Tíminn - 17.08.1973, Blaðsíða 8

Tíminn - 17.08.1973, Blaðsíða 8
8 TÍMINN Föstudagur 17. ágdst 1973. Gerð nýs þjóðveg- ar um Norðurórdal í aðsigi > hefst næsta sumar MARGIH eru orftnir langþreyttir á krókunum á þjóðveginum i Norðurárdal, þar sem sums staðar er ekið fyrir klettanef, er byrgja með öllu sýn fram á veginn. En það er viða, sem vega- bætur eru aðkallandi, og ekki verður allt i cinu gert. Og nú verður senn hafi/.t handa um ný- byggingu þjóðvegarins i Norðurárdal, og þegar svo stend- ur á, tekur þvi ekki að gcra minni háttar lagfæringar. — Vegagerð i Norðurárdal er á vegaáætlun árin 1974 og 1975, sagði Rögnvaldur Jónsson verk- fræðingur, er Timinn átti tal við hann i Borgarnesi, og nú um mánaðartima hefur flokkur manna verið að mælingum á þessum slóðum, állt frá Hreða- vatni og fram að Króki. Þessar mælingar verða grund- völlur ákvörðunar um vegarstæð- ið, og verður það endanlega ákveðið i haust eða vetur, þegar ölium gögnum hefur verið safnað, rætt við bændur i dalnum og samið við þá um landspjöll, sem vegágerðinni kunna að fylgja. Yfir ræktað land þarf annars litið að fara i Norðurárdal. Segja má, að vegurinn verði i stórum dráttum á svipuðum stað og hefur verið, nema beinni að sjálfsögðu, og svo hagað til, að vatnsflóð og snjóalög torveldi miklu siður umferð en áður. Samkvæmt vegaáætluninni á að byrja á nýjum kafla innan frá Hvammi og niður fyrir Hreims- staði og gera nýja brú á Bjarnar- dalsá i stað tveggja gamalla, sem þar eru nú. Annars verður vega- áætlunin sjálf endurskoðuð næsta vetur, og þeirri endurskoð- un kunna að fylgja nýjar ákvarðanir um verkhraða. -J.H. ÍBÚAR GETA EKKI FLUTT INN I FULLGERÐ HÚSIN — því hitaveitan hefur enn ekki verið lögð „OKKUR VAR sagt að hitaveitan yrði komin i hverfið i byrjun júli mánaðar. Siðan varð einhver töf á þvi og þá var sagt að hún kæmi 1. september, en nú eru litlar lik- ur á þvi að hún komi fyrr en rétt l'yrir áramótin. Þetta hefur haft gifurlegt óhagræði i för ineð sér, lólk hefur ckki getað flutt inn nema leggja út i aukaf járfestingu upp á tugi þúsunda, fjárfestingu sem vcrður óþörf þegar fram á vetur kemur”. Þetta sagði einn væntanlegur ibúi i hinu nýja Efstalandshverl'i, sem nú er hvað óðast að risa i austurhluta Kópavogskaupstað- ar, ofan Nýbýlavegar. Eins og komið hefur fram i fréttum verð- ur hitaveita lögð i þetta nýja hverfi og voru gerðir samningar um lögn hennar milli bæjaryfir- valda i Kópavogi og Hitaveitu Reykjavikur. Mörg húsin I hverfinu eru þegar orðin tilbúin til ibúðar, nema hvað hitaveitulögnin er enn ekki frágengin. Hafa sumir þvi tekið þann kost að kauparafmagnstúpur eða oliukyndingu og ætla að nota slik hitunartæki unz hitaveitan kernur. Þessu fylgir óhjákvæmi- lega nokkur stofnkostnaður og gizkaði viðmælandi blaðsins á að hann væri um 50.000 kr. að meðal- tali á ibúð og auk þess væri rekst- urskostnaðurinn til muna meiri en við hitaveituna. Timinn hafði samband við Jón Guðlaug Magnússon, bæjarritara i Kópavogi og spurði hann að þvi hvernig samningunum um hita- veitulögnina væri háttað og hvort bæjaryfirvöld i Kópavogi hefðu gefið loforð um að henni yrði lokið fyrir ákveðinn tima. — Samningarnir eru á þá lund, að Hitaveita Reykjavikur tók að sér að leggja hitaveitu i þetta hverfi og skyldi verkinu lokið fyr- ir áramótin 1973-74, sagði Jón. Samkvæmt samningum stendur þvi Hitaveitan við sinn hluta samningsins, þótt hún geri ekkert fyrr en seint i haust, svo framar- lega sem verkinu verður lokið fyrir áramót. Embættismenn kaupstaðarins hafa ekki mér vit- anlega gefið út nein ákveðin lof- orð um hvenær lögninni skyldi vera lokið, heldur aðeins bent fólki á þennan samning okkar við Hitaveitu Reykjavikur. — Hitt er svo annað mál, sagði Jón, að það kann að vera að ein- hverjir bjartsýnismenn, sem fást við bæjarstjórnarmál I Kópavogi, hafi sagt i einkasamtölum við einhverja ibúanna, að þetta hlyti að verða komið áður en þeir flyttu inn, en slikt hefur einungis verið þeirra persónulega skoðun, en hvorki verið gert i nafni eða um- boði bæjarins. —gj. . Við velium þaS borgcnr slg PWM - OFN&R H/F, < ,_____SíSumula 27 » Reykiavik Simar 3*55-55 oq 3-42-00 Vélritunarstúlkur Óskum eftir að ráða vélritunarstúlkur Góð vélritunar- og íslenzkukunnátta nauðsynleg Upplýsingar í síma 8-52-33 BLAÐAPRENT H/F JOHNS-MANVILLE glerullar- 9 einangrun er nú sem fyrr vinsælasta og öruggasta glerull- areinangrun á markaðnum í dag. Auk þess fáið þér frían álpappír með. Hagkvæmasta einangrunarefnið í flutningi. Jafnvel flugfragt borgar sig. Munið Johns-Manville í alla einangrun. Hagkvæmir greiðsluskilmálar. Sendum hvert á land sem er. JIS JÚN LOFTSSON HF. Hringbrout 121 . Sími 10-600 Lúðuveiði i Breiðafirði. Konráð Júliusson aðstoðar stangveiðimenn. Fyrsta stórlúðu- mótið á íslandi ÞANN 1. sept n.k.er fyrirhugað stór-lúðumót i Breiðafirði og munu taka þátt i þvi tólf útlend- ingar og álika margir félagar úr Sjóstangafélagi Reykjavikur. Á laugardagskvöld verða svo eitt verðlaun fyrir stærstu lúðuna, en þau eru gefin af Morgunblaðinu. Útlendingarnir koma þann 25. þ.m. og munu reyna við lúðuna i heila viku fyrir mótið. I Stykkis- hólmi eru nú þegar tveir Þjóð- verjar við lúðuveiðar, blaða- maður og gerðabókaútgefandi ásamt Gunnari V. Jóhannssyni forstjóra Flugfélags Isl. i Frank- furt. Upphaf þessa lúðu-móts i Breiðafirði, er það, að i fyrra sumar komu hingað blaðamenn frá Angling Times i Bretlandi og Illustrated Sport Magazine i Bandarikjunum, ásamt veiðisér- fræðingi Hardy Ltd. i Londón og fleiri harðsnúnum stangveiði- mönnum. Eftir þessa veiðiferð voru menn á einu máli um, það, að ekki fyndust betri lúðumið en Breiðafjörður, og eftirleiðis mun Sjóstangaveiðifélag Reykjavíkur halda stór-lúðumót árlega á Breiðafirði. _ Annað sjóstangaveiðimót er einnig i undirbúningi, en það er árlegt mót Sjóstangveiðifélags Akureyrar, sem er tiu ára i sum- ar. Þeirra mót verður laugardag- inn 25. þ. mán. Mótið verður sett á föstudagskvöld I Sjálfstæðis- húsinu, siðan er róið frá Dalvik á laugardagsmorgun og verðlauna- afhending verður um kvöldið. Sjóstangveiðimót þeirra Akur- eyringa hafa alltaf tekizt mjög vel. Veðurbliða og góður afli ein- kenna mótin. Bátarnir við Eyja- fjörð eru sérlega heppilegir og stutt er á miðin. Þeir stangveiðimenn, sem ætla sér að taka þátt i þessum mótum, á Breiðafirði og Akureyri, verða strax að hafa samband við Halldór Snorrason. Veljið yður í hag — Nivada ©IIII OMEGA Jtlpina. Magnús E. Baldvinsson Laugavegi 12 - Sími 22804 úrsmíði er okkar fag PIERPODT Traktorsgrafa John Deere ’65, i góðu standi, til sölu Upplýsingar i sima 82126 og 86500. Laus störf Störf fangavarða við Hegningarhúsið i Reykjavik eru laus til umsóknar. Umsóknir ásamt upplýsingum um fyrri störf sendist skrifstofu Sakadóms Reykjavikur, Borgartúni 7 fyrir 28. ágúst næstkomandi. Yfirsakadómari.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.