Tíminn - 20.07.1973, Qupperneq 3

Tíminn - 20.07.1973, Qupperneq 3
Föstudagur 20. júti 1073. TtMINN Fjölmennt ættingja- mót á Ingjaldssandi Niðjar Guðmundar Einarssonar á Brekku nær 300, minnast aldarafmælis hans INGJALDSSANDUR er fögur Gubmundur Einarsson, bóndi og refaskytta á Brekku á Ingjalds- sandi. Okeypis útsýnis- flug „Við tökum jafn marga með I út- sýnisflugið og vélin rúmar”, sögðu flugmennirnir á nýju fiug- vélinni frá Vængjum, þegar þeir höfðu lent hinni glæsilegu nitján sæta vél flugfélagsins á flug- vellinum i Holti I önundarfirði á miðvikudaginn. Þetta var i fyrsta sinn, sem þessi nýi farkostur kom til ön- undarfjarðar og hafði talsverður hópur fólks frá Flateyri og nán- asta umhverfi safnazt á flugvöll- inn til að lita á gripinn. Greinilegt er að Vængjamenn hafa kunnað að meta þennan áhuga, þvi þeir buöu jafnmörgum og i vélina komust i ókeypis útsýnisflug út önundarfjörð og eitthvað lengra, alls um tuttugu minútna flug. Likaði farþegunum ferðin hiö bezta, enda ekki á hverjum degi kostur á sliku. Vængir munu halda uppi föstu áætlunarflugi til önundarfjarðar þrisvar i viku, þ.e. mánudaga, miðvikudaga og föstudaga. -gj- Júgóslavar á Sigöldu STÓRN Landsvirkjunar hefur i dag ákveðið að taka tiiboði júgó- slavneska fyrirtækisins Energo- projekt, um byggingahiuta Sig- ölduvirkjunar, þ.e. gerð stiflu, vatnsvega, stöðvarhúss og frá- rennslisskurðar. Eftir nokkrar breytingar á hönnun verksins er tilboðs- upphæðin 2.679.765.338 krónur. byggð, en jafnan afskekkt nokkuð og fámenn, enda raunar ekki ann- að en litill dalur, sem gengur inn á milii Barða og Hrafnaskálanúps á skaganum milli Dýrafjarðar og önundarfjarðar. Nú er Sandurinn þó enn fámennari en hann hefur áður verið, þvi að þar eru ekki lengur nema fimm býli I byggð — Brekka, Ástún og Sæbóisbæir þrir. Eigi að siður eru þeir býsna margir, sem eiga rætur sinar að rekja á Sandinn, og þar er nú þessa daga meira en litið um að vera. Litill flugvöllur er á Ingjalds- sandi og bilvegur úr Dýrafirði yf- ir Sandsheiði. í gær var fólk tekiö að streyma á Sandinn, bæði með flugvélum og bifreiðum. Þetta eru niðjar Guðmundar Einars- sonar, bónda og refaskyttu á Brekku á Ingjaldssandi, er hefði átt aldarafmæli i gær, ef lifað heföi. Niðjar hans eru nú orðnir fast að þvi þrjú hundruð, og ætla þeir að halda ættingjamót á Sandinum I dag. Igær, á sjálfan afmælisdaginn, var einnig æriö hátiðlegt, og þá voru gefin saman i hjónaband i Ingjaldssandskirkju sonardóttir Guðmundar Einarssonar, Guðrún Kristjánsdóttir frá Brekku, þroskaþjálfari i Sólborg á Akur- eyri, og Sigurður örn Baldvins- son skipasmiður og skirður nýj- asti kvisturinn á hinum mikla ættarmeiði, dóttir þeirra, sem hlaut nafnið Kolbrún ösp. Það var séra Lárus Guðmundsson i Holti, sem framkvæmdi þessa at- höfn. Guðmundur Einarsson á Brekku var landskunnur maður á sinni tið. Hann fæddist og ólst upp á Heggsstööum i Andakil og kvæntist konu úr Lundarreykja- dal, Guðrúnu Magnúsdóttur frá Tungufelli. Með henni átti hann seytján börn, en áður hafði hann átt fjögur börn með Katrinu Gunnarsdóttur, er honum var samtiða i vistum. Guðmundur og Guðrún fluttust á Vestfjörðu, bjuggu fyrst nokkur ár hér og þar, lengst i Minnigarði I Dýrafirði, unz þau fluttust að Brekku á Ingjaldssandi. Þar var Guömundur bóndi i þrjátiu og fjögur ár og síðan i skjóli sonar sins, er tók við búinu, Kristjáns á Brekku, unz hann lézt, niutíu og eins árs, árið 1964. Enn eru á Sandinum þrjú börn hans, Kristján og Helgi á Brekku, og Guðdis á Sæbóli, en önnur systir, Halldóra, er nýflutt frá Sæbóli. Sex önnur þessara mörgu syst- kina eru búsett á Vestfjörðum — þrjú á Flateyri, tvö á Isafirði og eitt á Þingeyri. Mestrar frægðar aflaði Guö- mundur Einarsson sér fyrir refa- veiðar sinar, enda mun vart ann- ar maðurinn á landi hafa staðið þar á sporði, fyrr eöa siðar. Dag- bækur Guömundar sýna, aö hann lagði 2464 refi að velli um dagana, og við refaveiðarnar lá hann úti 2496 nætur, en það jafngildir langt til sjö árum. Hann var þvi afreks- maður á þessu sviði, enda fékk hann fyrir þetta og aðra atorku sérstaka viðurkenningu, bæði frá sýslusjóði og rikissjóði, og heiðursverölaun Búnaöarfélags íslands. Við höfðum snöggvast viötal við son Guðmundar, Kristján á sem eru orðnir Brekku, i gær áður en fjölskyldan hélt til kirkjunnar, ásamt gestum þeim, er komnir voru á Ingjalds- sand. Kristjáni fórust orð á þessa leíö: — Þegar faðir okkar fæddist, var eitt hið fegursta sumarveður, sem Borgarfjörður hefur fram að bjóða. Og nú vill svo til, að hér á Ingjaldssandi, þar sem hann dvaldist i hálfan sjötta áratug, er slikt dýrðarveður, að það getur ekki betra verið — stafalogn, glaöasólskin og tuttugu stiga hiti. Sandurinn tjaldar þannig sinu fegursta á aldarafmæli hans, ekki siður en Borgarfjörðurinn fyrir hundrað árum, er hann leit fyrst ljós dagsins. —JH. t RAÐHERRATtÐ Hannibals Valdimarssonar samgöngumálaráð- herra gerðist, að islenzkir þjóðvegir voru tölusettir, svo sem sjá má I hi.nni nýju vegahandbók. Hannibal skrifaði að henni formála, og hér á myndinni sést, er útgefandinn, örlygur Hálfdánarson, afhenti honum eintak. —Timamynd: Gunnar. Langá: 2113 laxar upp Skuggafoss á þrem vikum Einar Jóhannesson á Jarð- langsstöðum sagði tiðinda- manni Veiöihornsins, að u.þ.b. 700 laxar væru nú komnir á land úr Langá, þ.e. öllum veiðisvæðunum. Langá er skipt I þrjú veiðisvæði: 5 stangir eru leyfðar á neðsta svæðinu, 2 á miðsvæðinu og 1 á þvi efsta. Loks er svo veitt á 1 stöng á sitt hverju svæðinu, til viöbótar þeim, sem fyrir eru. Alls eru þvi 9 stangir leyfðar i allri ánni. Að sögn Einars höfðu u.þ.b. 480 laxar veiðzt á neðsta svæð- inu, 150 á miðsvæðinu og 70 á efsta svæöinu. Það er óvenju- legt, að svo mikil veiði sé ofan til i ánni svo snemma sumars og eins, að fiskurinn sé svo vænn, sem raun ber vitni. Aft- ur á móti er heildarveiðin i Langá svipuð og I fyrra, enda hefur veiðin verið treg að und- anfornu. 26. júni s.l. var settur upp laxateljari við Skuggafoss. 1 gærmorgun höfðu 2113 laxar farið fram hjá teljaranum, þ.e. nálægt 100 laxar aö með- altali á dag. Svo virðist sem laxinn gangi stöðugt upp ána, þviaðu.þ.b. lOOlaxar fóru upp fossinn i fyrrinótt. Það er þvi sýnilega gnægð af laxi i Lang- á, þótt hann sé tregur til að taka þessa dagana. 1004 laxar úr Laxá í Kjós Skv. upplýsingum Jóns Er- lendssonar, veiðivarðar við Laxá i Kjós, voru komnir 1004 laxar úr ánni i gær á móti 903 á sama tima I fyrra. Jón sagði, að veiðin hefði verið mjög góö, aö undan- skildum tveim siðustu dögum, en þá hefði veiðzt afleitlega. — Það komu ekki nema 20 laxar úr ánni i gær, sagöi hann. Um- sjónarmaöur Veiöihornsins hváöi, en fékk þá skýringu, að á þriöjudag hefðu komið 81 lax úr ánni, svo að mönnum þætti litið til þess koma, er ekki veiddust nema 20 daginn eftir. Jón kvað það augljóst, að tilkoma hins nýja laxastiga viö Laxfoss hefði aukið mjög laxagönguna upp ána. — Það má heita, að nú sé lax um alla á, nóg af laxi, en þvi miður hefur hann verið tregur til að taka i þessu sterka sólskini. Ég vona bara, að „veðrið” verði betra á næstunni, sagði Jón að lokum. 3 Leiðir til að styrkja ísl. fyrirtæki á útflutningsmarkaði Alþýðublaðið skýrði frá þvi fyrir skömmu meö miklum og stórum upphrópunum á for- slöu, að „fyrirtæki fjármála- ráðherrans”, Prjónastofa Borgarness, sé að Hýja með starfsemi sina til Skotlands undan skattáþjáninni hér á landi. Halldór E. Sigurðsson, fjár- máiaráðherra, hefur nú sent Alþýðublaðinu leiðréttingu á þessari frétt og er hún birt á 3ju siðu Alþýöublasins I gær. Leiðrétting fjármálaráðherr- ans er svohljóðandi en milli- fyrirsagnir eru Tlmans: „Enda þótt þaö sé ekki hátt- ur minn að gera athugasemdir viö frásagnir I blaöi yðar, þótt nægjanlegt tilefni hafi gefizt til, og hafi ekki hugsað mér að gera það framvegis, nema af sérstökum ástæðum, leyfi ég mér þó að fara þess á leit við yöur, að þér birtiö eftirfarandi athugasemdir I tilefni af frá- sögn i blaöi yðar, þann 11. þ.m. undir fyrirsögninni „Fy rirtækin flýja land”, „Fyrirtæki I eigu fjármála- ráöherra flytur starfsemi til Skotlands — til að greiða lægri skatta en hér.” Fyrirtækið, sem þér segið aö átt sé við, er Prjónastofa Borgarness h.f. Athugasemdir þær, sem ég vil gera við frásögn yðar eru þessar: 1. Eignarhlutur minn I fyrir- tækinu er 1/15 eða 100.000 kr. af hlutafjáreigninni, sem er 1,5 millj. kr. eða svipuð upp- hæð og hjá flestum hluthöfum, svo sem hjá einum af forystu- mönnum Alþýðuflokksins i Borgarnesi, sem þar er hlut- hafi. 2. Fyrirtæki þetta hefur ekki flutt starfsemi sina tii Skot- lands og ætlar ekki. Við það vinna 25-30 manns I Borgar- nesi (sumt húsmæður, sem vinna 1/2 daginn). Allar vélar og húsakynni fy rirtækisins eru fullnotuð. Tryggir fyrirtækið og atvinnuöryggið heima fyrir 3. A aðalfundi fyrirtækisins á s.l. vori var ákveðiö að koma upp sölufyrirtæki I Skotlandi til þess að tryggja sölu, bæði á fullunnum vörum og prjónuð- um dúkum, sem ekki er hægt að vinna úr I fyrirtækinu sjálfu, vegna fólksleysis og húsnæðisskorts og ekki hefur tekizt að selja innanlands á þessu ári. Þessi samþykkt var gerð einróma af hluthöfum, enda þótt þeir yrðu að taka á sig persónulegar ábyrgöir, sem næmu ekki minni fjárhæö en hlutafjáreign þeirra. Þessi ákvöröun hluthafa var til þess gerð að tryggja starfsemina heima fyrir og er hliðstæð þvi, sem skýrt er frá i blöðum I dag, 17/7, að Álafoss hafi gengizt fyrir vegna sölu sinnar o.fl. prjónastofa I Ameriku og Prjónastofu Borgarness var ráölagt, vegna viðskipta sinna þar, að vera hluthafi að, sem hún lfka er. Ég hef hvorki séð I blaöi yð- ar eða annarra, að Aiafoss, sem er stjórnaö af einum þingmanna Alþýðuflokksins, væri lagt þetta til lasts, eða talið að hann væri að flýja land með starfsemi sina, þó hann reyni aö tryggja hana með þessum hætti, eins og Prjónastofa Borgarness er að gera með sina framleiöslu. Sama er að segja um Sölumiö- stöð hraðfrystihúsanna og S.l.S. i fisksölu þeirra til Bandarikjanna. Það er von okkar, aö auk þess að tryggja Framhald á bls. 15.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.