Tíminn - 20.07.1973, Qupperneq 7

Tíminn - 20.07.1973, Qupperneq 7
Föstudagur 20. júli 1973. TÍMINN 7 Skálholtskirkja, þar sem hátiö verður haldin á sunnudaginn. Þar flytur ræöu dr. Kristján Eldjárn, for- seti tslands, og norski presturinn Harald Hope prédikar viö messuna. —Tímamynd Gunnar. Frá Samvinnuskólanum Bifröst Tvær kennarastöður við Samvinnuskól- ann eru lausar til umsóknar. önnur kennarastaðan er i hagnýtum verzlunargreinum: Bókfærslu, vélritun og framleiðslufræði. Hin kennarastaðan er i tungumálum: Ensku og Þýzku. Umsóknir ásamt upplýsingum um nám og fyrri störf sendist skrifstofu skólans Ár- múla 3 Reykjavik, eða skólastjóra að Bif- röst Borgarfirði fyrir 15. ágúst n.k. Skólastjóri SKALHOLTSHÁTÍÐIN Á SUNNUDAGINN ÓV-Reykjavík: Skálholtshátiðin verður haldin nú á sunnudaginn, og mun norski presturinn og ís- landsvinurinn séra Harald Hope LAUGARDAGS- LOKUNHJÁ ÁTVR ÓV-Reykjavík: Eins og fram hef- ur komið I fréttum að undanförnu eru starfsmenn áfengisútsala ATVR í Reykjavlk óánægðir með að þurfa einir rikisstarfsmanna að vinna á laugardögum og hafa þeir farið fram á það við fyrir- tækið og fjármálaráðuneytið að þeir fái sfn laugardagsfri. Ekki hefur verið hægt að verða við þessari beiðni þeirra en nú hefur verið komizt að samkomulagi þess efnis, að ein útsalanna i Reykjavik verði lokuð I senn á iaugardögum og mánudögum, næstu vikur að telja. Jón Kjartansson, forstjóri Afengis- og tóbaksverzlunar rik- isins, staðfesti þetta i viðtali við fréttamann blaðsins i gær. — Þetta er rétt, sagði Jón, — Laug- ardaginn 21. þessa mánaðar og mánudaginn 23. verður lokað i út- sölunni á Laugarásvegi 1 en sömu daga verður opið i hinum tveimur útsölunum, á Snorrabraut og I Lindargötu 28. og 30. júli verður lokað á Snorrabrautinni en opið i hinum tveimur, laugardaginn 4. ágúst verða allar útsölurnar lok- aöar og eins á mánudeginum 6. ágúst, sem er fridagur verzlunar- manna. 11. og 13. ágúst veröur lokað á Lindargötunni og opið á hinum stöðunum, 18. og 20. ágúst lokað á Laugarásveginum, 25. og 27. ágúst lokað á Snorrabrautinni og 1. og 3. september lokað á Lindargötunni. Siöan verður opið 6 daga vik- unnar eins og áður hefur verið. Slys í Skriðdal: Hesturinn tryllt- ist og maðurinn féll af baki ÞAÐ óhapp varð i Skriðdal á Fljótsdalshéraöi i fyrradag, aö hestur trylltist undir manni. Féll maðurinn, Garðar Stefánsson, flugumferðarstjóri á Egilsstöð- um, af baki og meiddist i fallinu. Er talið að hann hafi skaddazt á mænu og hryggurinn eitthvað brákazt. Garðar gat ekki hreyft sig eftir fallið, og læknir bannaði að hann yrði hreyfður. Var ekki talið ráð- legt, að Garðar yrði keyrður meö bil til Egilsstaða í veg fyrir flug- vél, en það er um fjörtiu kfló- metra leið. Þess f stað kom þyrla frá varnarliöinu og flutti hún Garðar til Egilsstaða, en þaöan var flogið með hann til Reykjavikur með áætlunarflug- vélinni. Mun liðan Garðars vera eftir atvikum. - gj- Gistihúsið á Egilsstöðum i frásögn af sumargistingu á Egilsstöðum i Timanum nýlega gætti nokkurs miss kilnings, þeg- ar sagt var, að Asdís Sveinsdóttir sæi um að útvega ferðalöngum gistingu á staðnum. Hið rétta er, að Ásdís rekur myndarlegt gistihús á staðnum, og eru 30 rúm i hibýlum hennar. Hótelið, sem heitir Gistihúsið á Egilsstöðum, hefur verið rekið um fimmtiu ára skeið og tók Asdis við rekstri þess af foreldr- um sinum. — gj- prédika. Hátiðin hcfst mcð klukknahringingu kl. 13.30 á sunnudag en ferðir verða frá Um- ferðamiöstöðinni i Reykjavfk kl. 11 fyrir hádegi og í bæinn aftur að hátið lokinni kl. 18.00. Undir messunni þjóna biskup Islands, herra Sigurbjörn Einars- son og Skálholtsprestur, séra Guðmundur Óli Ólafsson fyrir alt- ari, en sér« Harald Hope prédikar, eins og áður segir. Meðhjálpari er Björn Erlendsson, bóndi i Skálholti. Skálholtskórinn syngur undir stjórn dr. Róberts A. Ottóssonar, söngmálastjóra þjóðkirkjunnar, en forsöngvarar eru Ingvar Þórðarson og Sigurður Erlendsson. Trompetleikarar verða þeir Jón Sigurðsson og Lárus Sveinsson en orgelleikari Jón Stefánsson. Frumflutt verður lag eftir Þor- kel Sigurbjörnsson við sálminn „Heyr, himna smiður,” númer 308 og þá verður einnig fluttur helgisöngur eftir Anton Bruckn- er, „Locus iste a Deo factus est,” sem dr. Róbert A. Ottósson bjó til flutnings fyrir Skálholtshátiðina i ár. Klukkan 16.30 verður samkoma f kirkjunni, þar sem forseti Is- lands, dr. Kristján Eldjárn, flytur ræðu. Pólýfónkórinn syngur inn- lend og erlend söngverk undir stjórn Ingólfs Guðbrandssonar og frú Hanna og séra Harald Hope syngja tvfsöng. Fjölmennt er yfirleitt á Skál- holtshátið og verður vafalaust einnig á sunnudaginn kemur. —— = ~ ~. : „ i - - ..Vlð velium nnM þctð boryar siy Pintal - OFNAR H/F. < , SíSumúla 27 . Reykjavík L.-.2 Símar 3-55-55 og 3-42-00 Stúlkur Húsmæðraskólinn á Hallormsstað starfar frá 15. september til 15. mai. Kennslugreinar: Hússtjórn, vefnaður, hannyrðir, fatasaumur auk bóklegra greina. Þriggja mánaða hússtjórnar námskeið hefst 15. september. Tveggja mánaða vefnaðar námskeið hefst 15. janúar 1974. Skólastjóri. Stór 3ja herbergja íbúð i Vesturbænum til leigu 2-3 mánuði með öllum húsbúnaði. Tilboð sendist afgreiðslu blaðsins fyrir 25. þ.m. merkt „Vesturbær”. Í!i. v* / .Vörubifreida stjórar r þ , Afturmuiistur 4 SOLUM; Frammuostur Snjómunstur BAEtÐINNHF. ÁRMÚLA 7. REYKJAVÍK. SÍMI 30501.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.