Tíminn - 17.07.1973, Qupperneq 14
14
TÍMINN
Þriðjudagur 17. júli 1973
Hans Fallada:
Hvaðnú,ungi maður?
Þýðing Magnúsar Ásgeirssonar
Ég bið yður um að fyrirgefa mér,
Bergmann, og ég bið yður að taka
mig aftur?
,,Biðið nú augnablik við, góður-
inn minn”, gripur Bergmann
kaupmaður fram i fyrir honum.
,,Talið nú ekki af yður, Pinne-
berg”, segir hann. „Það sem þér
sögðuð áðan, læt ég sem ég hafi
ekki heyrt. Þér þurfið ekki að
biðja mig um fyrirgefningu, þvi
ég tek yður ekki aftur fyrir þvi.
Nei, segið ekki neitt meira! Verið
ekki að ganga á eftir mér. Þér
skammist yður bara fyrir það á
eftir, að hafa verið að nauða i mér
til einskis. Ég tek yður ekki aft-
ur.”
„En — Bergmann — einu sinni
sögðuð þér, að þér ætluðuð aö láta
mig ganga atvinnulausan i mán-
uð, áður en þér tækjuð mig aftur.
— Nú er ég giftur og við eigum
von á barni, og Kleinholz er búinn
að segja mér upp stöðunni. Takið
mig aftur, — þér vitið vel, að ég
vinn fyrir minu kaupi.”
„Ég veit það vel, ég veit það.
Mér þykir fyrir þvi, sem ég sagði
við yður þá, en mér sárnaði að
svona almennilegur og efnilegur
piltur eins og þér, skyldi fara að
binda trúss við fylliraft og
kvennaflagara eins og Kleinholz.
Nú get ég ekki tekið yður aftur,
hvað feginn sem ég vildi, þvi að
konan min vill það ekki. Henni er
alltaf i nöp við yður, siðan þér
sögðuð að hún hefði ekkert yfir
yður að segja. Það fyrirgefur hún
yður aldrei. Nei, Pinneberg góð-
ur, Það getur ekkert orðið úr þvi,
það sjáið þér sjálfur.” Og Gyð-
ingurinn litli hristir höfuðið á-
hyggjusamlega og heldur áfram
að fjölrita.
,,En ef ég færi nú til konunnar
yðar?” segir Pinneberg svo lágt,
að varla heyrist.
„Ætli það hafi nokkuð að þýða?
Það held ég ekki, Pinneberg.
Konan segir bara, að hún geti
ekki ákveðið neitt um þetta núna,
og hún lætur yður koma aftur og
aftur og þykist alltaf vera að
hugsa um þetta. En hún myndi
aldrei samþykkja að taka yður
aftur, og loksins yrði það mitt
hlutskipti að segja yður, að ekk-
ert gæti orðið úr þvi að þér fengj-
uð neitt að gera hjá mér. Svona er
nú kvenfólkið, Pinneberg. Nú-nú,
þér eruð ungur enn þá og vitið
minnst um þá hluti. Hvað er langt
siðan að þér genguð i hjónaband-
ið?”
„Rúmar fjórar vikur.”
„Rúmar fjórar vikur. Já, ein-
mitt, þér reiknið það ennþá i vik-
um. Þér verðið góður eiginmað-
ur, það er auðséð á yður. Það er
engin skömm að þvi fyrir mann i
yðar sporum að biðja mig eða
hvern sem er að gera eitthvað
fyrir yður. Það er engin skömm
að þvi, bara ef fólki kemur vel
saman. Verið alltaf góður við
konuna yðar, og munið að hún er
aldrei nema kvenmaður og hefir
þess vegna ekki nema kven-
mannsvit. — — Já, þvi miður,
Pinneberg, ég verð að neita yður,
þótt ég taki það nærri mér!”
Pinneberg kveður og gengur
hægt i burtu. Hann tekur það lika
nærri sér.
Pússer fær bréf. Henni verðu
svo mikið um aö hún hleypur
gegnum allan bæinn meö eldhús-
svuntuna og fer aö skæla inni á
skrifstofunni hjá Kleinholz.
Það er á föstudegi, 26. septem-
ber. Pinneberg er á skrifstofunni
hjá Kleinholz, eins og hann er
vanur.
Pússer er að taka til i ibúðinni.
Þá er barið að dyrum og póstur-
inn stingur höfðinu inn i dyra-
gættina. Hann spyr, hvort nokkur
frú Pinneberg búi hérna, og
hverfur siðan, nöldrandi yfir þvi,
að ekkert nafnspjald skuli vera á
hurðinni. Hann geti þó ekki fundið
það á lyktinni, hvað fólk heiti.
Pússer stendur ein eftir með
bréf i hendinni i stóru fjólubláu
umslagi. Það er fyrsta bréfið,
sem Pússer hefur fengið, siðan
hún gifti sig. Heiman að hefir hún
ekkert bréf fengið. Þetta bréf er
ekki þaðan heldur, heldur frá
Berlin, og þegar hún snýr þvi við,
sér hún að aftan á þvi stendur:
„Sendandi frú Mia Pinneberg,
Berlin NV 40, Spenerstræti 92 II.”
Það er frá mömmu Hannesar.
— Hún hefur eiginlega, ekkert
verið að flýta sér með svarið,
hugsar Pússer' og leggur bréfið á
borðið, án þess að opna það og
heldur áfram að skúra gólfið. Það
er bezt, að þau lesi það saman i
kvöld, þegar Hannes kemur
heim. En allt i einu fleygir hún
þurrkunni frá sér. Eitthvert hug-
boð segir henni, að miklir atburð-
ir séu i vændum. Hún finnur það
alveg á sér. Hún hleypur fram i
eldhúsið hennar frú Scharrenhöf-
er, þvær sér um hendurnar undir
vatnshananum, sléttar og strýkur
á sér hárið fyrir framan spegil-
inn, hlammar sér niður i sófann,
sem veinar og stynur undan þess-
ari harðleikni, tekur bréfið og rif-
ur það upp.
Pússer les, en gengur seint að
skilja. Hún les bréfið nokkrum
sinnum enn, og svo er hún óðara
stokkin á fætur aftur. Fæturnir
titra að visu dálitið undir henni,
en hún er nú ekki að hugsa um
það þessa stundina. Hún skal
komast niður á skrifstofu til
Kleinholz, hvað sem tautar, þvi
að hún verður að tala við „dreng-
inn”. Æ, hún þorir ekki einu sinni
að vera eins glöð og hana langar
til, þvi að það stendur i „Leynd-
ardómi móðernisins”, að konur i
hennar sporum verði að forðast
allar geðshræringar. En hvernig
á hún að fara að þvi að komast
ekki i sjöunda himin yfir öðru eins
og þessu?
Það liggur einhver drungi og ó-
hugnaður i loftinu i skrifstofunni
hjá Kleinholz. Það er ekkert sér-
stakt að gera i dag. Bókararnir
þrir hanga aðgerðalausir á stól-
unum og Kleinholz sjálfur lika.
Það er bara sá munur á, að bók-
ararnir verða að láta sem þeir
séu eitthvað að vinna — og meira
að segja að vinna af kappi — en
Kleinholz situr bara i djúpum
hugsunum og er að velta þvi fyrir
sér, hvort Emilia muni gefa hon-
um einn strammara enn. Hún er
búin að gefa honum tvo i morgun.
En nú hrökkva dyrnar á þessari
drungalegu skrifstofuholu allt i
einu upp á gátt og inn kemur á
fleygiferð ung kona með hárið i
þyrli, leiftrandi augu og gleðiroða
i kinnum. — Og unga konan hróp-
ar: „Hannes, heyrðu drengur,
komdu strax út með mér, ég þarf
undir eins að tala við þig!”
Þeir horfa á hana allir fjórir al-
veg forviða og botna ekki i eninu.
Þá verður Pússer allt i einu still-
ingin sjálf og segir hægt og hæ-
versklega: „Fyrirgefið, herra
Kleinholz. Ég heiti Emma Pinne-
berg, og ég má til að tala ofurlitið
við manninn minn”. En alveg i
sömu svipan setur ekka að hinni
stillilegu ungu frú og hún kjökrar
I bænarrómi: „Æ, elsku góði,
flýttu þér, ég má til að —”
Kleinholz kaupmaður muldrar
eitthvað ólundarlega i barm sér.
Lauterbach kreistir kjúkur og
Schulz glottir ósvifnislega. Pinne-
berg ætlar að verða að engu af
feimni og blygðun. Hann patar
klaufalega með hendinni i afsök-
unarskyni og hverfur út um dyrn-
ar.
I portinu fyrir utan skrifstof-
una, þar sem stórir vörubilar
hlaðnir korni og kartöflúm, eru á
sifelldum erli út og inn, fleygir
Pússer sér hágrátandi um hálsinn
á manni sinum og segir með
ekkasogum: §
,,Æ, drengur, drengur, ég ræð SJ
mér ekki fyrir gleði! Þú ert búinn 5$
að fá atvinnu. Þarna! Lestu!”
Og hún stingur fjólubláa um-
slaginu i höndina á honum.
Pinneberg veit ekki hvaðan á N
sig stendur veðrið. Eftir nokkra IS
stund fer hann þó að lesa:
„Kæra tengdadóttir, eða Púss- ^
er, eins og þú ert kölluð. Drengur- N
inn er auðvitað sami kálfurinn og x
hann hefir alltaf verið, og þú færð X
þig vist fullsadda á honum bless- x
uðum, ef ég þekki hann rétt. Að Sj.
hugsa sér, að hann skuli fást við SJ
áburð eftir allt það, sem ég er bú- S$
in að kosta til hans, til að gera ^
mann úr honum. S
I
1450
Lárétt
1) Skemmd.- 5) Morar,- 7)
Lausung.- 9) Óhreinindi 11)
Titill.- 12) Stafur,- 13) Muld-
ur.- 15) Þvottur.- 16) Ættingi.-
18) Varasamur,-
Lóðrétt
1) Borgar,- 2) Óþrif.- 3) 51.- 4)
Labb,- 6) Óvirtur.- 8) Maðk.-
10) Mann.- 14) Draup.- 15)
Dok,- 17) öðlast,-
Ráðning á gátu No. 1449
Lárétt
1) Feldur.- 5) Áls,- 7) Ofn,- 9)
Sel,-11) Ká,-12) TU.- 13) Kró.-
15) Man,- 16) Snú.- 18)
Skorpa,-
Lóðrétt
1) Flokks.- 2) Lán.- 3) DL,- 4)
Uss.- 6) Blunda.- 8) Fár,- 10)
Eta.- 14) Ósk.- 15) Múr.- 17)
No.-
7— 1
m
f j
n
n
m
HVELL
gBk:,
v
Þú svarar
ingu með
spurn w Fyrirgefðu, ég')|
spurningu. kom til að sjá,
hvernig þið búið
' hérna — og JI
'skrifa um ' “
| fllfjfi
■
ÞRIÐJUDAGUR
17. júlí
7.00 Morgunútvarp. Veður-
fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10.
Fréttir kl. 7.30., 8.15 (og
forustugr. dagbl.), 9.00 og
10.00. Morgunbæn kl. 7.45.
Morgunleikfimi kl. 7. 50.
Morgunstund barnanna kl.
8.45: Arnhildur Jónsdóttir
heldur áfram að lesa
„Ævintýri músanna” eftir
K. J. With i þýðingu
Guðmundar M. Þorláks-
sonar (9). Tilkynningar kl.
9.30. Léttlögá milli liða. Við
sjóinn kl. 10.25: Ingólfur
Stefánsson talar við Hrafn-
kel Eiríksson fiskifræðing
um humar og verndun
stofnsins. Morgunpopp kl.
10.40: Bros Olsen syngja.
Fréttir kl. 11.00. Hljóm-
plöturabb (endurt. þáttur
G.J.)
12.00 Dagskráin. Tónleikar.
Tilkynningar.
12.25 Fréttir og veðurfregnir.
Tilkynningar.
13.00 Eftir hádegiö Jón B.
Gunnlaugsson leikur létt lög
og spjallar við hlustendur.
14.30 Síödegissagan: „Eigi
má sköpuin renna” eftir
Harry Fergusson
Þýðandinn Axel Thorstein-
son les (11).
15.00 Miödegistónleikar: Tón-
list eftir Paul Dukas. Sin-
fóniuhljómsveitin f Köln
leikur „Scherzó” (Læri-
sveirin galdramannsins)
Pierre Dervaux stjórnar.
Francoise Thinat leikur
pianósónötu i es-moll.
16.00 Fréttir. Tilkynningar.
16.15 Veðurfregnir. Til-
kynningar.
16.25 Popphorniö
17.10 Tónleikar. Til-
kynningar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskra
kvöldsins.
19.20 Fréttaspegili
19.35 Umhverfismál Ingvi
Þorsteinsson talar um
islenzku hreindýrin.
19.50 Lög unga fólksins
Sigurður Tómas Garðars-
son kynnir.
20.50 tþróttir Jón Ásgeirsson
sér um þáttinn.
21.10 Tónleikar „Sjávar-
myndir” lagaflokkur op. 37
eftir Elgar. Janes Baker
syngur með Sinfóniuhljóm-
sveit Lundúna: Sir John
Barbirolli stjórnar.
21.30 Skúmaskot Þáttur i um-
sjá Hrafns Gunnlaugssonar.
Meðal annars er fjallað um
Eistland, Lettland og
Litaviu.
22.00 Fréttir.
22.15. Veðurfregnir. Eyja-
pistill
22.35 Harmónikulög Ebbe
Jularbo-kvartettinn leikur
sænsk harmónikulög.
22.55 Á hljóöbergi
23.30 Fréttir i stuttu máli.
Dagskrárlok.
Dvergurinn og risinn á
flótta: Biðið!
Engin þrumu^
rödd núna.. /-
/12/22
Bara vælu'
v tónn.
Kaupmaðurinn
mælir með Jurta!