Tíminn - 14.07.1973, Qupperneq 13

Tíminn - 14.07.1973, Qupperneq 13
Laugardagur 14. júli 1973. TÍMINN 13 Ctgefandi: Framsóknarflokkurinn Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þór- ' arinn Þórarinsson (ábm.), Jón Helgason, Tóraas Karlsson, Auglýsingastjóri: Steingrimur Gislason. Ritstjórnarskrif- stofur i Edduhúsinu við Lindargötu, siinar 18300-18306. Skrif- stofur i Aðalstræti 7, simi 26500 — afgreiðslusimi 12323 — aug- lýsingasfmi 19523. Askriftagjald 300 kr. á mánuði innan lands,, i iausasölu 18 kr. eintakið. Blaðaprent h.f -- - i , Smánardómur Alþjóðadómstóllinn i Haag hefur nú itrekað og framlengt óbreyttan bráðabirgðaúrskurð þann um leiðarvisun fyrir deiluaðila, er hann kvað upp i ágúst i fyrra að kröfu Breta. Sá bráðabirgðaúrskurður átti að gilda i eitt ár, en lýst var ýfir, að hann skyldi siðan endurskoð- aður. í fyrra greiddi aðeins einn dómari, Padilla Nervo frá Mexikó, atkvæði gegn úrskurðinum. í sératkvæði sinu sagði Nervo, að sérstaða málsins gæti ekki réttlætt slikar aðgerðir gegn riki, sem ekki viðurkenndi lög- sögu dómstólsins og taldi, að með úrskurðinum væri fullveldi Islands ekki virt. Að þessu sinni greiddu þrir af dómurum i Alþjóðadómstólnum atkvæði gegn fram- lengingu úrskurðarins frá i fyrra. Það voru þeir Ignatio Pinto frá Dahomey, Gros frá Frakklandi og Petrén frá Sviþjóð. Timanum hefur ekki enn borizt greinargerð og röksemdir þessara dómara. Á vissan hátt má lita svo á, að íslendingar hafi unnið nokkuð á i málinu frá þvi úrskurð- urinn var felldur i fyrra, er aðeins einn dómari greiddi atkvæði gegn úrskurðinum — en nú þrir. Á hinn bóginn má einnig segja, að þessi úrskurður Alþjóðadómstólsins nú sé miklu óraunhæfari og ósanngjarnari en úrskurðurinn i fyrra. Þann úrskurð átti að „endurskoða” að ári liðnu og þá væntanlega i ljósi framvindu mála og nýjustu upplýsinga um ástand fiski- stofna og með hliðsjón af samningatilraunum og tilboðum deiluaðila. Allt þetta hundsar dómstóllinn og úrskurðar, að Bretar megi veiða 170 þúsund tonn og Vestur-Þjóðverjar 119 þúsund tonn, þótt Bretar hafi i samningaviðræðum við íslendinga boðizt til að takmarka veiði sina við 145 þúsund tonn og Vestur-Þjóðverjar við 100 þúsund tonn. Þetta verður að kallast endemis niðurstaða, þar sem ætlunin var að nýi úrskurðinn væri „endurskoðun” á hinum eldri. Með þessu hefur Alþjóðadómstóllinn lýst þvi yfir, að hann láti sig visindalegar rannsóknir og sannanir um ástand fiskistofna engu skipta. Hann hefur með úrskurðinum dæmt sig frá öllum málum i framtiðinni, þar sem i veði verða náttúruauðæfi verndun þeirra eða eyði- legging vegna yfirgangs, heimskulegrar græðgi eða ofbeldis hins sterka gegn hinum smá. Þennan úrskurð kveður Alþjóðadómstóll- inn i Haag upp á ári alþjóðlegrar vakningar i umhverfisvernd og aðgerðum gegn rányrkju. Þennan úrskurð kveður Alþjóðadómstóllinn upp, eins og hann hafi ekki lesið ályktun Alls- herjarþings Sameinuðu þjóðanna, sem sam- þykkt var einróma af þorra aðildarþjóðanna, i desember sl. og kvað afdráttarlaust á um rétt strandrikja til verndunar og nýtingar fiskistofna við strendur sinar. Þenna úrskurð kveður Alþjóðadómstóllinn i Haag upp, þrátt fyrir þá staðreynd að fjöldi rikja hefur með einhliða aðgerðum fært fisk- veiðilögsögu sina út i '50-200 milur siðan dómstóllinn kvað upp hinn fyrri úrskurð sinn, án þess að nokkur hafi beitt ofbeldi eða hefndaraðgerðum gegn þessum rikjum, sem eiga miklu minna undir fiskveiðum en íslend- ingar. Hvaða þjóð vill eiga efnahagslegan tilveru- rétt sinn undir slikum dómi? — TK Jonathan Steel' The Guardian: Bahamaeyjar öðluðust sjálfstæði á þriðjudag Eyjarnar voru fyrst spönsk nýlenda, en hafa lotið Bretum síðan 1647 Royal Victoria Hotel i Nassau, en þaö er hætt starfrækslu. FÖSTUDAGINN sjötta þessa mánaðar sigldi freygát- an Minerva inn á höfnina i New Providence Island, og farþegaskipin og bandarisku skemmtisnekkjurnar viku og komu sér fyrir i hæfilegri fjar- lægð. A skipi hennar hátignar voru sex menn frá brezku hirðinni, þjónn, ritari, tveir leynilögregluþjónar, fulltrúi hersins og Karl prins af Wal- es. Prinsinn var þarna kominn til þess að inna af hendi einfalt og áður kunnugt skylduverk, en ofurlitið sorglegt i eðli sinu, enda þóttstarfsmenn hans játi það ekki. Hann átti að veita samþykki sitt— hið endanlega konunglega leyfi — til þess að lita upp enn einn rauðan blett á heimskortinu. A miðnætti mánudagskvöld var brezki fáninn dreginn nið- ur og gullinn, svartur og vantsblár fáni dreginn að húni i staðinn. Bahama samveldið — 29 eyjar, 661 kóralrif og 2387 sker — losnaði undan veldi Breta og öðlaðist langþráð frelsi og veröskuldaö að flestra dómi. COLUMBUS fann hina sveigðu keðju Bahamaeyja, en þær hafa lotið Bretum siðan 1647 að Félag frjálsra ævin- týramanna var stofnað til þess að leggja þær undir sig og öðl- ast meö þeim hætti eignarhald á skika af paradis Karibbia- hafsins. Siðan þetta gerðist hafa skipstórar á brezkum flutninga- og herskipum á leiö sinni frá Englandi til Kúbu, Jamaica eöa Hondúras eða hafna i Suður-Ameriku tiðast getað lagt að landi á Bahama- eyjum og keypt brezkt brauð, brezkan bjór og brezk kol. Bahamaeyjar liggja afar vel við og mega heita miö- svæöis i flokki 10 þúsund eyja og skerja á Atlantshafi, sunnanverðu Kyrrahafi og allt til Suðurskautsins. Þaðan hef- ir verið veitt vernd á brezkum viðskiptaleiðum. Eyjarnar sjálfar eru ekki sérlega mikils virði, en þær hafa eigi aö siður verndað hagsmuni Bretaveld- is og verið brezkum skipum eins konar viti, likt og Malta á Miðjarðarhafi og Perrim og Socotra á Indlandshafi. ÞEGAR ég kom til eyjanna hitti ég aö máli fáa Breta, sem vildu játa, að þeir hryggöust nokkuð að ráði yfir þvi að sjá á bak enn einum skika af heims- veldinu. Ég hitti landsstjór- ann, Lionel Chapman ofursta, i landsstjórahöllinni efst á hæðinni, sem borgin Nassau stendur á. Hann lét af störfum viö hina konunglegu herdeild frá Sussex til þess aö stjórna ýmsum nýlendum i hitabelt- inu um tveggja áratuga skeið. Hann litur á þetta sem lið i eðlilegri atburðarás. ,,Ég hefi áður séð þetta ger- ast á Trinidad og Jamaica og er satt að segja farinn að venj- ast þessu”, sagði hann. Við gengum eftir nýsleginni gras- flötinni. Skyrtan hans var opin i hálsinn, hann var i ljósum buxum og búningurinn minnti á ofurstabúning án þess að það væri af ásettu ráði gert. „Ég get ekki sagt að þetta hryggi mig. Ég dvel auðvitað hér enn um sinn til þess að leiðbeina þeim, sem viö tekur og kynna honum ýmislegt, sem hann verður að kunna skií á. Hann þarf á leiðsögn'minni að halda fyrst um sinn og mér er ánægja að þvi að vera hér dálitið lengur. En ég hryggist ekki yfir þessu”. HITASVÆKJA var i Austur- hæðarklúbbnum, þegar ég kom þar inn. Loftsnældurnar bærðu blöðin á rósaviðarskrif- borði framkvæmdastjórans. Enginn var við látinn nema svartur þjónn, sem var að fá sér bjór i eldhúsinu. Litið var eftir af bréfsefnum, vindlinga- kassarnir voru tómir og örlitill leki eftir i blekbyttunum. Þeg- ar ég kom út i garðinn var þar enn heitara. Þegar ég hitti fram- kvæmdastjórann sagöi hann, aö ekkert væri viö sjálfstæði eyjanna aö athuga. Hann ef- aðist þó um, að jafn margir brezkir þegnar leggðu leið sina i klúbbinn og áður. ,,Ég geri ráð fyrir, að við verðum að láta okkur lynda Banda- rikjamennina.” Gestabækur klúbbsins liggja i hrúgu á borði i bókaherberginu. Þær bera þess ljós vitni, hve brezk- ir þegnar hafa oft lagt þangað leið sina. Knightsbridge og Brighton voru algeng heimilisföng gesta fyrr á árum. Hin siöari ár veröa heimilisföngin Coral Gables, Long Island og Palm Springs æ algengari. Senni- lega verður hinn glæsilegi, gamli garöur lagður niður til þess að koma fyrir tennisvöll- um og öðrum slikum timanna táknum. EKKI er unnt a gera sér til fulls grein fyrir andrúmsloft- inu á Bahamaeyjum án þess að leggja leið sina i Royal Vic- toria Hotel, sem hætti störfum fyrir þremur árum vegna samkeppni frá Sheraton og Trust House Forte. Þetta er þriggja hæða hús með svölum umhverfis allar hæðirnar, málaö gult og hvitt. Það er i miðri Nassau-borg, en hefir staðiö autt að undanförnu. Þegar ég kom þar inn voru þar nokkrir menn, aldrei þessu vant. Þeir höföu lagt undir sig aöalsalinn og voru að búa til ýmis spjöld til þess að bera i skrúðgöngunni á þriðju- daginn. Gömlu hers- höföingjarnir i römmunum á veggnum horfðu á þetta þung- búnir á svip. Royal Victorian Hotel var byggt árið 1859 til þess að sjá sjúklingunum 500, sem komu árlega til eyjanna til þess að öðlast heilsu og orku á ný, fyr- ir fæði og húsnæði. Það þjón- aði nýlendunni i heila öld, en mestum blóma náði þaö i borgarastyrjöldinni i Banda- rikjunum, en þá höfðu þeir þar aðalbækistöð sina, sem stjórn- uðu hafnbanninu á Suöurlylk- in. Fá hótel stóðu þvi á sporði að frægð þar til leiguflug og aðrir slikir feröahættir komu til sögu. COLONIAL hótelið gamla á Bay Street Shore gat eitt talizt standa jafnfætis Royal Vic- toria Hótel. Alþjóðlega tal- og ritsimafélagið hefir lagt Colonial Hotel undir sig, en Royal Victorian Hotel er autt og yfirgefið, og hin nýja rikis- stjórn nýtir það efalaust sem skrifstofuhúsnæði. Vitakerfið er mikilvægur og lifseigur arfur frá nýlendu- timanum. John Coaker, gam- all ágætismaður, sem áður var til sjós, er forstööumaöur The Imperial Lighthouse Ser- vice. Þetta kerfi hefir náð til vita á Ceylon og Falklandseyj- um og enn rekur þaö vita á smáskeri, sem gengur undir nafninu Sombrero. Kerfið veröur nú afhent Samgöngu- ráðuneyti Bahamaeyja, en vitarnir niu, sem á eyjunum eru, munu halda áfram að lýsa skipum að nóttunni til, en heimamenn einir verða þar að störfum framvegis. COAKER forstöðumaður vitakerfisins verður kyrr um eins árs skeiö eða svo, eins og Chapman landsstjóri. Siðan fer hann sennilega heim til London. „A þriðjudagsmorgun verð- ur aðeins einn viti i vestan- verðu Atlantshafi eftir á veg- um Imperial Service, og það er vitinn á Sombrero”, segir hann. „Eftirlitsmaöur okkar, sem býr á St. Kitts, heldur áfram að sjá um, að sá viti logi. Hit er svo annað mál, að það er hálfleiðinlegt að þurfa að láta af hendi alla vitana okkar jafn lengi og við höfum starfrækt þá”. Karl prins hélt heim á HMS Minervu og nýtt sjálfstætt riki varö til i Karibbiahafinu. Efa- laust er þjóöin talin losna úr hræðilegri ánauð. 200 milum sunnar heldur eftirlitsmaður The Imperial Lighthouse Ser- vice áfram að halda logandi á siðasta brezka vitanum á vestanverðu Atlantshafi, unz ljósið á honum verður einnig slökkt i siðasta sinn.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.