Tíminn - 02.06.1973, Page 7

Tíminn - 02.06.1973, Page 7
TÍMINN 7 Laugardagur 2. júni 1973. menn. 1 fundaálmunni var allt me6 kyrrum kjörum, enda fáir á ferli. i hinum enda hússins var aftur á móti allt á ferð og flugi. Fréttaritarar voru sihamrandi á ritvélar, fjarritarar tifuðu og menn öskruðu i sima, enda heyrð- ist varla mannsins mál. t einu horni álmunnar var þó einskonar vin i eyðimörkinni — bar með öll- um hugsanlegum þægindum, m.a.s. hægindastólum. Sá galli var þó á barnum, að verðlag var i hærra lagi, svo jafnvel islenzkum blaðamönnum blöskraði. Flestir erlendu fréttamann- anna létu i ljós ánægju með allt fyrirkomulag i Myndlistarhúsinu. Að visu er húsið i smærra lagi fyrir fund sem þennan, en þvi var kippt i lag með þvi að setja upp fjarskiptamiðstöðvar annars staðar, svo sem á Hótel Loft- leiðum.. Pompidou er glaðhlakkalegur á svip þegar hann kveöur starfsbróöur sinn úr vestri fyrir framan Kjarvalsstaöi i gær. Getur veriö aö þaö megi lesa það úr svip forsetanna á þessari stundu hvor hafi haft betur i viöræöunum? ,,Eða þá i Paris!” Fjölmörg smáatvik i tengslum við fundahöldin eru i senn skemmtileg og varpa ljósi á að tsland var i miðdepli fransks og bandarisks blaðaheims þessa tvo daga. Til dæmis gaf Pompidou sig á tal við frétamenn, meðan hann beið eftir Nixon siðdegis á fimmtudag. Bandariskur blaða- maður kallaði þá til franska forsetans: „Finnst yður ekki kalt á tslandi, hr. forseti? bað væri munur að þinga núna i Washing- ton i steikjandi sólskini.” ,,Eða þá iParis!” svaraði Pompidou um hæl. Bíll meö lieilum helling öryggisvaröa fór alltaf næst á eftir bifreiö Nixons. öryggiskerfiö var greinilega þrautskipulagt og svo öflugt aö mörgum þætti nóg um, þvi ekki mátti nokkur sála i grennd viö forsetann heyfa sig svo ekki væri koiuinn einn lifvöröur á staöinn. En sagan hcfur sýnt okkur, aö annaö dugir ekki, þcgar Bandaríkjaforseti á I hlut. Að loknum blaðamannafundi Kissingers á fimmtudagskvöld, vék fréttamaður sér að ráögjaf- anum og spurði: „Kissinger, það er sagt, að þú ætlir að gifta þig i næsta mánuði. Er það satt?” „Nei,”. Allt i einu sneri hann sér við og kallaði: „Veiztu hverri??”. — E.T. STRONG ÖRYGGISGÆZLA UM NIXON VIÐ lslendingar erum þvi óvanir aö sjá vopnaöa öryggisveröi á hverju strái, reiöubúna aö taka I taumana, ef eitthvaö fer úr- skeiöis. Þetta fenguin viö þó aö sjá, meöan þeir Nixon og Pompi- dou dvöldust hér á landi, þvi hvertsem þeirfóru.voru þeir um- kringdir lifvörðum. Aftur á móti var áberandi, hve öryggisgæz.lan um bandaríska forsetann var sterkari en um þann franska. baö er samt skilj- anlegt, þegar litiö er á spjöid sögunnar: baö eru aöeins tiu ár siðan bandarlskur forseti féll fyrir kúlu launmorðingja. Hins vegar er mun lengra slöan franskur þjóðhöfðingivarmyrtur. Við komu Pompidou sáust t.d. fáir öryggisverðir á verli á flug- vellinum. Fréttamenn fengu að mestu leyti að fara frjálsir ferða sinna um svæðið frammi fyrir flugstöðvarbyggingunni. Hins vegar skipuðust veður i lofti við komu Nixons. Oryggisveröir voru um allt og gættu þess, að enginn óviðkomandi kæmizt i námunda við forsetann. Sagan endurtók sig siðan hvaö eftir annað: Röð og regla, en að sama skapi þvingaö andrúmsloft, þegar bandariski forsetinn var á ferðinni, en minni formfesta og meiri léttleiki, þegar sá franski átti i hlut. Lifverðir Bandarikjaforseta bera allir gyllt merki i frakka- eða jakkahorninu. bvi er auðvelt að bera kennsl á þá. Það var og augljóst, aö sérhver þeirra var vopnaður, a.m.k. léttri skammbyssu. Þegar forsetinn var i nánd, stóðu verðirnir meö hendur i vösum eða jafnvel i við- bragðsstöðu, tilbúnir að gripa til vopna, ef þess gerðist þörf. Fast á eftir bifreið forsetans ók jafnan opin bifreið með á að gizka tiu lifverði innanborös. Þessi sveit sló lika hring um forsetabif- reiðina, áöur en Nixon steig út úr henni, og fylgdi honum eftir, meöan hann var úti undir beru lofti. Það var ekkert, sem fór fram hjá lifverðinum. T.d. kvörtuðu þeir yfir þvi að flugyfirvöld, er kvikmyndatökumanni sjónvarps- ins var leyft að fljúga yfir Myndlistarhúsið, til að taka myndir. bá tóku þeir fréttamenn engum vettlingatökum, ef þeim varð á að færa sig of nálægt for- setanum. Islenzka lögreglan sá aö auki um, aö fyllsta öryggis væri gætt. Alls var á 5. hundrað löggæzlu- manna að störfum i sambandi við komu forsetanna hingað til lands. Þá lá slökkviliðið ekki heldur á liði sinu. Slökkviliösbill var jafn- an staösetur vð Myndlistarhúsiö og brunaverðir voru á verði inn- andyra. bá fylgdi sjúkrabifreiö bifreið Pompidou eftir, enda þjá- ist forsetinn af alvarlegum sjúk- dómi. Til þess að gefa lesendum ein- hverja mynd af öryggisviðbúnaði við Myndlistarhúsið, má geta þess, aö blaðamaður Timans taldi eitt sinn yfir 300 innlenda og erlenda öryggisveröi, sem stóðu ýmist innan eða utan dyra og gættu þess, að allt færi friðsam- lega fram. E.T. Ólík brottför forsetanna MIKILL fjöldi bandariskra þegna af Keflavikurflugvelli hafði safnazt saman á flugvellinum til að kveðja forseta sinn, þegar hann hélt á brott frá íslandi. Var hópnum, sem að talsverðum hluta var kpnur og börn, safnað saman fyrir framan flugskýli, rétt hjá þeim stað sem einkaþota forsetans „The spirit of 76” beið reiðubúin til að flytja hann heim á leið. Hópurinn hefur væntanlega ekki orðið fyrir vonbrigðum með Nixon, þvi þegar hann kom i bílnum fina, steig hann út úr honum, gekk að mannsöfnuðinum og heilsaði og kinkaði kolli i allar áttir drjúga stund, meðan öryggisverðir hans fylgdust með, áhyggjufullir á svip. Nixon gekk siðan að forseta- vélinni, léttum skrefum, kvaddi Islenzku móttökunefndina með handabandi, auk þess, sem hann ræddi um stund við íslenzka for- setann hr. Kristján Eldjárn. Siðan hljóp Nixon upp landgang vélarinnar, léttur að vanda. stoppaði við dyr vélarinnar og veifaði til mannfjöldans, i kveðjuskyni, áður en hann hvarf inn i farkostinn. Varla var forsetinn kominn inn i vélina, þegar hún tók að renna eftir flugbrautinni og i ioftið var hún komin tveim minútum siðar, þ.e. rétt fyrir kl. 14.00. Fáir voru til að kveðja franska forsetann, þegar hann kom i sSvarta Citroen bilnum, fimmtán minútum siðar. tslenzka sendi- nefndin kvaddi hann við landgang flugvélarinnar, en siðan gekk Pompidou hægum skrefum upp landganginn. Ekki gekk það þó alveg slysalaust, þvi i einu efsta þrepinu hrasaði franski forsetinn og féli fram fyrir sig. Fall hans var, sem betur fer ekki svo mikið, að meiðsli hlytust af að þvi er bezt er vitað, en nóg var það til þess aö Pompidou skundaði beint inn i flugvélina án þess að veifa til þeirra, sem eftir voru, sem annars mun vera venja hjá þjóð- höfðingjum, þegar þeir kveðja. Franski fáninn, sem prýddi for- setabifreiðina meöan Pompidou var hér á landi, kom nokkuð við sögu. Fáni þessi, sem hvert sem hann fer sat fastur, eða öllu heldur stöng sú, sem fáinn er á, satföst á Citroen bifreiðinni og virtist ekki fyrir nokkurn mun vera fús til að fara með húsbónda slnum heim á leið. Ekki komst þó fánastöngin upp meö þennan þráa sinn, þvi hún var beitt valdi og rifin fra Citroen bifreiðinni með kröftum. Ekki sá á stönginni eftir átökin, en einhverjir menn sátu með áhyggjusvip og rembdust við að koma stuðara bif- reiðarinnar i samt lag eftir at- ganginn. Frdsögn: Eiríkur Tómasson og Gestur Jónsson Myndir: Róbert Ágústsson og Gunnar V. Andrésson

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.