Tíminn - 06.06.1973, Page 12

Tíminn - 06.06.1973, Page 12
12 TÍMINN Miövikudagur 6. júni 1973. — Lea? Kristin lá hreyfingar- laus i fangi hans, og hann gat einfaldlega fundiö hvernig ljós sannleikans rann upp fyrir henni. — Jú, hún gerði það, hvislaöi hún.— Hún sagöi ekkert beinlinis, en hún fékk mig til að finnast, að ég yrði að gera eitthvað fyrir hana, og mætti einu gilda hve hryllilegt það væri, aðeins ef þvi yröi beint gegn Sheridu. Sherida hefur alltaf veriö svo góð við mig. Eg hef veriö að hugsa um hana i allan dag. Ef ég hefði bara hugsaö mig svolitiö um, mundi ég hafa skilið, að hún gefði aldrei gert það, sem Lea ásakaði hana fyrir. Hefur hún gert það? — Nei. Það er svo margt, sem öröugt er aö skilja hjá náunga vorum, en hvaö sem öðru liður er það algjörlega útilokað, að Sherida mundi nokkurn tima gera það, sem Lea ásakar hana fyrir. Það vissi Lea vel. Kristin lá svo hreyfingarlaus i fangi hans, að hann var farinn að haida að liöið hefði yfir hana, en allt i einu fór hún að tala: — Nú finnst mér ég skilja þetta allt. Lea vildi bara sjá, hve langt hún gæti sigað mér. Pabbi, ég vil helzt ekki sjá hana framar. t hinu hrjáða andliti gat hann lesið, að sjálf hefði hún dæmt sig i langtum þyngri refsingu en honum sjálfum hefði nokkurn tima hugkvæmzt að gera. Hin geislandi gyðjumynd Leu, sem hún hafði tilbeðið alla ævi sina, var hrunin af stallinum. Hún hafði trúað á og lifað fyrir þessa mynd, en á einni nóttu breyttist þessi mynd i illgjarnt lygakvendi. — Við sjáum nú til hvað við getum gert, sagði hann. — Hvernig mundi þér lika að heimsækja Meg frænku i Exeter? — Ég get hringt til hennar. — Já, en ég get ekki búið lengi hjá henni. — Nei, þaðer rétt hjá þér, en þú getur þó verið hjá henni stuttan tima. Svo get ég sent þig á Somer- setskólann með haustinu. Þú þekkir sumar stúlkurnar sem þar eru. Ég hef trú á, að þú hafir gagn og gaman af dvöl þar. — Ó það verður svo gaman. Heldurðu. aö ég fái inngöngu i skólann? — Það held .'Ef kemur til styrjaldar, þarft þú auðvitað að gera eitthvert gagn eins og aðrir, og i skólanum færðu undirstöðu. — Ég geri vist ekki mikið gagn eins og er, sagði hún stiliilega. — Pabbi, er Sheridu kunnugt um málavexti? Ég held aö hún viti þetta allt eins og það er. — Það held ég lika. Þú verður sjálf að tala við Sheridu um þetta I þvi efni get ég ekki hjálpað þér. Allt, sem ég get sagt er að Sherida er alveg óvenjulega góö og skilningsrik stúlka, en enginn getur búizt viö þvi, að hún striki allt þaö út, sem skeö hefur. Hann stóð á fætur. — Jæja, ég hringi þá til Meg frænku, þú getur svo farið með morgunlestinni. — Pabbi. Hún rétti fram aðra höndina, en dró hana svo að sér aftur. — Þú talaðir um aö Sherida mundi kannski fyrirgefa mér, en getur þú gert það? Ég held ekki út.... — Það tekur sinn tima, Kristin, svaraði hann. — Þú ert ekkert barn lengur, og þú veizt vel hvað þú hefur gert. Ég get ekki breytt við þig, eins og að þú værir 6 ára, og værir aö skrifta fyrir mér smásyndir. Það, sem þú hefur gert, getur hvorki gleymzt né fyrirgefizt á fáeinum minútum. Ég get aðeins sagt, að ég veit og skil hvernig þetta gat átt sér stað. Góða nótt. Hann stanzaði sem snöggvast utan við hurðina til þess að vita hvort hún færi aö gráta aftur. Ekkert slikt heyröist. Hann gekk hratt eftir ganginum að dyrum Leu, bankaði og gekk inn. Hún lá út af og las i bók, en lagði bókina frá sér þegar hann kom. Hún haföi jafnað sig allvel, að honum fannst. Andlitið hafði sinn venju- lega, friska litarhátt, hið gullna hár strokið aftur frá sterku enninu, og hún brosti til hans vingjarnlega. — Halló, minn kæri, ég vona að þú komir með góð tíðindi. Hvað segir Simon? — Hún er betri, hún er komin úr allri hættu. Hún varpaði öndinni eins og henni létti mikið við þessa frétt. — Það var yndislegt. Þetta var hræðileg nótt, og alveg sérstak- lega fyrir þig, kæri. Ég vona að þetta verði i siðasta sinn, sem við stöndum öll á öndinni af ótta vegna svona lagaðrar óheppni. Hún er alveg ótrúlega kjark- mikil og kaldrifjuð, hugsaði hann, nú lætur hún, sem hún sé skilningsrik og áhyggjufull húsmóðir. Hún sat uppi i rúminu og horfði á hann kærleiksrikum augum, eins og ekkert hefði Iskorizt. — Það vona ég lika af heilum hug. Ég hef kveðju til þin frá Kristinu. Hún vill aldrei sjá þig framar, segir hún. Ahrif þessarar kveðju voru stórfengleg. Hún sat kyrr með opinn munninn, andlitið var með öllu liflaust og augun störðu á hann tóm og skilningslaus. — Kristin skilur nú hvað hún hefur gert, sagöi Mallory. — Hún skilur, að hún hefur með köldu blóði reynt að fyrirfara manneskju meö eitri. Mjólkur- glasið, sem hún færði Sheridu innihélt fimm verónaltöflur, og til viðbótar fékk hún Sheridu til að gleypa eina til. Þú vissir þetta allt fyrir, gerðir þú það ekki? Og nú er Kristinu ljóst, að undir niðri varst það þú, sem fékkst hana til þess að gera þetta, og að þú hefur af ásettu ráði og nákæmri áætlun, notfært þér þann kærleika, sem hún alla stund hefur borið til þln.— Þú hraktir hana til moröstilraunar, og nú loksins hafa augu hennar opnazt. Kristin fer meö lestinni i fyrramáliö til Meg systur minnar og verður hjá henni þangað til hún kemst i Somersetskólann með haustinu. Leu var tregt tungu að hræra, varirnar voru stirðnaðar og til- finningalausar, og andar- drátturinn sem ósýrilátur hiksti. — Kristin er gengin af göflunum...Mallory, þú trúir þó iiklega ekki. — Ég veit vel, að þú skipaðir henni ekki beinlinis að setja þessar fimm töflur i mjólkur- glasið, en þú lézt hana skilja að henni bæri að gera það. Þú taldir henni trú um að Sherida og ég ættum ástafundi rétt fyrir framan augun á þér, er það ekki satt? — Ég hélt.....það léit þannig út...Hún hikstaöi og stamaði, og greip örvæntingarfullt um hálsinn á sér. — Þú hefur að sumu leyti rétt fyrir þér, sagði Mallory — Ég elska Sheridu, og ég leyfi mér að halda, að henni sé ekki alveg sama um mig. En það er nú bara byrjunin og endirinn fyrir okkur. Ég fer i herinn, en hún mun gefa þér? sig fram við herflokk kvenna. Hann tróð vandlega i pipu sina. — Þú færð Bastions fyrir þig sjálfa. SjS Ég fer mina leið, Logan fer og Sx Kristin fer. Þá er bara Jana eftir, nx og hún hefur engu minni ástæðu SS en við hin, til að yfirgefa þig. Ég Kx mun útvega þér duglega SSJ ráðskonu, og að öðru leyti sjá þér farborða á allan hátt. Þú þarft W þess vegna ekki að hafa .neinar w efnislegar áhyggjur, enda þótt styrjöld brjótist út. Góða nótt. 5» Þegar Sherida opnaði augun eftir langan og draumlausan svefn, sá hún Mallory við fótagafl SS rúmsins. Sx — Hjúkrunarkonan leyfði mér aö lita inn til þin. Hvernig liður Sx Þakka fyrir, það gengur vel W með heilsuna að ég held. Hún w teygði sig svo brakaði i rúminu. w Ég fer á fætur á morgun. Ég er svo leið yfir allri þessari fyrirhöfn og umstangi, en.... Hún hætti i miðri setningu, þvi hann horföi svo hvasst framan i hana. — Það er nú þaö, Sherida. Þú áttenga sök á þvi, sem kom fyrir. Kristin er búin að segja frá öllu saman. Hún getur ekki hafa vitað hvað hún gerði, hún var algjör- lega á valdi þess, vilja, sem var sterkari en hennar eigin. En nú er haun laus undan okinu, og skilur fullkomlega það, sem hún hefur gert. Hvað viltu gera við Kristinu? — Gera við Kristfnu? Sherida lokaði augunum. — Það er ekkert viö þetta að gera, Mallory. Ég skil hana svo vel. Vesalings Kristin. Hún þurfti einmitt á taugaáfalli að halda eins og þessu, til þess að gera sér ljóst hvar hún stæði sjálf. Segðu við IIII Hl i i 1417 Lárétt 1) Land.-6) Svif.-7) Stafur,-9) Poka.- 11) Tónn,- 12) Drykkur.- 13) Frysta.- 15) Sjö.- 16) Mann,- 18) Land,- Lóörétt 1) Alfa.- 2) Eldur,- 3) Hasar.- 4) Lærði.- 5) Slæma,- 8) Tini,- 10) Óhreinki,- 14) Ensk. sam- tenging.- 15) Skjól.- 17) öfug röö.- Ráöning á gátu Nr. 1416 Lárétt 1) Oldur,- 6) 111,- 8) Téð.- 9) Lag.- 10) Uni.- 11) Nag,- 12) Nói.- 13) Unn,- 15) Fráir,- Lóörétt 2) Liðugur.- 3) DL.- 4) Ullinni. 5) Stund,- 7) Agnir.- 14) Ná. é ■ 7 X H /3 u TT t>' i /O r te I 1 i HVELL Ég er Obiju, af y Oogaanannkyn^ þættinum.Ég kemj til að hitta Dreka rvrvgm" ^jr -i •*c'' Við jaðar frum skógarins. | ! MIÐVIKUDAGUR 6. júní 7.00 Morgunútvarp 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttirog veðurfregnir. Tilkynningar. 13.00 Við vinnuna: Tónleikar 14.30 Siödegissagan: ,,Páf- inn situr enn I Róm” eftir Jón óskar. Höfundur les (8). 15.00 Miödegistónleikar. 16.00 Fréttir. 16.15 Veðurfregnir. Til- kynningar. 16.25 Popphorniö 17.10 Tónleikar 18.00 Eyjapistiil. Bænarorö. Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Tilkynningar. 19.20 Bein lina. Umsjónar- menn: Árni Gunnarsson og Einar Karl Haraldsson. 20.00 Kvöldvaka a. Ein- söngur Þuriður Pálsdóttir syngur islenzk visnalög. Jórunn Viðar leikur á pianó. b. Þcgar ég var drengur. Þórarinn Helga- son frá Þykkvabæ flytur sjötta og siðasta hluta minninga sinna. c. Ferm- ing fyrir hálfri öld Agúst Vigfússon kennari flytur frásöguþátt. d. Kórsöngur Stúdentakórinn syngur lög eftir Emil Thoroddsen, Hallgrim Helgason og Ingibjörgu Siguröardótt- ur, dr'. Halldrimur Helga- son stjórnar. 20.55 Á aidarafmæii Guö- mundar Finnbogasonar. Lesnir verða kaflar úr verkum hans, valdir og kynntir af dr. Finnboga Guömundssyni. Flytjend- ur: Andrés Björnsson út- varpsstjóri og óskar Halldórsson lektor. 22.00 Fréttir 22.15 Veðurfregnir „Tennur þinar eru eins og hópur af nýklipptum ám’.’Þorgrim- ur Jónsson tannlæknir flytur siðara erindi sitt um tannholdssjúkdóma. 22.40 Nútimatónlist Halldór Haraldsson kynnir. 23.25 Fréttir i stuttu máli. Dagskráriok. 20.00 Fréttir. 20.25 Veður og auglýsingar. 20.30 Mannslikaminn 7. þáttur. Sjón og heyrn. Þýðandi og þulur Jón O. Edwald. 20.45 Þotufóikiö. Þýöandi Jón Thor Haraldsson 21.15 Nýjasta tækni og visindi Hestar sýktir meö infiúensu. Vistfræöi eyöi- merkur greind meö tölvu. Heila- og mænusigg (multi- ple sclerosis) Tæknibrögö i kvikmyndagerö. Hjartaaö- geröir i Arizona. Umsjónar- maður örnólfur Thorlacius. 21.40 Hæliö Leikrit eftir Ninu Björk Árnadóttur, endur- sýnt vegna mikilla út- sendingartruflana við frum- sýningu 21. mai sl. Leik- stjóri Helgi Skúlason. Leikendur: Þorsteinn Gunnarsson, Valgerður Dan, Hjalti Rögnvaldsson, Ragnheiður K. Steinþórs- dóttir, Borgar Garöarsson, Þórhallur Sigurðsson, Sigurður Karlsson, Guðmundur Magnússon, Sveinbjörn Matthiasson, Valdemar Helgason, Bryn- dis Pétursdóttir, Gisli Hall- dórsson, Karl Guð- mundsson, Guðmundur Pálsson, Skúli Helgason o.fl. Tónlist Karl Sig- hvatsson. Kvikmyndun Haraldur Friöriksson. Hljóðupptaka Oddur Gústafsson og Sigfús Guð- mundsson. Lýsing Haukur Hergeirsson. Leikmynd Jón Þórisson. Stjórn upptöku Tage Ammendrup. 22.40 Dagskrárlok.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.