Tíminn - 19.09.1973, Page 11
Miðvikudagur 19. september 1973
TÍMINN
11
| 'ÍV;" ,v iís§ fiÉÍpsl ' :§l fi||l ifjsifilÉ ftíl
MÉMMÍ
Jón óskar
ÞAÐ þótti nokkur nylunda,
þegar tekið var upp á því i
Rikisútvarpinu aö láta lesa
daglega eitt Ijóð og nefna það
ljóð dagsins. Slikt hefur þó
lengi verið tíðkað annars stað-
ar á Norðurlöndum, og eitt-
hvað svipað var viöhaft i Is-
lenzka útvarpinu fyrir mörg-
um árum, segja þcir, sem
langt muna. Þá var hins vegar
meö nokkuð skipulegra hætti
aö unnið, smekkvisir menn
voru látnir velja Ijóðin, einn
þetta timabil, annar hitt, og
svo koll af kolli.
Nú ber ekki að lasta þessa
viðleitni að leyfa fólki að
heyra eitthvert ljóð á degi
hverjum, og margir hafa
gaman af að geta sér til um
það meðan á lestri stendur eft-
ir hvern ljóðið muni vera, og
kemur nafn höfundarins þá
stundum flatt upp á hlustand-
ann. En það sem vakti furðu
mina, er byrjað var á þess-
um ljóðalestri, var sá timi,
sem honum var valinn, að það
skyldi einmitt vera áá timi
þegar fólk er að slafra i sig ýs-
una i hádeginu og skrafa
saman yfir borðum áður en
það þagnar i svip til að hlusta
á fréttirnar, að svo miklu leyti
sem fólk þagnar til að
hiusta á fréttir. En það er mis-
skilningur, að fólk þagni til að
hlusta á ljóð, og allra sizt i
hádeginu, sem er jú ekki ann-
að en matartimi i önnum
dagsins. Ég held, aö mjög
erfitt hafi hlotið að vera að
koma sér saman um verri
tima fyrir þennan ljoðalestur,
en ekki bætir það úr skák, að
haft er sönglag næst á undan
Jón Óskar:
Ljóð dagsins í
Ríkisúfvarpinu
ljóðalestrinum. Ég held, að
varla muni unnt að finna
óheppilegri tegund tónlistar til
að hafa fyrir inngang að ljóða
lestri. Til þess væri hins vegar
mjög vel faliið að hlustendur
fengju að heyra smálag leikið
á eitt tvö eða þrjú hljóðfæri,
einnig mætti hugsa sér litla
strengjasveit, en miklu siður
stærri hljómsveitir. Vel mætti
hafa þessi lög islenzk ef menn
vilja halda þessari reglu, en sú
regla mun miðuð við siðasta
lag fyrir fréttir i hádeginu,
og virðist þvi óháð sjálfum
ljóðalestrinum, ef hann yrði
færður á æskilegri tima.
Mér hefur skilzt að þáttur-
inn Daglegt mál sé sá þáttur
útvarpsins, sem hvað flestir
landsmenn hluta á. Sýndist
mér vel athugandi að hafa
smálag leikið á eftir þættinum
og siðan kæmi ljóð dagsins eða
ljóð kvöldsins, ‘ eftir þvi
hvað menn vilja nefna það.
t fyrstu héldu margir, að
ljóð dagsins ætti að kynna
þjóðinni einskonar úrval is-
lenzkrar ljóðagerðar, einkum
núlifandi höfunda, og þá jafn-
framt það, sem heppilegast
væri til flutnings i útvarp. bað
hefur hins vegar komið á dag-
inn, að hugmyndin mun hafa
verið sú, að allt, sem mönnum
dytti i hug að nefna ljóð, skyldi
vera jafngilt til þessa brúks,
og kann þetta að vera góð hug-
mynd,frá ákveðnum
sjónarhóli séð. Hins vegar
mætti einnig hugsa sér,
að einn maður, sem skyn þyk-
ir bera á ljóðagerð, veldi lóð
og lesara tiltekinn mánaða-
fjölda, og siðan tæki annar við
o.s.frv. Þá ber að hafa i
huga, að þegar fram i sækir
mæti moða úr þvi, sem fyrir
er, og taka beztu ljóðin og
lestrana til endurflutnings. Að
minnsta kosti gerum við ekki
ráð fyrir, að ljóð dagsins sé
jafnóðum þurrkað út af bönd-
unum, þótt misjafnar sögur
gangi af útvarpinu. En hvað
sem þvi liður gefur fyrr-
greindur lestur á svonefndu
ijóði dagsins tilefni til ýmiss
konar hugleiðinga.
Svo virðist sem fólk bjóði sig
fram til að lesa ljóð dagsins og
fái þá sjálfdæmi um hvaða
ljóð það lesi. Stundum er þetta
ungt fólk, sem hefur verið i
leiklistarskólum eða einhverj-
um „grúppum", eða það eru
þekktir leikarar, en yfirleitt á
þetta fólk það sameiginlegt,
þó með undantekningum, að
val þess ber vott um nokkuð
bágbornar hugmyndir
um ljóðagerð, og fer þá stund-
um saman leirburður og af-
káraiegur lestur þvi leikarar
eru einmitt sérfræðingar i af-
káraskap, væmni og andvörp-
um, er þeir taka að lesa upp
ljóð, ekki sizt nútimaljóð, enda
hefur þegar komið fram gagn-
rýni i blöðum og útvarpi þess
eðlis, að leikarar séu sizt hæfir
til þessa hlutverks, og verður
þvi tæplega andmælt með
gildum rökum eins og sakir
standa. Þó er þetta vitanlega
ekki einhlitt. Það getur hent
flesta leikara að lesa eitt eða
tvö ljóð þokkalega, jafnvel
ágætl. Liklega er það nokk-
uð uibreidd skoðun, að leikar-
ar hljóti að geta lesið ljóð.
Hvers vegna ættu þeir að geta
það? Ég sé enga ástæðu til að
krefjast þess af þeim. beirra
hlutverk er allt annað, þótt
sumir standi ef til viil i þeirri
trú, að þeir sdu að fara með
ljóð, þegar þeir eru að leika i
Shakespeareleikriti. Hins veg-
ar má benda á einn islenzkan
leikara, sem nú er kominn á
efri ár, og skarað hefur fram
úr ljóðalestri, er honum hef-
ur tel tekizt, en þar á ég við
Þorstein 0. Stephensen. Og svo
eðlilega hefur náttúran hagað
þvi, að ein dætra hans, Ingi-
björg Stephensen, hefur i
mörg ár verið til fyrirmyndar
öðru kvenfólki i ljóðalestri, og
mundi nú heyrast betri ljóða-
lestur hjá öðrum konun, ef þær
hefðu kunnað að draga
lærdóma af ljóðaflutningi
hennar.
bvi miöur verður að segja
þá eins og er, að þegar Ingi-
björg og sárafáar aðrar eru
undanskildar, hefur ljóðalest-
ur kvenna verið með þeim
hætti um árabil, að maður hef
ur spurt sjálfan sig, hvort slik
ur lestur mundi ekki tilt.l.
skömmum tíma geta útrýmt
islenzkri ljóagerð. En með
lestri kvenn- á Ijóði dagsins
hefur þó fyrst kastað tólfun-
um. Kemur þar greinilega
fram sá misskilingur, sem ég
gat um áðan, að leikarar hljóti
að geta lesið ljóð og þá jafn-
framt þeir, sem verið hafa við
nám i leiklistarskólum. Flest-
ar þessar ungu konur hafa
verið i leiklistarskóla, ef ekki
beinlinis starfandi i leiklist.
Eldri leikkonur hafa stundum
getað lesið vel, sennilega
aldrei getað tileinkað sér
formúluna að vælinu, sem nú
er i tizku. Þó verður að geta
þess, að ungar leikkonur byrja
stundum vel og lesa þá eöli
lega og tilgerðarlaust, eins og
þær treysti sér ekki i upphafi
út á andvarpabrúna, svo sem
Kristján frá Djúpalæk nefnir
þetta fyrirbæri. Til dæmis las
Steinunn Jóhannesdóttir vel i
einum sjónvarpsþætti, en sið-
an tók hún að draga dám af
öðrum leiklistarkonum.
Hörmulegust eru þó áhrif leik-
listarskólanna, þegar jafnvel
ungar skáldkonur, sem þar
hafa komið inn fyrir dyr, geta
ekki siðan lesiö ljóð eftir sjálf-
ar sig, svo vel fari, hvað þá
eftir önnur skáld. Er þetta
hryggilegt, þegar i hlut eiga til
dæmis skáldkonur, scm sýnt
hafa virðingarverðan árangur
i Ijóðagerð. Það er margra
manna mál. Þeirra sem bezt
kunna að meta ljóðalestur, að
skáldin sjálf lesi öðrum betur.
Þess vegna er óhætt að vara
ungar skáldkonur við þvi að
halda, aö einhver kennari i
leiklistarskóla geti kennt þeim
að lesa ljóð þvi öll likindi eru
til, aö þær geti fremur kennt
honum en hann þeim, áður en
hann hefur náð að spilla þeim.
Þó þykja mér áhrif leiklistar-
fólks keyra um þverbak, þeg-
ar sjálf Ingibjörg Stephensen
er orðin smituð af hugmynd-
um þess.
Ég treysti þvi, að hún
haldi áfram að veita okkur
sanna ánægju með ljóðaflutn-
ingi, en allra siðustu lestrar
hennar bera þess vott, að hún
má vara sig á leiklistarfólkinu
og þarf að gera sér grein fyrir
þvi, að hún getur fremur kennt
öðrum Ijóðalestur en aðrir
henni, ef hún heldur áfram að
lesa eins og hún gerði, af lát-
leysi, skýrleik i framsögn og
með hófsamlegum áherzlum.
Ég þakka Ingibjörgu marga
góða lestra i útvarpinu, þar
sem hún I mörg ár bókstafl.
hefur haldið uppi heiðri is-
lenzkra kvenna á þessu sviði,
þvi þar hafa þær þvi miður á
átakanlegan hátt gerzt eftir-
bátar karlmannanna.
Þá er ég sem sé kominn að
karlmönnunum. Ég sá i blaði
einhvern tima s.l. vor
lesendabréf, þar sem Þorleií-
ur Hauksson hlaut mikið lof
fyrir lestur a ljóði dagsins.
Það var maklegt þvi Þorleifur
les oft vel. En hitt var ómakl.
að nefna ekki fleiri lesara sem
fyllilega eru hans jafnokar.
Þar vil ég einkum nefna
Knút R. Magnússon og Óskar
Ilalldórsson. Þó virðist, sam-
kvæmt siðustu lestrum
Óskars vera orðið timab., að
vara hann við þvi að setja of,
dramatiskan blæ á lesturinn.
Ég minntist áður á lestur
skálda. Nú má það vera að
forráðamenn útvarpsins vilji
sem allra minnst leita lil lif-
andi skálda, þvi þeir telji það
ekki ómarksins verl, en mér
dettur i hug, hvorl við gætum
ekki oflar lengið að heyra i
horfnum skáldum, svo sem
Jóhannesi úr Kötlum og Steini
Steinarr, sem báðir lásu Ijóð
sin af snilld. Útvarpið hlýtur
þó að hafa borið gæfu til að
láta þessi skáld lesa meira inn
á segulband en það litla, sem
við höfum enn fengið að heyra.
Hafið Ijósin
í lagi
S.l. vor var ákveöið aö þeir bif-
reiðaeigendur, sem kæmu með
bifreiðar sinar I aðalskoðun yfir
sumarmánuðina, þyrftu ekki að
framvisa vottorði um ljósastill-
ingu. Hins vegar var ákveðið að
hafa sérstaka ljósastillingu og
skoðun á ljósabúnaði bifreiða að
haustinu, þegar skammdegistím-
inn færi i hönd. Nú er þessi ljósa-
skoðun hafin, eða frá og með 1.
sept. s.l. og stendur hún tii 15. okt.
Þeir bifreiðaeigendur, sem
mæta með bifreiöar sinar til
skoðunar hjá Bifreiðaeftirliti
rikisins, þurfa nú að framvisa
vottorði um ljósaskoðun frá bif-
reiðaverkstæði, sem hefur lög-
gilta ljósastillingarmenn. Má
vottorðið ekki vera eldra en frá 1.
ágúst 1973. Þeir bifreiðaeigendur,
sem mæta með bifreiðar sinar til
ljósaskoðunar á bifreiðaverk-
stæði eftir 1. sept. og fram til 15.
okt. fá, auk ljósastillingarvott-
orðs, afhentan miða með áletrun-
inni „Ljósaskoðun 1973”, sem
gefinn er út af Umferðarráði og
Bifreiðaeftirlitinu. Þeir, sem
fengið hafa vottorð um ljósaskoð-
un frá 1. ágúst til 1. sept., geta
fengið miða þessa afhenta á bif-
reiðaverkstæðum, sem annast
ljósaskoðun, eða hjá bifreiða-
eftirlitsmönnum og lögreglu. Að-
gerð þessi er gerð i samvinnu við
stjórn Bilgreinasambandsins og
hefur stjórnin mælzt til þess við
forráðamenn bifreiðaverkstæða,
að þeir greiði fyrir ljósastilling-
um svo sem kostur er, þannig að
framkvæmd ljósaskoðunar geti
gengið snurðulaust fyrir sig.
Ef bifreið er i umferð eftir 15.
okt., án þess að hafa miða með
áletruninni „Ljósaskoðun 1973”,
fellur sá grunur á eiganda henn-
ar, að hann hafi ekki látið stilla
ökuljósin og má hann þvi búast
við, að bifreiðin verði stöðvuð af
lögreglunni og honum gert skylt
að sanna, að ljósabúnaður bif-
reiðarinnar sé I fullkomnu lagi.
Tilgangurinn með þessari aðgerð
er fyrst og fremst sá að stuðla að
þvi, að ökuljós og annar ljósaút-
búnaður bifreiða sé i lagi á þeim
tima, sem þess er mest þörf, þ.e.
áður en mesta skammdegið
■gengur i garð. ökuljós geta
flagast á skömmum tima, og
einnig dofna ljósaperur mikið
eftir u.þ.b. 100 klst. notkun,
þannig að styrkleiki þeirra getur
rýrnað um allt að þvi helming.
Eins og við sögðum frá i blaöinu i gær, varð dauöaslys s.l. laugardag, er vörubifreið fór út af veginum
við Krákhamar i Alftafirði. i bifreiöinni voru tveir fuilorðnir menn og 14 ára piltur, Siguröur Baldursson
frá Djúpavogi, en hann lézt af völdum meiðsla, er hann hlaut þegar bifreiöin fór niður grjótskriðuna.
Þessi mynd er tekin af veginum og sýnir hún bifreiðina, þar sem hún iiggur gjörsamlega ónýt eftir
veltuna. En þar sem hún liggur eru a.m.k. 35 til 40 metrar niður af veginum.