Tíminn - 02.06.1973, Blaðsíða 1

Tíminn - 02.06.1973, Blaðsíða 1
IGNIS FRYSTIKISTUR RAFTORG SIMI: 26660 RAFIÐJAN SIMI: 19294 — c 125. tölublað — Laugardagur 2. júni — 57. árgangur Hálfnað erverk þá hafið er ^ I sparnaður skapar verðmæti Samvinnubankinn -Bretinn velur sér bráð: Ráðizt á næstminnsta varð- skipið og það óvopnaða AAargsiglt á Arvakur úti fyrir Suðausturlandi, er þó slapp úr þvögunni áður en tókst að sökkva honum ’•*' ' v'^ ■ v *■ ' „' .y , • ■>. .v >>- ■ —. ■ ' **> -.... .•"••;... ,/ •><*. úaaiBi&í •ÍVaí»5í’ •w'"''■*•■ ■ ' .. •*■■ ... y,f'-'í V ••"*' • ... . - ■ " •;:• ,...4' wwf7?rí*-•.*»'— •=J**T**"r * ••• »~"V ' “r .............,-.-."'•• .,/..; v •• -:T;.,. -• ? ^ A'v^*í^r ^sastJts. I 'V Árvakur viö Seley i gær. Skarðiö i stefniö sést greiniiega. — Tímamynd: Róbert. Ólafur Jóhannesson forsætisráðherra: Athafnaleysi Nató-ráðsins óþolandi til lengdar TK-Reykjavík. Timinn haföi samband viö ólaf Jóhannesson forsætisráöherra vegna ásigiinganna á Árvakur i gær. Ólafur Jóhannesson sagði: j,Ég tel þetta svivirðilega árás á óvopnað björgunar- og vitaskip. Margar ásiglingar voru gerðar, bæði af dráttar- bátnum Irishman og togurum. Það er ómögulegt að segja annað en þessar árásir hafi verið geröar undir umsjá her- skipsins og verða þvi beinlinis að skrifast á reikning brezka flotans. Það er auðvitað ómögulegt að þola það til lengdar, að Nato-ráðiö þvæli málið fyrir sér án þess aö gripa i taumana og sinna kröfu íslendinga, þegar svona alvarleg brot gegn okkur eiga sér stað.” Forsetafundi lokið Hér sjást þeir, forsetar Frakklands og Bandarikj- anna, Pompidou og Nixon, að loknum samfundum. Sjá frásagnir af fundum þeirra hér i Reykjavik á ft—'7—8—9—10—11 siðu. I (iÆRMORGUN létu Bretar til skarar skriöa I islenzkri fiskveiöi- lögsögu og neyttu aflsmuna sinna. Kórnarlambiö var Arvakur — næstminnsta skipiö, sem er viö gæzlu á miöunum, og hiö eina. sem er óvopnaö. Ilófst leikurinn meö þvi, aö dráttarbáturinn Irishman sigldi á Arvakur I viöurvist freigátunnar Scyila, en lykt '• þannig, aö þrjú skip sigldu á hann samtimis, dráttarbáturinn og tvcir brezkir togarar. I.askaöist Árvakur lii verulegra muna, en enginn maöur slasaöist i þessum átökum. Komst Arvakur á brott úr skipaþvögunni eftir nær fjögurra stunda viöur- cign, og haföi þá tekizt aö klippa sundur togvlr eins veiöiþjófsins, þótt viö ofurefli væri aö etja. Saga þessa atviks er i stuttu máli, að kl. tæplega hálf-sjö i gærmorgun kom Arvakur að ellefu útlendum togurum, sem voru tuttugu og fjórar sjómilur suðaustur af Hvalbak, ásamt dráttarbátnum Irishman og frei- gátunni Scylla, sem voru þar veiðiþjófunum til halds og trausts. Klukkan 6,21 sigldi Irish- man á Arvakur bakborösmegin, áður en hann var kominn aö fyrsta togaranum eða hafði yfir - leitt nokkuö aöhafzt. Hafði þó skipherrann á Arvakri, Höskuldur Skarphéöinsson, og menn hans gætt þess I einu og öllu að fylgja réttum siglingareglum til hins ýtrasta. Við þessa fyrstu ásiglingu kom dæld i eldhús skipsins og gat á bakborðshorn þess. Liðsmunar neytt Bretunum virðist hafa þótt hér bera vel i veiði, þar sem Árvakur' var óvopn., svo sem áður var sagt, og hóf nú dráttarbáturinn Irishman tilraunir til þess aö koma dráttarvir i skrúfu Arvakurs. Naut dráttarbáturinn við þetta aðstoðar freigátunnar og togarans Vivaria frá Grimsby. Þegar ekki lánaðist að flækja virinn i skrúfu Arvakurs, hóf Irishman nýjar ásiglingartil- raunir, og klukkan 8,19 tókst dráttarbátnum aö sigla aftur á bak á bakborössiðu Arvakurs, er þá var mjög aðþrengdur af skipunum og á hægri ferð. Kom þó klippunum við Enda þótt þarna væri háöur ójafn leikur, er mörg skip sóttu að Arvakri vopnlausum, tókst skip verjum klukkan 9,10 að klippa sundur stjórnborðstogvir brezka skuttogarans Gavina frá Fleet- wood. En þá sigldu dráttar- báturinn Irishman og Grimsby- togararnir Belgaum og Vivaria samtimis á Arvakur — Irishman og Belgaum á bakborðssiöu og Vivaria á stjórnborðssiðu. Sveigði siðarnefndi togarinn fyrir framan Arvakur og dældaði stefni hans. Ekki kom þó leki að skipinu, þótt ekkert væri til sparað að skadda það, en gat kom á skuthylki þess. Framhald á.3. siðu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.