Tíminn - 17.07.1973, Side 10

Tíminn - 17.07.1973, Side 10
10 TÍMINN Þriöjudagur 17. júli 1973 Nath Kaul stjórandi þorpsins annast öll börnin af rnikilli óstúft. „Móftir” leikur viö börnin á dagheimilinu. ÞAU LÆRA Á NÝ AÐ HLÆJA \ Yfir hundrað SOS-barnaþorp í 46 löndum Þegar indverski for- sætisráðherrann, Indira Gandhi, heimsótti Greenfíeld þorp í ná- grenni Nýju Delhi, lét hún í Ijósi þá ósk, að i hverju fylki Indlands væri til a.m.k. tvö slík. Greenfield þorp er með fegurri SOS-barna- þorpum í Asíu. Til þessa hafa aðeins verið til tvö barnaþorpá Indlandi, en verið er að byggja fleiri með aðstoð ríkis- stjórnarinnar. Hornsteinninn var lagður að Greenfield þorpi í marz 1967, í júli 1968 fluttu fyrstu börnin þangað, 31 að tölu. Nú eru þar 96 stúlkur og 64 drengir á aldrinum 6 mánaða til 14 ára. Þau búa átta og átta saman ásamt „móður" í 20 fjölskylduhúsum, leika sér í sérstökum leikskóla í þorpinu, hittast í félagsheimilinu, þar sem líka eru verzlanir, tómstundamiðstöð o.sv.frv., og fá umönnun á sjúkradeildinni. Börn sem koma til Greenfield þorps af sjúkrahúsum og munaðarleysingja- heimilum eru yfirleitt jafnvægislaus, þjást af næringarskorti og húð- sjúkdómum. Sú um- hyggja og alúð, sem þeim er sýnd í barna- þorpinu, hjálpar þeim til að komast yfir erfiða fortíð fljótlega. Eftirsvo sem ársfjórðungs veru þar, finnst þeim flestum þau vera heima hjá sér. Nath Kaul „faðir" þorpsins er stoltur yfir árangrinum, sem þar hefur náðst. 1972 höfðu þegar 40 af börnum hans fengið námsstyrk, en auk þess á hvert barn bankareikning til þess að standa straum af kostnaði við starfs- menntun hvers og eins þeirra í framtíðinni. Þjóðverjar styrktu byggingu þorpsins. (þýtt og endursagt SJ) ótti og neyö eru gleymd, I SOS-barnaþorpinu læra börnin á nýjan leik að vera kát

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.