Tíminn - 02.06.1973, Blaðsíða 3

Tíminn - 02.06.1973, Blaðsíða 3
Laugardagur 2. júni 1973. TÍMINN 3 sm&m Togarinn Vivaria frá Grimsby út af Stokksnesi I gær. Hann aöstobaöi Irishman og freigátuna Scylla viö aö reyna aö koma vfr I skrúfu Arvakurs, og var auk þess eitt þeirra skipa, sem sigldi á Arvakur. —Timamynd: Róbert. Togarinn Gavina, sem missti annan togvírinn I viöureigninni í gærmorgun. ÁRÁS Á ÁRVAKUR Skemmdirnar á Árvakri Samkvæmt fregnmiða frá Landhelgisgæzlunni hefur bráða- birgðaathugun á Arvakri leitt i ljós eftirtaldar skemmdir: Stefnisbogi hefur lagzt inn ofanþilja, stjórnborðshorn á bakka hefur lagzt inn, dæld er á stjórnborðssiðu framan við kýr- auga á herbergi annars vélstjóra, fjórar allverulegar dældir eru á bakborðsrennusteini frá brim- brjót aftur fyrir eldhús, stór dæld er á eldhúsþili og afturþili eldhúss, dæld og gat er á bak- borðsréttihylki að aftan og þil réttihylkis gengið inn i stýris- vélarúm, dæld er á bakborðshorni að aftan og gat á efra skuthylki. Af þessu sést, að skipið hefur laskazt til muna, enda ótæpilega að unnið af hálfu veiðiþjófanna og verndarskipa þeirra. Skjót og auðveld fréttamiðlun Fregnin af aðförum Bretanna á miðunum við Suðausturland barst til Reykjavikur á heppi- legum tima. Forsetar Frakk- lands og Bandarikjanna voru enn á fundi i Myndlistarhúsinu, og blaðafulltrúi rikisstjórnarinnar, Hannes Jónsson, hóf þar fund klukkan ellefu með á annað hundrað útlendum blaða- mönnum. Var hannaðgera þeim grein fyrir ýmsum málum, svo sem landhelgismálinu aðild Islendinga að A-bandalaginu og hersetu Bandarikjanna hér, er blaðafulltrúi utanrikisráðu- neytisins, Helgi Agústsson, kom skyndilega inn og mælti við hann nokkur orð i hljóði. Sleit Hannes þá fundinum þegar i stað. Allir skildu, að mikilvægir at- burðir höfðu gerzt, og tiu minútum siðar kom Hannes aftur og hóf fund að nýju. Skýrði hann þar frá öllum atvikum eins og þá var bezt vitað, og mun ekki annar atburður islenzkur hafa verið kynntur fleiri fulltrúum fjölmiðla samtimis. fær og sigldi með eðlilegum hraða. Við suöurströndina sáum við aðeins örfáa fiskibáta, en fremur grunnt suðaustur af Papey komum við fyrst að þremur togurum. Um 25-30 milur út af Stokksnesi, svo til beint framan við radarspegil varnarliðsins, komum viö aö heilum flota skipa. Voru veiöiþjófarnir þar á milli tiu og tuttugu og toguðu all- viða nokkrir hliö við hlið með stuttu millibili, en fáeinir voru einir út af fyrir sig, spölkorn frá öðrum skipum. Þarna voru tog- arar þeir, sem um morguninn höfðu veitzt að Arvakri og siglt á hann. Stöku togari virtist ekki að veiðum. Lyngt var á þessum slóðum og sjór svo sléttur, að hvergi hvitnaði i bárufald,sólskin litið og litlir þokuhnoðrar eða slæðu- dreifar á stöku stað norður undan. A norðurjaðri svæðis þess, sem veiðiþjófarnir höfðu lagt undir sig, var eitt Islenzkt varðskip og sigldi frei- gátan Scylla i humátt á eftir þvi, Dráttarbátinn Irishman- fundum við ekki, og hefur taugum skip- stjórans ef til vill verið svo of- boðið um morguninn, aö hann hafi dregið sig i hlé. Geysimikíð skarð i stefni Árvakurs Við flugum einnig yfir Arvakur, semkominnvar alllangt frá vett- vangi, og leyndi sér ekki,að skipið hafði hlotið miklar ákomur. Mest bar á geysimiklu, ávölu skarði i stefni þess. Einnig mátti glöggt sjá,að hann hafði laskazt mikið á skut, einkum bakborðsmegin og á stjórnborði aö framan. Eins og áður segir eru á honum meiri skemmdir, þótt þær yrðu ekki greindar úr flugvél. Vinna á þilfari á togaranum Luneda frá Fleetwood I gær tæpar þrjátiu mílur út af Stokksnesi. Liggur hið bezta á skipverjum á Árvakri Klukkan tuttugu minútur gengið i átta i gærkvöldi kom Arvakur til Seyðisfjarðar. Höfðu menn haft spurnir af þvi, að skipið væri á leið inn fjörðinn, og var mikill mannfjöldi á bryggjunni að fagna skipi og skipverjum. Fréttaritari Timans á Seyöis- firði, Ingimundur Hjálmarsson heilsaði upp á skipherrann, Höskuld Skarphéðinsson, er þó vildi ekkert láta hafa eftir sér, þar eð sjópróf hafa ekki farið fram Hitt duldist ekki, aö það lá vel á skipverjum, þrátt fyrir þann ágang, er þeim var veittur, svo aö Bretarnir hafa að minnsta kosti ekki skotið þeim þann skelk i bringu, er þeir hafa sennilega ætlað. Ingimundur sagöi, aö fyrsta höggið, sem skipið hlaut hefði sýnilega verið mikið. Varð eldh.ús skipsins fyrir þessari árás og engu likara en Bretarnir hefðu ætlað að sækja sér þangaö te i bollana sina, sagði Ingimundur. kvað hann borðstokk mjög dældaðan og bita i eldhúsinu svignaða. Annað mikið högg hefur skipið hlotið, þar nafn þess er, og er þar fjörutiu sentimetra löng rifa á byrðingi neðan viö skammdekkið. Loks er svo skarðiö i stefnið, er mjög ber á, svo sem áður hefur verið sagt, og er það heldur meira stjórnborðsmegin. — Við fögnum þeim hér eins og þjóöhetjum, þessum mönnum, sem tókst bæöi að borga nokkuö fyrir sig með þvi að klippa sundur togvir hjá einum veiðiþjófnum, og fleyta skipi sinu að landi, þrátt fyrir heiftarlega árás margra skipa,sagði Ingimundur. Sannar- iega háfa þeir komizt i mikinn háska og sýnt mikið þrek og hug- rekki. Fjöldi veiðiþjófa út af Stokksnesi Fréttamaður Timans og ljós- myndari flugu þegar austur á miðin, á flugvél frá flugskóla Helga Jónssonar. Höfðum viö fljótt fregnir af þvi, að Arvakur væri kominn á brott af svæðinu út af Hvalbak, væri sæmilega sjó- Motmæh harðlega EINAR Agústsson, utanrik- isráöherra kallaöi i morgun á sinn fund John McKenzie, sendiherra Brctlands og bar fram við hann harðorð mót- mæli islenzku rikisstjórnar- innar vegna ásiglinga drátt- arbátsins Irishman og brezkra togara á varðskipið Arvakur. Togarakaupin llaraldur llenryson lög- fræöingur skrifar grein um togarakaupin I siðasta blað Þjóömála. Hann segir m.a.: „Fyrirheit rikisstjórnarinn- ar um endurnýjun togaraflot- ans er nú óðum að komast I framkvæmd. Alls mun hafa verið samið um smiöi á u.þ.b. 40 togurum, sem flestir eru af stærðinni 300-500 brúttó Smá- lestir en nokkrir 800-1000. Nú eru komnir allnokkrir togarar til landsins og hafa ótvlrætt sannað gildi sitt. Flestir eru þessir togarar af minni gerð- inni og eru þeir gerðir út frá hinum ýmsu byggöarlögum I dreifbýlinu. Virðist reynslan af þeim vera góð og hafa þeir þegar reynzt veruleg lyfti- stöng atvinnulífi sumra þess- ara byggðarlaga. AAikil fjárfesting llaraldur segir enn fremur: „Það getur enguin dulizt, að sú fjárfesting, sem hér hefur verið lagt I, er glfurleg og meiri en æskileg er okkar þjóðarhúi á svo skömmum lima. Kn hér var veriö að vinna upp vanrækslusyndir fyrri valdhafa, sem sýndu þessum mikilvæga þætti at- vinnu- og efnahagslifsins fá- dæma skilningsleysi og tóin- la:ti. Við hljótum hins vegar að kappkosta að til slikra stökk- brcytinga atvinnuuppbygg- ingu þurfi ekki oftar að koma. Auk þess sem þær eru fjár- hagslega erfiðar þjóðarbúinu er hætt við að þær verði ekki markvissar og skili ekki að öllu lcyti þvl, sem til var ætlazt. Þannig má segja, að við endurnýjun togaraflotans nú hafi þvl miður ekki verið gætt nægilega að þeim atriðum öll- um, sem máli skipta. Kr llk- lcgt, að við eigum eftir að reka okkur á ýmsa • annmarka á næstu árum. T.d. er ekki að sjá að fariö hafi fram raunhæf athugun á þvl, hvaöa stærðir og gerðir togara væru okkur heppilegastir miöað við þau fiskimið, sem sækja þarf og þau gæði aflans, sem gera verður kröfur um. (Cg efast mjög um, að stærri togararn- ir, eins og þeir veröa útbúnir, eigi fullan rétt á sér og skili þvl, sem þeim er ætlað. A ég þar fyrst og fremst viö, að þeir séu of stórir fyrir nærmiöin og útbúnaður þeirra til geymslu hráefnis til lengri tima litili sem enginn, þar sem þeir hafa hvorki frystibúnaö né vinnslu- tæki um borð. óliklegt er þvl, aö það hráefni, sem þeir skila á land, verði fyrsta flokks, en auövitaö á að keppa að þvi umfram allt, að ný tæki veröi fær um að skila fyrsta flokks hráefni.” Stöðug endurnýjun Að lokum segir Haraldur: „Aðalatriðið nú er að stofn- aö veröi til alhliða áætlana- gerðar um eðlilega og nauð- synlega endurnýjun fiski- skipaflota okkar, sem tryggi stöðuga þróun fram á við. Framkvæmdastofnun rlkisins á að sjálfsögðu aö annast slika áætlanagerð i samráði og samvinnu viö hina ýmsu aðila, sem hér eiga hlut að máli. Að mörgu þarf að hyggja, svo sem þoli fiskistofnanna við landið og skynsamlegri nýt- ingu landgrunnsins, afkasta- getu framleiðslutækja I landi, stærð fiskiskipa o.s.frv. Hryggilegt væri ef við létum það henda okkur enn á ný að sofna á veröinum eftir það, sem nú hefur veriö gert. Lær- um af reynslunni og nýtum þetta stórátak okkur til varan- legs gagns.” Þ.Þ.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.