Tíminn - 19.05.1973, Side 24

Tíminn - 19.05.1973, Side 24
24 TÍMINN Laugardagur 19. mai 1973 Lánsami Siqqi Framh. á morgun EINU sinni var bónda- sonur, sem Siggi h#t, gott skinn, en heldur ei*faldur. Mörg ár vann hapn með heiðri og sóma, hjja ríkum höfðingja, en loks kom óyndi í strákinn og langaði hann nú mikið ti( þess að komast heim tifl móður sinnar og bað húsbónda sinn um kaupið titt. Hann gaf Sigga gullklúmp, sem var álíka stór o$ höfuðið á Sigga, og það far ekki af smærri teguncfinni. Þetta líkaði honum og vafði nú um hann héndklæði og lagði af stað heim á leið. En veðrið var heitt og klumpurinn afarþungur, svo að Siggi varð strax upp- gefinn og bogaði af honum svitinn, Hann reyndi að bera hann á höfðinu og öxlunum, en ekkert dugði. Þá reið maður fram hjá Sigga, glaður og kátur og á góðum hesti. ,,Þarna!", sagði Siggi, ,,gaman væri að ríða, ef að maður kynni það og ætti góðan hest!" Maðurinn stöðvaði hestinn, er hann heyrði til Sigga, og spurði hann hvað það væri, sem hann væri þarna að dragast með. „O! Það er gull, hreinasta gull og mesta þyngsla gull! Ekkert kvikindi á jörðinni streðar eins mikið og maðurinn", sagði Siggi og varpaði klumpnum á jörðina stynjandi. ,,H a n a ", s a g ð i komumaður, „úr þvi að þig langar til þess að ríða, þá skulum við skipta. Láttu mig hafa klumpinn þinn og taktu hest minn i staðinn!". Þetta lét Siggi ekki segja sér tvisvar og greip í hestinn. En maðurinn tók gullklumpinn og flýtti sér í burtu, af því að hann var hræddur um, að Siggi mundi iðrast kaupanna Siggi klifraði nú upp á hestinn og reið áfram allt hvað af tók, svo moldrykið þyrlaðist í háa loft, en þetta varði ekki lengi, hesturinn hrasaði um stein og Siggi veltist af baki, af því að hann kunni ekki að ríða. Siggi var svo dasaður eftir byltuna, að hann gat varla hreyft legg eða lið og lá nú kyrr um stund. Bóndi nokkur, sem leiddi kú, sá hestinn lausan og teymdi hann með sér, þar til hann hitti Sigga. Var þá Siggi skælandi að núa fæturna. „Ekki skal ég riða oftar, það er ekki hollt! En hvað þú ert lánsamur, góði maður, að eiga svona hægláta kú. Þú getur svo drukkið mjólk hvern einasta dag og borðað smjör og ost, og þarft ekki að detta af baki". „Það er rétt", segir bóndinn, sem hugsaði sér nú gott til, „ef þér lízt svona vel á kúna, þá lízt mér vel á fjöruga hestinn þinn, og við skulum skipta, þú færð kúna fyrir hestinn". ,, Það eru góð skipti, þetta vil ég", sagði Siggi og tók við kúnni og rak hana á undan sér, en bóndinn settist á hestinn og var þegar kominn úr augsýn. Á göngu sinni kom Siggi að gestaskála og eyddi þar síðustu aurum sinum, af því að hann hélt, að nú þyrfti hann ekki framar á peningum að halda, úr því að hann ætti kúna, og svo hélt hann áfram. En eins og áður er sagt, var mjög heitt þennan dag, og all- langt var til þorpsins, þar sem móðir Sigga bjó, og hann var orðinn mjög þyrstur. Hann fór þá að mjólka kúna, en fórst það svo óhönduglega, að engin mjólk kom, og loksins varð kýrin leið á þessu og sparkaði í Sigga, svo að Til sölu Sólaðir NYLON hjólbarðar til sölu. SUMARDEKK — SNJÓDEKK Ýmsar stærðir ó fólksbíla ó mjög hagstæðu verði. Full óbyrgð tekin ó sólningunni. Sendum um allt land gegn póstkröfu. ÁRMÚLA 7 SÍMI 30501 REYKJAVÍK. Eins og kunnugt er veröur „Kabarett” frumsýndur i kvöld. Hér er um að ræða verk, er hlotið hefur frábæra dóma og metaðsókn hvarvetna um heim, þar sem það hefur verið sýnt. Hér eru orð litils megnug, en sjón sögu rikari. A myndinni eru Bessi Bjarnason, er Ieikur aðaihlut- verkið, sem skemmtistjórinn i klúbbnum, og Rósa Ingólfsdóttir, sem ein af hinum „hýru meyjum” á sama stað. (Tímamynd: Róbert) Árbæjarsókn: KÖKUBASAR OG FLÓ AMARK AÐU R Stundum er sagt,að einn megin- galli velferðarþjóðfélagsins sé sá, að hyggja efnis sé sett öðru framar og flest metið til fjár Enginn fáist helzt til að gera hið minnsta viðvik , nema greiðsla komi gegnogmeira sé skeytt um upphæð kaups en gæði vinnu. Vaf- alaust er þetta einn fylgikvilla lifsþægindakapphlaupsins og lifs- gæðastreitunnar, en þeir eru þvi miður fleiri, svo sem lifsleiði og taugaveiklun. Asókninni i efnisgæðum má likja við salta vatnið, þvi meir sem af þvi er drukkið þeim mun ákafari verður þorstinn. En góðu heilli eru frá þessu margar undantekningar, og vissulega er það eins og sólar geisli, sem yljar um hjartarætur, i öllu moldviðri kröfusýkinnar, þegar upp úr sérhagsmuna- sjónarmiðum stétta og flokka gnæfa einstakliugar og félagssamtök, sem skilja, að fórnar- og hjálparstörf, þar sem ekki er spurt um laun, gefa ekki siður gull i lófa og veita mannin- um hamingju og heill. I hugann koma margs konar liknarfélög, sem starfa á sjálf- boðaliðagrundvelli og hafa mörg þessi félög unnið afrek á sviði mannúðar- og menningarmála. Varðandi fórnar- og þjónustustörf hafa konurnar ævinlega staðið i fremstu sveit, verið fyrstar til að veita hverju góðu máli lið og mest munað um liðveizlu þeirra. Hér eru kvenfélög safnaðanna ofarlega á blaði. Mikið er starf þeirra orðið og dýrmætt að kirkju- menningar- og liknarmálum.og laur. peirra hafa ekki verið önnur en sú ánægja, sem ætið veitist yfir hverju vel unnu verki i þágu góðs málstaðar eða háleitrar hug- sjónar. Konur safnaðarkven- félaganna hafa unnið svo merki- legt og mikilvægt starf fyrir kristilegt menningarlif i landinu, að það verður seint fullmetið, eða þakkað að verðleikum. A þetta er minnt hér að gefnu tilefni. Kvenfélag Arbæjarsóknar hefur haldið upp þróttmiklu félagsstarfi allt frá þvi að félagið var stofnað fyrir rúmum 4 árum, og félagskonur lagt á sig mikla vinnu við margháttaða fjár- öflunarstarfsemi. Og á þeim er engan bilbug að finna, öðru nær. A siðastliðnum vetri samþykkti félagið að gefa háa fjárhæð til fyrirhugaðrar safnaðarheimilis- byggingar i Arbæ og á sunnu- daginn ætla þær að færast meira i fang en nokkru sinni fyrr. Þá verður haldinn hinn árlegi köku- basar félagsins og óhætt er að kynna hann frekar hér, svo þekktur sem hann er orðinn og vinsæll bæði i minni og maga hverfisbúa. En jafnframt efnir félagið til flóamarkaðar i skólanum og verða þar á boðstólum hinir margvislegustu munir á afar hagstæðu verði. Eigi þarf að eyða að þvi orðum, hvert starf liggur hér að baki hjá basarnefnd félagsins og örðum félagskonum. Þessum fáu linum er ætlaö að minna á fórnfúst áhugastarf óeigingjarnra kvenna sem okkur hinum ber vissulega að styðja og styrkja eftir megni. Arbæingar og vildarmenn Arbæjarhverfis. Fjölmennum i hátiðasal Ár- bæjarskóla á sunnudaginn kl. 2 og sýnum i verki, að við metum störf kvenfélags Arbæjarsóknar að verðleikum. Guðmundur Þorsteinsson sóknarprestur.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.