Tíminn - 11.08.1973, Blaðsíða 21
Laugardagur 11. ágúst 1973.
TÍMINN
21
Þegar hún kom til
Salómons konungs, lagði
hún fyrir hann erfiðustu
spurningar, og þrautir,
en hann leysti úr þeim
öllum með mestu prýði.
Þá gekk drottningin af
Saba burt og hugsaði
mikið. Loks skipaði hún
svo fyrir, að gerðar
skyldu ellefu rauðar rós-
ir, og skyldi hver þeirra
vera svo lik venjulegri
rós, að ómögulegt væri
að þekkja þær i sundur.
Þegar þetta hafði verið
gert, kallaði hún til sin
tólf drengi og stúlkur og
fékk ellefu þeirra hinar
ellefu tilbúnu rósir, en
þá tólftu, sem var lifandi
rós, fékk hún litilli
stúlku. Þar næst sendi
hún drengina og stúlk-
urnar inn til Salómons
konungs og bað hann að
segja sér, hver af rósun-
um væri lifandi.
Salómon konungur hló
við og hugsaði sem svo,
að þetta væri nú ekki
mikill vandi. En þegar
hann leit á rósirnar,
hætti hann brátt að
hlæja, þvi að honum
sýndist ekki betur en að
þetta væru allt lifandi
rósir. Og þegar hann
skoðaði þær aftur,
fannst honum þær allar
vera tilbúnar. Loks fór
hann að þefa af rósun-
um, ef vera kynni, að
hann gæti fundið þá einu
réttu af lyktinni. En
drottningin af Saba
hafði verið svo vitur, að
láta hinar ellefu tilbúnu
rósir ilma alveg
nákvæmlega eins og
hina raunverulegu rós.
Svo hinn vitri Salómon
hélt, að hann yrði að
viðurkenna, að hann
gæti ekki leyst þessa
þraut.
En þegar hann var i
þann veginn að gefast
upp, heyrði hann allt i
einu suð og vængjaþyt
og sá, hvar litla býflug-
an kom. Hún flaug beint
á hina lifandi rós. Og
Salómon konungur tók
rósina, rétti drottning-
unni af Saba hana og
sagði: ,,Þetta er hún”.
Og drottningin varð að
viðurkenna að enginn i
veröldinni væri eins vit-
ur og Salómon konung-
ur.
Og eins og þið sjáið,
var litla býflugan i raun
og veru vitur. Salómon
konungur var henni
mjög þakklátur, og hann
gaf henni litið búr úr
gulli, sem var rétt við
sjálfa konungshöllina.
Og eftir þetta hafði litla
búflugan þann starfa að
safna hunangi til
morgunverðar handa
konunginum.
SVALUR
eftir
Lyman Young