Tíminn - 20.07.1973, Síða 10

Tíminn - 20.07.1973, Síða 10
10 TÍMINN Föstudagur 20. júlf 1973. Birgit og litla dóttir hennar Janne ann, var hún viss um að hann yfirgæfi hana. Hún varð að út- vega sér barn með einhverjum ráðum. í örvæntingu sinni tók hún að gera áætlun.... Þann 14. desember fór hún með leynd til Kaupmannahafnar. Borgin var skreytt jólaskrauti og allt var fullt af fólki i verzlunar- ferð. Utan við Daells vöruhúsið i miðborginni stóðu margir barna- vagnar og Birgit kom auga á Tinu. Eldsnöggt greip hún um barnavagninn og ók honum inn i sund skammt frá. Hún tók litla, volga böggulinn i fangið. Tárin tóku að renna og hún fann að hún gat ekki lagt barnið þarna aftur. I nokkrar minútur stóð hún þarna og hélt fast um barnið, en loks tók hún á rás til járnbrautarstöðvar- innar og tók lestina heim. Allt gekk þetta svo fljótt. Um leið og hún var komin inn fyrir dyrnar, skipti hún um föt á Tinu og klæddi hana i hvit falleg föt, sem beðið höföu i marga mánuöi niðri i skúffu. Siðan hafði hún sjálf fata- skipti og skreið upp i rúm með barniö. Þegar Leif kom heim úr vinnunni, ljómaði hann af gleði yfir að vera orðinn faðir. Ljós- móöirin var rétt farin og allt hafði gengið vel. Vinir og ættingjar komu og dáðust að dótturinni. Það, að Tina var svo stór, skýröi Birgit með að hún hefði gengið meö hana of lengi. Engan grunaði neitt og Tina var skirð Mari- anne... ^ögregluleit En samtlmis gerðist harmleik- ur heima hjá foreldrum Tinu. Hún var fyrsta barn þeima Hönnu og Peters Viegel. Þau gátu ekki skilið, hvernig nokkur gat verið svo vöndur, að ræna barninu þeirra. Hvers vegna? spuröu þau sjálf sig aftur og aftur. Lögreglan hafði mikinn viðbún- aö og setti varalið til leitarinnar. Blöðin voru i stöðugu sambandi við lögregluiia og á öllum Norður- NÚ Á ÉG MÍN EIGIN BORN OG HUGSA ALDREI UM TÍNU FYRIR hálfu áttunda ári eða svo stóð ung og hrædd kona fyrir rétti i Danmörku. Tárin runnu hægt niður vanga hennar meðan hún viðurkenndi brot sitt lágri röddu. Jú, það var hún, Conny Birgit Andersen, 22 ára gömul, sem rændi hinni 10 vikna gömlu Tinu. Hún hafði gert það í örvæntingu, af löngun eftir barni, af hræöslu við að maður hennar myndi fara frá henni, þar sem hún hafði ný- skeð misst fóstur. Hún hiustaði á dóm sinn: tveggja ára fangelsi. Þá hélt Birgit Andersen, að lífi hennar væri lokið. Þó að maður hennar. Leif Andersen lofaði að bíöa hennar, leyfði hún sér ekki að hugsa um neina framtið. Aö hún ætti einhverntíma eftir aö verða móðir, gat hún ómögulega Imyndað sér. 1 einn mánuð, á Sonurinn René er 4 ára og Janne 2 ára. Hamingjan er fullkomin á litla heimilinu i Helsingör. meðan öll Danmörk leitaði Tinu, hafði hún notið þess að hugsa um lltið barn. Hún hafði lesið I blöð- um um örvæntingu foreldranna, Hönnu og Peter Viegels, hún hafði séö I sjónvarpinu, hvernig lög- reglan hagaði leitinni, en það var eins og allt þetta kæmi henni ekk- ert við. Þegar svo dag einn lög- reglan kom og tók Tinu frá henni, féll allur heimurinn saman. Meöan foreldrar Tinu gengu fyrir konung, var Birgit leidd I fangels- ið.... Tvö börn Nú hefur Birgit náð sér eftir hina hörðu reynslu sina. Hún er tveggja barna móðir og þau heita René, sem er 4 ára og Janne á þriðja ári. Erfiðu árin hafa skilið eftir sin merki, en Birgit er ekki lengur sama konan og sú, sem fyrin hálfu áttunda ári hélt allri Datwnörku i spennu vegna litils barns. Nú er hún hamingjusöm húfímóðir og örugg um lifið og sjálfa sig. Hún býr i útjaðri Helsingör I nýrri ibúð. Meðan börnin leika sér i kring, segir hún frá þvi, hvernig það vildi til aö hún rændi Tinu litlu. Orðin koma hægt og stundum eru þagnir, en Birgit er ekki hrædd, þvi að það veldur ekki sársauka lengur.... Hrædd um að hann færi Það var i september 1965. Bir- git og Leif Andersen höfðu verið gift I mánuð og bjuggu I litilli ibúð I fátækrahverfi Helsingör. Birgit var komin rúma sex mánuði á leið, en skyndilega lét hún fóstrinu. Hún þorði ekki að segja manni sinum frá þvi, af ótta við að hann myndi yfirgefa hana, svo að hún lét hann halda, aö hann yrði bráðlega faðir. Hún gekk áfram i viðum kjólum og engan grunaði neitt. En tíminn leið og ekki fæddist barnið. Leif spurði konu sina oft, hvort timinn væri ekki kominn og örvænting Birgit óx. Ef hún segði honum sannleik- löndum gat fólk fylgzt nákvæm- lega með leitinni frá degi til dags. Með tárin rennandi niður andlitið kom Hanne Wiegles fram I sjón- varpinu og bað þann, sem hefði barnið hennar að skila þvi. Jens Otto Krag forsætisráðherra hélt ræðu I alvarlegum tón yfir dönsku þjóðinni, Friðrik konungur lagöi sitt af mörkum og 100 þúsund krónum var heitið þeim, sem gef- ið gæti upplýsingar, sem leiddu til að barnið fyndist. Næstum hver einasti Dani átti einhvern þátt i málinu. Loks komst morðmála- deild dönsku lögreglunnar aö þeirri niðurstöðu, að Tina gæti varla lengur verið á lifi.... — Innst inni vissi ég að blaðran myndi springa einn góðan veöur- dag, segir Birgit. — En ég elskaði barnið og þó að ég fyndi á mér, aö lögreglan mynd koma, þorði ég ekki að segja sannleikann. Ég lokaði mig inni I mlnum eigin heimi, fullum af móðurást og það Framhald á bls. 19 Munið þið eftir litlu stúlkunni Tinu, sem rænt var i Kaupmannahöfn i jölaösinni 1965? í heilan mánuð leitaði nær öll danska þjöðin hennar og loks fannst Tína heil á húfi hjá hinni 22 ára gömlu Birgit Andersen í Helsingör. Hún hafði tekið barnið í örvæntingu og af hræðslu um að eiginmaðurinn myndi yfirgefa hana eftir fóstur- lát. Nú á Birgit tvö myndarleg börn og er ham- ingjusöm. Nú þorir hún að segja frá þvi, sem gerðist fyrir hálfu áttunda ári.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.