Tíminn - 14.07.1973, Síða 9
Laugardagur 14. júli 1973.
TÍMINN
1.1. ..Hi.. 111111 i 1"1M i .1
1111
Sjávarþorp og útgerðar-
bæir á íslandi hafa sinn
sérstaka svip — og þau
andlit, sem þú minnist,
eru yfirleitt tengd fram-
leiðslunni og sjávarafla.
Rithöfundar eru þar
ekki margir, en þó má
finna þá einnig þar.
Suður i Keflavik hitt-
um við einn að máli,
sem vissulega hefur sett
svip sinn á bæinn, en það
er Hilmar Jónsson,
bókavörður.
Hilmar er þó ekki fæddur Kefl-
víkingur, heldur er hann Aust-
firðingur, fæddur í Jökulsárhlíð,
einu sterkasta vigi Eysteins Jóns-
sonar, eins og hann orðar það, en
árið 1946 fluttu foreldrar hans til
Keflavikur, þar sem móðurafi
hans, Guðlaugur Eyjólfsson,
skipa — og siðar húsasmiður
hafði þá búið all lengi.
Hilmar gekk i menntaskóla i
Reykjavik, en missti heilsuna i 6.
bekk. Fékk slæma hjartabólgu
upp úr hettusótt og var veikur
lengi, en frá þessu segir i siðustu
bók hans „Kannske verður þú” og
ennfremur frá þvi, þegar hann fór
að hjarna við i skógrækt hjá Sig-
urði Blöndal og i „akademiu”
frænda hans, Runólfs Pétursson-
ar, sem óneitanlega kemur oft við
sögu i skrifum Hilmars.
Úr skógræktinni fór Hilmar til
Parisar, til að sjá sig um i
heiminum og þar var hann einn
vetur. Þaðan lá leiðin i bóka-
vörzlu, fyrst i Reykjavik og siðar
i Keflavik.
Hilmar gaf út sina fyrstu bók
árið 1955, en það voru ritgerðir,
sem hétu „Nýjar hugvekjur fyrir
kristna menn og kommúnista”,
en um þær sagði Morgunblaðið
m.a„ að höfundurinn væri montn-
ari en Þórbergur.
Siðan hafa komið frá hendi
hans fjórar bækur. Ein stutt
skáldsaga, Foringjar falla,
endurminningar og ritgerðir.
Skrifar
á nóttunni
i stuttu samtali við blaðið,
sagði Hilmar frá högum sinum á
þessa leið:
Vinnutimi minn er breytilegur.
Oft er ég á bókasafninu á kvöldin
til klukkan 10. Þegar ég kem
heim, þá sezt ég gjarnan við sjón-
varpið, eða spila jatsi við konuna,
llilmar Jónsson, ásamt fjölskyldu sinni. Talið frá vinstri eru: Klísabet Jensdóttir, (iuðlaug Jóna, Jens
Jón Rúnar og Hilmar.
Hilmar Jónsson
skrifar á nóttunni
eftir að hafa spilað
jatsi við konuna
unz klukkan er tólf, en þá sezt ég
niöur og skrifa i tvo klukkutima,
eða svo. Þetta hentar mér ein-
hvernveginn vel. í Keflavik er
vakað yfir öllum mikilsverðum
hlutum, vakað yfir konum og
vakað yfir fiski og þvi skyldi
maður ekki vaka fyrir ritstörfum
lika? Mér finnst það, að sameina
borgarlegt starf ritmennskunni
að sjálfsögðu ekki það erfiðasta,
heldur hin skipulagða barátta til
aö koma þeim rithöfundum á kné,
sem óháðir vilja teljast og eru
þjóðfélagslega sinnaðir. Ég hefi
ætið verið herskár i skrifum. Hefi
skrifað af fullri einurð um
kommúnista t.d, og ég tel mig
hafa goldið þess i rikum mæli.
Neikvæð áhrif fjölmiðla
á bókmenntir og listir
Klikuskapurinn er allt að drepa
á Islandi. Hér gilda engar siða-
reglur, heldur er aðeins spurt um
það, i hvaða kliku þú sért. Ef þú
ert i réttri kliku þá stendur ekki á
vegtyllum, styrkjum og svo
framvegis. Einn ágætur höfundur
orðaði það svo, að hann hefði
haldið, að aðalatriðið til þess að
komast i tölu rithöfunda væri að
skrifa góðar bækur, en sér til
skelfingar hefði hann komizt að
þvi, að það væri beinlinishættúlegt
fyrir rithöfund að skrifa vel, þvi
þá fengi hann alla upp á móti sér.
Aðalatriðið væri að koma sér upp
kliku og berjast til áhrifa. Næsta
bók min mun fjalla um þessa
grátbroslegu baráttu. Eitt þekkt-
asta skáld okkar skrifaði ekki alls
fyrir löngu lærða grein um kjötát
Islendinga og taldi, að þess vegna
kæmumst við ekki á blað i bók-
menntakeppni Norðurlandaráðs.
Svo virðist, sem þau hrossakaup,
sem hér gilda i listum og bók-
menntum, séu ekki iðkuð I eins
rikum mæli meðal frændþjóða
okkar og þvi skila sér betri verk
þar tii keppninnar, en frá okkur,
þar sem klikurnar ráða öllu.
Þá hlýtur að vera hæpin sú
stefna, að hafa ávallt sömu
mennina — ár eftir ár — til að
skrifa bókmenntagagnrýni, enda
þótt þeir hafi gerzt sekir um gróf-
ar, persónulegar ofsóknir á hend-
ur einstökum listamönnum.
Skoðanafrelsi er ekki á öllum
dagblöðunum, þegar listir eru
annars vegar. Ég get nefnt sem
dæmi, að laugardaginn 12. mai
siðastliðinn var ég viðstaddur
frumsýningu á leikriti Jökuls
Jakobssonar norður á Akureyri.
Þessi sýning hefur vakið blaða-
skrif, vegna framkomu nokkurra
leiklistargagnrýnenda úr
Reykjavik, er þar voru staddir og
hefur komið fram gremja út i þá,
— nema Halldór Þorsteinsson.
Þar eð ég hafði ekkert sérstakt að
gera eftir sýningu, þá hripaði ég
nokkrar linur um sýninguna og
var farið viðurkenningarorðum
um sýninguna, um leikritið og
leikendur, og þá sér i lagi Sögu
Jónsdóttur og Þórhöllu Þorsteins-
dóttur og þann er lék atómskáld-
ið. Grein þessa sendi ég Alþýðu-
blaðinu til birtingar, en gagnrýn-
andi hafði ekki verið sendur
norður. Ég hafði haft viðskipti við
Alþýðublaðið i áraraðir, en nú
sagði blaðið nei takk. Sigurður A.
Magnússon skrifar um leikhús
hjá okkur.
Ný bók i smiðum. —
Bókasafnslögin
— Er ný bók i smiðum?
— já, vonandi kem ég henni á
markað i haust. Þetta er að
meginmáli minn gluggi á Suður-
nesjum. Hún á að heita fólk án
fata og verður bezta og mesta
„skandal”bók þessa áratugs, en
ég veit ekki hvort ég á að fara
nánar út i þá sálma hér að þessu
sinni. Við skulum heldur tala um
bókasöfnin.
Fyrrverandi menntamálaráð-
herra, Gylfi Þ. Gislason skipaði
nefnd rétt fyrir kosningarnar
1971, til að endurskoða lög um al-
menningsbókasöfn. Þessari nefnd
var lika falið að kanna kröfu rit-
höfunda um tiltekin kaup is-
lenzkra bóka til bókasafna. 1
þessari nefnd voru Stefán Július-
son, Eirikur Hreinn Finnbogason,
Matthias Jóhannessen, örn
Marinósson og ég. Við unnum
verk okkar mjög vel að minum
dómi, þótt formaður bókavarða-
félagsins segi annað og hafi kom-
ið þeirri ófrumlegu skoðun á
framfæri i erlendu blaði, sjálfsagt
i þeim tilgangi að tefja fyrir mál-
inu. Núverandi menntamálaráð-
herra, Magnús Torfi Ólafsson,
sem er athugull og greindur mað-
ur i bezta lagi, lofaði i vetur að
flytja málið á alþingi. Siðan höf-
um við ekki heyrt hósta, né stunu.
Er þetta mjög bagalegt, eink-
um fyrir sveitabókasöfnin, sem
eru að geispa goiunni vegna fjár-
skorts. 011 vonum við, sem i al-
menningsbókasöfnum störfum,
að I vetur verði frumvarpið lagt
fram á alþingi og samþykkt.
—JG
llátún 27, heimili þeirra liilmars og Elfsabetar i Keflavik.
Tíminn
ræðir við Hilmar Jónsson
og bókavörð í Keflavík
rithöfund