Tíminn - 19.05.1973, Qupperneq 28

Tíminn - 19.05.1973, Qupperneq 28
Laugardagur 19. mai 1973 MERKIÐ.SEM GLEÐUR HHtumst i kempféíaginu j Gistió á góóum.kjörum ■HIHIDfllL* =nej-n Bl =S]liy n gGOÐI LJ fyrirgóöan mut $ KJÖTIDNAÐARSTÖD SAMBAlfDSINS Fáránlegur byggingakostnaður: Nýja slökkvistöðín í Árbæjarhverfi verð- ur dýr fyrir borgina Kristján Benediktsson, borgarfulltrúi flettir ofan af bruðli Reykjavíkurborgar A FUNDI borgarstjórnar Reykjavikur i gær var samþykkt að byggja nýja slökkvistöð i Arbæjarhverfi, og Innkaupa- stofnun borgarinnar þar með heimilaö að gera samninga við Þorvarð Gunnarsson um bygg- ingu hússins. Tillaga þessa efnis var samþykkt af fulltr. Sjálfstæöisflokksins, en athygli vakti, að allir aðrir borgarfull- trúar sátu hjá við atkvæða- greiðsluna — og þá að ætla verður i mótmælaskyni, til að mótmæla fáránlega háu húsverði. Sætti gagnrýni i borgarráði Það munu nú liöin tvö ár siðan samþykkt var i borgarstjórn að reisa nýja slökkvistöð i Arbæjar- hverfi, til að auka eldvarnar- öryggi á höfuðborgarsvæðinu. Um þetta voru allir sammála. En nú þegar framkvæmdir eiga að hefjast, kemur i ljós að gera á hús með svo fáránlegum tilkostnaði, að langt verður að seilast til sam- jöfnununar. Er hér ekki að sakast við verktaka heldur er undir- búningur málsins, sem unninn er af borginni með þessum hætti. Kristján Benediktsson, borgar- fulltrúi Framsóknarflokksins, kvaddi sér hljóðs á fundinum, áður en til atkvæðagreiðslunnar kom og sagði þá meðal annars, að hann vildi gera grein fyrir þeirri JÞ. Siglufirði — Bolfiskaflinn á Siglufirði var með betra móti i aprilmánuði og bárust á land 272 tonn I mánuðinum en það er rúmum 100 tonnum meiri afli en á sama tima i fyrra. Þrátt fyrir þennan góða mánuð er heildarboý fiskaflinn frá áramótum nokkurn veginn sá sami og kom á land á sama tímabili i fyrra eða 1534 tonn. Disarfell lestaði 7000 kassa af Siglósild frá lagmetisverk- smiðjunni á Siglufirði á fimmtu- daginn. A þessi farmur að fara á Rússlandsmarkað. Nú eru samgöngur á landi komnar i þokkalegt horf norðan- lands, og hefur þvi Drangur hætt strandferðum sinum um sinn. afstöðu, að hann sat hjá við at- kvæðagreiðsluna um málið i borgarráði, er það var þar til meðferðar. Tvöfaldur kostnaður Minnti borgarfulltrúinn á að þegar tillagan var samþykkt um byggingu slökkvistöðvar i Arbæjarhverfi tveim árum áður, hefði hún verið samhljóða, en kvaðst hins vegar ekki geta sam- þykkt byggingu þessa húss, þvi það væri að sinu mati algjör óþarfi að reisa svo dýrt hús fyrir þessa starfsemi. Kvað hann þarna um að ræða nánast bif- reiöageymslu, þar sem aðstaða ætti að vera til að geyma 2-3 slökkvibila, en auk þess væru tvö herbergi fyrir starfsmenn, sem þarna eiga að vinna. Um það bil helmingur hússins væri óinn- réttaður kjallari, en þrátt fyrir þetta kostar rúmmetrinn i þess- ari byggingu rúmar 9.800krónur og er þá ekki búið að gera ráð fyrir teiknikostnaði og frágangi lóðar. Slökkvistöðin við öskjuhlið þótti á sinum tima sérstaklega vönduð og dýr bygging, sem hefur verið gagnrýnd og hefur vakið at- hygli. Ef hinsvegar er borinnn saman byggingarkostnaður hennar og nýju stöðvarinnar i Arbæjarhverfi, kemur I ljós að öskjuhliðarstöðin kostar aðeins 8.150 kr. rúmmetrinn og er þá fært til núverandi verðlags. Báturinn kom til Sigluf jarðar, ný- lega, og lestaði 450 tunnur af grá- sleppuhrognum, sem hann flytur til Danmerkur. Báturinn mun einnig hafa komið við á öðrum höfnum norðanlands og lestað þar grásleppuhrogn. Grásleppuvertiðin á Siglufirði gengur mjög vel og munu allir framleiðendur i bænum hafa tekið á móti meira magni i ár en þeir gerðu á allri vertiðinni i fyrra. Mun grásleppuvertiðinni þó ekki ljúka fyrr en um næstu mánaðarmót. Heldur hefur verið kalt i veðri i Siglufirði að undanförnu. Sauð- burði er að mestu lokið og munu elztu lömbin vera meira en mánaðar gömul. í Slökkvistöðinni við öskju- hlið er hinsvegar margt kostn- aðarsamt, sem ekki er i þeirri nýju, æfingasalur, æfingaturn, gufubað og fl. Það hlýtur þvi að gegna nokkurri furðu, ef nú á að reisa hús, sem er nánast ekkert annað en bifreiðageymsla, en á samt að kosta milli n.ooo og 12.000 knrúmmetrinn. Visitöluhús hagstofnunnar kostar á sama tima að.eins 6.700 kr.og er þó um fullfrágengna ibúð að ræða, þar sem öll gjöld eru greidd i topp. Vildi ekki seinka framkvæmdum Vegna þess að það er mjög brýnt, að Arbæjarhverfi fái slökkvistöð, vildum við ekki leggjast beint gegn þessu máli. Framhald á bls. 23 Gullborinn á safn Hifaveita Reykja víkur hefur gefið Arbæ jarsaf ninu borinn Starfsemi Arbæjarsafnsins mun verða með liku sniði í sumar og undanfarin sumur. Meðal nýjunga er að Söluturn- inn verður fluttur þangað upp- eftir og vcrður settur niður á há holtinu, en þangað mun safnið teygja sig í framtíðinni. Verður turninn liklega áfram söluturn nieð iimandi nef- tóbaki, gosi og iakkrís og fer vel á þvi. Safnstjórnin hefur samþykkt að þyggja svonefndan „Gullbor” af Hitaveitu Reykjavikur, en það er sá merkilegi bor, sem notaður var til að bora eftir gulli i Vatnsmýrinni, svona öðrum „gullborum” hitaveitunnar til aðgreiningar. Þá er frá þvi að segja, að mikill áhugi er fyrir að byggja yfir vélakost safnsins og hefur verið farið fram á 450.000 króna fjárveitingu til þessara framkvæmda. JG Góðir dagar á Siglufirði Nemendur ekki lengur felldir á unglingaprófi STÆRÐFRÆÐI OG islenzkur still eru nú ekki lengur fallgreinar á unglingaprófi við lok skyldu- náms. Þá er heldur ekki krafizt ákveðinnar lágmarksaðalein- kunnar. Til þess hafa nemendur orðið að ná einkunninni fjórum i islenzkum stil, reikningi og heildarútkoman þurfti einnig að vera fjórir. Dr. Bragi Friðriksson hjá Menntamáiaráðuneytinu sagði okkur i gær, að ákvörðun þesei hefði átt sér langan aðdraganda. Hún væri liður i þvi að draga úr ofuráhrifum prófa. Það væri ekki aðalatriðið að nemendurnir fengju einhverja ákveðna einkunn heldur að þeir fengju þá kennslu, sem þeir þurfa, og i sumum tilfellum sérstaka hjálp i islenzku og reikningi. „Fá nemendur þessa hjálpar- kennslu”? spurðum við Dr. Braga. „Þeir hafa kennski ekki fengið hana, en það verður bókstaflega að knýja það i gegn að svo verði. Ogá þaðviljum viðleggjaáherzlu ' Geta má þess að á barnapróíi er enn sem fyrr lágmarksaðal- einkunn fimm og þau börn, sem ekki ná henni endurtaka- siðasta námsár barnaskólans. Margir þeir nemendur, sem ekki hafa náð tilskilinni einkunn á ung- lingaprófi, hefðu eflaust þurft sérstaka hjálp þegar i barna- skóla og meira verklegt nám fremur en bóknám það, sem hingað til hefur verið lögð megin- áherzla á i skólakerfi okkar. SJ Naglarnir dregnir út 1 dag er síðasti dagurinn, sem ökumenn mega aka á negldum hjóÞ börðum. En eins og kunnugt er var fyrir skömmu sett ný reglugerð um notkun þeirra, þa-sem m.a segir, að ekki megi aka á þeim á timabiiinu fr 1. mai til 1. október ár hvert. Að þessu sinni er veittur frestur til 20. mai en eftir það geta menn átt á hættu að verða sektaðir ef þeir aka um á nagladekkjum, eins og þau eru nefnd. Undanfarna daga hefur mikið verið að gera á hjólbarðaverkstæðum við að skipta um dekk á bilum og var víða löng bið. Þessi mynd er tekin á einu verkstæðanna I gær og er þarna búið að setja sumardekkið undir en það neglda biður eftir þvi að vera flutt heim i skúr. (Tiinamynd: Gunnar) Hnífstungumaður dæmdur í gær var i sakadómi Reykja- vikur kvcðinn upp dómur i máli, sem af ákæruvaldsins hálfu var höfðað á hendur Finnboga Kristjáni Þórssyni, sjómanni, Völvufelli 44 i Reykjavik fyrir ýmis hegningarlagabrot, þar á meðal fyrir að ráðast á unga stúlku á móts við húsið nr. 2 við Ferjubakka i Breiðholti snemma niorguns hinn 19. desember s.l. og stinga hana með hnif. Varð stúlkan að gangast undir upp- skurði tvivcgis af þessum sökum. Akærði var sakfellur og með hátterni sinu falinn hafa brotið gegn ákvæðum almennra hegn- ingarlaga um skjalafals, þjófnað, fjársvik og stórfellda likamsárás. Hann var hins vegar sýknaður af þvi að hafa gerzt sekur um til- raun til manndráps með árás sinni á stúlkuna. Akærði, sem ekki hafði áður hlotið dóm fyrir brot á hegningar- lögum, var dæmdur i 3 ára og 6 mánaða fangelsi, en tii frá- dráttar kemur seta hans i gæzlu- varðhaldi i samtals 147 daga. Þá var ákærði dæmdur til að greiða nokkrum aðilum skaðabætur, svo og til greiðslu alls sakakost- naðar. Dóminum verður ekki áfrýjað, þar sem bæði ákærði og ákæru- valdið una dóminum. Málið sótti á hálfu ákæruvalds- ins fulltrúi saksóknara rikisins Jónatan Sveinsson, en verjandi ákærða var Ólafur Þorláksson hérðarsdómslögmaður. Dóminn kvað upp Sverrir Einarsson sakadómari. Banaslys á Reykjanes- braut Klp—Reykja vik. — Banaslys varð á Reykjanesbraut, skammt frá afleggjaranum til Innri-Njarðvikur, i fyrradag. Þar voru þrir piltar á reiðhjólum á leið út á Stapann og varð einn beirra fyrir bil, sem ók i sömu átt. Þegar billinn kom að, þar'se'm drengirnir voru á hjólum, beygði einn þeirra inn á Reykjanes- brautina. og svo annar rétt á eftir. Tókst bifreiðarstjóranum ekki að koma i veg fyrir að annar þeirra yrði fyrir bifreiðinni. Skall drengurinn á framenda hennar og þaðan i götuna, og mun hfa látizt samstundis. Hann hét Vagn Einarsson og var fæddur 24. október 1960 og átti heima i Ytri-Njarðvik.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.