Tíminn - 20.07.1973, Page 9

Tíminn - 20.07.1973, Page 9
Föstudagur 20. júli 1973. TÍMINN 9 Útgefandi: Framsóknarflokkurinn Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þór- arinn Þórarinsson (ábm.), Jón Helgason, Tónjas Karlsson, Auglýsingastjóri: Steingrimur Gislason. Ritstjórnarskrif- stofur i Edduhúsinu viö Lindargötu, simar 18300-18306. Skrif- stofur f Aöaistræti 7, simi 26500 — afgreiöslusími 12323 — aug- lýsingasfmi 19523. Askriftagjaid 300 kr. á mánuöi innan lands,, i lausasölu 18 kr. eintakiö. Blaöaprent h.f ____ ■' Hver hefur valdið? Stjórn Framkvæmdastofnunar rikisins hefur nú gert samhljóða ályktun, þar sem tekið er undir þá kröfu, sem sett var fram hér i Timan- um sl. sunnudag að byggingaframkvæmdir við nýja Seðlabankahöll á Arnarhóli verði stöðvað- ar. Allir fulltrúar stjórnarflokkanna i stjórn Framkvæmdastofnunarinnar stóðu að þessari ályktun, en fulltrúar stjórnarandstöðunnar, Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks, sátu hjá við atkvæðagreiðslu, þ.e. höfðu enga skoðun á málinu. í ályktun stjórnar Framkvæmdastofnunar- innar var þeim eindregnu tilmælum beint til rikisstjórnarinnar og stjórnar Seðlabankans, að fyrirhuguðum framkvæmdum við húsbygg- ingu Seðlabankans á Arnarhóli verði frestað. 1 ályktuninni segir ennfremur, að þau miklu áform i rafvæðingu, samgöngumálum, frysti- iðnaði, hollustuháttum á vegum sveitarfélaga og á fleiri sviðum, svo og fyrirsjáanleg upp- bygging vegna Vestmannaeyjagossins, sem nauðsynlegt virðist að ljúka á næstu fjórum ár- um, séu svo umfangsmikil og brýn, að óhjá- kvæmilegt verði að sýna fyllstu varkárni og aðhaldssemi i öðrum opinberum framkvæmd- um, sem auðveldara er að fresta. Stjórn Framkvæmdastofnunarinnar vitnar til lagaákvæða þess efnis að stofnunin skuli hafa með höndum heildarstjórn fjárfestingar- mála i landinu og með hliðsjón af mikilli og óumdeilanlegri þenslu i fjárfestingu og á vinnumarkaði skorar hún á rikisstjórn og Seðlabankastjórn að hætta nú við framkvæmd- ir. Var framkvæmdaráði stofnunarinnar falið að ræða við Seðlabankastjórn um málið, og i fyrradag óskaði framkvæmdaráðið eftir fundi með stjórn Seðlabankans. Ekkert svar hafði borizt við þeirri beiðni, er þetta var skrifað, nema ef það má skilja sem svar Seðlabankans, að i gærmorgun var tekið til við að sprengja klappir Arnarhóls. í lögunum um Seðlabankann segir, að bankamálaráðherra fari með æðstu stjórn bankans ásamt bankaráði. Bankamálaráð- herrann ætti þvi að geta stöðvað þessar fram- kvæmdir. Leiki þar vafi á, hefur bankamála- ráðherrann áreiðanlega þingmeirihluta fyrir bráðabirgðalögum til að taka þar af allan vafa. í Timanum sl. sunnudag var minnt á ákvæði málefnasamnings rikisstjórnarinnar um bankamál og þær tillögur um sameiningu Út- vegsbanka og Búnaðarbanka, sem stjórnskip- uð nefnd hefur gert og nú liggja til athugunar hjá bankamálaráðherra. Ef ætlunin er að standa við ákvæði málefna- samningsins og sameina banka og fjárfesting- arsjóði og draga saman segl Seðlabankans, eins og menn hafa skilið málefnasamninginn, hljóta að skapast alveg ný viðhorf i húsnæðis- málum bankanna i miðborginni. Og það er óverjandi með öllu að ráðast nú i bullandi of- þenslu á fjárfestingar- og vinnumarkaði i nýja bankabyggingu i miðborginni áður en úrslit eru fengin i endurskoðun bankakerfisins. Stað- arval hinnar nýju byggingar er svo kapituli út af fyrir sig. Timinn skorar á bankamálaráðherra að stöðva þegar i stað þessar framkvæmdir Seðlabankans og skylda hann til að rifa báru- jarnsgirðinguna niður og koma lóðinni i samt lag. —TK Walter Scwarz, The Guardian: Indverjar búa við mat- arskort og verðbólgu Uppskera varð minni en ætlað var og þjóðnýting hveitiheildsölunnar mistókst StÐAST i júni skrifaði ritstjóri Indian Express: „ Astandiö hefir aldrei veriö jafn erfitt og nú þau 25 ár, sem viö höfum notiö sjálfstæöis. Vatns- skorturinn, veröhækkanirnar, stöönun i iönaði, atvinnuleysi og tiö brot á lögum og reglum veldur erfiöleikum, og sundr- ungu I eina flokknum, sem er nrTrilarn^ fjölmennur og vel skipulagður tit*lþess að halda um stjórnartaumana”. Allt er þetta hvert öðru háö. Matarskorturinn ofan á þurrkana i fyrra lagöist á eitt meö mistökum i dreifingar- kerfinu og olli siaukinni verð- bólgu. Vatnsleysið jók orku- skortinn og hann olli vöntun á ýmsu, allt frá áburöi og upp i steinoliu. Orkuskorturinn lamaöi einnig áveitukerfin og nú er hjóliö komið heilan hring, þar sem vöntunin i fyrra stuðlar að fæöuskorti aftur i ár. Þegar nálega allar tekjur ganga til matarkaupa og verö matvöru hækkar frá 20 til 40 af hundraði á ári er verðbólgan ekkert gamanmál. Hún hlýtur aö ergja alla, allt frá starfs- mönnum orkuveranna i New Delhi til hinna vopnuðu lögregluþjóna í Uttar Pradesh, sem gerðu uppreisn i júnl. ÞEGAR ókyrrö rlkir meöal almennings fara stjórnmála- mennirnir aö lita I kring um sig og huga að tækifærum. Almenn óánægja haföi blásiö 1 glæöur rigs og óvildar I flokks- stjórninni I ýmsum mikil- vægum fylkjum og tendraö þar loga. Segja má, að sumar þessar deilur hafi staöið milli framfarasinna og afturhalds- manna. En i Uttar Pradesh, Andhra Pradesh, Gujerat, Bihar og viöar annars staöar standa átökin milli þrárra valdhafa og óánægöra valda- lausra manna I stjórnar- flokknum. Frú Gandhi hafði tilnefnt sitt eigiö forsætis- ráöherraefni i öllum þessum fylkjum, en þeir oröiö aö lúta i lægra haldi. Lýöræðisstjórn hefir verið lögö niöur i þremur fyikjum og i þriöjungi Indlands er forsetastjórn eins og sakir standa. Þetta kann aö virðast enn alvarlegra fyrir frú Gandhi en matarskorturinn. I höfuöborg- inni minnir ástandiö i skyggi- lega á klikudrátt, afturhald og getuleysi i stjórnmálum hér áöur fyrr, en frúin hóf sjálf byltingu gegn þvi ástandi árið 1969 og sigraði.Kjörorö hennar þá voru framfarir og afnám fátæktarinnar, en nú eykst fátæktin og framfarirnar stranda á innbyröis deilum. MIKILVÆGUR þáttur I kerfi frú Gandhi var að hafa traust taumhald á fylkja- stjórnum meö þvi að gera sina eigin fulltrúa, sem hún gat treyst, aö forsætisráöherrum. Þetta blessast enn allviða, en fulltrúa hennar hefir sums staöar brostiö vinsældir og beöiö lægri hlut fyrir keppi- nautum slnum. Þegar svo árar, horfir ekki vel fyrir framfarir. Unnt er að hugsa upp umbætur i New Delhi, en þeim verður að koma i framkvæmd i fylkjunum sjálfum. Þaö er ekki unnt þegar ráöuneytin eru önnum kafin viö aö leggja á ráöin um fall forsætisráö- herrans. Þetta kemur bráðum fram I kosningaúrslitum. 1 febrúar i vetur eiga að fara fram kosn- ingar I Uttar Pradesh, sem er Indira Gandhi stærsta fylki Indlands meö 19 milljónir ibúa. Skýrslur starfsmanna stjórnarflokks- ins um ástandiö I fylkinu eru ekki uppörvandi. Þjóðnýting hveitiheildsölunnar hrökk ekki til þess aö halda veröinu niöri. Þetta hefir vakið andúö bæöi hinna riku kaupmanna og neytendanna fátæku. FLEIRA veldur áhyggjum um úrslit kosninganna i Uttar Pradesh. Þréttán af hundraöi kjóse’nda eru múhameðstrúar. Þeir hafa til þessa fylgt Congressflokknum að málum, en nú litur út fyrir, að þeir snúist á sveif með samtökum heimamanna og öðrum and- stööuflokkum rikisstjórnar- innar. Fyrir skömmu voru samþykkt lög, sem hnekktu sjálfstæði háskóla múhameðs- trúarmanna. Þetta setti ugg aö múhameöstrúarmönnum, sem höföu þótzt órétti beittir á vinnumarkaði og kvörtuöu undan afskiptaleysi stjórn- valda af óeirðum heima I héraöi. Ekki er þvi aö undra þó aö frú Gandhi hafi notað öll tiltæk tækifæri til aö fara til Uttar Pradesh aö undanförnu. Hún mun fljótlega láta breyta lögunum um háskóla múhameðstrúarmanna. Afstaöa þeirra i heimafylki hennar kann að ýta undir viöleitni hennar til aö ná samkomulagi viö Bhutto forseta Pakistan um skil striösfanga. En Congressflokkurinn tapar ekki kosningum i Uttar Pradesh, hvernig sem allt veltur. Frú Gandhi þarf heldur engan keppinaut aö óttast innan sins eigin flokks. Hitt er annaö mái, aö ef Congressflokkurinn tapar verulega I Uttar Predesh kann það aö hafa drjúg áhrif um allt land, og á þaö mætti lita sem fyrstu aövörun til frú Gandhi. FRÚIN óttast engan keppi- naut, enda ber hún höfuö og heröar yfir alla aðra hvaö vinsældir meðal almennings áhrærir. En þessar vinsældir veröa veröminni, meö hverjum deginum sem liöur ef ekki tekst að útvega matvæli og hafa hemil á veröbólgunni. Engar skoöanakannanir fara fram I landinu og þvi er ekki unnt aö segja til um, hve vinsældir frúarinnar hafa þegar rénaö. Þjóönýting hveitiheildsöl- unnar var áhættusamasta fyrirtækiö, sem forsætisráö- herra hefir ráöizt I slöan aö styrjöldinni i Bangladesh lauk, og þessi þjóbnýting hefir mistekizt. Ætlunin var aö koma hveitinu fyrr til skila en ella og fyrir minna verö meö þvi að sleppa milliliðnum. Gert var ráð fyrir, að rikis- stjórnin keypti 8 milljónir smálesta af hveiti beint frá bændum til loka júnimánaöar og léti hinu opinbera dreifingarkerfi i té. Allt fór þetta á annan veg en ætlaö var. Skortur á orku og áburði og of mikill hiti i april ullu mun minni uppskeru en áætlaö haföi verið. Hundraö milljónum punda var varið til þess að reyna að auka uppskeruna, en kom aö litlu haldi. BÆNDUR neituðu aö selja fyrir þaö verö, sem i boöi var. Fyrrverandi hveitiheildsalar lánuöu þeim fé til þess að geyma hveitiö til betri tima eöa smygla þvi á markaö, sem hæra verð gaf. Talsmönnum bænda hjá rikisstjórninni tókst aö koma i veg fyrir refs- ingar viö smygli og geymslu. I lok júni haföi aðeins tekizt að útvega helming þeirra átta milljóna smálesta, sem ætlunin var að afla, og fátækl- ingarnir 1 Indlandi voru farnir aö standa 1 biðrööum eftir skammtinupi sinum, sem ekki kom alltaf með skilum. Fátt gat haft óheppilegri áhrif I stjórnmálunum. Hver einasti neytandi hveitis veit um þjóönýtinguna, veit að hún mistókst og meira aö segja nokkurn veginn hvers vegna. Smánarlegast er þó, aö I raun og veru er til nægur matur til þess aö seöja alla, jafnvel þá soltnu á þurrkasvæöunum. Áriö sem leið vantaöi aöeins tiltölulega litiö upp á venju- lega uppskeru, en hún hefir aukizt meira en ibúatalan siöan aö Indland öölaöist sjálfstæöi. Enginn hefði þurft aö svelta tilfinnanlega ef sósialistastjórn Indlands heföi tekizt aö dreifa hveitinu fljótt og hindrunarlaust, en þaö tókst ekki þrátt fyrir tuttugu ára reynslu i áætlanagerð. EKKI þarf I flýti að útvega þaö, sem vantar á áætlaöar átta milljónir smálesta. Ein milljón smálesta i viðbót auk innflutts hveitis ætti aö nægja dreifikerfinu þar til að næsta uppskera kemur á markað. En þá verður heldur ekkert upp á að hlaupa og allt veltur á staövindinum og regninu. Enn litur vel út meö regnið, en þaö getur brugðizt til beggja vona. Sorglegasta afleiðing vand- ræöanna þegar til lengdar lætur er sú, að uppfylling lof- orðsins um batnandi tima fyrir fátæklingana dregst á langinn. Rikisstjórnin birti frumdrög aö fimm ára áætlun fyrir sex mánuðum og sam- kvæmt þeim var ætlunin aö gera haröari hrið að fátækt- inni en nokkru sinni fyrr. Meðal annars var gert ráö fyrir „lágmarksþörf” til þess aö auka vatn' i þorpunum, bæta heilbrigðisþjónustuna, samgöngurnar, menntunina og húsnæöisástandið. Þetta átti aö kosta 1750 milljónir sterlingspunda og greiðast úr sjóöum rikisins. Aætlunardrögin voru birt meö mikilli viöhöfn og lýst sem aðaláfanga áætlunar- innar um útrýmingu fátæktar- innar. Sex mánuðir hafa gefizt Framhald á bls. 19

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.