Tíminn - 14.07.1973, Side 5
Laugardagur 14. júli 1973.
TÍMINN
5
Trén notuð í
baróttunni gegn
mengun
Nú er svo komið, að Þjóðverjar
hafa byrjað á þvi að planta
skipulega trjám i stórborgum
sinum i þeim tilgangi einum, að
nota.'þau i baráttunni gegn
mengun andrúmsloftsins. 1
Olympiuborginni Munchen er
ráðgert að planta að minnsta
kosti eitt þúsund trjám árlega i
þessum tilgangi, og i stað hvers
einasta trés, sem af einhverjum
ástæðum þarf að fella, hefur
verið fyrirskipað, að plantað
verði tveimur nýjum. Hafa sér-
fræðingar reiknað út,að eitt full-
vaxið tré, eins og þau, sem sjást
meðfram breiðgötum stórborg-
anna erlendis, geti með starf-
serni sinni unnið nægilegt súr-
efni fyrir þrjár manneskjur dag
hvern. Þá hefur iðnaðar- og
verzlunarráðið þýzka hvatt öll
fyrirtæki i landinu, að gera sem
mest af þvi að gróðursetja tré
og annan gróður umhverfis
verksmiðjur og önnur iðnfyrir-
tæki til þess að sporna þannig
við mengun að eins miklu leyti
og hægt er. Annars er mengun
viða svo mikil,að tré þola hana
ekki og veslast jafnvel upp og
deyja. t Ungverjalandi hefur
mönnum þó tekizt að finna af-
brigði t.d. af akasium, sem þola
bensinstybbu frá bifreiðum bet-
ur en venjuleg akasiuafbrigði,
og er stöðugt unniö að þvi að
gera trjágróður þar þolnari og
sterkari, svo hann geti staðizt
árásir mengunarinnar.
&
Of eða van
Það má með sanni segja, að það
er bæði hægt að vanrækja og of-
rækja likama sinn. Flestum
okkar hættir liklega lil að gera
það fyrrnefnda. Hér á myndun-
um eru þó herrar, sem aldrei
mundu samþykkja, að þeir
hefðu vanrækt likamann. Hann
virðist vera þrautþjálfaður, en
þó er það svo, að mörgum þykir
þeir hafa þjállað sig einum um
of kappsamlega. En til þess að
sýna ykkur sitt lilið af hverju,
birtum við hér mynd af ungri
iþróttakonu, sem viröist hafa
ratað meðalveginn, svo likami
hennar er ekki eitt vöðvabúnt,
heldur léttur og fjaðurmagnað-
%
ur og fallega lagaður. A annarri
myndinni sjáið þið svo þokkadis
á milli tveggja karla, og að lok-
um er það þriðja myndin. Hún
er af (lergio Oliva, sem kallaður
er Cuba. Hann mun hafa náð
langt á þeirri braut að gera lik-
ama sinn að sýningargrip, sem
sennilega einhverjir vilja sjá —
og þó?
mann Michaelis fékk hugmynd-
ina i þurrkunum 1968. Þá las
hann, að búpeningi i Bandarikj-
unum væri gefin viðarkvoða.
Dagblaðapappirinn er búinn til
úr trjákvoðu, sagði Hermann,
svo hann fór aö gefa henni
Búkollu sinni og systrum henn-
ar dagblöðin. Kúnum féll þessi
nýbreytni mætavel. Þegar
þurrkarnir hættu sá hann ekki
ástæðu til þess að hætta að gefa
kúnum blöðin, og i meðfylgjandi
myndatexta segir, að kúnum
þyki Lundúnablöðin bezt, og þau
fá þær i sunnudagsmatinn, og á
stórhátiðum.
*
Að melta fréttirnar
Það er stundum talað um, að
þessi eða hinn eigi erfitt með að
melta fréttirnar. Það má með
sanni segja, að fréttirnar, sem
er hér verið að tyggja verða
sennilega seinmeltar þeim, sem
tyggja þær og jóðla upp i sig.
Myndirnar eru teknar á búgarði
við Rustenburg i Suður-Afriku,
en þar er kúnum daglega færður
góður skammtur af nýjustu
fréttablöðunum. Bóndinn Her-