Tíminn - 19.09.1973, Side 8
8
TÍMINN
Miövikudagur 19. september 1973
AUKIN
SOVÉZK-
JAPÖNSK
SAMSKIPTI
Sendiherra tslands i Noregi, Agnar Kl. Jónsson,og frú Ólöf meö Eyjabörnum á Husebyvangen um 80 km
frá Osló.
Noregsdvöl Eyjabarna:
Ákaflega velheppnað
í alla staði
— segir einn aðalforvígismaður fyrir-
tækisins, Hans Höegh
— ísland og Noregur hafa færzt saman eftir þetta sumar og
áhuginn á íslandi aukizt að mun meðal Norðmanna.
Við getum sagt, að við höfum fengið 900 unga,
íslenzka „sendiherra” í heimsókn
Otdráttur úr grein eftir N.
Nikolajev, er birtist i 7. tölublaði
Mezhdunarodnaja Zhizn 1973.
Þróun samskipta Sovétrikj-
anna og Japans eftir stríö hófst
1956 meö undirritun sovét-
japönsku yfirlýsingarinnar. Ber
aö lofa að verðleikum raunhæfa
afstöðu japanskra leiötoga á þeim
tima, einkum Jchiro Hatojama
forsætisráðherra, sem skildu, hve
mikilsvert það var fyrir Japan að
eiga góð samskipti við grannriki
sitt Sovétrikin.
Frá þessum tima hafa báðir
aðilar unnið mikið starf að þvi að
stofna til samskipta og hafa náð
ótviræöum árangri, þótt við ýmsa
örðugleika væri að etja, þar eð
byggja þurfti samskipti landanna
upp frá grunni. Engu að siður
hafa tvihliða samningar, sem
geröirhafa verið milli landanna á
þessu timabili, skapað grundvöll
að reglulegum samskiptum á
vissum sviðum. Ber þar fyrst að
nefna viðskiptasamning, sem
lagöi grundvöll að verzlunarvið-
skiptum rikjanna, samkomulag
um fiskveiðar I norð-vestur hluta
Kyrrahafs, samning um beinar
samgöngur á sjó og I lofti og
samning um ræðismannaskipti.
1966 náðist samkomulag milli
utanrlkisráðherra Sóvétrlkjanna
og Japans um regluleg ræðis-
mannaskipti. Var frá honum
gengið I endanlegu formi I sam-
bandi við heimsókn Andrei
Gromiko, utanrikisráðherra
Sovétrikjanna til Japans I janúar
1972.
Hagstæð þróun sovézk-
japanskra samskipta hafa gert
mögulegar gagnkvæmar heim-
sóknir sovézkra og japanskra
stjórnmálamanna. 1966-1970
heimsóttu sovézku varaforsætis-
ráðherrarnir V. Novikov og N.
Babakov og fleiri sovézkir ráð-
herrar Japan, og ýmsir japanskir
ráðherrar hafa komið til Moskvu
viö ýmis tækifæri.
Tengsl milli þinga landanna
stuðla að þvl að leysa pólitlsk
vandamál svo og önnur og skapa
gagnkvæman skilning milli þjóða
landanna. A slðasta áratug skipt-
ust Æðsta ráðið og japanska þing-
ið á sendinefndum og forsetar
deilda Æðsta ráðsins og japanska
þingsins skiptust á, heimsóknum.
Þá hafa hópar japanskra þing-
manna, er vildu kynnast lifinu I
Sovétrlkjunum og aðstæðum
þjóða í þessu landi margra þjóð-
erna, heimsótt Sovétrlkin.
Sovézk-japönsk efnahagstengsl
hafa aukizt verulega, Frá 1958 til
1972 jukust verzlunarviðskipti
milli landanna mikið og náðu alls
815.6 milljónum rúblna árið 1972,
þar af var útflutningur til Japans
381.7 milljónir og innflutningur
frá Japan 433.9 milljónir. Er
Japan annað I röðinni, næst á eftir
Frakklandi, af auðvaldslöndum,
sem Sovétrikin eiga viðskipti við.
Nýr viðskiptasamningur 1971-
1975 gerir ráð fyrir mikilli aukn-
ingu verzlunarviðskipta land-
anna. Viðskipti milli austur-
strandar Sovetríkjanna og
vesturstrandar Japans fara sl-
vaxandi.
í kjölfar aukinna verzlunarvið-
skipta landanna á síðasta áratug
var stofnuð sovézk-japanska við-
skiptanefndin. Hefur hún komið
saman árlega frá 1966 til þess að
ræða viöfangsefni á sviði lang-
tlma efnahagssamstarfs. Arang-
ur starfs hennar er m.a. að ýmsir
almennir samningar um efna-
hagssamstarf landanna hafa þeg-
ar verið framkvæmdir til nýting-
ar náttúruauðlinda I Siberiu og I
austustu héruðum Sovétrlkjanna.
Fyrsti almenni samningurinn
um sölu á timbri til Japans og
kaup á tækjum, vélum og hráefni
frá Japan til nýtingar
timburauðlinda I austasta hluta
Sovétrikjanna var undirritaður
1968, en I sambandi viö hann
veittu japönsk fyrirtæki Sovét-
rlkjunum 133 milljón dollara lán
til 5 ára. Hafa Sovétrikin flutt út
til Japans frá 1968 8 milljónir
rúmmetra af timbri á grundvelli
þessa samnings. Samkomulag
hefur þegar tekizt um megin-
atriði nýs samnings, sem gerir
ráð fyrir tvöföldun lánsupphæðar
og timburútflutnings miðað við
fyrsta samninginn.
t desember 1970 var gerður
samningur um kaup á japönskum
tækjum, vélum og efni til hafnar-
gerðar I grennd við borgina
Nakhodka. Og I des. 1971 var
gerður samningur um kaup á
hráefni frá Japan til papplrs-
iðnaðar.
Af hálfu beggja landanna er
lögð slaukin áherzla á þýðingu
starfsemi viðskiptasamstarfs-
nefndarinnar ma. I sameiginlegri
yfirlýsingu er birt var I janúar
1972 I sambandi við heimsókn
sovézka utanríkisráðherrans,
Andrei Gromiko, til Japans.
Samskipti Sovétrikjanna og
Japans á sviði vlsinda, tækni og
menningar eru komin I fastar
skorður. Vísinda- og tæknisam-
vinna á sér stað I samningum við
japönsk einkafyrirtæki og sam-
tök. 1972heimsóttu 38 sendinefnd-
ir sérfræðinga og sovézkra vis-
indamanna Japan. Samningar
eru um ýmsa þætti menningar-
samskipta milli rikisstjórna land-
annatveggja.A siðustu árum hafa
sinfóniuhljómsveit sovézka rikis-
ins, sinfónluhljómsveitin I Lenin-
grad Bolshojóperan og fleiri hóp-
ar sovézkra listamanna heimsótt
Japan og kynnt þar hæfni
sovézkra tónlistarmanna og lista-
manna.
Aukinn áhugi Japana á lífi
sovézku þjóðarinnar birtist I vin-
sældum sovézkra bókmennta og
kvikmynda. 1972heimsóttuyfir 12
þúsund Japanir Sovétrfkin og
skipulagðar voru hópferðir
japanskra ferðamanna. Rúss-
neska er kennd I mörgum æðri
skólum I Japan.
Núverandi ástand alþjóöamála
einkennist af leit að nýjum leiðum
til aö auka friðsamlega samvinnu
rikja með ólikt þjóðskipulag. t
ræðu sinni á 15. þingi sovézka
verklýðssambandsins sagöi
Leonid Brezhnef, aðalritari mið-
stjórnar Kommúnistaflokks
Sovétrlkjanna: „Við erum reiðu-
búnir til af okkar hálfu að undir-
búa þróun viðtæks, nytsamlegs
samstarfi við Japani bæði á sviði
efnahags- og stjórnmála, með það
fyrir augum að samstarfið þjóni
málstað friðarins.”
Engar alvarlegar hindranir eru
nú I vegi aukinnar samvinnu
Japans og Sovétríkjanna. Má
vænta ákvarðana um fjölmörg
atriði sovézk-japanskra sam-
skipta báðum aðilum til gagn-
kvæmra hagsbóta.
Lausn tveggja vandamála
myndi stuðla að jákvæðri þróun
samskipta landanna I auknum
mæli. Það er viðtækt, langtima
samstarf á efnahagssviðinu, báð-
um aðilum til ávinnings, og gerð
pólitlskra samninga I því skyni að
koma á til fulls eðlilegum sam-
skiptum landanna.
Hagkvæmni efnahagssamvinnu
landanna á langtima grundtfelli
er augljós fyrir bæði löndin. Af
japanskri hálfu myndu lán og út-
flutningur tækja flýta fyrir nýt-
ingu n á 11 ú r u a u ð 1 i n d a
Austur-Siberiu og stuðla að efna-
hagslegri þróun austustu héraða
Sovétrikjanna. Og alkunna er hve
japanskt efnahagslif er háð inn-
flutningi hráefna, t.d. þarf að
flytja inn alla oliu til landsins.
Framhald á bls. 19
— Ég tel, að þetta „fyrirtæki”
hafi heppnazt ákaflega vel í alla
staöi. Þetta gekk allt saman eins
og I sögu og varla nokkrir erfið-
leikar komu upp. Að vlsu fundu
sum börnin til heimþrár fyrstu
dagana eins og oft vill verða, en
það hvarf fljótt og börnin tengd-
ust fjölskyldum þeim, er þau
bjuggu hjá, og öðru fólki, sem þau
umgengust, mjög sterkum bönd-
um. Og að þvl er ég veit bezt, var
mjög mörgum þeirra boðið að
koma aftur I heimsókn að ári. Og
það vil ég segja, aö þótt tengsl
Noregs og tslands hafi jafnan
verið allnáin, þá hafa þau styrkzt
verulega með veru 900 ungra Is-
lenzkra „sendiherra” á norskri
grund á liðnum sumarvikum.
— Það má vist segja, að við
hefðum verið alldjarfir I vetur
sem leið, er við buðum öllum
börnum úr Vestmannaeyjum til
ókeypis hálfsmánaðar-dvalar I
Noregi, án þess að hafa á þeim
tlma nokkurt fé svo heitið gæti
handbært til sllkra hluta! En við
hefðum sannarlega ekki þurft að
hafa áhyggjur af því. Nægilegt fé
barst úr ýmsum áttum.
Eitthvað á þessa leið komst
Norðmaðurinn Hans Höegh
forstjóri að orði á blaðamanna-
fundi á mánudag, þar sem hann
var mættur ásamt þeim aðilum
öðrum, sem stóðu mest á bak viö
og skipulögðu dvöl Vestmanna-
eyjabarnanna I Noregi i sumar.
. Sjálfur stóð Höegh þar i fremstu
línu fjársöfnunarinnar til þessa
og átti hugmyndina að boðinu.
Það var sannarlega ys og þys
niöri I Hafnarbúöum, er fundur-
inn fór fram, en þarna var mætt-
ur heill sægur af sprellkátum og
hressum „Eyjabörnum”. Segja
má, að með þessum degi hafi
ævintýrarlku „Noregssumri”
þeirra „formlega” verið að ljúka,
og þarna fengu þau Hka að líta þá
menn, sem þau eiga ábyggilega
eftir að minnast lengi með þakk-
læti fyrir lofsvert framtak þeirra.
Auk Höegh voru þarna mættir
Ólafur Friðfinnsson skrifstofu-
stjóri Loftleiða I Osló og jafn-
framt formaður íslendinga-
félagsins I Noregi, John Erlien
skólaráðsmaöur i Osló, sem stóð
framarlega I sjónvarpssöfnuninni
frægu i Noregi, Per Hammer
starfsmaður Ungdommens Röde
Kors I Noregi og Odd Olsenblaða-
maður, sem stóð fyrir söfnun I N-
Noregi og tók siðan á móti 120
börnum til Tromsö. Fleiri voru
þarna mættir.
Olsen skýrði m.a. frá þvi, að
áhuginn á Islandi hefði eflzt veru-
lega I Noregi eftir þetta sumar.
Til gamans gat hann þess, að I
blaði slnu væru nú frásagnir af
viðburðum I landhelgisdeilunni
og önnur stórmál fslenzk jafnan
sett á áberandi staði á útslöum.
en slíkt hefði sjaldan verið áður.
Annars sagði hann, að áhuginn á
Islandi I N-Noregi a.m.k. hefði
greinilega aukizt mjög hjá al-
menningi, fólk fylgdist nú mikið
með Islenzkum málefnum og
ferðaskrifstofur væru farnar að
skipuleggja ferðir til Islands á
næsta ári.
Svo mjög hefur verið sagt frá
Noregs-ferðum „Eyjabarna” á
liðnu sumri, að vart er ástæða til
aö endurtaka margt I þvi sam-
'bandi. Alls var hópurinn, sem til
Noregs fór til hálfsmánaðar dval-
ar yfir 950, þar af um 900 börn frá
Vestmannaeyjum, 20 manns yfir
sjötugt úr Eyjum og loks um 20
fötluö börn annars staðar að af
landinu. Dvaldist hópurinn ýmist
I sumarbúðum eða á einkaheimil-
um. Þeir, sem stóðu fyrir boðinu,
kallast Norsk-Islandsk Samband,
sem varð til I kringum þetta verk-
efni, Islendingafélagið I Osló og
Norski Rauði krossinn. Verkefnið
kostaði I framkvæmd um 25
milljónir isl. kr. Islenzku flugfé-
lögin fluttu börnin á milli land-
anna. íslenzki Rauði krossinn
hafði milligöngu.
Mikið var skrifað I norsku
blöðin um þessa heimsókn I
sumar, og skýrði Höegh frá þvl,
að blaðaúrklippunum hefði nú
verið safnað saman i tvær þykkar
bækur.
I lok blaðamannafundarins
færöu þeir Magnús Magnússon
bæjarstjóri I Vestmannaeyjum og
Sigurgeir Kristjánsson forseti
bæjarstjórnar, Norðmönnunum
innilegar þakkir slnar. I ávarpi
sinu kvaðst Magnús ekki sízt hafa
veriö þakklátur fyrir, hve boðið
kom fljótt. Af þeim sökum hefðu
börnin verið að hlakka til Noregs-
fararinnar _ allan veturinn, sem
mjög hefði orðið til að létta þeim
og stytta þessa erfiðu vetrarmán-
uði eftir gosið. — Stp
Kaupum hreinar
léreftstuskur
Blaðaprent
Síðumúla 14 Sími 85233