Tíminn - 14.07.1973, Qupperneq 11

Tíminn - 14.07.1973, Qupperneq 11
Laugardagur 14. júli 1973. TÍMINN 11 Iteyftarvatn 1970: Vciði i Reyðarvatni getur oft verið ágæt eins og sést á þessari mynd. Særsta bleik ja. sem vegin hefur verið úr vatninu var 1« pun<l, en algengasta þyngd er þó 2 til 3 pund, þó veiðast alltaf nokkrar 7-S punda á hverju suinri. Við höfum áður rætt um ásókn erlendra laxveiðimanna i árnar okkar. Við höfum nákvæmlega sömu möguleika, og raunar miklu meiri, á að fá mjög mikinn fjölda erlendra stangaveiðimanna i veiðivötnin okkar, ef við getum tryggt þeim vænni fisk, en þeir fá i heimalandinu. Þessir stangaveiðimenn hafa litinn áhuga á laxveiðum. Silungsveiði með réttum tækjum er ekki siður spennandi en lax- veiði og ég hef leyfi til að segja frá, að stangaveiðisamböndin á Norðurlöndum eru reiðubúin til að senda hingað hópa af veiði- mönnum strax á næsta sumri, ef við getum útvegað þeim mögu- leika á að veiða væna fiska, þótt smælki væri innan um, en þess ber að geta,að 1-2 punda fiskur er vænn fiskur i þeirra augum, hvað þá stærri. Eigendur veiðivatna verða þeg- ar i stað að taka á þessum mál- um, ef þessi verðmæti þeirra eiga ekki að fara forgörðum og yfir- völd verða að veita veiðimál- stofnuninni nægilegt fé, til þess að geta sinnt þessum málum — það fé mun skila sér margfalt á skömmum tima. Móttaka veiðimanna Nú munu einhverjir segja, að við getum ekki tekið á móti veiði- mönnum i vötnin i stórum stil. Þetta er alrangt. 1 fyrsta lagi eru margir skólar.sem ekki eru nýtt- ir á sumrin. t sveitum eru viða stórhýsi, féiagsheimiiin, sem auðvelt er að nota i þessu skyni. Mörg sveitaheiinili eru vel hýst og eiga auðvelt með að taká á móti gestum. Koma má upp með tiltölulega litlum tilkostnaði skýlum við veiðivötnin og einnig mætti leigja góð tjöldog fleiri úr- ræði eru til taks. Ef skriður kæmist á þessi mál, þarf ekki að óttast að aðstaða skapaðist ekki eins og annars staðar. Ég ræddi við ferðaskrifstofu i Danmörku, þá þriðju stærstu i landinu, sem ekki taldi nokkra erfiðleika á að skipuleggja veiði- ferðir til Islands, einmitt fyrir veiðimenn, sem ekki kæra sig um dýr hótel, en vilja gjarnan upplifa frumstætt ævintýri, sem ekki má að sjálfsögðu kosta alltof mikið. Ekki þarf að óttast andúð is- lenzkra veiðimanna, vegna þess að til þess kæmi aldrei, að ekki yrði nóg rúm fyrir þá. Þetta gæti hins vegar orðið til þess að bjarga vötnunum okkar frá eyðileggingu, fyrir utan hinn mikla gjaldeyri, sem þjóðin fengi fyrir veiðileyfi, þjónustu og eðli- lega eyðslu ferðamanna utan hins venjulega veiðitima, sem er veruleg. íslenzku veiðivötnin geta tekið við þúsundum veiðimanna á dag. Sjóstangaveiði Þótt sjóstangaveiði sé hér nefnd á eftir laxveiði og silungs- veiði, er ekki þar með sagt, að möguleikarnir séu minni á þvi sviði en hinum tveim. Sjóstangaveiði hefur rutt sér mjcg til rúms á siðari árum. Bandarikjamenn hafa stundað þessa iþrótt um langt skeið, eink- um i Kyrrahafi, þar sem túnfisk- ur og aðrir stórfiskar hafa verið bráðin. Þessi grein sportveiði hefur svo breiðzt út viða um lönd og eru þá veiddar allar tegundir fiska. Mjög mikið er um það, að fólk reyni við fisk frá ströndum, en venjulega er árangur litill. Bátar, sem eru mannaðir 5-7 mönnum eru vinsælastir og þurfa þeir að vera þokkalega útbúnir með sæmilegum lúkar. Óhætt er að fullyröa, að ekkert land á norðurhveli jarðar hefur aðra eins möguleika á þessu sviði og tsland. Reynslan hefur skorið úr um það, að hér veiðist miklu meira magn en annars staðar. Ég get ekki stillt mig um að nefna sem dæmi, að á siðasta ári var keppni á Bretlandseyjum i sjó- stangaveiði. Tveir bræður i London eru þekktir sem miklir veiðimenn og hafa hlotið nafnið „hinir hræðilegu tviburar”. 1 blaði sjóstangaveiðimanna, Angling Time, var sagt frá keppni, sem þessir bræður unnu og fengu 100 sterlingspunda verð- laun fyrir. Veiðin var fjórir þorskar á mann og vigtin var rúmlega lbs, samtals fyrir hvorn. Var birt mynd i blaðinu af bræðrunum með veiðina. 1 Bretlandi einu er um tvær milljónir félagsbundinna sjó- stangaveiðimanna.. Ekki er of mikið i lagt að telja að veiði hér sé tiföld á við það, sem gerist við Evrópustrendur og auk þess eig- um við beztu lúðumið i heimi á Breiðafirði, einkum vegna þess, að enginn annar fiskur er á þess- um miðum, þegar lúðuveiðitima- bilið stendur yfir. 1 Kattegat og Eystrasalti er svo komið, að fiskur, sem veiðist er stórskemmdur af mengun. Likami þeirra er alsettur kaunum og vantar oft stóra likamshluta. Hér er enn eitt eigamikiö atriði, sem skiptir máli, en það er, að með þvi að vinna markað fyrir slika sportveiði er hægt að lengja ferðamannatimabilið um 1-2 mánuði á háða enda. Væri freistandi að fara fleiri orðum um þetta mál, en ef ekki verður hafiz.t handa um að hag- nýta þessa miklu möguleika, má segja að þeir,er stjórna ferðamál- um á tslandi séu afglapar, sem ekki er viðbjargandi. 1 næstu grein munum við ræða um laxeldi i sjó og um það, hvernig hægt verði að hagnýta betur en gert er þessi miklu náttúruauðæfi. Páll Finnbogason Þessir sjóstanga veiðimenn eru alsælir með feng sinn, ekki siður en lax- veiðimennirnir, eftir góða veiði. Urriðahrygna komin að hrygningu L'rriðahængur i gothúningi. f'j ■ ■ ,^'v r---y Framkvæmir: 1 f Járnsmiði - Rennismíði - Alsmíði Vélaverkstæðið Véltak hf Dugguvogur21 - Sími 86605 - Reykjavík vjí/ vr/ vr/ vr/ vy / v mIIÍ^IwC Auglýsingastofa Tímans er i ** Aðalstræti 7 ® endur Símar 1-95-23 & 26-500 D <SD<Í

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.