Tíminn - 02.06.1973, Síða 4
4
TÍMINN
Laugardagur 2. júnl 1973.
Leikur fyrir fuglafræið
Paul Newman leikarinn með
fallegu bláu augun, hefur nú
fengið því framgengt, að dóttir
hans * .Nell, sem er þrettán ára
gömul fái að leika i kvikmynd
hjá honum. Móðir hennar,
Joanne Woodward mun einnig
leika í þessari mynd. Annars á
Nell ekki að veröa leikkona,
segir Paul, þvi að hún ætlar sér
að verða dýralæknir. Paul New-
mann mun leikstýra áður-
nefndri kvikmynd, og prófaði
hann þrjátiu stúlkur, sem komu
til greina i hlutverkið, sem
dóttir hans mun leika, en engin
þeirra reyndist nægilega góö.
Þegar hann kom svo heim til
fjölskyldunnar, en hann á fimm
dætur og einn son, sagði hann
við Nell: Þú tekur að þér hlut-
verkið. Annars hætti ég að
borga fyrir þig fuglafræið, sem
fuglarnir þinir lifa á. Þetta
nægði til þess að fá Nell til að
taka hlutverkið ,en hún hefur
mjög lítinn áhuga á kvikmynd-
um og kvikmyndaleik. Hún
hugsar varla um annað en dýrin
sin, og fuglarnir veröa að borða
Þaö er mikiö af dýrum á heimili
Newmans. Hann á bæöi ketti,
hunda, hesta, fugla og meira aö
segja skunk.
★
Alec: Ég finn, að hann er orðinn kynþroska, þessi.
Anna og Mark
saman á ný
Þrátt fyrir það, aö Filipus prins
hafi bannað Mark Phillips liðs-
foringja að yfirgefa hersveit
sina I Þýzkalandi, brá honum
fyrir nýverið i fylgd með önnu
prinsessu i Englandi. Hann
hefur sem sagt virt bönn
drottningarmannsins aö vettugi
til þess að fá að sjá dóttur
drottningarinnar, og er það ekki
nema eðlilegt. Hér eru skötu-
hjúin á gönguferð með hundana
hennar önnur, Baskerville heita
þeir báðir eftir Conan Doyle
hundinum.
Astin sigraði að lokum.
Síðustu fréttir:
Anna er trúlofuð
★
Ballétt um baráttuna gegn
ofbeldi og styrjöldum
Nýlega var frumsýndur ballett
eftir Grazyna Basewicz i óperu
og balletthúsinu i Warsjá. Hér
var um að ræða tvö ballett-
stykki, Þrána og Petrushka, en
Petrushka er eftir Igor Stra-
winski, en fyrrnefnda verkið
eftir Basewicz. Þetta var sið-
asta tónverkið, sem hann
samdi, en hann lézt fyrir þrem-
ur árum. Upphaflega textann að
ballett þessum samdi Pablo
Picasso. og mótmælir hann hér
hryllingi styrjaldarinnar og i
verkinu birtist greinilega
baráttan viðóttann og tilraun til
þess að ráða niðurlögum hans.
Verkið er i heild eins konar tákn
sigurs mannsins yfir ofbeldinu.
Hér á myndinni sjást Witold
Blajer og Danuta Smukala i
einu atriði úr Þránni
„Svona getur enginn gert nema þú
Bert!”
DENNI
DÆMALAUSI
— Ef við keyptum þrjá hunda i
viðbót og sleða, þá þyrftiröu ekki
að hafa áhyggjur af bflnum meir!