Tíminn - 02.06.1973, Síða 13
Laugardagur 2. júni 1973.
TÍMINN
13
Útgefandi: Framsöknarflokkurinn
Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þór-
arinn Þórarinsson (ábm.), Jón Helgason, Tómas Karlsson,
Andrés Kristjánsson (ritstjóri Sunnudagsblabs Timans).
Auglýsingastjóri: Steingrimur Gislason. Ritstjórnarskrif-
stofur i Edduhúsinu viö Lindargötu, simar 18300-18306. Skrif-
stofur I Aöalstræti 7, simi 26500 — afgreiöslusimi 12323 — aug-
lýsingasimi 19523. Áskriftagjald 300 kr. á mánuöi innan lands,
i lausasölu 18 kr. eintakiö.
Blaöaprent h.f
s i —
Kynning Geirs
Hallgrímssonar
Það verður að teljast i mesta máta óviðeig-
andi, að varaformaður Sjálfstæðisflokksins,
Geir Hallgrimsson, skuli velja daginn, sem
Nixon og Pompidou voru hér og flest var hér
erlendra blaðamanna, til að birta i einkamál-
gagni sinu ádeilu á yfirstjórn landhelgis-
gæzlunnar og störf hennar. Þvi einkennilegra
er þetta hátterni, að umrætt einkamálgagn
hans hafði haldið þvi fram, að heimsókn forset-
anna ætti að nota til að kynna þeim landhelgis-
málið og reyna á þann hátt að afla málstað Is-
lendinga fylgis.Framlag varaformanns Sjálf-
stæðisflokksins til þeirrar kynningar er að
koma þeirri skoðun á framfæri, að aðaltals-
maður stærsta stjornarandstöðuflokksins og
stærsta flokks þjóðarinnar sé ósammála þvi,
hvernig landhelgisgæzlunni sé stjórnað.
Kynning Geirs Hallgrimssonar á landhelgis-
málinu umræddan dag, er að halda þvi fram,
að það hafi verið rangt af landhelgisgæzlunni
að láta Ægi skjóta föstum skotum að Everton
eftir að togarinn var margsinnis búinn að
óhlýðnast viðvörunum hans og fyrirmælum.
íslenzka landhelgisgæzlan átti með öðrum orð-
um að gefast alveg upp og láta hinn brezka
landhelgisbrjót fara með algeran sigur af
hólmi. Guðmundur Kærnested, skipherra á
Ægi, hefur i viðtali við Visi lýst þvi greinilega
,,að ef við hefðum ekkert gert, hefðum við
misst allt úr höndum okkar og Bretar hefðu
fiskað hvar, sem þeim sýndist eftir það.” Það
hefði m.ö.o. leitt til alveldis Breta á miðunum,
ef fylgt hefði verið stefnu Geirs Hallgrimsson-
ar.
Menn voru farnir að vona, að ummæli þeirra
GylfaÞ. Gislasonar og Geirs Hallgrimssonar
um þennan atburð, sem þeir létu falla i rikisút-
varpinusiðastl.sunnudag, hefði verið sprottinn
af misskilningi og verið mistök, sem þeir
myndu leiðrétta. Alþýðublaðið hefur markað
sér allt aðra stefnu en Gylfi og hafa menn
dregið þá ályktun af þvi að þar væri ekki aðeins
að ræða um bragarbót af hálfu Alþýðuflokks-
ins, heldur einnig af hálfu Gylfa. En bersýni-
legt er, að hjá Geir Hallgrimssyni hefur ekki
verið um neinn misskilning eða mistök að
ræða. Þess vegna áréttar hann það daginn,
sem forsetarnir eru hér, að hann sé andvigur
stjórn landhelgisgæzlunnar i þessu máli og hafi
viljað láta Ægi gefast upp og láta brezka land-
helgisbrjótinn fara sigrandi af hólmi.
Fyrir Breta er ekki ónýtt að fá slika yfir-
lýsingu frá aðaltalsmanni stærsta stjórnmála-
flokksins á íslandi. Enda leið ekki á löngu, að
þeir færðu sig upp á skaftið. Það leið ekki
nema sólarhringur frá þvi að Mbl. birti grein
Geirs og þangað til árásin var gerð á Árvakur.
Geir Hallgrimsson tekur það áreiðanlega
réttilega fram i grein sinni, að ekki séu allir á
sama máli og hann i flokki hans um þetta efni.
Þess ber vissulega að vænta, að það sýni sig
nú, að i Sjálfstæðisflokknum séu þeir fleiri,
sem láta stjórnast meira af þjóðarhagsmunum
en öfgafullri stjórnarandstöðu. Þ.Þ.
John Allan May, The Christian Science AAonitor:
Brezka konungs-
veldið þúsund ára
Það er nú fyrst og fremst einingartákn
Brezku konungshjónin á 25 ára starfsafmæli Eiisabetar
drottningar.
í MAÍ i vor halda Eng-
lendingar hátiölegt þúsund
ára afmæli konungdæmis i
landi sinu.
Bretar hafa yfir mörgu að
gleöjast i þessu tilefni, en ekki
hvaö sizt þeirri staöreynd, að
þingbundiö konungsvald hefir
reynzt mjög hentugt stjórnar-
form.
Konungsvald i Englandi er
raunar miklu eldra en þúsund
ára. Stytta Boadicea
drottningar stendur við West-
minsterbrú andspænis Big
Ben og þinghúsinu. Drottning-
in barðist við Rómverja á
fyrstu öld eftir Krist eöa fyrir
hart nær tvö þúsund árum.
Boadicea eða Boudicca
(Viktoria á nútima ensku) var
aðeins drottning Icena einna
eða ibúa Norfolk. Þorri kon-
unga og drottninga, sem riktu
i Englandi eftir hennar daga á
miðöldum, voru einvaldar I
litlum konungdæmum.
ENGLAND komst fyrst allt
undir einn konung á dögum
Edgars, sonar Játmundar
mikla og Aelfgifu drottningar,
en Edgar var krýndur til kon-
ungs árið 973.
Edgar hafði farið með
konungsvald á Englandi i 14 ár
áður en hann var krýndur.
Vald hans yfir allri þjóðinni
var þó ekki viðurkennt að lög-
um fyrri en viö krýninguna.
Átta konungar afsöluðu sér
siðar völdum i hendur hans,
þar á meðal konungur Skot-
lands og konungurinn i Strath-
clyde.
Elizabet drottning, sem nú
fer með völd i Englandi, er af-
komandi Edgars. Það er þvi'
þúsund ára afmæli konung-
dæmis sem varanlegs tákns,
sem nú er haldið hátíðlegt.
MEÐAL Englendinga eru
vitaskuld margir gagnrýnend-
ur konungsvalds og fylgjendur
lýðveldis. Willie Hamilton,
skozkur þingmaður Verka-
mannaflokksins, lætur til
dæmis framhjá sér fara fá
tækifæri til þess að andmæla
konungsvaldinu, kostnaðinum
við það og sérréttindum
konungsfjölskyldunnar.
Það gerðist einnig i Brigh-
ton um daginn, að ráðherra
einn neitaði að risa á fætur,
þegar skál drottningarinnar
var drukkin við hátiðlegt tæki-
færi.
Ástralíumenn eru aö leggja
niður þjóðsönginn. Hann er
ekki framar leikinn fyrir og
eftir allar samkomur hér i
Englandi, eins og eitt sinn
tiðkaðist. Margir neita meira
að segja að taka ofan meðan
hann er leikinn, eins og þeim
þó ber tvimælalaust.
ÞRATT fyrir allt eru afar
margir sammála um, að þús-
und árum kongdæmisins hafi
siður en svo verið á glæ kastað
— svo að vægt sé til orða tekið.
Núverandi konungsfjöl-
skylda er afar geöþekk. Charl-
es rikisarfi er heillandi ung-
menni. Anna prinsessa er
kunn sem hestakona á alþjóða
vettvangi og er skörp og harð-
skeytt. Hertoginn af Edinborg
er hvort tveggja í senn heill-
andi og skarpur. Drottningin
sjálf er ágætis kona og gædd
þeim hæfileikum, sem hæfa
stöðu hennar.
Þegar Englendingar halda
hátiðlegt tiu alda afmæli
konungdóms I landinu á sinn
hógværa hátt gnæfir ofar öllu
öðru viðurkenningin á þvi, að
þeim hefir tekizt, eftir marg-
vislegar tilraunir og mistök i
nálega tiu aldir, að móta þing-
bundna lýðræðisstjórn undir
konungsveldi, og það kerfi er
ágætlega starfhæft.
Engum dytti i hug að mæla
með einveldi eins og nú er
komið málum, og þó reynist
löngum torvelt i flestum lýð-
veldum, þar sem lýðræði rikir,
að hefja forustuna upp úr lág-
kúru flokkabaráttunnar.
Margir Bretar viðurkenna þó,
að einveldi hafi marga aug-
ljósa kosti.
ÁNÆGJULEGT er einnig,
að samkvæmt öllum heimild-
um hefir Edgar verið afar við-
kunnanlegur maður og einnig
allgóður konungur. Stjórn-
málasaga Englands allt frá
hans dögum og fram á þennan
dag greinir frá hægfara en ær-
ið skrykkjóttum breytingum
yfir I nútima lýðræði undir
konungsstjórn.
Eins og nú er komið er
konungurinn ekki annað en
æðsti maður rikisins að hefð-
bundum hætti. En Elizabet
drottning er með sérstökum
og hentugum hætti tákn sög-
unnar — en flekklaus. Hún er
bæöi fulltrúi þjóðlegrar ein-
ingar og tákn þeirar forustu
þjóðarinnar, sem stendur ofar
öllum flokkaerjum.
De Gaulle forseti Frakk-
lands flutti eitt sinn ræöu i
Great Hall i Westminster.
Hann sagði þá með nokkurri
eftirsjá, að Frakkar byggju
ekki við slikt kerfi. Ef þvi væri
til að dreifa, sagði hann,
„myndi enginn draga rikis-
valdið I efa” þegar við veru-
lega erfiðleika væri aö etja.
Quintin Hogg — Hailsham lá-
varður — sagði um þessi orð
de Gaulles:
„Við eigum aðeins við að
etja erfiðleika i stjórn en ekki
skort á hollustu við hið æðsta
vald. Guð gefi, að svo megi
verða sem lengst”.
STEPHEN Bank sagn-
fræðingur hefir með höndum
stjórn þeirra kannana, sem
fram fara á vegum Bandalags
konungssinna. Hann lét mér i
té eftirtalin rök að þvi, að arf-
bundin konungsstjórn sé hið
heppilegasta form æðstu
stjórnar:
Æðsti maður rikisins stend-
ur þá ofan viö baráttu flokk-
anna.
Þegar alvarlega bjátar á er
konungurinn eða drottningin
sameigingartákn, og ofar öll-
um annarlegum grun-
semdum.
Kjörinn þjóðarleiðtogi kann
aðhafa að baki sér helming
þjóðarinnar, en konungur eða
drottning er fulltrúi hennar
allrar.
t lýöræðisriki er konungur
eða drottning nálega óbugandi
hindrun á vegi einræöis.
Englendingar fagna þvi um
þessar mundir, að þeim hefir
tekizt að rata á leið til þess að
tryggja þá hugmynd I fram-
kvæmd, að hin æðsta stjórn-
málaþjónusta sé i þvi fólgin að
standa utan og ofan við erjur
flokkanna.