Tíminn - 06.06.1973, Síða 7
Útgefandi: Framsóknarflokkurinn
Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þór-
arinn Þórarinsson (ábm.), Jón Helgason, Tómas Karlsson,
Andrés Kristjánsson (ritstjóri Sunnudagsblaðs Timans).
Auglýsingastjóri: Steingrimur Gislason. Ritstjórnarskrif-
stofur i Edduhúsinu við Lindargötu, simar 18300-18306. Skrif-
stofur i Aðalstræti 7, simi 26500 — afgreiðslusimi 12323 — aug-
lýsingasími 19523. Askriftagjald 300 kr. á mánuði innan lands,
i lausasölu 18 kr. eintakið.
Blaðaprent h.f
- ■
Hver var huldu-
maðurinn
Það er erfitt hlutverk að vera blaðafulltrúi
rikisstjórnar, sem á i deilu við ósvifinn and-
stæðing og þrautþjálfaðan i blekkingastarf-
semi, eins og t.d. Bretar eru. Þvi betur sem
blaðafulltrúinn reynist, þvi meira reynir
mótaðilinn til þess að ófrægja hann og gera
upplýsingar hans tortryggilegar. Þar er hvert
smáatriði notað og reynt að gera úlfalda úr
mýflugu. Þegar þetta er athugað ér ekki furða,
þótt gætt hafi viðleitni til að gera starf
Hannesar Jónssonar blaðafulltrúa tortryggi-
legt. Bretar og samherjar þeirra vita af langri
reynslu, hve mikilvægt það er að geta veikt
andstæðinginn á þennan hátt. Þegar litið er á
þá skipulögðu og kænlegu áróðursiðju, sem
Bretar eru vanir að beita i slikum tilfellum,
verður ekki annað sagt en að Hannesi Jónssyni
hafi tekizt vel i þessari viðureign og hafa sézt
þess fjölmörg merki i frásögnum erlendra
blaðamanna, sem eru íslandi vinveittir. Mikil-
vægi þess starfs, sem hér hefur verið unnið,
verður seint ofmetið.
1 þessum efnum hvilir vissulega mikil
ábyrgð á blaðafulltrúanum, en hún hvilir
einnig á öðrum þeim, sem hafa helzt skilyrði til
að umgangast erlenda blaðamenn. Ljóst dæmi
um það er að finna i frásögn fréttamanns Daily
Telegraph i London, sem birtist i blaðinu
siðastl. laugardag. Fréttamaður þessi, James
Wightman, virðist hafa verið staddur á Kjar-
valsstöðum, þegar fréttir bárust af árás Breta
á Árvakur og var Hannesi Jónssyni falið af
hálfu rikisstjórnarinnar að koma þeim á
framfæri við erlenda blaðamenn. Þegar
Hannes skýrði frá árásinni, var henni ekki
lokið, og sagði hann, eins og rétt var, að óvist
væri hvort Árvakur bjargaðist úr þessari
viðureign. Seinna kom i ljós, að vegna heppni
og snarræðis áhafnar Árvakurs slapp hann
betur en áhorfðist um skeið. Hinn enski blaða-
maður bætir við, að þegar það fréttist hafi
margir islenzku blaðamannanna hneykslazt
yfir klaufalegu tiltæki islenzku stjórnarinnar
til að stela sviðsljósinu frá Nixon og Pompidou.
í framhaldi af þessu hafi einn Islendinganna
sagt i laumi (covertly), að það hafi verið vel
kunnugt, að rikisstjórnin hafi verið búin að ~
ákveða að láta koma til árekstrar umræddan
morgun til þess að búa til stóra frétt (to make a
big story) handa blaðamönnum, sem hefðu
komið hingað vegna fundar Nixons og
Pompidous.
Satt að segja verður það að teljast ótrúlegt,
að þessi frásögn hins enska blaðamanns af
framkomu islenzkra blaðamanna geti verið
sannleikanum samkvæm. Alveg sérstaklega
verður að telja það ótrúlegt, að i þessum hópi
sé að finna þann huldumann, sem hafi hvislað
þvi laumulega i eyru hins enska blaðamanns,
að árásin á Árvakur hafi verið ákveðin af rikis-
stjórninni sem fréttaefni handa erlendum
blaðamönnum!
En þetta sýnir vel, að varúðar þarf að gæta i
umgengni við þá erlenda blaðamenn, sem
draga taum Breta i landhelgisdeilunni, og að
það fer illa islenzkum blöðum og blaða-
mönnum, að styðja á einn eða annan hátt
áróður Breta gegn þeim, sem gegna þvi erfiða
hlutverki að dreifa fréttum af framferði Breta.
Þ.Þ.
TÍMINN
7
ERLENT YFIRLIT
AAarkmið Childers
að sætta íra
Sigur hans í forsetakosningunum var óvæntur
í SIÐASTLIÐINNI viku fóru
fram forsetakosningar i Is-
landi og komu úrslitin talsvert
á óvænt. Lengi vel var þvi
spáð, að frambjóðandinn, sem
var studdur af núverandi
stjórnarflokkum, Jom
O’Higgins, myndi bera sigur
úr býtum, en i siöustu forseta-
kosningunum hafði ekki
munað nema 10 þús. at-
kvæðum á honum og Eamon
de Valera, hinni öldnu sjálf-
stæðishetju Ira, sem mun láta
af forsetastörfum 24. þessa
mánaðar, 91 árs að aldri.
O’Higgins hafði það m.a. til
brunns að bera, að hann er
bróðursonur O’Higgins, sem
var innanrikisráðherra i
fyrstu heimastjórn tra og féll
fyrir morðingjahendi 1927, en
hann hafði verið einn helzti
leiðtogi sjálfstæðisbarátt-
unnar fyrir 1922. Það þótti svo
liklegt til að styrkja O’Higgins
að stjórnarflokkarnir, Fine
Gael og Verkamannaflokkur-
inn, höfðu unnið sigur i
þingkosningunum, sem fóru
fram fyrir þremur mánuðum.
Þegar leið á kosningabarátt-
una, sem sótt var af miklu
kappi, fóru þess að sjást
merki, að fylking O’Higgins
tók heldur að riðlast og eink-
um snerust ýmsir kjósendur
Verkamannaflokksins til liðs
við keppinaut hans, Erskine
Hamilton Childers, sem var
frambjóðandi Fianna Fail,
flokks de Valera, sem hefur
lengstum farið með völd i
trlandi, en missti þau i
kosningunum, sem fóru fram i
febrúar siðastl. Úrslitin urðu
svo þau, að Childers vann með
50 þús. atkvæðamun. Hann
fékk 636 þús. atkvæði, en
O’Higgins 587 þús. atkvæði.
Munurinn á flokkum Fianna
Fail og Fine Gael, er oft
skýrður á þann veg, að fram
til 1922 unnu foringjar þessara
flokka saman i einum flokki i
sjálfstæðisbaráttunni, en
leiðir skildi, er irska fririkið
var stofnað 1922 og trlandi var
skipt i tvennt. Þeir, sem stóðu
að samningunum við Breta
um þetta efni, stofnuðu Fine
Gael, en þeir, sem beittu sér
gegn samningunum, stofnuðu
Fianna Fail.
FLJÖTT á litið virtist allt
mæla á móti þvi, að Childers
næði kosningu. Childers er
ekki irskur, heldur af
brezk-ameriskum ættum.
Childers er ekki kaþólskur,
eins og flestir trar, heldur
mótmælendatrúar. Childers
kann ekki þjóðtungu tra, gael-
isku en fyrri forsetar Irlands
hafa allir talað hana. Childers
var enskur rikisborgari þang
að til 1938, er hann tók sér
irskan borgararétt.
Childers hafði hins vegar
ómetanlegan styrk i faöerni
sinu og raunar miklu meiri en
O’Higgins. Faðir hans, Robert
Childers, var ein mesta
frelsishetja tra, þótt hann
væri brezkur. Hann var
ágætur skáldsagnahöfundur,
mikill sæfari og ævintýra-
maður á ýmsan hátt. Hann tók
mikinn þátt i sjálfstæðis-
baráttu tra og var i hópi
þeirra, sem snerust gegn
stofnun irska fririkisins og
skiptingu lrlands 1921 undir
forustu de Valera. Hann tók
virkan þátt i baráttu irska lýð-
veldishersins og tók m.a. að
sér það hiutverk að smygla
vopnum til hans. Bretar stóðu
hann að verki og dæmdu hann
til dauða. Dómnum var l'ull-
nægt og er það frægt, að
Robert Childers tók i hönd
allraþeirra, sem voru i af
tökusveitinni, áður en hann
tók sér stöðu við hlið félaga
sinna, sem voru skotnir með
honum. Eitt siðasta verk hans
fyrir aftökuna var að ræða við
son sinn og leggja honum lifs-
reglurnar. M.a. lagði hann
áherzlu á, að hann mætti ekki
bera hefndarhug i brjósti og
hann ætti frekar að vinna að
sáttum en hið gagnstæða.
Þessari stefnu hefur Childers
fylgt og boðaði hana ekki sizt
nú i forsetakosningunum. Það
mun ekki sizt hafa aflað hon-
um fylgis, að margir töldu
hann vænlegan til þess, þar
sem hann væri mótmælenda-
trúar, að bera sáttarorð milli
kaþólskra manna, sem eru i
meirihluta i trlandi og mót-
mælenda, sem eru i meiri-
hluta i Ulster.
ERSKINE Hamilton Child-
ers er fæddur 11. desember
1905. Móðir hans var amerfsk,
dóttir læknis i Boston. Þess
má geta, að móðir de Valera
var einnig amerisk.
Föðurættin hefur getið sér gott
orö i enskri sögu. Einn af
náfrændum hans, Hugh Child-
ers, var kjörinn þingmaður
1972 og var siðan hermálaráð-
herra, fjármálarétherra og
innanrikisráðherra i ráðu-
neytum Gladstones.
Þar sem Erskine Childers
var kominn af efnuðu fólki
fékk hann menntun i hefð-
bundnum enskum stil. Hann
gekk fyrst á þekktan einka-
skóla, en las siðan sögu við
Trinity College i Cambridge.
Að námi loknu var hann um
skeið framkvæmdastjóri
ferðaskrifstofu i Paris. Að
áeggjan föðurömmu sinnar,
sem var irsk.sneri hann til tr-
lands, en hann hafði ekki áður
verið búsettur þar. Hann
gerðist þá auglýsingastjóri við
aðalblað Fianna Fail, The
Irish Press. Fram að þeim
tima hafði hann látið sig
stjórnmál litiu skipta, en eftir
komuna til trlands tók hugur
hans að hneigjast að þeim.
Fianna Fail taldi sér einnig
gagn af þvi að geta notað sér
hið fræga nafn hans. Arið 1938
gaf hann kost á sér til þing-
mennsku, en áður varð hann
að fá irskan borgararétt, en
hann hafði verið brezkur rikis-
borgari Iram til þess tima.
Hann náði kosningu og helur
átt sæti á þingi siðan. Hann
fékk bráttsæti i rikisstjórninni
og hefur gegnt ýmsum ráð-
herraem bættum undir
leiðsögn þriggja forsætisráð-
herra. Hann var varaforsætis-
ráðherra i rikisstjórninni, sem
lét af völdum, i
febrúarmánuði siðast liðnum.
Erskine Childers er
tvikvæntur. Fyrri konan var
amerisk. Hún lézt 1950. Þau
áttu limm börn. Elzti sonur
þeirra vinnur á vegum
Sameinuðu þjóðanna i Thai-
landi. Annar sonur þeirra er
læknir við Mayostofnunina i
Minnesota. Childers giftist
aftur irskri konu 1952 og eiga
þau eina dóttur.
ERSKINE Childers er hæg-
látur maður i framgöngu og
hefur þótt frekar hlédrægur.
|Það kom þvi næstum á óvart,
hve vel hann stóð sig i
kosningabaráttunni, en hann
mætti á hundruðum funda viðs
vegar um landið. Vegna ætt-
ernis sins og trúarskoðana,
hefur hann haft betri aðstöðu
til að gagnrýna framkomu
trúbræðra sinna i Norður-lr-
landi en aðrir ráðherrar irsku
stjórnarinnar. Það hefur hann
lika gert óspart. t kosninga-
baráttunni lagði hann áherzlu
á, að hann vildi vinna að
bættri sambúð landshlutanna.
Sigur hans bendir til þess, að
sú stefna hans eigi fylgi að
fagna i Irlandi.
Embætti forseta i trlandi er
valdalitið og helzt fólgið i þvi
aðkoma opinberlega fram við
hátiöleg tækifæri. t sambandi
við utanrikismál getur forset-
inn þó oft haft tækifæri til að
hafa áhrif á gang mála, ef
samstaða er hjá honum og rik-
isstjórninni.
I tómstundum sinum
stundar Childers gönguferðir
og garðyrkju.
Þ.Þ.
Hópar unglinga í
hafnarvinnu
— ÞVÍ er ekki að lcyna, að það
hefur lengi verið hörgull á
hafnarverkamönnum, sagði As-
geir Jónsson hjá Eimskipafélagi
tslands, og það eru unglingarnir,
sem oft hlaupa undir bagga, bæði
i páskaleyfum og jólaleyfum og
svo á sumrin, þegar skólahaldi er
lokið.
Nú er til dæmis verið að vinna
við fimm skip hjá okkur, auk ann-
arra skipa, sem eru i
Reykjavikurhöfn, og þaö er tals-
vert margt af unglingum i þessu,
einkum við lestarvinnu. Við tök-
um þá ekki nema þeir séu orðnir
fimmtán til sextán ára, þvi að
bæði getur þetta veriö nokkuð
erfið vinna á köflum, og svo þarf
varúöar við. En þessir strákar
geta verið anzi liðtækir, einkum
ef það eru hóflega margir meö
vönum mönnum.
Stúlkur höfum við ekki tekið i
þessa vinnu, sagöi Asgeir að lok-
um. Ætli það væri heppilegt að
hafa bæði kynin saman við svona
vinnu.?