Tíminn - 11.08.1973, Blaðsíða 10
10
TÍMINN
Laugardagur 11. ágúst 1973.
I&ngarðar hafa ekki greitt ló&arleigu til borgarsjóös um árabil.
VELTUFJARMUNIR
RANGT METNIR
Hér á cftir birtast kaflar úr
si&ari hluta ræOu Guömundar G.
Þórarinssonar, borgarfulltrúa,
viö umræöur um reikninga
Rcykjavlkurborgar fyrir áriö
1972.
Þaö, sem ég hef reynt aö gera
hér grein fyrir um uppbyggingu
reikninganna varöandi mat á
veltufjármunum og greiðslustöðu
borgarsjóös, hef ég áður skýrt
með dálitilli sögu. Hugsum okkur
verktakafyrirtæki, sem á sama
hátt og borgarsjóður, færði
hliðar- og sérreikninga. Eins og
borgarsjóður færir þá fyrir hita-
veitu, rafmagnsveitu og vatns-
veitu o.s. frv., þá færði verktaka-
fyrirtækið sérstakan reikning
fyrir einstakar vélar. Verktaka-
fyrirtækið, sem væri gjörsamlega
gjaldþrota, gæti með þvi að nota
sömu bókhaldsaöferöir og notaö-
ar eru hjá borgarsjóði villt á sér
heimildir og sýnt hagstæða
greiðslustöðu. Halli fyrirtækisins
mætti að verulegu leyti skrifa á
eitt tæki, til að mynda eina jarð-
ýtuna, færa sérstakan reikning
fyrir jarðýtuna. Jarðýtan væri
rekin með bullandi tapi, en
rekstrartapið kæmi ekki illa út
fyrir fyrirtækið. Það hefði lánað
jarðýtunni þetta fé og reikningar
fyrirtækisins kæmu vel út með
mikilli eign, þó að sú eign væri öll
svo aö segja inneign hjá jaröýt-
unni — tapaöur rekstrarkostn-
aður.
Villandi mynd af stööu
^orgarsjóðs
hygg að allir geti verið sam-
mála um það, að reikningar
Reykjavikurborgar, eins og þeir
eru fræðir upp með þessari
greiðslustöðu, eru beinlinis rang-
ir. Veltufjármunir eru rangt
metnir og með þvi aö meta raun-
verulega veltufjármuni versnar
greiðslustaða borgarsjóðs veru-
lega. Ef til að mynda væri metið
til veltufjármuna að skuld Fram-
kvæmdasjóðs væri aöeins 10.0
millj. i stað 83.0, meö það fyrir
augum að borgarsjóður áætlaði
til Framkvæmdasjóðs þannig, að
Framkvæmdasjóður gæti greitt
10.0 millj. af skuldinni á næsta
ári, þá væri hægt að segja, að
þarna væri um veltufjármuni að
ræöa 10.0 millj. i stað 83.0.
Af þessum 46.0 millj., sem að
strætisvagnarnir telja til veltu-
fjármuna, væri e.t.v. hægt með
góðum vilja að telja 3.0 millj. til
veltufjármuna með þvi að segja á
sama hátt, aö borgarsjóður
áætlaði riflega framlag sitt til
strætisvagnanna og strætis-
vagnarnir gætu á næsta ári greitt
eitthvað til baka, þ.e.a.s. um 3.0
millj.
Pípugerðin og fl. fyrirtæki
Þegar litið er til annarra fyrir-
tækja borgarinnar, eins og t.a.m.
Pipugerðarinnar, sem skuldar
borgarsjóði liklega 26 millj. og
getur greitt einhvern hlut árlega,
eins og t.d. i ár um 3.0 millj., þá
virðist ekki úr vegi að álita, að
staða fyrirtækisins verði svipuð
og áætla að fyrirtækið gæti greitt
3.0 millj. á næsta ári og þá væri
hægt að meta um 3.0 millj. af
þessum 26 til veltufjármuna i stað
26.0 millj. Þarna kæmi þvi bara á
þessum liöum einum frádrag
upp á 139.0 millj. kr. Jafnframt
þessu væri eðlilegt að draga frá
veltufjármunum og leggja við
skammtimalán greiðslu af lang-
timalánum þær greiðslur, sem
greiða á á næsta ári.
Það er athygiisvert við þessa
reikninga, að mat veltufjármuna
er mjög ruglingslegt á milli ein-
stakra reikninga. Afborganir af
langtimaskuldum nema um 50.0
millj. á þessu ári og er liklegt að
áætla þær svipaðar á næsta ári,
þar af eru um 40.0 millj. til af-
borgana af skuldabréfum til
lengri tima og 10.0 millj. til af-
borgana áf fasteignum. Þar með
værum við komin með raunveru-
lega rýrnun á mati veltufjár.
útistandandi barnsmeðlög
sem veltufjármunir!
Ég hygg að flestir séu lika og
geti veriö sammáia um það, að
raunverulega sé ekki unnt að
meta til veltufjármuna útistand-
andi kröfur, sem reynsla sýnir að
muni ekki koma inn, nema að
hluta, á næsta ári. A ég þar viö
skuld rlkissjóðs, sem nú er metin
um 86.0 millj., iþróttasjóðs, sem
að metinn er um 55.0 millj. og
jafnvel bamsmeölög eftirstöövar,
sem að metin eru á 70.0 millj. og
metiö sem veltufjármunir.
Útistandandi barnsmeðlög
minnkuöu á þessu ári einhvers
staðar á milli 35.0 og 40.0 millj.,
þannig að það væri ekkert óeðli-
legt að állta að á næsta ári gætu
þessár eftirstöövar minnkaö um
svipaö, þó að á þeim verði
erfiðari á næsta ári, þar sem
þarna er um gamlar eftirstöðvar
að ræða, þær eldast um ár...til
þessa árs, en innheimtustofnun
hefur tekið við innheimtu barns-
meðlaga nú.
Ef miðað væri við það, að rikis-
sjóður greiddi um 50.0 millj. af
sinni skuld, iþróttasjóður um 20.0
helmingurinn af barnsmeðlögum
innheimtist, þá mundi þarna
koma fram rýrnun upp á 206.0
millj. að auki. Greiðslustaða út-
reiknuð fyrir borgarsjóð i endur-
skoðunarskýrslu, eöa hlutfallið
milli veltufjármuna og skulda til
skamms tlma, er skv. reikningi
borgarendurskoðanda um 2.6. Ef
raunveruleg greiðslustaöa er
metin, þá verður þetta hlutfall
um 763.0 millj. deilt með 526 eða
um 1.4 og fyrirneðan það, sem aö
sérfræðingar telja að greiðslu-
staða fyrirtækis þurfi að ná, til
þess að rekstur sé i lagi.
Það er raunar athyglisvert, þó
að það hafi ekki verið tekið inn i
þetta dæmi upp á þessa upp-
setningu, að umframeyðsla á
fjármunum borgarinnar rýrir
ekki greiðslustöðuna, vegna þess
að umframeyðsla i skólabygging-
ar og annað dregst frá ónotuöum
fjárveitingum, sem reiknaðar eru
sem skuldir til skamms
tima. Þetta er ákaflega merki-
leg færsla i sjálfu sér, þegar
reiknað er til veltufjármuna
verulegt fjármagn, sem verður
að takast af tekjum borgarsjóðs á
næsta ári, og jafnframt það, að
þegar eytt er umfram fjár-
[ Síðari i
! hluti !
veitingu, þá rýrir það ekki
greiðslustöðu borgarsjóðs, vegna
þess kerfis, sem notað er við mat
á greiðslustöðu.
Útistandandi barnsmeðlög eru
metin á um 70.0 millj. Skv. þeim
upplýsingum, sem ég hefi aflað
mér, eru barnsmeölög á spjald-
skrám Reykjavikurborgar um
90.0 millj. hærri útistandandi
heldur en þessi tala, þ.e.a.s. að
útistandandi kröfur vegna barns-
meðlaga ættu þá að vera um 160.0
millj. núna I staö 70.00 millj. sem
reikningurinn gefur upp það þýðir
að færslurnar i reikningnum á
útistandandi skuldum eru rangar.
Þessar kröfur hafa ekki verið af-
skrifaðar, samt finnast þær
hvergi I reikningum borgarinnar
og borgarfulltrúar, sem láta sér
nægja athugun á reikningunum,
fá enga hugmynd um þessar úti-
standandi skuldir. Mér er raunar
spurn, hvort slik færsla geti verið
leyfileg, hvort sveitarfélag eins
og Reykjavik geti leyft sér, það,
að gefa upp i reikningum aðeins
hluta af þeim útistandandi
kröfum, sem raunverulega eru i
bókhaldi. Af fundargerðum frá
stjórn endurskoðunardeildar-
innar, sem raunar eru einu
fundargerðirnar sem ekki berast
borgarfulltrúum, má sjá að stjórn
endurskoðunardeildarinnar
hefur samþykkt að afskrifa
barnsmeðlagakröfur um rúmar
4.0 millj. kr Mér vitanlega hefur
þetta ekki komið til samþykktar i
borgarráði eöa borgarstjórn, en
ástæður munu liggja fyrir, gjald-
endur eru jafnvel fallnir úr tölu
lifenda og er erfittað sjá, hvernig
stendur á aö kröfur eru ekki
gerðar I dánarbú eða einnheimtu
ekki fyrr fylgt eftir.
Af þvi sem að ég hefi hér sagt,
virðist mér að ekki væri óeðlilegt
að reikningurinn væri endur-
færður, tekinn upp og færður
aftur, þannig að hann gæfi
borgurum rétta hugmynd um
Ég hygg, að ekki sé hægt að gera
sanngjarnari kröfur en þá að viö
gerð næsta reiknings verði þessir
hlutir komnir I lag.
Hverjar eru vaxtatekjur
borgarsjóðs — og hvar
færðar?
Þegar borgarreikningurinn er
skoðaður kemur margt fram,
sem erfitt er að átta sig á. Mér
þykja það raunar afar hvimleiðar
færslur, þegar maður vill reyna
að glöggva sig á þvl, hverjar séu
vaxtatekjur borgarsjóðs. Hverjar
vaxtatekjur borgarsjóðs
og hvar eru þær i reikningnum?
Jú, þær eru færðar undir liðnum
önnur útgjöld. Og fyrir utanað-
komandi mann, þá hygg ég, að
það sé siðasti liðurinn, sem menn
munu fara I til að leita að vaxta-
tekjum borgarsjóðs, — önnur út-
gjöld. Þetta kemur hins vegar til
af því, að reikningurinn er
samandreginn og nettó-vextir eru
færðir, eigi að siður er þetta
hvimleið færsla og mér finnst að
vaxtatekjur ættu að færast með
tekjum og vaxtagjöld með
gjöldum, þannig að gleggra mætti
sjá hverjar raunverulegar tekjur
eru. Við geröum það hér borgar-
fulltrúar minnihlutaflokkanria
eöa meirihluta-flokkanna, ef at-
kvæði eru talin, tillögu viö gerð
siðustu fjárhagsáætlunar um
það, að tekjuliðum fjárhags-
áætlunar væri breytt, gatna-
gerðargjöld og benzinfé yröu talin
til tekna beint i stað þess að þær
tekjur drægjust frá gjaldaliðum
annars staöar. Nú hefur endur-
skoðunarskýrsla tekið þessa til-
lögu upp, góðu heilli, og vona ég
að árangur verði þar af.
Skipulagsmál nýrra
borgarhverfa ^
Þegar reikningnum er flett
kemur i ljós liður, sem heitir
Skipulag nýrra hverfa. Heiti liðar
ber það með sér, að þetta sé það
fé sem varið hefur verið til skipu-
lags nýrra hverfa. En þegar
málið er skoðað, þá virðist vera,
sem þarna sé eingöngu um að
ræða aðkeypta arkitektavinnu,
þávinnusem keypt er utan úr bæ
til skipulags nýrra hverfa, en sú
vinna, sem skipulagsdeild og
Þróunarstofnun vinna við skipu-
lagningu nýrra hverfa, kemur
ekki inn i þennan lið. Þar sýnist
mér að reikningarnir séu að
verða slikt völundarhús, að
borgarstjóri hafi sjálfur villzt i
framsöguræðu sinni. Borgar-
sjóður greiðir til skipulags nýrra
hverfa skv. þessum reikningi 3.0
millj kr. Fjárhagsáætlun var 5.0
millj, og af einhverjum ástæðum
hafa borgaryfirvöld ekki séð
ástæðu til að láta vinna að skipu-
lagsmálum yfir alla þá fjármuni,
sem til þess voru áætlaðir. Það
kemur mér raunar á óvart, þvi
að oft hefur verið rætt hér um
skipulagsmál og ég hélt að menn
væru sammála um það, að ástæöa
væri til heldur að herða þar á en
að draga úr. Það er ekki langt
siðan, að hér var haldinn fundur
með ýmsum forstjórum fyrir-
tækja Reykjavikurborgar, fundur
sem raunar var haldinn á vegum
Innkaupastofnunarinnar vegna
endurskoðunar á reglum fyrir
starfsemi Innkaupastofnunar-
innar, sem er að verða einhver
mesta endurskoðun og tima-
frekasta, sem ráðizt hefur verið I
á vegum Reykjavikurborgar. En
á þessum fundi gerðu stjórnar-
menn Innkaupastofnunarinnar
nokkuð harða hrið að forstjórum
vegnaþess, aðbeiðnium innkaup
kæmi svo seint til stjórnarinnar,
að oft væri enginn vegur að nýta
hagstæðustu leið til innkaupa,
vegna timaleysis. Oft væri ekki
timi til að efna til útboðs, varan
yrði að koma strax með beinni
pöntun, án þess að unnt væri að
afla hagstæðustu kaupa. For-
stjórar hinna ýmsu fyrirtækja
svöruðu þvi til, að þeir væru
þarna i mikilli úlfakreppu lika.
Þeirra ákvarðanataka byggðist á
þvi, að svo seint kæmu til þeirra
gögn til úrvinnslu, að þeir væru i
algerum vandræðum. Töluðu þeir
þar sérstaklega um, að skipu-
lagsuppdrættir kæmu svo seint til
þeirra, að raunar væri ekki timi
til að vinna verkið. Og borgar-
verkfræðingur tók sérstaklega
undir það, að þarna væri við
vissan vanda að eiga. Meö þetta
fyrir augum og það, að þarna er
mikill vandi i borgarrekstrinum,
sem borgarstjóri ætti að láta til
sin taka, verður það enn
illskiljanlegra að ekki skuli hafa
verið unnið aö skipulagsmálum
fyrir þá upphæð, sem að áætluð
var.
Sumum reikningum ekki
lokað fyrren í lok apríl— í
stað áramóta!
I greinargerð borgarritara með
reikningunum kemur fram, að
sumum þáttum reikningsins er
ekki lokað, var ekki lokað
fyrr en i lok april. Þar eru raunar
ekki upplýsingar um á hvaða
stigi hinum ýmsu þáttum hefur
verið lokað, en þar kemur sér-
staklega fram, aö reikningurinn
við rikissjóð var ekki lokað fyrr
en I lok april mánaðar og ég hygg,
aö það sé öllum ljóst, að það eru
vissir vankantar, sem fylgja þvi,
að loka ekki reikningum á ára-
mótum og ég efast um hag þess
að draga þessar færslur, halda
opnum reikningi ríkissjóðs til
þess að borga inn á skuld sina
fram eftir ári. Ég held, að það
væri ekkert verra fyrir okkur
sem borgarfulltrúa að fá að sjá
það i reikningnum, hvað rikis-
sjóður skuldar um áramót og nota
það sem svipu á rikissjóð, til þess
að standa við sinar greiðslur.
Samræma þarf tekjur og
útgjöld.
Við athugun á vaxtagreiðslum
borgarnnar kemur i ljós, að
vextir, sem borgarsjóður greiðir,
beinlinis vegna yfirdráttar á
hlaupareikningi 56 i Landsbank-
anum, nema um 10.7 millj. kr.
Framhald á bls. 23