Tíminn - 11.08.1973, Blaðsíða 1

Tíminn - 11.08.1973, Blaðsíða 1
IGNIS FRYSTIKISTUR ícS ;s»7. M RAFTORG SÍMI: 26660 RAFIÐJAN SIMI: 19294 Hálfnað erverk þá hafið er sparnaður skapar verðmæti Samvinnubankinn LÍKRÆNINGJAR VORRA DAGA að verki í kirkjugörðunum ÓV-Reykjavík — Óþverra- skapur og viröingarleysi sumra manna virðist ekki eiga sér nokkur takmörk. Að undanförnu hefur nokkuð borið á þvi, að koparstyttum og plötum hefur verið stoiið af gröfum i kirkjugörðum borgarinnar. Nú nýlega var til dæmis stolið koparlikneski af leiði en ekki er hægt að segja með vissu um hvenær ódæðið var framið. Haft er eftir Marteini Gisla- syni, yfirverkstjóra kirkju- garðanna, að þetta sé ekkert nýtt fyrirbæri. Þaö kvað vera algengt, að fariö sé i kirkju- garðana á nóttunni og þar brotnar marmarastyttur og unnin önnur spellvirki. Viða i kirkjugörðunum má sjá, að koparskildir eru horfnir af legsteinum. Ránnsóknarlögreglan hefur nú þetta mál undir höndum og vinnur að rannsókn þess. Það er ömurlegt til þess að vita, að ekki einu sinni hinir látnu fá að vera i friði fyrir óþverra- skap sumra manna — og liggur við að þetta jaðri við likrán. Þannig eru vinnubrögö likræningjanna, sem leggja leiö sfna f kirkjugarðana, ýmist til þess að stela þar einhverju, sem þeir hyggjast geta komið f verö, eða þjóna lund sinni. Tímamynd: Róbert Sexlandakeppnin í skák: ÞAÐ VAR EINHVER ÓGÆFA YFIR OKKUR sagði Friðrik Ólafsson um gengi íslenzku sveitarinnar Friðrik ólafsson „ÞETTA gekk einkennilega illa hjá okkur. Viö vorum oft komin með mun betri og jafnvel unnin töfl, en einhvern veginn tókst okkur að klúðra skákunum niður i jafntefli og jafnvel tapa þeim. Þaö var einhver ógæfa yfir okkur”. sagði Friörik ólafsson stórmeistari, i viðtali við Timann um frammistööu islenzku skák- sveitarinnar i sexlandakeppninni sem nýlokiö er. i Danmörku, en við náðum tali af Friðriki vi-ð heimkomu hans I gærkvöldi — tslenzka sveitin hafnaði i fimmta sæti keppninnar með 11 1/2 vinning af 30 mögulegum. Danir urðu sigurvegarar með 20 1/2 vinning, næsti:r komu Sviar með 17 1/2 Norðmenn þriðju með 15 1/2 vinning, Vestur-Þjóðverjar fjórðu með 15 vinninga, þá komu Islendingar með 111/2 vinning og restina ráku Finnar með 10 vinn- inga. Hvítá rs lysið: 4 PILTANNA HAFA GEFIÐ SIG FRAM FJÓRIR af piltunum, sem rann- sóknarlögreglan óskaði að hafa tal af vegna siyssins, þegar Sumarliði Einarsson drukknaði i Hvitá aðfaranótt laugardagsins, hafa nú gefiö sig fram og gerðu þeir það allir jafn skjótt og þeir lásu um slysiö I blöðum. Piltarnir tveir, sem siðast sáu til Sumarliða, eru úr Sandgerði, en hinir tveir, sem gáfu sig fram, eru úr Borgarnesi. Enn hefur rannsóknarlögreglan ekki náð tali af pilti af Akranesi, sem var i fylgd með Borgnesing- unum nóttina, sem slysiö átti sér stað. Eru það eindregin tilmæli rannsóknarlögreglunnar, aö hann gefi sig fram hið fyrsta. Einnig hefur rannsóknarlög- reglan áhuga á að ná tali af tveimur fullorðnum mönnum, sem voru á grænni Saab-bifreið nálægt slysstaönum, umrædda nótt. Munu mennirnir tveir, sem piltarnir telja, aö hafi verið eftir- litsmenn, hafa ekið piltunum úr Sandgeröi frá Barnafossi og á mótsvæðið. Eins og áður hefur komiö fram, voru tildrög slyssins þau, að pilt- arnir munu hafa ætlað aö vaða Hvítána til þess að komast inn á mótsvæðið i Húsafellsskógi. Haföi Sumarliði heitinn, ásamt Sand- geröispiltunum, gert tvær til- raunir til þess að komast yfir ána, en orðiö að hætta við i bæði skiptin, þar eð áin var ófær. Tapaði Sumarliöi frakka sinvim i seinni skiptið. Eftir tvær árangurslausar tilraunir vildu Sandgerðingarnir gefast upp og settust niður i laut til að hvila sig. Sumarliði heitinn vildi þó gera eina tilraun enn og hélt upp með ánni og hvarf úr augsýn. Er talið, aö það hafi verið i þessari þriöju tilraun, sem slysiö átti sér stað. —■ gj- Islenzka sveitin vann enga hinna sveitanna. Bezt gekk gegn Finnum, en þar varð jafntefli þrir vinningar gegn þremur. Tveir og hálfur vinningur náðust af Svium, Dönum og Þjóöverjum, en Norð- mennirnir létu ekki nema einn vinning af hendi. Friðrik sagðist sjálfur hafa fengið tvo og hálfan vinning eða fimmtiu prósent. Hann vann Finnann Saren, tapaði fyrir Þjóðverjanum Dueball, en geröi jafntefli við Larsen, Anderson og Ogaard. Ekki sagðist Friðrik vera ánægður meö þessa vinn- ingatölu, sagðist hafa náð betri stöðu i öllum skákunum, nema þeirri gegn Svianum Anderson, en ekki tekizt að nýta sér yfir- burðina til vinnings. Nefndi hann sem dæmi skákina gegn Dueball, en þar var hann kominn með gjörunnið tafl, með mann yfir og gat reyndar gert út um skákina i einum leik, en þá lék hann svo hroðalega af sér og skákin tapaðist. Friðrik sagðist hafa fengið betra tafl út úr byrjuninni gegn Larsen og haft betri stööu i bið- skákinni, en litill timi vannst til að rannsaka biðstöðuna, sem var Framhald á bls. 23 Slys á Hvalfjarðarströnd: Jeppi féll 6 metra fram af bryggju Ökumaðurinn rifbeinsbrotnaði og skaddaðist á lunga UM KLUKKAN ellefu i gærmorg- un varð það slys i hvalstöðinni undir Þyrilsklifi, að jeppa var ekiö út af bryggjunni við Hval- stöðina og féil hann fram af henni og niöur i sjó um sex metra fall. Einn maður var i bifreiðinni, Jafct Hjartarson, verksmiðju- stjóri. Var hann fluttur á sjúkra- húsiðá Akranesi til athugunar og þaðan var flogið með hann til Reykjavikur, þar sem hann liggur á Landspitalanum. Jafet rifbeinsbrotnaði og skaddaðist við þaö annaö lungað, en hann er ekki I neinni lifshættu samkvæmt upplýsingum lækna á Landspital- anum. Jafet ók jeppanum, sem er af gerðinni Willys, fram bryggjuna og ætlaði aö hafa tal af mönnum, um borð i einum hvalbátnum sem lá við bryggjuna. Þegar billinn var kominn um sextiu metra fram bryggjuna, rann hann til i mikilli hálku, sem myndazt haföi á bryggjunni vegna rigninga. Fór jeppinn út af bryggjunni og féll um þaö bil sex metra, áður en hann féll i sjó. Fjara var, þegar atburðurinn átti sér stað, og að sögn Jóns Helgasonar, starfs- manns i Hvalstööinni, var sjórinn aöeins um einn meter að dýpt, þar sem jeppinn kom niöur. Starfsmenn i verksmiöjunni sáu þegar óhappið átti sér stað og Dansskóli Heiðars í Breiðholti ÓV-Reykjavik — Ileiðar Asl- valdsson hefur fengið lóð fyrir dansskóla i verzlunar- miðstöð við Noröurfcll i Breiðholtshverfi. Aðal- stiiðvar skólans i Brautar- holti 4 verða þó slarfræktar áfram, enda hefur skólinn á undanförnum árum staöið fyrir danskcnnslu barna úr Breiðhollshvcrfi i Fáks- heimilinu og cr hið nýja og fyrirhugaöa húsnæði hugsað sem aukin og bætt þjónusta við Brciðholtshúa. Heiðar Astvaldsson er sjálfur erlendis þessa dagana og þegar frétta- maður blaðsins hafði sim- samband við heimili hans i gær, hafði kona hans ekki heyrt tiðindin. — Þetta eru gleðííréttir, sagði hún, — en ég veit ekkert hvenær við getum byrjað, þvi að Heiðar hefur ekki viljað leggja út i neinn undirbúning fyrr en allt er komiö á hreint. Nú bið ég eftir að hann komi heim og þá verður vafalaust hafizt handa. brugðu skjótt við og skutu út báti og reru til jafets. Þegar þeir komu að jeppanum var Jafet kominn út úr jeppanum, enda slikt ekki erfitt þar sem hurö hans haföi losnað i fallinu og dottiö af. Var farið meö Jafet i land og siðan hringt á sjúkrahúsið. Meiösli hans voru könnuð á Akranesi, . og kom þá i ljós að hann haföi rifbrotnað og hafði brotna rifið skaddað annað lunga hans. Var flogið með Jafet til Reykjavikur og hann lagður inn á Landspitalann og er liðan hans eftir atvikum góö. — gj.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.