Tíminn - 02.06.1973, Side 17
Laugardagur 2. júni 1973.
TÍMINN
17
Hátíðahöld
sjómannadags
í Nauthólsvík
og víðar
NÆSTA sunnudag, 3. júni, er sjó-
mannadagurinn. Að venju er
hann haldinn hátiðlegur á ýmsan
hátt. A blaðamannafundi með
Sjómannadagsráði á miðvikudag
kom fram, að dagskráin veröur
með mjög liku sniði og verið hefur
undanfarin ár. Nánar verður hún
auglýst i blöðum og útvarpi um
helgina, og er þvi ekki ástæða til
að rekja hana náið hér.
Klukkan átta á sunnudags-
morgun verða fánar dregnir að
hún á skipum i höfninni, og klukk-
an ellefu hefst sjómannamessa i
Dómkirkjunni, þar sem séra
Grimur Grimsson minnist
drukknaðra sjómanna. Þá syngur
Guðmundur Jónsson einsöng.
Blómsveigur verður lagður á leiði
óþekkta sjómannsins i Fossvogs
,kirkjugarði. Lúðrasveit Reykja-
vikur leikur bæði fyrir hádegi, við
Hrafnistu og eins niðri i Nauthóls-
vik. Og vitt og breitt um bæinn
selja börn merki sjómannadags-
ins og Sjómannadagsblaðið.
Eins og þrjú undanfarin ár fara
aðalhátiðahöldin fram i Naut-
hólsvik, og hefjast þau klukkan
13:30 með leik lúðrasveitarinnar.
Flutt verða fjögur ávörp: Lúðvik
Jósefsson, sjávarútvegsmálaráð-
herra talar sem fulltrúi rikis-
sjórnarinnar, Björn Guömunds-
son, útgerðarmaður frá Vest-
mannaeyjum, sem fulltrúi út-
gerðarmanna, Guðjón Armann
Eyjólfsson skólastjóri Stýri-
mannaskólans i Eyjum sem full-
trúi sjómanna og loks afhendir
Pétur Sigurðsson, formaður Sjó-
mannadagsráðs, heiðursmerki
sjómannadagsins. Jafnframt
þessu fara fram kappsigling,
kappróður, björgunar- og stakka-
sund og koddaslagur i Nauthóls-
vikinni. Þá kemur þyrla Land-
helgigælsunnar og sýnir björgun
manna úr bát og úr sjó. A eftir
verður þyrlan til sýnis almenn-
ingi. Þrjár gerðir af kappsiglur-
um verða i gangi, alls 14 bátar. I
kappróðrinum verða a.m.k. 12
sveitir. Ekki er vist, hvort næg
þátttaka fæst i koddaslaginn, en
hann féll niður i fyrra, vegna þess
að engir buðu sig fram. Þessi
leikur hefur þó veriö sérlega vin-
sæll hjá börnunum. Veitingarnar
verða á hátiðarsvæðinu i Naut-
hólsvik. Strætisvagnaferðir verða
frá Lækjartorgi og Helmmi frá kl.
13:00 a.m.k. á hálftima fresti.
A sunnudagskvöld verður svo
sjómannahóf að Hótel Sögu, sem
hefst kl. 19:30. með borðhaldi.
Skemmtiatriði veröa. Auk þess
verða Eyjamenn með sérstakt
hóf að Hótel Borg, en þeir taka
annars þátt i almennum ..hátíöa-
höldum dagsins og viðhöfn, aö
meira eða minna leyti.
Framkvæmdastjóri sjómanna-
dagsins er Guömundur Hall-
varösson.
Fram kom og á fundinum, að
Sjómannadagsráö hyggur á ýms-
ar stórframkvæmdir. Má þar
fyrst nefna „nýja Hrafnistu”,
sem áformað er að reisa i
Norðurbænum i Hafnarfirði.
Hefur lóð (á mörkum Hafnarfj.
og Garðahrepps) undir byggingu
verið úthlutað og er nú unnið að
hönnun byggingarinnar, sem
vonast er til, að hægt verði að
hefjast.-. handa við á næsta ári, ef
fjármagn fæst. Þessi bygging
mun verða fyrir 220-240 vistmenn.
A Hrafnistu eru i dag 452 vist-
menn og geysilegur fjöldi á
biölista.
— Stp
SPORT SIGRAÐI I
FIRMAKEPPNI FÁKS
SB—Reykjavik. — Firmakeppni
Fáks fór fram á sunnudaginn, á
skeiðvelli félagsins að Viðivöll-
um. Alls tóku 193 fyrirtæki þátt i
mótinu og jafnmargir hestar.
Keppni hófst kl. 15.00 með þvi að
hestamenn riðu einn hring um
völlinn. Úrslit i firmakeppninni
urðu á þessa leið:
No. 1 varð verzlunin Sport, en
fyrir hana keppti Grani, Leifs
Jóhannessonar, no. 2, Skartgrip-
ir, Laugavegi 36, keppandi
Bjarmi, Sveinbjörns Dagfinns-
sonar, no. 3, Halldór Sigurðsson
gullsm. Keppandi Gustur, eign
Halldórs sjálfs og no. 4-5 voru
Jöklar hf. keppandi Funi,Frið-
þjófs Þorkelssonar og Almennar
Tryggingar, keppandi Þytur,
Sveins K. Sveinssonar.
Þau fyrirtæki, se'm sigruðu fá
viðurkenningarskjöl frá félaginu,
en Sport fær fagran farandbikar
til varðveizlu í eitt ár. Bikarinn
gaf Halldór Sigurðsson, gullsmið-
ur.
Auk keppninnar sjálfrar var
þarna ýmislegt annað á boðstól-
um. Hryssur með folöld voru til
sýnis fyrir börnin og einnig gátu
þau fengið að skreppa á bak.
Allmikið var af fólki þarna en
veður varla nógu gott.
Staða
bæjarendurskoðanda
Staða endurskoðanda hjá Hafnarfjarðar-
bæ er laus til umsóknar.
Askilin menntun er: Próf i endurskoðun, próf frá Háskóla
tslands i viðskiptafræði eða hliðstæð menntun.
Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna Hafnarfjarðar-
bæjar, 27. launaflokkur.
Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf
sendist undirrituðum eigisiðar en 15. júnin.k.
Bæjarstjóri.
k l&Ém 'vÆiwvföi jmjm j: :si
RftltfiíOli
■fl'pmmil
Sunnukórinn til Noregs og Færeyja
Sunnukórinn á lsafirði fór i gær, 30. mai, i hljómleikaferð meö M/S Gullfossi. Kórinn syngur i Þránd-
heimi, Tönsberg og Þórshöfn i Færeyjum. Einnig kemur hann fram á lslendingafélagsfundi i Osló. t
ferðinni eru 48 söngfélagar og náiægt 30 gestir meö þeim. Fyrir brottförina hélt kórinn tónleika fyrir
fullu húsi á lsafiröi og hlaut ágætar undirtektir. Sunnukórinn er nú 40 ára, og er þetta fyrsta för hans til
útlanda.
Sýning á danskri handavinnu
í tilefni 50 ára afmælis ,,Det danske selskab"
Fimmtudaginn 5. júni n.k. á
félagiö ,,Det Danske selskab i
Reykjavik” 50 ára afmæli. 1 þvi
tilefni verður haldin sýning á
danskri handavinnu i Norræna
húsinu i Reykjavik. Sýningin
verður opnuö 1. júni klukkan 17
sd. af ambassadörfrú Ebbu
Kronmann.
Allir eru velkomnir. Sýningin
verður einnig opin 2.3.og 4. júni
frá kl. 15-22.
Allir munir á sýningunni eru i
eign Dana á tslandi og fram-
leiddiraf þeim eða öðrum Dönum,
eða eru erföagripir frá Dan-
mörku. Munirnir eru ýmist út-
saumur, vefnaður, hnýting eða
skornir i tré og hvaltönn, einnig
smiöajárn og fleira. Allir munir
eru tómstundavinna.
Félagið heldur afmælisdaginn
hátiðlegan meö boröhaldi og
dansleik i Atthagasal að Hótel
Sögu fyrir félaga og gesti.
TopKvick leysist fljótt upp
Hollurog bragðgóóur drykkur
Gefió börnunum
KAUPFELAGIÐ