Tíminn - 06.06.1973, Síða 16

Tíminn - 06.06.1973, Síða 16
Miövikudagur 6. júni 1973. Auglýsingasími Tímans er mi: MERKIÐ, SEM GLEDUR HHtumst í haupfélaginu ’GOÐI L -A fyrirgóúan mat $ KJÖTIDNADARSTÖD SAMBANDSINS FISCHER TEFLIR ALDREI FRAAAAR, segja þeir, sem gerst þekkja til HEIMSMEISTARINN I skák, Róbert Fischer, tefiir ef til vill aldrei framar. Sá er aö minnsta kosti grunur vina hans. Hann hefur einangraö sig sföan hann vann Bóris Spasskl i Reykjavik f fyrra- sumar, og einskis virt, þótt honum hafi veriö boöin ein milljón dala, auk fjögur hundruö þúsund dala handa andstæöingi hans, fyrir skák- keppni svonefndra Hiltonsam- taka i Las Vegas. Keppi- nauturinn mátti vera Spasski eöa hver annar, sem Fischer kaus sér. Hafi hann ekki bein- linis hafnaö þessu boöi, hefur hann iátiö eins og hann viti ekki um þaö. Eftir heimkomuna frá Is- landi brá Fischer aðeins fyrir i sjónvarpi vestra, en siöan hef- ur hann til skamms tima hald- ið sig i ibúð sinni i Pasadena i Kaliforniu, þar sem eru höfuð- stöövar trúflokks þess, sem hann aðhyllist. Hann lætur helzt ekki sjá sig á almanna- færi, og hann vill ekki ræða við nokkurn mann frá fjölmiölum. Nú sem stendur er hann i Den- ver með manni, sem nákom- inn er trúflokknum. Fischer hefur látiö i veðri vaka, að hann kynni að vera tilleiðanlegur til þess að tefla fyrir tiu milljónir dala", uni einn milljarð islenzkra króna. Vinur hans einn hefur látið þau orö falla, aö þessa kröfu beri ekki að túlka sem taumlausa fégræögi, heldur sé Fischer vitandi vits að spenna bogann svo hátt, aö enginn treysti sér til þess að uppfylla óskir hans. „Þegar hann kom frá tslandi i fyrra”, segir þessi kunningi hans, „stóðu honum óskaplegar fjárhæðir til boða. Menn stóðu með pennann i hendinni, og hann þurfti ekki annaö en skrifa nafnið sitt. En hann gerði það ekki”. A tslandi áskotnaðist Fisch- er tiu sinnum meira en nokkur maður hefur áöur hlotið fyrir Framhald á bls. 15. VÆNDISKONUR I WATERGATEMÁLINU NTB-Washington — Endurkjörs- nefnd Nixons kom á fót hring simavændiskvenna tit aö útvega sér leynilcgar upplýsingar frá MARGT A FOÐR- UM í SJÓBÚRI FIMM þúsund laxaseiöi hafa ver- iö á fóörum I flotkvi i Ilvalfiröi nú um eins árs skeiö. Er þetta til- raun, sem Ingimar Jóhannsson fiskifræöingur hefur séö um og beindist meöai annars aö þvi aö sjá, hvaöa þroska lax, sem fóöraöur er i siikum flotkvium, getur náö. Ingimar skýrir suttlega frá árangrinum i Arbók félags áhugamanna um fiskrækt. Flot- kviin eða flotbúriö, sem seiðin voru látin i er viö Hvammsey i Kjós. Hafa þau vcið alin á þurr- fóðri, sem Jónas Bjarnason efna- fræöingur hefur búið til I rann- sóknarstofnun fiskiðnaðarins. Afföll hafa oröið litil, segir Ingi- mar, og eftir sjö mánaða eldi voru stærstu fiskarnir orðnir 400- 500 grömm, en meöalþyngd var 350 grömm. Upphaflega voru seiðin aðeins 25 grömm að þyngd. Að vetrinum var vöxtur að sjálfsögðu hægur, þar sem sjór- inn var kaldur, en þá nærist fiskurinn litið. Gert er ráð fyrir að fara að fóðra fiskinn á loðnu, þegar meðalþyngd er orðin 700-800 grömm, en ef allt verður meö felldu á laxinn i flotkviunum að hafa náð nokkurra punda þyngd næsta haust. Bandaríkjamenn harðir d fiskveiðiráðstefnu: Takmarka verður veiðar við austurströnd USA Hóta að segja sig úr NA-Atlanzhafsnefndinni, að öðrum kosti N T B- Wash i ngton — Bandarikin hótuðu í gær að segja sig úr Norðaustur-At- lantshafsnefndinni/ ef ekki næst samkomulag um tak- mörkun fiskveiða við austurströnd Bandaríkj- anna. Viðskiptamálaráð- herra Bandarik janna sagði, að bandarísku full- trúarnir myndu taka málið upp á fundi nefndarinnar, sem hófst í Kaupmanna- höfn í gær. Hann sagði í gær, að fiskistofnar á þess- um slóðum væru í alvar- legri hættu vegna ofveiði og bæri brýna nauðsyn til að veiðar erlendra skipa yrðu þegar í stað tak- markaðar. Aðrir aðilar fiskveiði- nefndarinnar eru island, Noregur, Kanada, Bret- land, Búlgaría, Danmörk, V-Þýzkaland, Frakkland, italía, Japan, Pólland, Portúgal, Rúmenía, Sovét- ríkin og Spánn. Samgönguáætlun Norðurlands 1973: Nýir flugvellir á Sauðárkróki og Blönduósi SB-Reykjavik — t samgönguáætl- un Noröurlands, sem komin er á lokastig, cr gcrt ráö fyrir 24 milljóna króna framlagi til flug- mála á framkvæmdaáætlun rikis- ins. Megináherzla er lögð á gcrð nýrra flugbrauta á Sauðárkróki og Blönduósi og öryggisbúnað á smærri flugvöllum. Þá verða gerðar endurbætur á flugbraut- um á Ólafsfirði og Þórshöfn. Er gert ráð fyrir að nýja flug- brautin á Sauðárkróki kosti rúm- ar 14 milljónir króna, en sú á Blönduósi hálfa þriðju milljón. Núverandi flugbraut á Sauðár- króki er ekki talin hentug til frambúðar, vegna skipulags kaupstaðarins og einnig vegna nálægðar við Tindastól. Gert er ráð fyrir að framkvæmdum við hina nýju flugbraut, þannig að hún verði nothæf ekki siðar en á næsta ári. Ný flugbraut á Blönduósi leysir af hólmi eldri braut, sem snýr rangt við vindátt og er óheppilega staösett aö ýmsu öðru leyti. All- veruleg umferð hefur verið um Blönduósflugvöll, en hann er á Akri, um 12 km. frá Blönduósi. Nýja flugbrautin verður á Hjalta- bakkamelum. Aætluð lengd henn- ar er 800 metrar með möguleik- um til lengingar i 1200 metra sið- ar meir. t áætluninni er gert ráð fyrir endurbótum á flugbrautinni við Þórshöfn og föstum flugbrautar- ljósum á Húsavikurflugvöll. Einnig er áætlað að segja færan- leg ljós á nokkra aðra flugvelli norðanlands. Þar sem komiö hefur i ljós, að framkvæmdir við flugvöllinn i Ölafsfirði verða kostnaöarsam- ari, en reiknað hafði verið með, verður verkið aðeins undirbúið i ár, en mun hafa algjöran forgang á áætlun næsta árs. TUPOLEV-SLYSIÐ VAR OKKAR VERK — segja samtök um frelsun Rudolfs Hess NTB-Paris — Samtök, sem kalla sig „Framkvæmdanefnd frelsun- ar Rudolf Hess" skýröu frá þvi i gær, að þaö væru þau, sem orsak- að heföu flugslysiö viö Paris á sunnudaginn, þegar hljóöfrá Tupolev-þota hrapaði á flugsýn- ingu og fjórtán manns fórust. t vélrituðu bréfi, :tilí frétta- stofu Reuters i Paris, sagði, að félagar úr samtökunum hefðu skemmt vélina, þar sem hún stóð á jörðu niðri á svæði flugsýn- ingarinnar i Paris i fyrri viku. Þegar Reuters skýrði sovézka sendiráðinu frá bréfinu i gær, 'sagði talsmaöur, að þetta væri i fyrsta sinn, sem heyrzt hefði um nokkuð slikt. Hann vildi þó ekki segja neitt um, hvort þetta væri bragð samtakanna til að vekja at- hygli á málstaö sinum, sem er frelsun Hess úr Spandau-fangels- inu, en hann var staðgengill Hitlers. t bréfinu, sem var óundirritað að öðru leyti en með nafni sam- takanna, sagöi að þau hefðu skemmt Tupolevflugvélina vegna þess aö Sovétrikin hafa alla tið verið andvig þvi aö Hess yröi lát- inn laus. Hann var dæmdur við Nurnberg-réttarhöldin eftir strið- ið og hefur verið fangi siðan, sá eini f hinu stóra fangelsi. Franska lögreglan og sovézkir sérfræðingar héldu i gær áfram rannsókn slyssins, en enn er allt á huldu með hvaða hætti það varö. Flugritahlutar hafa fundizt, en á þeim er ekkert að græða. Segul- band það, sem leyst gæti gátuna, finnst hins vegar ekki ennþá. tbúar Goussainville, þar sem flugvélin hrapaði, hafa mótmælt þvi, að framar verði haldnar flug- sýningar yfir byggðum svæðum við Le Bourget-flugvöll, en sam- göngumálaráðherrann svaraði þvi til, að áætluð flugsýning 1975 yrði samt haldin. demókrötum á landsþingi demó- krata i Miami á Fiórida i fyrra, segir hinn kunni blaðamaöur Jack Anderson i Washington Post i gær. Ekki hefur þó rannsóknanefnd komizt að þvi, í hve miklum mæli stúlkurnar voru notaðar i þessum tilgangi. Rannsóknarnefnd Watergatemálsins, hóf i gær yfir- heyrslur að nýju eftir 10 daga hlé. Einn þeirra sjö manna, sem dæmdir hafa veriö fyrir innbrotið i Watergate-bygginguna, Gordon Liddy, lagði áætlunina um vændiskvennahringinn fyrir John Mitchell, fyrrum dómsmálaráð- herra, sem var formaður endur- kjörsnefndarinnar.. Mitchell og John Dean, ráðunautur Nixons, voru á móti þessu, en samt sem áður komst það i framkvæmd, að sögn Andersons. Pompidou heldur kyrru fyrir NTB-París — Pompidou Frakklandsforseti hefur hætt við að taka þátt i öllum opin- berum athöfnum fyrst um sinn, öðrum en þeim, sem fram fara i Elyseehöll. Þetta er haft eftir áreiðanlegum heimildum i Paris. A næstu vikum eru áætlað- ar fjórar opinberar athafnir, sem forsetinn ætlar ekki að vera við. Hann mun þó fara i heimsókn sina til Bonn 21. og 22. þm. Sem kunnugt er hafa undanfarið verið uppi sögu- sagnir um að Pompidou gangi siður en svo heill til skógar, og meira að segja, að hann sé alvarlega sjúkur. Um þetta hafa þó engar opinberar tilkynningar verið út gefnar. Agnar Ingólfsson. Prófessor í vistfræði Forseti tslands hefur að tillögu menntamálaráöherra skipað dr. Agnar Ingólfsson, dósent, pró- fessor i vistfræði i verkfræði- og raunvisindadeild Háskóla tslands frá 15. maf 1973 að telja.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.