Tíminn - 11.08.1973, Blaðsíða 6

Tíminn - 11.08.1973, Blaðsíða 6
6 TÍMINN Laugardagur 11. águst 1973. Ók á staur við AAikla- torg GAMALLI SENDIFERÐA- BIFREIÐ af Fiat gerð var ekið á ljósastaur við Hringbrautina i gærmorgun. I bifreiðinni voru þrir ungir menn, skarst bílstjórinn nokkuð á höndum og brákaðist eitthvað, sá sem var I aftursætinu slasaðist töluvert, en farþegi i framsæti slapp svo til ómeiddur. Ekki er ljóst hvað slysinu olli, en bilstjórinn telur að stjórntæki bifreiðarinnar hafi ekki verið i lagi. Bifreiðinni var ekið i hringnum á Miklatorgi og ætlaði öku- maðurinn að beygjá vestur Hringbrautina, en ók þá á staur með fyrrgreindum afleiðingum. Bifreiðin er mjög mikið skemmd, jafnvel talin ónýt. Þá var harður árekstur milli tveggja fólksbifreiða á mótum Njálsgötu og Frakkastigs, einnig i gærmorgun. Barn i öðrum bilnum fékk einhverjar skrámur, en meiðslin eru ekki talin alvarleg. Astæða áreksturisins var sú að hægri handar rétturinn var ekki virtur. Bilarnir eru töluvert skemmcþr. —GJ AAikill dagur Hér standa þau Gunnar Bjarnason, sem skreytti barnadeiidina, Hildegardi priorinna og Bryndis Jónasdóttir —Timamynd Róbert. SJÖ BARNAÆVINTÝRI Á VEGGJUM BARNADEILDARINNARÍLANDAKOTI UNDANFARNAR vikur hefur barnadeild Landakotsspitala verið lokuð vegna stórfram- kvæmda, sem þar hafa verið gerðar.Deildin hefur öll verið tekin i gegn i hólf og gólf og þar allt gert til að láta litlu sjúkl- ingunum liða sem bezt. Við litum þar inn á dögunum og það fyrsta, sem við rákum augun i voru geysistórar myndir, sem settar höfðu verið upp á öllum stofunum svo og á fleiri stöðum. Þessar myndir eru allar málaðar af Gunnari Bjarnasyni leikmyndateiknara Þjóðleik- hússins og þar sem hann var i næsta nágrenni spurðum við hann hvað þetta væru margar myndir og úr hvaða ævintýrum þær væru. Hann sagði, að þetta væru yfir 20 myndir og væru þær úr einum 7 ævintýrum og sögum .Það væri t.d. Rauðhetta, Lata stelpan, öskubuska og fleiri. Þá væru i stofunum fyrir yngstu börnin myndir af Andrési önd og selnum Snorra. Þessar myndir lifguðu upp á stofurnar og þær liktust nú orðið meira stóru barna-herbergi en sjúkrastofu, og væri það i anda timans. Undir þessi orð tók yfir- hjúkrunarkonan á barnadeild- inni, Bryndis Jónasdóttir. Hún sagði okkur að deildin tæki aftur til starfa nú um helgina. 1 henni væru rúm fyrir 28 börn á aldrinum allt frá nokkra-daga til 12 ára. Hún benti okkur á ýmsar breytingar, sem gerðar hafa Vegaþjónusta Félags is- lenzkra bifreiðaeigenda helgina 11-12 ágúst 1973. Þjónustutimi hefst kl. 14 báða dagana og er til kl. 21 á laugardag og til kl. 23 á sunnudag. F.I.B. 3. Út frá Þingvöllum. F.l.B. 8. Hvalfjörður. F.I.B. 5. Borgarfjörður, út frá Hvitárbrú. F.l.B. 11. Út frá Flókalundi, Vatnsfirði. F.t.B. 20. V-Húnavatnssýsla. F.I.B. 18. Út frá Akureyri. verið, eins og t.d. ný rúm, sængur og rúmfatnað, sem Torvaldsen- félagið hefur gefið og mikið af leikföngum, sem Kiwanis- klúbburinn Katla gaf deildinni. Aður en við yfirgáfum deildina spurðum við Bryndisi, hvort það væri ekki erfitt, að vinna á deild með um 30 börnum, og hvort það væri ekki ægilegur hávaði, þegar þau færu öll að gráta i einu. Hún F.I.B. 19. Út frá Egilsstöðum. Gufunesradió Simi: 91-22384. Brúarradió Simi: 95-1112. Isafjarðarradió Simi: 94-3065. Akureyrarradió Simi: 96-11004. Seyðisfjarðarradió Simi 60, taka á móti aðstoðarbeiðnum og koma þeim á framfæri við vegaþjón- ustubifreiðir F.I.B. Einnig er hægt að koma að- stoðarbeiðnum á framfæri i gegn- um hinar fjölmörgu talstöðvar- bifreiðar á þjóðvegunum. Félagsmenn ganga fyrir utan- félagsmönnum um aðstoð. Ariðandi er, að bifreiðaeigend- bara brosti og sagði að eitt það skemmtilegasta við starfið væri einmitt að vinna á barnadeild. Um það hvort hávaðinn væri mikill, þegar þau færu öll að gráta i einu sagðist hún ekki vita þau gerðu það ekki. Mesti gráturinn væri eftir heimsóknartima, þar fyrir utan- utan væru börnin alltaf róleg —klp helgina ur hafi meðferðis góðan varahjól- barða og viftureim, ásamt vara- hlutum i rafkerfi. Einnig er ráð- legt að hafa varaslöngu. Simsvari F.l.B. er tengdur við 33614 eftir skrifstofutima. Með þessari helgi lýkur vega- þjónustu F.I.B. i sumar. Félagið þakkar fjölmiðlum góða sam- vinnu og óskar bifreiðaeigendum og vegaþjónustumönnum sinum alls velfarnaðar. í Skdlholti SÆNSKI KÓRINN frá Adólfs Friðrikskirkjunni i Stokkhólmi syngur í Skálholti klukkan þrjú á sunnudaginn 12. ágúst, en ekki klukkan fjögur, eins og áður hefur veriö sagt i fréttum. Má segja, að þessi dagur verði þéttsetinn,, þvi að það verða guðs- þjónustur og tónleikar frá morgni til kvölds. Gjöf til Vestmanna- eyjasöfnun- arinnar Utanrikisráðuneytinu hefii borizt framlag til Vestmanna- eyjasöfunarinnar frá fram- kvæmdasjóði Evrópuráðsins sem nemur 433.000.00 islenzkum krón- um. Messa undir berum Vegaþjónusta um Hér sýnir höfundur myndanna ungri dömu inn f heim eins ævintýrisins. himni í Laugardal Á MORGUN kiukkan tvö mun séra Grimur Grfmsson haida úti- messu I skrúðgaröinum I Laugar- dal. Er þetta f annaö skipti, sem hann bregöur á þetta ráö. Hann hélt slfka messu einnig f ágúst- mánuöi I fyrra. — Við fengum skúr i fyrra, sagði séra Grimur við blaðiö, en nú erum við að gera okkur vonir um þurran sunnudaginn þarna i garðinum. Eins og kunnugt er gegnir séra Grimur prestsembætti i Asprestakalli, sem er kirkjulaust, þótt byrjað sé að undirbúa kirkju- byggingu, og getur messan i Laugardalsgarðinum minnt á það, að enn á söfnuðinn enga kirkju. Þarna verður þá lika tekið á móti gjöfum i kirkjubyggingar sjóð og seld merki, sem heyra til skyndihappdrætti, og er vinningurinn flugfar til Kaup- mannahafnar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.