Tíminn - 02.06.1973, Blaðsíða 15
Laugardagur 2. júnl 1973.
TÍMINN
15
segir Kárí Arnórsson,
skólastjóri
aranna innbyrðis, hvar á
kennslusvæðinu þeir vinna.
Þannig sinnir kennari, sem
staddur er i átthagafræðinni, öll-
um þeim nemendum, sem þar
eru, hvort sem þeir eru úr hans
hópi eða öðrum. Þannig verður
skólinn fyrst og fremst „okkar
skóli”, eins og kennarar og nem-
endur komast gjarna aö oröi.
Skóli okkar allra, en ekki ,,minn
bekkur”, sem aðeins kemur mér
við og ekki neinum öörum. Nem-
endurnir geta leitað til hvaða
kennara sem er og kennslan er
nær eingöngu einstaklings-
kennsla. Að visu höfum viö sér-
staka staði, svokallaða kennslu-
króka, þar sem kennarar geta
tekið inn litla hópa i einu i beina
kennslu, og það gerum viö auðvit-
aö oft, en engu að siöur er kennsl-
an nær eingöngu einstaklings-
kennsla eins og ég var aö segja.
Af þvi leiðir, aö hver nemandi
getur farið i gegnum námsefniö
með þeim hraða, sem honum er
eðlilegur, þannig að duglegur
nemandi fær aukin verkefni eftir
þvi sem hann kemst yfir, en þeir
sem seinfærari eru fá að vinna
meö sinum hraöa. Þetta verður
mjög eðlilegt i svona blönduðum
hópi, og nemendurnir finna ekki
til þess að þeir séu á undan eða
eftir skólafélögum sinum. Þeir
hugsa sem einstaklingar og vinna
sem einstaklingar, af þvi aö þeir
eru ekki þvingaöir til þess aö
fylgja einhverjum ákveðnum
hópi, þarsem allir verða að vinna
sama verk og þurfa meira að
segja helzt að vinna það allir á
sama hátt.
Einstaklingskennsla.
Vinnufriður
— Er þetta kannski megin-
markmið skólans?
— Já, þaö má alveg komast svo
að orði, aö þaö sé aöalmarkmiö
skólans aö ná fram þessari ein-
staklingskennslu, og ég held að
óhætt sé að segja, aö það hafi tek-
izt vel.
— Þú gazt þess, að þið kennduö
fyrir opnum dyrum. Truflar það
ekki vinnufriö? Og hvað með ag-
ann?
— Okkur hefur virzt vinnufriður
vera góöur og viö fáum meira
starf út úr nemendunum með
þessu móti heldur en með bekkj-
arkennslunni. Það byggist að
sjálfsögðu á þvi, að nemendur
hafi næg verkefni. Svo leggjum
við lika mikla áherzlu á tillits-
Bh æ ps^llgg f i JgKgygÍjjj
11111 «-im »■ P; «
Ifex •* jgjgSsl f^ÉJk
* v T 1111111 m mm .! 1
1 ii
Skólastjóri sýnir menntamálaráðherra, Magnúsi Torfa Ólafssyni og fleiri gestum húsakynni Fossvogs-
skóla.
Nestisstund í heimakrók. Blaöaljósmyndarinn dregur aö sér athygli nemendanna
semi. Nemendurnir verða aö
skilja, að við lifum i samfélagi,
þar sem hver verður að taka tillit
til annars, og skólinn á aö vera
spegilmynd þess samfélags, sem
viö viljum byggja. Með öörum
oröum: Hann á aö vera eins og
viö viljum að samfélag okkar sé.
Um agann er það aö segja, að
viö teljum, að þau vandamál séu
til muna minni hér en i bekkja-
kennslunni, en þaö skapast fyrst
og fremst af þvi, aö nemendur eru
alltaf uppteknir við störf. Þeir
losna lika undan þeirri pressu,
sem bekkjunum fylgir, þar sem
allir þurfa að aka einn og sama
veginn — og aka hann eins. Hér
geta nemendurnir lika leitaö hver
til annars og þeir sem betur mega
I einhverri grein geta stutt hina,
sem þurfa á aðstoð að halda.
Þetta teljum viö mikinn félags-
legan ávinning.
— Hvernig stendur á að þið
blandiö saman aldursflokkum?
— Það er aöallega af tveimur
ástæðum, sem viö gerum það. t
fyrsta lagi er þetta til þess gert aö
brjóta niður bekkjarkennsluna og
þvinga kennarana út i einstak-
lingskennslu. Reynslan hefur
sýnt, til dæmis á Noröurlöndum,
þar sem eru opnir skólar, en
aldursárgöngum er ekki blandað
saman, að þá hafa kennararnir
kennt bekkjarkennslu I hinum
opna skóla og það hefur ekki gef-
izt vel. önnur ástæðan er félags-
leg. Viö teljum það æskilegt aö
nemendur vinni saman, þótt þeir
séu á ýmsum aldri, enda er þaö i
samræmi viö þjóöfélag okkar,
þar sem mönnum er ekki skipaö
Framhald á bls. 27.
Kennsla I bakstri
Kennarar i kaffihléi. Það bragöast vel, sem nemendurnir baka.
Timamyndir Róbert.