Tíminn - 17.07.1973, Síða 9

Tíminn - 17.07.1973, Síða 9
Þriðjudagur 17. júli 1973 TÍMINN 9 tJtgefandi: Framsóknarflokkurinn Frainkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þór- arinn Þórarinsson (ábm.), Jón Helgason, Tómas Karlsson, Auglýsingastjóri: Steingrimur Gislason. Ritstjórnarskrif- stofur i Edduhúsinu við Lindargötu, simar 18300-18306. Skrif- stofur i Aðalstræti 7, simi 26500 — afgreiðslusími 12323 — aug- lýsingasimi 19523. Askriftagjald 300 kr. á mánuði innan lands, i lausasölu 18 kr. eintakið. Blaðaprent h.f - Verðbólguvandinn I viðtali við Timann á tveggja ára afmæli rikisstjórnarinnar sagði Ólafur Jóhannesson, forsætisráðherra, að auk landhelgismálsins yrði aðalviðfangsefni rikisstjórnarinnar á næstunni að koma efnahagsmálum þjóðar- innar i það horf, að uppbygging atvinnuveg- anna og umbætur i félagsmálum gætu haldið áfram. Forsætisráðherra minnti á, að fyrir dyrum stæði nú gerð nýrra kjarasamninga og endur- skoðun visitölukerfisins. Þau mál væru að visu i höndum aðilja vinnumarkaðarins, en hjá þvi gæti ekki farið.að rikisvaldið blandaðist þar inn i samningsgerð. Forsætisráðherra lagði áherzlu á, að verð- trygging á laun yrði að halda áfram, en hins vegar væri eðlilegt, að óbeinir skattar yrðu teknir út úr kaupgreiðsluvisitölunni. Yrðu þeir teknir út úr visitölunni myndi skapast m.a. svigrúm til að gera æskilegar breytingar og lækkanir á beinum sköttum einstaklinga. Sagði ráðherrann, að fullur vilji væri til þess innan rikisstjórnarinnar að gera slikar breytingar, en alger forsenda þess, að slikar breytingar yrði unnt að gera, væri að samkomulag yrði um að breyta áhrifum og stöðu óbeinna skatta i visitölukerfinu. Slikt samkomulag væri lika forsenda þess, að unnt væri að afla verulegs fjár til dýrtiðarráðstafana, sem miðuðu vð þvi að halda verðbólgunni i skefjum, halda hækkun framfærslukostnaðar i lágmarki og visitölunni niðri. Forsætisráðherra kvaðst gera sér vonir um, að það væri almennur skilningur og viður- kenning á þvi meðal launþega, að rikisstjórnin hefði reynt af fremsta megni að vernda og bæta kjör launþega á þeim tveimur árum, sem hún hefði setið að völdum. Oft hefði þó blásið stift á móti þessari viðleitni og mætti þar nefna óviðráðanleg verðbólguöfl, svo sem stórfelldar hækkanir á innflutningsvörum á heimsmark- aði til viðbótar við óhagstæðar gengisbreyting- ar erlendis og einnig náttúruhamfarirnar i Vestmannaeyjum, sem yllu þjóðarbúinu miklu tjóni og útgjöldum. Ólafur Jóhannesson sagði, að hann héldfað gengishækkun krónunnar i april hefði sannað launþegum, að rikisstjórnin ætlaði að nota hvert tækifæri sem gæfist til að bæta og vernda kjör fólksins og hamla gegn verðbólgunni, en nú hefði tekizt að vinna upp þá gengislækkun gagnvart Bandarikjadollar, sem varð i desember. Út hafa verið gefin bráðabirgðalög, sem veita svigrúm til að hækka gengi islenzku krónunnar um að 9% gagnvart dollar og sagði forsætisráðherra, að þessi heimild yrði notuð eftir, þvi sem kostur yrði. Taldi ráðherrann, að það hefði verið sögulegur atburður i stjórn efnahagsmála á íslandi þegar gengi krónunnar var hækkað i aprilmánuði, þvi að það hefði þá ekki gerzt i hálfa öld. Þeir kjarasamningar, sem gerðir verða i haust, ráða miklu um þróun efnahagsmála og afkomu þjóðarinnar næstu árin. Verður að vona að aðiljar vinnumarkaðarins liti raunsæjum augum á þær staðreyndir, sem nú blasa við og geri samninga er stuðli að vörn gegn verðbólgu. Forustugrein úr The Economist: Beita Arabar olíunni sem vopni á ísrael? Þeir vilja binda olíusölu til Bandaríkjamanna því skilyrði, að þeir hverfi frá stuðningi við ísrael ARABISKIR olfuseljendur gætu reynt aö nota oliuna til þess að knýja fram stefnu- breytingu i stjórnmálum með þvi að hætta, eða hóta að hætta, að afgreiða oliu til þeirra, sem styddu ísraels- menn, og er þá fyrst og fremst átt við Bandarlkjamenn. En myndi þessi tilraun heppnast? Búið er að brjóta heilann um þetta i 25 ár, en aldrei þó meira en eftir ósigur Araba i júni 1967, þegar Israelsmenn lögðu undis sig vænar spildur af Egyptalandi, Jórdaniu og Sýrlandi. Þegar Arabar bera sundrungu sina og vanmátt saman viðstyrk Israelsmanna verða umráð oliulinda, sem Vesturlandamenn þurfa nauð- synlega á að halda, þeim á- lika mikils virði og kjarnorku sprengja. Helztu arabisku oliuseljendurnir hafa til skamms tima haldið fram, að beiting þessa vopns yrði þeim til ills eins. Þessi skoðun virðist vera að breytast. Breytingin kom mjög skyndilega og frá ólik- legasta stað, eða Saudi Ara- biu. Aðstaða Saudi Arabiu er alveg sérstök, bæði vegna þess, hve mikla oliu er þar að hafa nú og i framtiðinni, og eins vegna tengslanna við Bandarlkjamenn. Arabisk oliusöluriki gætu efalaust gert vestrænum viðskiptarikjum erfitt fyrir án aðstoðar Saudi Arabiu, og mörg þeirra væru sjálfsagt til I tuskið, en án hennar geta þau ekki knúið Bandarikjamenn til að binda aðstoð sina við Israel skilyrðum. SUMIR Arabar vilja ganga enn lengra svo að nærri stapp- ar þeirri kenningu ís- raelsmanna, að Arabar ætli að bjóða vestrænum rikjum að velja milli ísraels og oliunn- ar. Stjórnir nálega engra Arabarikja stefna að afnámi Israelsrikis — sem þær telja að visu æskilegt en ekki fram- kvæmanlegt, en þær vilja, að landamærum ísraels verði aftur breytt i það horf, sem gilti fram i júni 1967 eða þvi sem næst. Þetta telja Arabar ekki aðeins æskilegt heldur einnig framkvæmanlegt, ef Isralesmenn hættu að geta treyst á skilyrðislausan hernaðarefnahags- og stjórn- málastuðning Bandarikja- manna. Arabar vilja fá Bandarikjamenn til að snúa baki við Israel og hugsanlegt er, að þörf Bandarikjamanna fyrir oliu frá Arabarikjunum yrði nægilega mikil til þess að það tækist. Feisal konungur i Saudi Arabiu var eindregið þeirrar skoðunar þar til fyrir fáeinum mánuðum, að oliusala og stjórnmál ættu enga samleið. Arabiskir leiðtogar hafa haldið fjölmarga fundi til þess að ræða stjórnmálanot af oli- unni. Nokkurt samkomulag hefir orðið um hugsanieg not, en heldur ekki meira, þar sem Feisal konungur hefir ekki dregiö dul á þá skoðun sina, að bæði væri árangurslaust og hættulegt að reyna þá aðferð, og aðrir oliuseljendur við Persaflóa hafa látið sér vel lika að samsinna honum, enda hefðu þeir ekki getað náð árangri nema njóta forustu hans. Feisal hélt meira að segja fram þar til um siðast liðin áramót, aö Arabar ættu að haga oliuvinnslu sinni i samræmi við vaxandi þörf Bandarikjamanna. AFSTAÐA Saudi Arabiu breyttist svo allt i einu i aprfl i vor. Þá lýsti Yamani oliu- málaráðherra yfir, að af- greiðsla á oliu tii Banda- rikjamanna ylti á af- stöðu þeirra til deilu Israels og Arabarikjanna. I kjölfarið fylgdu fleiri slikar yfir- lýsingar, og engin þeirra hefði verið gefin án samþykkis Feisals konungs. Egyptar urðu i senn undrandi og himin- lifandi. Forustumenn Israels sýndu I fyrsta sinni nokkurn ugg. Þeir snéru sér þvi til Bandarikjamanna og voru fullvissaðir um, að stuðningi við þá yrði i engu breytt. Sú gæti raunið orðið , einkum ef leiðtogar Saudi Arabiu hafa ofmetið oliuþörf Bandarikjamanna, og breiða svo yir stefnubreytingu sina með nytsamlegum stjórn- málaskilyrðum. Stjórn- málaskilyrði gætu orðið nyt- söm á tvennan hátt. Ádráttur Feisals konungs um stjórn- málaáhrif á oliusöluna gæti bjargað Sadat forseta Egypta- lands og forðað honum frá þvi að lenda i styrjöld að nýju. Þetta gæti einnig orðið Feisal sjálfum að liði i baráttunni við óánægjuöflin i landinu, forðað frá stjórnarbyltingu eða byltingartilraun hershöfð- ingja, og einnig komið i veg fyrir skemmdarverk skæru- liða á oliuvinnslustöðvunum. EKKI ber þó að láta þenna hugsanlega stjórnmálahag útiloka þann möguleika, að Feisal konungur hafi skipt um skoðun um beitingu oliusöl- unnar i þágu sameiginlegs málstaðar Araba. Hinn aldni konungur gæti hafa gert það andspænis uppivöðslu ungra manna eins og Khadafi off- ursta I Libyu. Ef svo er má allt eins við þvi búast, að önnur oliuriki við Persaflóa lúti for- ustu hans, sem efalaust yrði með gát. Arangurinn gæti orðið allmikill ef — eða öllu heldur þegar — annað af tvennu gerist, fjórða styrjöldin skellur á milli Israels og Arabarikjanna eða meirihátt- ar uppreisn verður gerð i Saudi Arabiu, Kuwait og öðrum furstadæmum við Persaflóa. Margir tsra- elsmenn og flestir Arabar eru þeirrar skoðunar, að styrjöld skelli á að nýju. Það þarf ekki að verða siðasta styrjöldin milli þeirra, enda þótt tsraelsmenn miði hernaðarstefnu sina við að þjarma svo að Egyptum i næstu lotu, að þeir gangi að þeim friðarskilmálum, sem Israelsmenn fara fram á. Ef til þess kæmi og Arabarikin stöðvuðu ekki oliusölu til Bandarikjanna ættu þau á hættu að skæruliðar ynnu skemmdarverk á vinnslu- stöðvunum. STOÐVUN oliusölu gæti staðið lengi eftir að friður væri saminn. Afstaða Feisals ræður miklu þar um, svo fremi að hann verði á lifi og búi I Riyadh. Arabar hættu oliusölu til Bandarikjanna, Bretlands og Vestur-Þýzka- lands eftir sex daga striðið. I lok júnimánaðar var Saudi Arabia farin að reyna að rjúfa banniö og haföi lánazt það i ágústlok. Leiðtog- ar Saudi Arabiu héldu fram, með fulltingi Kuwait og Libyu, að sölubannið skaðaði selj- endur en ekki kaupendur. Leiðtogar íraks börðust, ásamt Sýrlendingum og Alsir- mönnum, fyrir algerðu banni i þrjá mánuði og oliusölu til vinaþjóða einungis að þeim tima liðnum, en þeir urðu að láta i minni pokann. Komi til styrjaldar að nýju á næsta áratug sleppa oliu- kaupendur varla jafn vel og þeir gerðu 1967. Þörfin er orðin brýnni en hún þá var, oliusölurikin hafa myndaö gilda sjóði, og þar á ofan óttast Arabar — meira að segja i fjarlægð — að Israel stefni að stækkun, en þessa ótta gætti ekki að ráði árið 1967. Þessi ótti hlýtur að leiða til þess, að Arabarikin, sem ekki taka þátt i styrjöldinni, revna að hafa áhrif á stefnu Banda- rikjamanna og Israelsmanna með þeim ráðum, sem tiltæk eru. VERÐA byltingar? Stjórnir hinna ihaldssömu rikja við Persaflóa virðast standa föstum fótum, en ekki er unnt að útiloka byltingu róttækra i einhverju þeirra. Arangurs- lausar byltingartilraunir hafa verið gerðar i Saudi Arabiu. en sú næsta eða næst-næsta gæti heppnazt. Þess getur varla verið langt að biða. að Feisal konungur falli frá og margur kann að biða með óþreyju átakanna um. hver við taki. Óstaðfestar fregnir segja ókyrrð i flughernum. sem hefir verið þjálfaður erlendis. Kuwait stendur föstum fótum, þó að furðulegt megi teljast, en leiðtogar Iraks fylgjast vel með og eru reiðubúnir að koma á vett- vang, ef óánægðir menn i furstadæminu óska eftir. Ef ráða má af reynslunni þyrfti bylting róttækra i oliu- söluriki ekki að leiða til um- fangsmikils sölubanns. Khadafi offursti hefir kreist eins mikið fé út úr oliu- félögunum og hann getur. og slær eign sinni efalaust á þau með timanum, en hefir ekki enn reynt að beita oliuitökum sinum sem stjórnmálavopni á Bandarikjamenn og Israelsmenn. Satt er að visu. að hann er eini arabiski leið- toginn, sem hefir notfært sér oliuna i hreinum stjórnmála- tilgangi. I desember 1971 þjóð- nýtti hann helming BP i oliu- lindurium i Sarir i hefndarskyni fyrir að Bretar „liöu” Iran að leggja undir sig tvær eyjar i Persaflóa. Hann þjóðnýtti hinn helming lind- anna i júni i sumar. en hann var i eigu bandariska fyrirtækisins Bunker Hunt. Khadafi gaf þá skýringu, aö hann væri að refsa Banda- rikjamönnum. Erfitt er aö svara þeirri spurningu, hvort hann sé reiðubúinn að láta riða fleiri og þyngri högg. MARGIR eru þeirrar skoðunar, bæði Arabar og aör- ir, að Bandarikjamenn biði ekki eftir þvi að komast að raun um. hvort byltingar- stjórnir viðhafi jafn mikla. stjórnmálavarfærni i oliusöl- unni og fyrirrennarar þeirra geröu. Fulbright öldunga- deildarþingmaur lét i ljós ótta sinn um. að Bandarikjamenn „eða staðgenglar þeirra i stjórnmálum” kynnu aö gripa til vopna til þess að vernda oliuhagsmuni sina i löndunum fyrir botni Miðjarðarhafsins. Arabar höfðu löngu áöur velt fyrir sér möguleikanum á Framhald á bls. 19 — TK

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.