á Lyngby Stadion i ná- grenni Kaupmannahafnar, en karlarnir á Heysel-leikvanginum i Brussel, en á þeim leikvangi unnu islenzkir iþróttamenn ein sin mestu afrek. A EM 1950, sem þar fór fram hlutu Huseby og Torfi EM-titla og örn Clausen silfur i tugþraut. Auk þess komust landarnir i úrslit i nokkrum greinum. Tugþrautarlandslið okkar keppir við Spán og Bretland i Framhald á bls. 23 RICKY BRUCII......sést hcr kasta kringlunni s.l. sumar á Laugardals- vellinum. Evrópubikarkeppni, EM unglinga o.fl. d dagskrd frjdlsíþróttafólksins í sumar ,,Það hefur stundum andað kalt af iþróttasiðum Timans til knattspyrnuliðs U.M.F. Breiðabliks. Sérstaklega hefur þetta verið áberandi, eftir að liðið hóf að leika i 1. deild. 1 upphafi keppnistimabils- ins hefur liðið verið dæmt til að falla, og ekki hafa þeir, sem skrifa gagnrýni um lið- ið, látið sitt eftir liggja að þessir dómar stæðust. Ef lið- ið hefur unnið leik, hefur það verið fyrir einskæra heppni, eða þá að liðið hefur dregið mótherjann niður á hið sama lága knattspyrnusvið, sem þeir sjálfir eru á, að mati blaðsins. Ég man ekki til þess, að hafa á siðum þessa blaðs, fyrr né siðar, séð frásögn af góðum leik hjá liðinu. Enda kannske ekki ástæða til. Ég læt öðrum eftir að dæma það. Hitt er öllu athyglisverð- ara, þegar blaðið leyfir sér aö birta upplogna frétt um leik I.A. og Breiðabliks, sem fram fór á Akranesi siðast- liðinn laugardag. Með stóru letri er fyrirsögnin: „Verður lið Breiðabliks sett i keppnis- bann?”. Siðan er itarleg frá- sögn um það, hvernig Breiðabliksmenn gátu ekki sætt sig við úrskurð dómara leiksins og gengu loks allir af leikvelli i mótmælaskyni. Siðan veltir greinarhöfundur vöngum yfir þvi, hvern enda þetta fái. Málið fari fyrir knattspyrnudómstóla og sennilegasta niðurstaöa verði sú að lið Breiðabliks verði dæmt i keppnisbann. Helzt má skilja á greininni, að nú sé loksins komið að þvi að Breiðablik fái makleg málagjöld. Daginn eftir birtist smá- grein á iþróttasiðu blaðsins, þar sem segir, að áreiðan- legar heimildir hafi ekki ver- ið eins áreiðanlegar og ráð var fyrir gert. Ekki eitt ein- asta afsökunarorð til leik- manna Breiðabliks vegna þessara mistaka. Það mætti ætla, að um- sjónarmaður iþróttasiðu Timans, sem sjálfur er for- maður eins stærsta knatt- spyrnufélags landsins, sæi sóma sinn i þvi, að þær frétt- ir, sem birtar eru á iþrótta- siðunni hafi a.m.k. einhverj- ar staðreyndir við að styðj- ast. Lið Breiðabliks hefur verið svo lánsamt, að fá ætið hinn bezta vitnisburð um prúð- mennnsku og drengilega framkomu, bæði utan vallar og innan. Svona æsifregn kemur þvi eins og hnefahögg i andiit þessara drengja, sem við erfiðar aðstæður og oft skilningsleysi yfirvalda á gildi iþróttanna, hafa lagt mjög hart að sér við æfingar og kappleiki. Hitt, að biðjast ekki afsökunar á þessum rangfærslum, er liklega bara venjulegur dónaskapur. Virðingarfyllst, Jóhann Baldurs” Athugasemd íþróttasiöa Timans þakkar Jóhanni Baldurs hógvært bréf. iþróttasiöunni þykir leitt, ef aðdáendum Breiöabliks hefur fundizt anda köldu i garð félagsins hér á siðunni, en trú- lega eru ekki allir sömu skoðunar og Jóhann, hvað þaö snertir. llins vegar er íþrótta- siðan samnvála greinar- höfundi um það, að lið Breiöa- bliks hafi ætið fengið góðan vitnisburð um prúðmennsku og drengilega framkomu. Þess vegna kom fregnin frá Akranesi okkur á óvart. Og sem betur fer, reyndist hún röng. —alf JAKVÆÐ STEFNUBREYTING ASTÆÐA er til að hrósa stjórn KSÍ fyrir sveigjanleika i landsliðsmálum. I fljótu bragði virðist það skyn- samlegt, eins og málum er háttað nú, að draga verulega úr æfingum og æfingaleikjum landsliðsins. Félögin hafa góðum þjálfurum á að skipa um þessar mundir, bæði inn- lendum og erlendum, og leikjaprógramm ið er það strangt, að naumast er nokkur timi aflögu til land- sliðsæfinga. En þótt landsliðsæfingar falli niður, þýðir það ekki, að landsliðsmennirnir fái enga æfingu. Hana fá þeir hjá félög- unum undir stjórn þjálfar- anna. Og þegar nær dregur landsleikjum, taka við lands- liðsæfingar undir forustu mjög hæfra manna, sem miða að þvi að auka tæknikunnáttu, auk þess, sem leikaðferðir verða kynntar. 1 þessum dálkum hefur stjórn KSI verið hvött til að fara inn á þessa braut fyrr, ekki vegna þess, að þetta sé eina rétta leiðin við undir- búning landsliðs, heldur vegna þess, að nú eru ekki sömu skil- yrði fyrir hendi og voru 1968, pegar vetrarleikirnir voru teknir upp. A þessum árum var fyllsta nauðsyn að taka upp vetrarleiki og vetrar- æfingar i þvi skyni að hrista slenið af islenzkri knatt- spyrnu. Og það er engum vafa undirorpið, að þetta hafði góð og jákvæð áhrif á islenzka knattspyrnu, sem náði hámarki 1970, en það ár er eitthvert bezta ár islenzkrar knattspyrnu. En gallinn er sá, að islenzkir knattspyrnumenn þoldu ekki til lengdar álagið frá KSt og félögunum. Báðir aðilar, KSÍ og félögin, vildu halda i leikmennina, sem voru undir þungri pressu. Á timabili var álagið slikt, að atvinnumönnum i knattspyrnu hefði ofboðið. Var nokkur furða, þótt leikleiða tæki að gæta hjá leikmönnum? Og allir vita, að þegar leikleiði er annars vegar, er ekki mikils árangurs að vænta. Þess vegna verður að ætla, að það sé skynsamleg stefna hjá KSI að létta álagið á leik mönnum. Sú ákvörðun á áreiðanlega eftir að skila hagnaði. En jafnframt er rétt að hafa i hug a að þótt þessi stefna sé tekin nú, þýðir það ekki, endilega, að hún eigi að vara um aldur og ævi. Það geta komið aftur þeir timar, að nauðsynlegt sé að auka landsliðsæfingar, t.d. með vetrarleikjum. Þá ber félögunum siðferðileg skylda til að koma til móts við óskir KSI — á sama hátt og KSI hefur nú, á vissan hátt, komið til móts við óskir félaganna með þvi að draga úr landsliðs- æfingum. —alf.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.