Tíminn - 19.09.1973, Blaðsíða 14

Tíminn - 19.09.1973, Blaðsíða 14
14 TÍMINN Miövikudagur 19. september 1973 Hans Fallada: Hvaðnú.ungi maður? 82 w Þýðing Magnúsar Asgeirssonar inga. Ég verð feginn þegar ég get afhent Jachmann peningana hans aftur”. En þeirrar gleði nýtur Pinne- berg ekki. Langir timar liða og margt breytist i lifi og tilveru Pinnebergsfjölskyldunnar, áður en Jachmann ber aftur fyrir augu hennar, þrátt fyrir skýlaust loforð hansumaðkoma i miðdegismat- inn stundvislega tólf á hádegi. Dengsi veröur veikur. Þaö er enginn leikur aö vera ungur faöir! Nótt eina vakna Pinnebergs- hjónin af værum blundi. Drengsi sefur ekki, hann hágrætur! Klukkan er fimm minútur yfir þrjú. Þau eru bæði svo þrumu lostin, að það er eins og þetta væri alveg spannýtt uppátæki hjá Dengsa. Pússer veltir þvi fyrir sér, hvort hann geti verið svangur, en þaö telur Pinneberg alveg ómögulegt. Dengsa hefir áreiðan- lega dreymt illa, annaö er þaö ekki. Hann hlýtur að sofna aftur. En það verður nú ekki úr þvi. Dengsi orgar og orgar, og loks ber Pússer ósköp stillilega fram þá tillögu, að þau skuli kveikja ljós og aðgæta hvort nokkuð gangi aö barninu. En á þessum tima sóiarhringsins er faðirinn Pinne- berg strangur og reglufastur hús- bóndi. „Við höfum vanið hann af þvi aö orga á nóttunni, bara með þvi, aö skipta okkur ekki af þvi, þótt hann ræki upp hrinu, en ef þú kveikir nú ljós, þá heldur hann strax, að nú geti hann farið að koma þvi fram, sem hann vill. Hann skal fá að vita það i eitt skipti fyrir öll, að þegar dimmt er, á bæði hann og við að sofa.” ,,En hann grætur allt öðru visi en hann er vanur,” segir Pússer. „Hann grætur eins og eitthvað gangi að honum.” „Hvað ætti svo sem að ganga að honum?” segir Pinneberg hálf- sofandi og úrillur. „Hann var alveg gallhraustur, þegar þú lagðir hann fyrir i gærkveldi.” Þau liggja i myrkrinu og hlusta. Dengsi orgar og orgar. Jafnvel Pinneberg verður að játa að þessi grátur sé iskyggilegur. Hann hefir gefist upp viö allar til- raunir til þess að breiða upp fyrir höfuð og sofa áfram. Nú reynir hann að geta sér til af hverju Dengsi geti verið að gráta. Þetta er ekki eins og venjulegt krakka- org. Ekki heldur frekja eða þrá- kelni.----. „Honum er kannske illt i maganum,” segir Pússer. „Já, en hvað getum við gert við þvi?” „Eg gæti farið á fætur og hitað bolla af finkulte handa honum. Það hefir allt af dugað áður.” „Jæja, segir Pinneberg og er nú hinn auðsveipnasti. „Þá skulum viö kveikja og búa til þetta te handa honum.” Strax og ljósið er kvekt þagnar barniö, en rétt á eftir fer það þó að öskra aftur. Allt andlitið er dökkrautt af áreynslu. Pússer tekur hann upp á handlegg sér. „Dengsi,” segir hún bliölega, „elsku barnið, kennir þú einhvers staðar til? Sýndu mömmu hvar þú kennir til!” Ylurinn frá likama hennar, og hin mjúku, bliðlegu handtök hennar um hann, meöan hún vaggar honum hægt i örmum sér fram og aftur og raular viö hann, sefa hanr. i bili. Fyrst þagnar hiinti, íðan andvarpar hann djúpt og þagnar aftur. Pinneberg, sem hefir brennt sig á fingrunum er hann kveikti á prfmusnum, segir með kuldalegu sigurhrósi: „Þarna geturðu séð! Hann vill bara láta taka sig!” Pússer svarar ekki. Hún gengur fram og aftur um gólfið og raular lagstúf, sem Dengsi er vanur að sofna við. Hann liggur lika alveg kyrr og horfir með skæru augunum sinum upp i loftið. „Jæja,” segir Pinneberg örugglega. „Nú er vatnið heitt. Teið verður þú sjálf að búa til. Það kann ég ekki.” Og nú verður Pinneberg að taka son sinn á handlegginn. Hann gerir ósjálf- rátt það sama og Pússer: gengur fram og aftur um gólfið og raular. Barnið fálmar eftir andliti hans og krækir einum fingrf i munnvik föður sins. Annars lætur það ekkert á sér bæra. Þessi fingur, sem Dengsi krækir i munnvikið á föður sinum, mildar skapsmuni Pinne- bergs stórum. Hann tekur ekki i mál að Pússer gefi syninum skeið af tei, fyrr en hann er búinn að smakka á henni sjálfur til að sannfæra sig um að teið sé ekki of heitt. Þegar hún er byrjuð að mata barnið og nokkrir dropar fara utan hjá, stendur faðirinn alvarlegur og með áhyggjusvip við hliðina á þeim, og þurrkar rækilega hvern dropa, sem niður fer, með skyrtuerminni sinni. Loksins er hinn heiti drykkur kominn ofan i Dengsa. Hann liggur grafkyr og virðist vera að sofna. Pinneberg litur á úrið. „Bráðum fjögur! Nú verðum við öll að fá að sofna dálitið,” segir hann. En Dengsi tekur ekki heldur að þessu sinni neitt tillit til óska föður sins. Undir eins og Pússer hefir stungið honum undir ábreið- una og hlúð að honum, fer hann að hrina aftur. Piisser reynir aö daufheyrast. Hún veit að Hannes verður að hafa svefnfrið, svo taugaóstyrkur sem hann er orðinn upp á siðkastið. Þess vegna slekkur hún og leggst fyrir og lætur ekkert á sér bæra. En Dengsi grætur eins og verið væri að gera út af við hann „Þarna sér maður!” segir Pinneberg „Það er eins og ég sagði: Ef hann sér að hann kemur sinu fram með þvi að orga, þá er úti um allan næturfrið hjá okkur.” Klukkan er fimm minútur yfir fjögur, og Dengsi grætur þindar- laust. „Þetta er hreint ekki óskemmtilegt eða hitt þó heldur,” segir Pinneberg. „Hvernig maður á að vinna allan daginn og meira að segja vera upplagður til þess, það má drottinn vita. -- Og ég hefi dregizt svo langt aftur úr með sölubókina mina, að ég verð áreiðanlega rekinn þann fyrsta, ef ég tvöfalda ekki söluna þessa daga, sem eftir eru af mánuðinum.” Pússer þegir og Dengsi grætur. Pinneberg byltir sér á hæl og hnakka svo rúmið skelfur. Loksins vaknar föðurtilfinning- \ in hjá honum. Hann hiust- ar. Ef það skyldi nú annars eitt- hvað ganga að barninu? Ef hann væri nú að gráta þarna af þvi að hann væri alvarlega veikur og hægt væri að hjálpa honum, en látið ógert af þvi að pabbi hans vildi ekki leyfa mömmu hans að fara á fætur aftur? Ef hann hefði nú til dæmis botnlangabóigu og dæi! Hvað eiga þau að gera? Alls konar ógnir gægjast fram i ofþreyttum heila hans, ásökunar- augu Pússer og svört samvizka hans sjálfs! „Þú hefir myrt ein- asta barnið þitt!” Skammbyssa, sem beinist að hjarta hans sjálfs! Pússer, sem kastar sér nið' ur af einni af brúnum yfir Spree. Opnir gashanar! Lög- regla! Kirkjugarður með enda- lausum röðum af hvitum og svörtum krossum! Pinneberg er með grástafinn i kverkunum og stekkur upp. Hann þolir ekki þessa martröð hugar- óranna milli svefns og vöku. Pússer er komin fram á gólfið i sama vetfangi og búin að taka Dengsa á handlegginn. Nu þegir krakkinn auðvitað! Það er komið að föðurnum að fara að formæla þessari vitleysishræðslu i sjálfum sér, þegar nýjan ótta setur að honum við það að sjá andlitið á Pússer. Hún er á svipinn eins og hún viti það allt og skilji það, af þvi að hún er mamma Dengsa. „Hvaö er að, Pússer?” spyr hann alveg utan við sig. ,Taktu á höndunum á honum”, segir hún. „Ég held að það sé hiti I honum”. Pinneberg tekur aðra litlu ávölu barnshöndina milli tveggja fingra. „Nú, það er rétt, hún er brennheit. „Við verðum að gefa honum meira te”, segir hann. En Pússer hristir höfuðið. „Það 1504 Lárétt 1) Byggingarefni,- 5) Fiskur.- 7) Drykkur,- 9) Mjaka.- 11) Handlegg.- 13) Fæða.-14) Elli- lega.- 16) Röð.- 17) Búkhljóð,- 19) Hestsnafn.- Lóðrétt 1) Akaflega,- 2) A hema.- 3) Stafur,- 4) Eins.- 6) Tamdri,- 8) Stafur.- 10) Skemmdin,- 12) Lagarmál,- 15) Húmbúk,- 18) Fljót,- Ráðning á gátu no. 1503 Lárétt 1) Blakka,- 5) Tól,- 7) Tá,- 9) Lævi.- 11) Una.- 13) Rak,- 14) Lamb,-16) Ra,- 17) Mikið.- 19) Vaskri,- Lóðrétt 1) Bitull - 2) At,- 3) Kól.- 4) Klær.- 6) Bikaði,- 8) Ana.- 10) Varir.- 12) Amma.- 15) Bis.- 18) KK. 111:11:1 1 | MIÐVIKUDAGUR 19.september 7.00 Morgunútvarp Veðurfregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og forustugr. dagbl.), 9.00 OG 10.00. Morgunbæn kl. 7,45 Morgunleikfimikl. 7.50. Morgunstund barnanna kl. 8.45: Sigurður Gunnarsson heldur áfram „Sögunni af Tóta” eftir Berit Brænne Létt lög á milli liða. Kirkju- tónlist eftir Pál tsólfssonkl. 10.25: Fréttir kl. 11.00. Kanadísk tcnlist: 12.00 Dagskráin. Tónleikar Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. 13.00 Við vinnuna: Tónleikar. 14.30 Síðdegissagan: 15.00 Miðdegistónleikar: islenzk tónlist a. Sinfónia i þrem köflum eftir Leif Þórarinsson. Sinfóniu- hljómsveit tslands leikur: Gunther Schuller stj. b. Þrjú lög eftir Fjölni Stefánsson. Hanna Bjarna- dóttir syngur. Jórunn Viðar leikur á pianó. c. Sonorites III fyrir pianó og segulband eftir Magnús Blöndal Jóhannsson. Halldór Haraldsson leikur á pianó. d. Fjórir söngvar eftir Pál P. Pálsson. Elisabet Erlingsdóttir syngur við undirleik Gunnars Egil- sonar, Péturs Þorvalds- sonar, Jórfasar Ingi- mundarsonar og Reynis Sigurðssonar, höfundur stj. e. Ballettsvita eftir Atla Heimi Sveinsson úr leik- ritinu „Dimmalimm”. Sin- fóniuhljómsveit tslands leikur, höfundur stj. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Popphornið 17.05 Tónleikar 19.00 Fréttir. Tilkynningar. 19.20 Bein lína 19.45 Veðurfregnir. Dagskrá 20.00 Píanóieikur i útvarpssal: 20.20 Sumarvaka a. Frá liðnum dögum 21.30 (Jtvarpssagan: „Fulltrúinn, sem hvarf” eftir Hans Scherfig Þýðandinn, Silja Aðal- steinsdóttir, les (5). 22.00 Fréttir. Eyjapistiil 22.35 Nútimatóniist Halldór Haraldsson kynnir. 23.20 Fréttirl stuttu máli. Miðvikudagur 19. september 1973 20.00 Fréttir 20.25 Veður og augiýsingar 20.30 Lif og fjör I iæknadeild Breskur gamanmynda- flokkur. 1 uppreisnarhug. Þýðandi Jón Thor Haralds- son. 20.55 Margt býr I djúpinu Kanadisk mynd um lífið i hafinu og nýtingu þess i þágu mannkynsins. Þýð- andi og þulur Gisli Sigur- karlsson. 21.25 Mannaveiðar Bresk framhaldsmynd. 8. þáttur. Óiikt höfumst viö að. Þýð- andi Kristmann Eiðsson. Efni 7. þáttar: Nina, Vin- cent og Jimmy komast ör- magna i gamalt tollskýli, sem frændi Vincents á. ,Hann leikur tveim skjöld- um, en kemur þeim þó til likkistusmiðs, sem er for- ingi í andspyrnuhreyfing- unni. Nina er andlega sjúk og ekki ferðafær. Hún fær þó bót meina sinna, og ákveðið er, að bresk flugvél sæki þau að næturlagi. Sú von bregst, þegar flugvélin verður að snúa frá vegna veðurs. 22.15 Form og tóm Lokaþáttur hollenska myndaflokksins um nútimamyndlist. Þýð- andi og þulur Jón O. Ed- wald. 22.30 Dagskrárlok

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.