Tíminn - 14.07.1973, Síða 23
Laugardagur 14. júli 1973.
TÍMINN
23
Flokkur ungra stúlkna æfir sig á sviðinu í Laugardalshöllinni. Þær gera allar sijnar æfingar við undirleik pop tónlistar.
Nokkur hluti þátttakenda hlýða á kennara I áhaldaleikfimi. Þar eru karlmenn í miklum meirihluta.
Æfingar með bolta og hringi verða mikið á dagskrá á sýningum flokkanna i Laugardalshöllinni um helgina.
Gjöf frá
BFÖ í
Svíþjóð
LANDSÞING MIIF Bindindis-
félags ökumanna i Svíþjóð, var
haldið i Landskrónu dagana 5.-8.
júli s.l. Stjórn MHF óskaði eftir
þvi við Ilelga Hannesson, forseta
BFö hcr á landi, að hann yrði
gestur þingsins og veitti móttöku
fck er félagsmenn MFHs I Sviþjóð
höfðu safnað handa Vestmanna-
eyingum.
Ansvar, tryggingafélag bind-
indismanna i Sviþjóö, gerði
samdægurs og gosið i
Vestmannaeyjum hófst ráðstaf-
anir til þess, að Abyrgð h/f.,
umboðsfélag þess hér á landi,
veitti þá þegar fjárhagslega hjálp
þeim Vestmannaeyingum, er
voru með tryggingar hjá
félaginu, og varð þannig hvati til
skjótra viðbragða annarra aðila.
Innanrikisráðherra Svia, Eric
Holmqvist, setti landsþing MHF
og fór setningin fram með mikl-
um hátiðleik og glæsibrag.
Við þingsetninguna af henti for-
seti MHF, rikisráðsmaður Henrik
Klackenberg, Helga Hannessyni,
forseta BFÖ, bankaávisun að
upphæð sænskar krónur
100.000.00, en það nemur rúmum
2.100.000.00 ísl. krónum til systur-
félgsins BFö á tslandi i
Vestmannaeyjasöfnunina til
félagslegrar aðstoðar.
Viðstaddur afhendinguna var
Arne Prytz, aðalræðismaður
tslands i Málmey.
Er Helgi Hannesson haföi
móttekið þessa höfðinglegu gjöf,
ávarpaði hann þingið og mælti
m.a.:
„Það var Ansvar, samtök
bindindismanna, sem fyrst allra
rétti bróðurhönd til hjálpar fólki i
Vestmannaeyjum. Og enn hafið
þiö sænskir bindindismenn,
félagar i MHF, sýnt samhug of
fórnfýsi til hugsjónasystkina á Is-
landi, þer er þið i dag hafið beðið
mig að veita móttöku ávisun að
upphæð sv. kr. 100.000.00 til að-
stoðar Vestmannaeyingum.
Þetta er höfðingleg gjöf og
mikilsvirði, en enn meira virði tel
ég hugsjónina, bræðraþelið, vin-
áttuna og skilninginn að baki
gjafarinnar.
Með þessari stórmyndarlegu
söfnun ykkar hafið þið staðfest að
jafnframt þvi að vera hug
sjónastefna, þá er bindindisstarf-
semin aflvaki raunsærra dáða,
sem snerta daglegt lif okkar.
t nafni þjóðar minnar flyt ég
ykkur hjartans þakkir og beztu
óskir um dáðrik störf á sviði bind-
indissamtakanna i Sviþjóð.”
„Writing
on the
Wair'
um Verzlunar
mannahelgina
r
Bjóða Amunda
„Wings" fyrir
ca. 2 miiljónir!
— ÞO manst eftir hljómsveitinni
„Writing On The Wall”, sem
komu hingað um árið, — ég ætla
að láta hana koma fyrst, þ.e. um
Verzlunarmannahelgina. Þetta
sagði Amundi Amundason, er við
fregnuðum hann um brezku
hljómsveitinar, sem hann hugðist
fá hingað til hljómleikahalds i
sumar, þegar þær væru á leið
vestur til Bandarikjanna. Sem
sagt, nýta þær i „stop-
over” ,
— Annars stend ég einmitt i *
samningum við umboðsmenn
ytra um áframhaldið á þessu, og
ætti þetta að liggja ljóst fyri alveg
á næstunni. En „Writing On The
Wall” verður sem sé fyrst
hverjar sem koma siðan á eftir.
En það er búið að bjóða mér
Wings, Chicago og fleiri og fleiri.
En þær eru dýrar.
Hve dýrar? — Ja, Wings mun
taka 10.000.00 pund fyrir eina
hljómleika. — Stp