Tíminn - 20.07.1973, Side 17

Tíminn - 20.07.1973, Side 17
Föstudagur 20. júli 1973. TÍMINN 17 Ekkert Annar leikur r a sunnu- dag Ekki fengust úrslit í kvennaknatt- spyrnunni i gærkvöldi. Úrslita- leikurinn var háöur á Laugar- dalsvelli, áður en landsleikurinn fór fram og áttust við Armann og FH. Armenningar sóttu meira fyrst I stað og áttu þá nokkur hættuleg færi, en öll runnu þau út i sandinn. Þegar leið á hálfleik- inn, hresstust FH stúlkurnar og áttu þær mun meira I leiknum siðari hluta fyrri hálfleiks. t siðari hálfleik snerist dæmið við, þvi þá náðu Armanns- stúlkurnar yfirhöndinni. En mörk voru engin skoruð, þrátt fyrir mörg tækifæri og endaði leikurinn þvi með marklausu jafntefli 0-0. Annar úrslitaleikur fer fram næstkomandi sunnudag og verður sá forleikur að leik Vals og Breiðabliks og hefst hann klukk- an 18. Ein FH stúlkan liggur í valnum og önnur horfir áhyggjufull á Katrlnu Axelsdóttur búa sig undir að skjóta að FH markinu. Þvíllkir tilburðir. (Tlmamynd Gunnar) mark hjá stúlkunum ■ ■ Ragn- hildur setti nýtt islands- met — og auk þess voru sett 5 unglingamet! Sex met sáu dagsins ljós á 3. keppnisdegi tslandsmótsins i frjálsum Iþróttum I fyrrakvöld. Ragnhildur Pálsdóttir, UMSK setti tslandsmet i 1000 in hlaupi, hljóp á 3:01,2 min. Tiininn er 11,2 sek betri en gamla rnetið, sem hún átti sjálf. Þctta met Ragn- hildar er einnig stúlkna- og meyjamet, þar sem hún er aðeins 10 ára gömul. Anna Haraldsdótt- ir, FH setti nýtt telpnamet, hljóp á 3:11,3 mln. önnur I hlaupinu varð Lilja Guðmundsdóttir, tR varð önnur á 3:05,4 mln. Halldór Guðbjörnsson, KR varð meistari I 3000 m hindrunarhlaupi á 9:34,4 min, en Einar Óskarsson, UMSK, sem varð annar á 9:54,0 min, seitti nýtt drengjamet og bætti gamla metiö um tæpar 10 sek. Loks setti Asgeir Þ. Eiriksson, 1R nýtt piltamet i fimmtarþraut, hlaut 1807 stig. Stefán Jóhanns- son, Á, varð meistari með 2571 stig. Stefán Hallgrimsson, KR hættieftir fjórar greinar, en hafði þá hlotið 2697 stig. Hann lagði ekki af stað i 1500 m hlaupið og missti þvi af titlinum. ISLAND I ATTA LANDA SUNDKEPPNI í SVISS íslenzka sundlandsliðið hélt utan til Sviss í gær. Tekur þátt í átta landa keppni í Zion íslenzka sundlandsliðið, sem tekur þátt i 8-liða landakeppni i Zion i Sviss, hélt utan í gær. Þetta verður i annað skiptið sem islenzka landsliðið tekur þátt i átta-landakeppninni, en islenzka liðið tók þátt i keppninni i Skotlandi i fyrra. Löndin átta, sem taka þátt i keppninni, eru: Sviss, Noregur, Spánn, Skotlandj ísrael, Wales, Belgia og ísland. Það eru fimm piltar og fimm stúlkur, sem skipa islenzka landsliöið, en það er þannig skip- að: Útimót 2. flokks kvenna Handknattleiksmót tslands I 2. fl. kv. 1973, utanhúss veröur haldið 18.-19. ágúst. Þátttökugjald er kr. 1.500. — Þátttökutilkynningar þurfa aö berast fyrir 30. JÚLt, ásamt þátttökugjaldi. Merkt: Handknattleiksdeild Armanns, Pósthólf 7149, Reykjavik. VILBORG JÚLtUSDÓTTIR..... (Ægi), keppir i 400 m skriðsundi, 400 m fjórsundi og boðsundum. HELGA GUNNARSDÓTT- IR..(Ægi), I 200 m bringusundi og boðsundum. LtSA RONSON PÉTURS- DÓTTIR...(Ægi),I100m skrið- sundi, 100 m flugsundi og boð- sundum. VILBORG SVERRISDÓTT- IR.... (SH), keppir i boðsundum. SALOME ÞÓRISDÓTTIR... (Ægi), keppir i 100 m baksundi og boðsundum. AXEL AXELSSON.... (Ægi), i 200 m flugsundi og boðsundum. GUÐMUNDUR GtSLASON.... (Arm.), keppir i 400 m fjórsundi, 200m baksundi og boðsundum. FRIÐRIK GUÐMUNDSSON.... (KR), i 1500 m skriðsundi, 400 m skriðsundi og boðsundum. SIGURÐUR ÓLAFSSON... (Ægi) keppir i 100 m skriðsundi og boðsundum. Fyrirliði landsliðsins er Guð- mundur Gislason. Þjálfari er Guðmundur Harðarson, sem er jafnframt fararstjóri. Liðsstjóri I ferðinni, verður Irmy Toft. Röðin á löndunum átta, varð þannig i fyrra: Spánn, Skotland, Noregur, Sviss, Wales, Belgia, ísrael og ísland. — SOS. Nokkrir af þeim beztu keppa 2. deild í frjálsum 2. DEILDARKEPPNI frjáls- iþróttafólks fer fram á Iþrótta- vellinum á Akureyri á morgun og hefst kl. 13. Alls taka 9 félög og héraðssambönd þátt I keppninni og þaö mun meiri þátttaka en bú- izt var við. Keppnisflokkarnir eru frá FH, KA, Borgfirðingum, Strandamönnum, Austur-Hún- vetningum, Skagfirðingum, Suð- ur-Þingeyingum, Eyfirðingum og Austfirðingum. Keppnin verður vafalaust mjög hörð um sæti I 1. deild Bikarkeppninnar, sem háð verður I Reykjavík 18. og 19. ágúst, en sigurvegarinn I 2. deild vinnur sér rétt til að keppa I 1. deild. Flestir eru á þeirri skoöun, að baráttan standi milli Borgfirð- inga, Suður-Þingeyinga og FH, en hugsanlegt er, að KA, og Eyfirö- ingar geti blandað sér I barátt- una. Margt af bezta frjálslþrótta- fólki eru 1 2. deildarliðinu, t.d. Hreinn Halldórsson, Stranda- maðurinn sterki, sem svo er nefndur, Jón Diðriksson, Borgar- firði, hlauparinn efnilegi og fleiri mætti nefna. Margir nýbakaðir Islands- meistarar keppa á mótinu sem gestir og fara til Akureyrar á vegum FRí. Nærri allt kvenna- tandsliðið sem þátt tók I Evrópu- bikarkeppninni I Kaupmannahöfn I lok sfðasta mánaðar og a.m.k. þrír íslandsmeistarar í karla- flokki. Þau sem fara eru systurn- ar Lára og Sigrún Sveinsdætur, Ingunn Einarsdóttir, Lilja Guð- mundsdóttir, Guðrún Ingólfsdótt- ir, Kristin Björnsdóttir, Friðrik Þór Óskarsson, Vilmundur Vilhjálmsson og Karl West Fred- riksen. Landslið tslands I sundi.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.