Tíminn - 02.06.1973, Blaðsíða 14
14
TÍMINN
Laugardagur 2. júni 1973.
Mynd úr vinnusal.
Fossvogsskóli i Reykjavik
VIÐ ERUM stödd í Foss-
vogsskóla í Reykjavík og
það er skólastjórinn, Kári
Arnórsson, sem ætlar að
spjalla við okkur stundar-
korn og fræða okkur um þá
starfsemi, sem hér fer
fram.
— Fyrst langar mig aö spyrja
þig, skólastjóri: Hversu gamall
er þessi skóli, sem þú veitir for-
stööu?
— Hann er aöeins tveggja ára,
þaö er aö segja, aö þaö er annaö
starfsáriö, sem nú er senn á enda.
En þetta er fyrsta áriö meö þessu
kennsluformi, þvi að fyrsta skóla-
árið, 1971-72, var hér heföbundinn
skóli, enda var þá byggingin ekki
fullfrágengin.
—„Meö þessu kennsluformi”,
segir þú. Aö hverju leyti er hann
frábrugðinn venjulegum skóla?
— Hann er opinn skóli, eins og
þaö er nefnt, og er nafniö reyndar
tekiö úr erlendu máli. Hann er
fyrsti opni skólinn á tslandi, en
hins vegar hefur þetta skólaform
veriö mjög aö ryöja sér til rúms,
bæöi á Noröurlöndum, Englandi
og i Bandarikjunum. Þaö var
Fræðsluráö Reykjavikur, sem tók
þá ákvöröun aö byggja þennan
skóla með þeim hætti aö þar væri
hægt að vera meö opinn skóla.
Siöan var þaö sameiginleg
ákvöröun Fræösluráös og skóla-
stjóra aö þetta skyldi hefjast hér i
haust og sú gerð af opnum skóla,
sem viö erum meö hér, er eftir
enskri fyrirmynd.
Starfshættir
— Hvað um starfshætti
skólans?
— Ef ég ætti aö lýsa þeim i
stuttu máli, þá er fyrirkomulagiö
þannig, aö viö höfum lagt niöur
allar bekkjardeildir og erum með
blandaða aldursárganga. Viö er-
um með sex, sjö og áttá ára nem-
endur saman, hver kennari ber
ábyrgö á ákveönum hópi nem-
enda, þaö eru svona i kringum
þrjátiu börn. Þegar börnin koma i
skólann á morgnana, byrjar hann
á þvi að taka á móti þessum hópi,
en hver hópur á ákveöinn staö i
skólanum, sem viö köllum heima-
krók, og þar talar kennarinn viö
þau stutta stund á morgnana,
áður en þau dreifast út til vinnu.
Annan hvern dag eru allir nem-
endur kallaöir saman á Sal og þá
eru niu ára nemendurnir meö, en
Veröur þetta ekki gott hjá mér
það er elzti aldursflokkurinn hér.
Þeir eru þó ekki inni i þessu opna
kerfi, og ástæðan til þess er ein-
göngu sú, að viö vissum þaö i
haust, þegar viö tókum þetta
kerfi upp, að niu ára börnin
myndu hverfa frá okkur aö þessu
ári liönu og fara þá aö stunda
nám i heföbundnum skóla. Það
var ekki taliö rétt aö láta þau
byrja á námi i opnum skóla, vit-
andi að þau gætu ekki haldið þvi
áfram.
— Getið þiö ekki kennt eldri ár-
göngum en þetta?
— Skólinn hér er ekki nærri full-
byggöur, þaö er aöeins búið aö
byggja um það bil einn þriðja
hluta, og þaö er engin von til þess
aö viö getum bætt við okkur eldri
árgöngum fyrr en byggingunni er
lokið.
— Hvaö taka börnin sér fyrir
hendur, þegar þau hafa lokiö
sinni morgunstund meö kennar-
anum, eins og þú varst aö segja
áöan?
— Eins og ég sagði, þá dreifast
þau til vinnu hér og þar i skólan-
um. Kennararnir vinna mjög náið
saman. 1 öðrum endanum vinna
saman tveir kennarar, en i hinum
endanum þrir. Húsiö er sérstak-
lega byggt fyrir þetta skólaform.
Þar eru fimm almennar kennslu-
stofur, að visu fremur litlar, svo
er ein föndurstofa, nokkuð stór,
og svo einn salur, sem tengir
þessar stofur allar saman. Skól-
inn er allur teppalagður, nema
föndurstofan, á hverri stofu er
stór rennihurö, þannig að hægt er
að renna hálfum veggnum úr, en
hér er hvergi kennt fyrir lokuðum
dyrum, svo að við þurfum i raun-
inni ekkert á þessum hurðum að
halda, enda eru þær aldrei
hreyfðar.
Þegar svo nemendurnir fara til
vinnu, eftir að hafa talað viö
kennara sinn aö morgni, geta þeir
sjálfir valið, hvaöa verkefni þeir
taka sér fyrir hendur hverju
sinni, en skólanum er skipt niöur'i
ákveöin verksvæöi, þannig að öll
stæröfræöi er unnin á einum staö,
lestur og skrift á öörum, átthaga-
fræöi á hinum þriðja og svo fram-
vegis. Nemendur eru mjög fljótir
að átta sig á þvi, hvar hvert og
eitt verk er unniö, og þvi eru
aldrei nein vandræöi aö koma
þeim aö verki. Þeir rata þetta
sjálfir, eölilega og snuröulaust.
Eykur
ábyrgðartilfinningu
— Er ekki hætta á aö nem-
Þaö er gaman aö mála.
endurnir noti frelsið til þess að
gera aðeins það,sem þeim þykir
skemmtilegast?
— Ef nemandi er til dæmis upp-
lagður til þess. að reikna i dag, þá
má hann reikna i allan dag, ef
hann vill. Hlns vegar verður
kennarinn, sem ber ábyrgð á
hópnum, að fylgjast með þvi að
farið sé yfir allt það efni, sem
námsskráin ætlast til. Hann verð-
ur þvi að færa daglega skýrslu
um vinnubrögð hvers nemanda.
Ef það svo kemur i ljós, aö nem-
andi hafi mjög lengi sótt i sömu
námsgrein, verður kennarinn að
leiöa hann, sýna honum fram á,
hvað hann á eftir að vinna og
hjálpa honum til þess að taka þar
til hendinni.
— Hefur þetta gefizt vel?
— Já, ágætlega. Þetta eykur
mjög ábyrgöartilfinningu nem-
endanna fyrir starfinu, þeir veröa
sér þess meðvitandi, aö það eru
ýmis verkefni, sem þeir verða aö
ljúka, og að þau eru öll álika
nauösynleg.
Nú er ekki endilega vist, að sá
kennari, sem hefur þennan til-
tekna hóp, sé staddur á þeim
ákveöna staö, þar sem viökom-
andi nemandi ætlar aö vinna. Þaö
er þvi samkomulag á milli kenn-
Kári Arnórsson, skólastjóri Fossvogsskóla.