Tíminn - 19.09.1973, Qupperneq 15
MiOvikudaguf l'ð. seþtfehiber 'lð73
TÍMINN
15
Jóhannes Bjarnason:
Svikamál Sementsverksmiðjunnar
„Enginn er dómari
í sjálfs sök"
Stjórn Sementsverksmiðju
rikisins hefur komið á framfæri
við blöð borgarinnar veikum og
loðnum mótmælum vegna
tveggja atriða af mörgum alvar-
legum ádeiluatriðum i skýrslu, er
ég sendi iðnaðarráðherra með
ósk um opinbera rannsókn.
Hæstaréttarlögmaður, er málin
kannaði, ákvað að kæra til sak-
sóknara rikisins, einmitt þau
atriði, sem verksmiðjustjórnin er
nú af veikum mætti að reyna að
verja, og þvi eru þessi mál nú i
höndum hins rétta opinbera aðila.
Minnt skal hér á, að „enginn er
dómari i sjálfs sök” og að rétt er
að „spyrja að leikslokum”.
Til þess eru dómstólar i landinu
að sakborningar komist ekki upp
með að sýkna sig sjálfir, eins og
stjórnin reynir i þessu tilfelli. Það
er alveg tilgangslaust fyrir stjórn
þessa rikisfyrirtækis að skella
opinberlega fram fullyrðingum,
sem stangast gjörsamlega á við
tugi skjalfestra sönnunargagna,
sem nú eru i höndum saksóknara,
enda þótt það sé mannlegt að
reyna að klóra i bakkann og
stjórninni sé að visu vorkunn, þótt
ekki hafi betur til tekizt, þvi mál-
staðurinn er slæmur. En það af-
sakar á engan hátt að gripa til
helberra ósanninda, þó það hendi
oft menn i örvilnan.
Svo að ókunnugur almenningur
i landinu fái dálitið meiri innsýn i
sumt af þvi, sem um er að ræða,
er rétt að geta þess, að skýrslur
og plögg verksmiðjunnar sýna,að
fyrir kom, að mikið magn af
sementi var selt sem fullgilt Port-
landsement, þó það væri stundum
blandað allt upp i 20%-40% með
sementi, sem aðeins náði broti,
stundum aðeins rúmum helming
styrkleika þess, sem krafizt er af
Portlandsementi. Enda var hið
iblandaða Faxasement þá fram-
leitt með þvi að mala i það allt að
20% af úrgangsefni, (móbergi),
sem danskir sérfræðingar segja
að hafi „svo til enga pozzolan-
eiginleika”, svo það hefur sam-
kvæmt þvi aðeins orðið til að
veikja og drýgja sementið, á
kostnað kaupandans. Þessi
iblöndun hafði aldrei verið til-
kynnt i Lögbirtingablaði og gerð
án nokkurrar vitundar kaupend
anna, sem stóðu i þeirri meiningu.
að þeir væru að kaupa ómengað
fyrsta flokks Portlandsement,
eins og umbúðir þeirra og reikn-
ingar gáfu til kynna.
Rannsókn sýnir, að þegar hægt
var, hafi þessu blandaða sementi
frekar verið skipað út á land, þar
sem vitað var að engar reglu-
bundnar prófanir fóru fram á se-
menti eða steypustyrkleika. Svik-
um þessum virðist þvi einkum
hafa verið beint gegn fólkinu úti á
landsbyggðinni, sem var varnar-
lausara fyrir þeim.
Hinsvegar var sement það, sem
Guðmundur Guðmundsson hefur
upplýst, að hafi verið framleitt
árum saman miklu veikara og
gallaðra en þörf var á, einungis til
þess að spara raforku, oliu og
stálkúlur, selt jafnt til dreifbýlis-
og þéttbýlissvæðanna.
t stuttri og ómerkilegri athuga-
semd, sem Guðmundur birti i
sumum dagblöðunum 12. sept.
s.l., er hann að reyna að gera litið
úr þekkingu minni á sementi og
vill læða inn þeirri hugmynd, að
þvi hafi ég misskilið greinagerð
sina. En þótt ég sé ekki þýzkur
doktor hef ég þö háskólapróf bæði
i efnafræði og sementsprófunum,
ér ég tók i sambandi við nám mitt
i iðnaðar- og vélaverkfræði i
Kanada.
En það þarf hvorki próf i efna-
fræði né sementsfræði til þess að
skilja hinar hroðalegu lýsingar
Guðmundar á sementssvikunum
á framleiðslustiginu og afleiðing-
ar þeirra. Það skilur hver maður,
sem kann að lesa islenzkt mál.
Sú fullyrðing, að þeir dönsku
framleiðslustjórar, er störfuðu
við Sementsverksmiðjuna um
hrið, eftir að Jón Vestdal lét af
störfum,hafi borið ábyrgð á árs-
gömlu Faxasementi, framleiddu
á vafasaman hátt fyrir hingað-
komu þeirra,og hinni stórfelldu
leynilegu blöndun þess saman við
Portlandsement á pökkunarstig-
inu til sölu fyrir landsbyggðar-
fólkið fær ekki staðizt, og eru til
mörg rök fyrir þvi.
Niðurlag.
Vist er það, að þeir landsmenn,
sem hafa verið að berjast við að
halda svo til nýsteyptum húsum
sinum þéttum vegna mikilla
sprungumyndana,munu velta þvi
fyrir sér, hver eigi að bera
kostnaðinn af steypugöllum húsa
sinna,úr þvi að svona hefur verið i
pottinn búið með sementið á sið-
asta áratug.
En einmitt á sama 10 ára tima-
bili hefur risið upp i landinu ný og
blómleg atvinnugrein, sem nefnd
er „Sprunguviðgerðir”. Má lesa
nærri daglega i blöðum höfuð-
borgarinnar auglýsingar frá
þeim aðilum, er þennan atvinnu-
rekstur stunda. Og vart hefur það
farið framhjá nokkrum, sem leið
hefur átt um nýju hverfin, sem
upp hafa risið á þessu timabili,
hve mörg húsanna lita út eins og
margbrotnustu „abstrakt” mál-
verk vegna sprungna og sprungu-
viðgerða þvers og kruss, hátt og
lágt. Hvergi i gömlu hverfunum
verður vart við þvilik ógrynni af
sprungum i húsum. Þar er um
kostnaðarlið að ræða, sem var
svo til óþekktur fyrr á árum, þeg-
ar okkur er sagt, að tækniþekking
hafi verið mun skemmra á veg
komin.
Rannsókn min, sem staðið hef-
ur um tveggja ára skeið, með vit-
und stjórnarinnar, en henni til
undarlega mikils ama, varð stöð-
ugt umfangsmeiri eftir þvi, sem
dýpra var kafað i málið, og varð
ég að kanna æ fleiri skjöl bæði ut-
an stofnunarinnár sem innan til
þess að komast til botns i sumum
atriðum málsins. Þess vegna tók
rannsóknin miklu lengri tima en
ég hafði búizt við, er ég fyrst fór
að glugga i þessi mál.
Ástæðum minum er þannig
háttað, að ég get nú ekki varið
meiri tima i rannsóknir þessar,
enda þótt enn sé mörgu ólokið,
sem ég tel fulla ástæðu til að
rannsakað verði. Tel ég, að nú sé
það verkefni réttra opinberra
aðila aö taka við og ljúka á við-
eigandi hátt. En ég álit, að með
skýrslu minni hafi ég sannað
það, að ábendingar minar til
verksmiðjustjórnarinnar hafi
verið fyllilega réttmætar, og að
öll viðbrögð hennar hafi verið
með endemum.
Vegna framkomu stjórnarinnar
hef ég taljð óhjákvæmilegt, ekki
aðeins vegna mannorös mins og
heiðurs, heldur jafnframt vegna
þeirra þúsunda landsmanna, sem
hér eiga hagsmuna að gæta, að
óska eftir þvi, að opinber rann-
sókn verði látin fara fram i mál-
inu öllu, svo það rétta megi ótvi-
rætt koma i ljós, og það á fleiri
sviðum en hér hafa verið tekin til
meðferðar.
Dómurinn i svonefndu Se-
mentsverksmiðjumáli, sem telur
109 blaðsiður,greinir m.a. frá þvi,
að látinn maður og óþekktur
maður eða menn hafi verið á
launum hjá Sementsverksmiðj-
unni og laun þeirra eigi gefin upp
til skatts. Einnig voru ýmsir aðrir
ónafngreindir menn taldir hafa
fengið þar laun,og var ekki haégt
að fá það upplýst um hvaða menn
þar hafi verið að ræða. Hvernig er
svona hægt i rikisfyrirtæki?
Hverjir kvittuðu fyrir laununum?
Framangreindar staðreyndir,
og fjölda margar álika furðuleg-
ar, sem dómurinn greinir frá,
virðast alveg hafa farið framhjá
endurskoðanda verksmiðjunnar,
eða látnar óátaldar af honum.
Samt var endurskoðandinn
settur framkvæmdarstjóri, þegar
óreiðumálin urðu uppvis.
Skýrsla min greinir frá þvi, að
meðal fyrstu verka þessa sama
endurskoðanda, eftir að hann var
settur framkvæmdastjóri, hafi
verið að selja landsbyggðafólkinu
svikið sement i framhaldi af sams
konar verknaði, er átti sér stað á
framkvæmdastjórnarmánuðum
þáverandi stjórnarformanns.
Eftir þetta var endurskoðand-
inn ráðinn framkvæmdarstjóri
verksmiðjunnar til frambúðar, en
skýrslunni um sementssviki.n
stungið undir stól.
Það virðist augljóst af með-
fylgjandi skýrslu og öllu fram-
ferði verksmiðjustjórnarmanna,
að þeir treysti þvi, að þeim leyfist
að gera svo til hvað sem er i skjóli
pólitiskrar samábyrgðar. Tel ég
rétt, að úr þvi fáist skorið, hvorir
séu taldir sekari i islenzku þjóð-
félagi, þeir, sem benda á og reyna
að uppræta mistök eða misferli,
eða hinir, sem framkvæma þau
eða reyna að breiða yfir þau.
En hér er um að ræða mál, sem
gefur innsýn i, hvernig þessi
stofnun i eigu alþjóðar hefur hag-
að viðskiptum sinum við almenn-
ing i landinu, og virðist þvi ekki
vera um neitt einkamál verk-
smiðjustjórnarinnar að ræða.
Varla getur það talizt einkamál
hennar, ef einhverjir af núver-
andi æðstu trúnaðarmönnum
verksmiðjunnar hafa brotið
landslög i viðskiptum við almenn-
ing i landinu eða á annan hátt i
starfi hjá þessu opinbera fyrir-
tæki.
Fyrir tæpum þremur árum
lauk málaferlum vegna þess, að
ráðamenn Sementsverksmiðj-
unnar höfðu ranglega haft af
rikissjóði háar upphæðir með þvi
að hafa i frammi skattsvik i stór-
um stil.og féllu i þvi máli þungir
dómar. En er nokkuð betra, ef
ráðamenn verksmiðjunnar hafa
ranglega og visvitandi haft af við-
skiptamönnum háar upphæðir
með þvi að hafa i frammi vöru-
svik og óeðlilega verðlagningu?
Þótt kæra Þorvaldar Þórarins-
son hrl. til saksóknara byggist
fyrst og fremst á meintum vöru-
svikum og málum skyldum þeim,
þá segir hann einnig svo i kæru-
bréfi sinu m.a.:
„Yfirleitt er til þess ætlazt, að
tekin verði til opinberrar rann-
sóknar og sakamálsmeðferðar öll
þau atriði, sem tiiefni kann að
gefa til, þar á meðal skattsvika-
og fjármálaóreiðumál Sements-
verksmiðjunnar, sbr. dóm Saka-
dóms Reykjavikur nr. 365-
368/1970, uppkv. föstudaginn 11.
desember 1970, þar eð ég tel að i
þvi máli hafi siður en svo öll kurl
komið til grafar.”
Ég læt mér nægja að visa til
heildarskýrslu minnar, sem nú er
i höndum saksóknara. Fyrsti og
annar kafli hennar hafa verið
sendir til blaða til frjálsrar
birtingar úr efni þeirra.
Af þeim fáu dæmum, sem að
framan var getið.má öllum vera
ljóst, að hér er á ferðinni regin
hneykslismál, sem kattarþvottur
einn fær ekki kæft.
Dómstólarnir taka vafalaust
áður en lýkur, afstöðu til þessara
mála og margra annarra
hneykslismála þeirra Sements-
verksmiðjumanna, sem þeim
hefur enn verið hlift við að gera
að blaðamáli.
Reykjavik, 17. september 1973-
Jóhannes Bjarnason
Menntamálaráðuneytið
14. september 1973.
Laus staða
Staða aðstoðarskólastióra við Mennta-
skólann á Akureyri er laus til um-
sóknar.
Samkvæmt 53. gr. reglugerðar nr. 12/1971 um
menntaskóla, skulu aðstoðarskólastjórar ráðnir af
menntamálaráðuneytinu til fimm ára i senn úr hópi
fastra kennara á menntaskólastigi.
Umsóknir um framangreinda stöðu ásamt upplýsing
um um námsferil og störf, skulu hafa borizt mennta-
málaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, Reykjavik, fyrir 15.
október n.k.
TIMINN
ER
TROMP
Magnúsar Jónssonar ,,240 fiskar fyrir
kú” er til dreifingar hjá Menningar-
sjóði, Skálholtsstig 7.
Félagasamtök og aðrir aðilar, sem
hyggjast fá kvikmyndina til sýningar,
hafi samband við framkvæmdastjóra
Menningarsjóðs.