Tíminn - 02.06.1973, Síða 9
Laugardagur 2. júni 1973.
TÍMINN
9
A heimili islenzku forsetahjónanna. A myndinni sjást taliö frá vinstri. Frú Halldóra Eld járn, William Rogers utanrikisráöherra Bandarikjanna, Georges Pompidou Frakklanas
forseti, Richard Nixon Bandaríkjaforseti, Haraldur Kröyer, sendiherra, hr. Kristján Eldjárn forseti tslands og forseti sameinaös Alþingis Eysteinn Jónsson.
Torfusamtökin?
vitum lika að jafnvel elztu og
tryggustu sambönd þarf aö
endurnýja stöðugt, ef áhrif þeirra
eiga aö geta verið eins mikil og
hægt er i sibreytilegum heimi.
Eins og Pompidou forseti hefur
sagt, teljum við okkur geta komið
á sannri einingu Evrópu og
Bandarikjanna, jafnframt þvi að
virða séreinkenni hvers fullvalda
rikis.
Þau bönd, sem tengja okkur —
sameiginleg stjórnmálaleg arf-
leifð, sameiginlegur áhugi á
öryggi sambands Atlanzhafs-
rikja — eru miklu traustari en
nokkuð það mál, sem aðskilja
kann okkur um stundarsakir.
Ég er þess fullviss, að sam-
ræður okkar muni verða til
þess að skilningurinn á sameigin-
legum áhugamálum og tak-
mörkum okkar, verður enn
nánari.
Það er I anda einingar Evrópu
og Ameriku, sem ég skála fyrir
forseta tslands, forseta lýðveldis-
ins Frakklands og forsætisráð-
herra tslands.
Skálarræða Nixons í kvöldverðarboðinu að Bessastöðum:
„HANN VAR HINN ræðnasti og
spurði margs um tsland og
tslendinga”, sagði Magnús
Einarsson varðstjóri, en hann og
Tómas Jónsson varðstjóri frá
Selfossi fengu þann óvænta
„Frægur á einni nóttu”? Hér er
Magnús Einarsson varöstjóri i
Reykjavikurlögreglunni, en þaö
kom I hans hlut aö vera leiösögu-
maöur Bandarikjaforseta, þegar
hann fékk sér hina óvæntu kvöld-
göngu.
heiöur að fylgja Nixon á fyrir-
varalausri kvöldgöngu forsetans
kvöldið. sem forsetinn kom.
Þeir gengu niður með Fri-
kirkjunni og niður aðTjörn.þaðan
eftir Lækjargötunni upp Banka-
strætið og Laugaveginn, en þegar
þangað kom hætti öryggisvörðun-
um að lltast á blikuna svo þeir
fengu forsetann til að halda að
sendiráðinu aftur. Nixon mætti
nokkrum ungmennum á leiðinni
og spurði þau nokkurra
spurninga, m.a. um hvaða skóla
þau gengju i o.s.frv. Hann
undraðist greinilega,að allir sem
hann hitti voru færir að svara
honum á hans eigin móðurmáli og
taldi þetta bera vott um góöa
menntun landsmanna. Þegar
gengið var fram hjá Bernhöfts-
torfunni margfrægu útskýrði
Magnús fyrir honum sögu
þessara húsa og sagði honum að
húsin væru nýmáluð. Nixon leizt
vel á húsin og taldi hann að vel
hefði tekizt til I litavalinu. E.t.v.
hefur forsetaheimsóknin leitt af
sér að Torfusamtökunum bætist
einn nýr liðsmaður og líklega
munar minna en að fá sjálfan for-
seta Bandarikjanna á sitt mál.
Franska sendinefndin gengur prúöbúin til kvöldveröarboös islenzka forsetans á Bessastööum. Fremstir
fara þeir Giscard d'Estaing, fjármáiaráöherra og Michel Jobert utanrikisráöherra.
Gömul tengzl sterkari
en ný ágreiningsmól
— Herra Kristján Eldjárn for-
seti, frú Eldjárn, Pompidou, for-
seti, Ólafur Jóhannesson, for-
sætisráðherra og virðulegu
gestir:
Sem fyrsti forseti Banda-
rikjanna, sem hefur þann heiður
Nixon í
aö koma hingað vil ég þakka
Kristjáni Eldjárn forseta, fyrir
hans vinsamlegu orð hér I kvöld
og einlæga gestrisni.
A fundum okkar i Reykjavik I
þessari viku, höfum við tekið eftir
ekki aðeins stoltri arfleifð Islands
heldur einnig mikilvægi þess i nú-
tlmanum. Sem staður miðja vegu
milli Evrópu og Ameriku og sem
aðila að NATO, hefur Island
mikilvægu hlutverki aö gegna. I
eflingu sambands Atlanzhafs-
rikja.
Fundir okkar i þessari viku
hafa verið helgaðir þvi að efla
frekar sambandið milli Atlanz-
hafsrikjanna.
A þessum fundum og öðrum,
sem við höfum haldið, höfum við
haldið uppi varanlegum og viö-
tækum samr- milli Evrópu og
Ameriku, i þeim tilgangi að
endurnýja samband okkar — og
gæða það nýju lifi. Frakkland er
elzti vinur og bandamaður
Bandarikjanna og við erum vissir
um, eins og Lafayette eitt sinn
sagði við Washington forseta, að
vinátta Frakka og Bandarikjanna
„muni vara að eilifu”. En við