Tíminn - 14.07.1973, Side 12

Tíminn - 14.07.1973, Side 12
12 TÍMINN Laugardagur 14. júli 1973. Rætt við Ólaf Jóhannesson, forsætisróðherra, í tilefni af tveggja ára afmæli ríkisstjórnarinnar Korscti islunds héll fyrsta rikisrúðsfund tiinnar nýju rikisstjórnar á Bossastöftuni 14. júii 1971, og var þá þessi mynd tekin. Á henni eru f.v. Ilalldór K. Sigurftsson fjármálaráftherra, llannihal Valdimarsson féjagsmálaráöherra, Einar Ágústsson utanrikisráftherra, Guömundur Benediktsson rikisráftsritari, forseli tslands, dr. Kristján 'Eldjárn, Ólafur Jóhannesson forsætisráftherra, Lúövik Jósefsson sjávarútvegs- málaráftherra, Magnús Kjartansson iftnaftarráöherra og Magnús Torfi Ólafsson menntamálaráöherra (Ljósmynd Pétur Thomsen) SAMSTARFIÐ í RÍKISSTJÓRNINNI HEFUR VERIÐ GOTT Ríkisstjórn ólafs Jó- hannessonar tók formlega viövöldum á ríkisráðsfundi á Bessastöðum 14. júli 1971. I dag er þvi tveggja ára af- mæli ríkisstjórnarinnar. Af því tilefni átti Tíminn við- tal við ólaf Jóhannesson, forsætisráðherra, sem fer hér á eftir: — Hvernig hefur samstarf stjórnarflokkanna gengið þessi 2 ár, sem liðin eru af kjörtimabil- inu? — Samstarfið hefur verið gott. Það er bara imyndun, þegar menn eru að halda þvi fram að þaö sé sundurlyndi innan stjórn- arinnar. Auðvitað eru þeir flokkar, sem að stjórninni standa um margt ólikir og eðlilegt að skoðanir séu skiptar um ýmis mál og mála- miðlun þurfi þvi til að koma i þeim málum, en samvinnan inn- an rikisstjórnarinnar hefur verið góð og jafnvel reynzt betri en ég eiginlega gat búizt við i upphafi. Stjórnarandstaöan hélt þvi mjög fast fram, er stjórnin var mynduð, að hún mundi ekki lifa lengur en til haustsins. Siðan hef- ur stjórnarandstaöan sifellt verið að framlengja væntanlega lif- daga stjórnarinnar og ég sé ekki betur en hún sé nú farin að gera þvi skóna aö rikisstjórnin sitji út kjörtimabilið. Fromkvæmd stjórnarsáttmálans — Og hvernig hefur gengið með framkvæmd stjórnarsáttmálans? — Ég tel að ótrúlega mikið hafi komizt i framkvæmd af þvi sem fyrirheit var gefið um i málefna- samningi stjórnarflokkanna. Málefnasamningurinn var auð- vitað miðaður við heilt kjörtima- bil og þess vegna er eðlilegt að margt sé enn ógert, þegar kjör- timabilið er aðeins hálfnað og von min er sú, að stjórnarsamstarfið haldi áfram út kjörtimabilið svo timi vinnist til að koma fram þeim málum, sem enn hefur ekki verið komið i framkvæmd og ég tel að það yrði mikið tjón, ef stjórnarflokkarnir þyrftu að skilja við landhelgismálið áður en það er komið i heila höfn. En ég hef sem sagt enga ástæðu til að ætla að það sé nein upp- stytta i þessu stjórnarsamstarfi og ég tel, að það sé einlægur vilji til þess hjá öllum stiórnarflokk- unum að halda samstarfinu áfram og koma málum i-fram- kvæmd en mörg málefnin eru þess eðlis að það tekur nokkurn tima að undirbúa þau og koma þeim fram. Gjörbreytt stefna í mikilvægustu málum — En hverjar telur þú að hafi orðið helztu og mikilvægustu breytingarnar i stjórn landsins frá þvi að fyrrverandi rikisstjórn fór frá völdum og þessi tók við? — Ég vil þar fyrst nefna land- helgismálið. Ég tel að þetta skref hefði ekki verið stigið, ef þessi rikisstjórn hefði ekki verið mynd- uð. I kjaramálunum hefur orðið gjörbreyting. Launþegar hafa fengið verulegar launa- og kjara bætur og vinnuíriður hefur verið góður þegar frá eru skilin verkföll farmanna og á togaraflotanum. Astandið i þeim efnum er gjör- ólikt frá þvi i tið viðreisnarstjórn- arinnar. Samningar voru gerðir til lengri tima en áöur og kaup- hækkanirnar komu i áföngum. Uppbygging atvinnulífsins Þá vil ég nefna atvinnumálin. Þar hefur orðið mikil breyting til hins betra. Atvinnuuppbyggingin blasir nú við hvarvetna um land- ið. Það eru alls staðar miklar framkvæmdir og vilji og frum- kvæði fólksins til atvinnuupp- byggingar. Kannski munar mestu um hugarfarsbreytinguna, sem oröið hefur og þá trú á framtiö- ina, sem fólkið nú hefur. Og sjálf- sagt er að viðurkenna aö ytri aö- stæður hafa á margan hátt verið hagstæðar, en aukinn stuðningur og fyrirgreiðsla rikisvaldsins hef- ur haft mikið aö segja og þar höf- um við reynt að beita okkur eftir megni. Atvinna hefur verið yfirdrifin og sums staðar jafnvel verið veruleg þensla á vinnumarkaði og mun meiri eftirspurn eftir vinnuafli en framboðið. Hver vinnufús hönd getur nú fengið verk að vinna. Byggðamálin 1 byggðamálunum hefur verið gert stórt átak, bæði með eflingu Byggðasjóðs, áætlanagerð, sem Framkvæmdastofnunin vinnur að og stórauknum fjárveitingum til ýmissa framkvæmda út um land- ið, en jafnframt unnið að frekari athugunum og aðgerðum á þvi sviði með starfi þeirrar nefndar, sem kosin var á síðasta Alþingi, undir forystu Steingrims Her- mannssonar. Þá er ennfremur i gangi athugun á möguleikum til jöfnunar á flutningskostnaði i landinu og ný hafnalög hafa verið sett með stóraukinni þátttöku rik- isins i gerð hafna. Þá hafa verið gerðar breyting- ar á húsnæöislöggjöfinni þar sem m.a. heimilt er að lána sveitarfé- lögum til byggingar leiguibúða allt að 80% af kostnaðarverði til 33ja ára. Ný lög hafa veriö sett um heil- brigðisþjónustuna i landinu sem er nú eitt mesta hagsmunamál landsbyggöarinnar. Stefnt er að þvi að byggja upp myndarlegar heilsugæzlustöövar um landið allt og verður hlutur rikisins i þvi átaki 80% af kostnaði. Ekki má gleyma þvi að gerðar hafa verið stórkostlegar endur- bætur á tryggingakerfinu og bæt- ur stórhækkaðar og auknar. Vil ég benda á i þvi sambandi, að 34.2% af heildarútgjöldum rikis- sjóðs renna nútil tryggingakerfis- ins. Til skóla og menningarmála renna 18.8%. Til þessara tveggja málaflokka renna þvi nú hvorki meira né minna en 53% af heild- arútgjöldum rikissjóðs. Þá vil ég að lokum nefna utan - rikismálin. Þar hefur orðið greini leg stefnubreyting og nú er rekin sjálfstæðari og óháðari utanrikis- stefna en áður. Má nefna mörg dæmi þvi til sönnunar. Viðureignin við verðbólguna — En ekki hefur allt tekizt jafnvel i störfum stjórnarinnar þessi 2 ár? — Nei, rétt er það. Verðbólgan hefur reynzt erfið viðureignar. Verðbólguþróun hef- ur verið hér meiri en við hefðum viljað. Það hefur heldur alls ekki verið á valdi rikisstjórnarinnar að ráða við vissa þætti sem stuðl- að hafa að verðbólgu hér á landi. Erlendar gengisbreytingar og verðbólga og stórkostlegar verð- hækkanir á heimsmarkaöi á mörgum helztu innflutningsvör- um okkar hafa duniö yfir. Þessar verðhækkanir allar fær enginn mannlegur máttur á tslandi viö ráðið og þær verðum við að taka á okkur nauðugir viljugir. Og mið- að við þessar óviðráðanlegu að- stæður hefur a.m.k. á vissum sviðum tekizt vel að halda verð- hækkunum svo i skefjum sem nokkur kostur var. En veröbólgan er nú eitt mesta áhyggjuefni okk- ar i rikisstjórninni og væntum viö góðrar samvinnu viö öll öfl þjóð- félagsins til að halda henni i lág- marki. Verkefnin framundan — Hver eru svo helztu og stærstu verkefnin framundan? — Landhelgismálið verður aö sjálfsögðu áfram okkar helzta viðfangsefni. En annað aöalvið- fangsefnið veröur að koma efna- hagsmálunum það horf, að upp- bygging atvinnuveganna og um- bætur i félagsmálum geti haldið áfram. Nú stendur fyrir dyrum gerð nýrra kjarasamninga og endurskoðun visitölukerfisins. Þau mál eru að visu i höndum að- ilja vinnumarkaðarins en hjá þvi fer ekki að rikisvaldið blandist þar inn i. Verötrygginging laun verður að halda áfram, en ég tel eðlilegt að óbeinir skattar verði teknir út úr kaupgreiðsluvisitöl- unni. Það skapaði m.a. svigrúm til að gera æskilegar breytingar og lækkanir á beinum sköttum, en til þess er fullur vilji i rikisstjórn- inni. Slikar breytingar er hins vegar ekki unnt að gera meðan visitölumálin eru i núverandi horfi og það er óhjákvæmilegt einnig að gera slika breytingu, ef afla á verulegs fjár til dýrtiðar- ráðstafana, sem eiga m.a. að miða að þvi aö halda framfærslu- kostnaði og visitölunni niðri. Viö vonumst til að aðiljar vinnu- markaðarins hafi á þessu skilning og geti náö um þessi mál sam- komulagi. Afstaða launþega Ég held einnig að það sé al- mennur skilningur og viðurkenn- Framhald á 17. siðu.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.