Tíminn - 19.09.1973, Page 16

Tíminn - 19.09.1973, Page 16
u TÍMINN Miðvikudagur 19. september 1973 SIGUR VALS BREYTTIST I ÓSIGUR Á EINNI MÍNÚTU Sjaldan hefur íslenzkur keppnisflokkur farið eins illa með tækifæri til sigurs og Valsmenn í í gærkvöldi, er þeir töpuðu 10:9, er 1 mínúta var til leiksloka Ef hægt er að ræða um, að islenzkir iþrótta- menn hafi nokkru sinni farið illa með tækifæri i Evrópubikarleik, þá er óhætt að segja, að Vals- menn hafi gert það i gærkvöldi, þegar þeir glopruðu út úr höndum sér sigri gegn vestur- þýzka meistaraliðinu Gummersbach. Aðeins 1 minútu fyrir leikslok hafði ólafur H. Jónsson, fyrirliði Vals tryggt liði sinu eins marks forustu, 10:9, og sigur Vals virt- ist blasa við. En ham- ingjudisirnar voru vissulega ekki hliðhollar Valsmönnum i þeim mikla darraðardansi, sem stiginn var á f jölum Laugardalshallarinnar á lokaminútu leiksins. Þjóðverjunum tókst ekki einungis að jafna stöðuna heldur einnig að skora sigurmark aðeins 2 sekúndum fyrir leiks- lok. Blóðug úrslit fyrir Val og 3 þúsund áhorf- endur, sem hvatt höfðu Vals-liðið dyggilega i hörðum og jöfnum Evrópubikarleik. Harkan sat i fyrirrúmi i Laugardalshöllinni i gærkvöldi, eins og vænta mátti þvi að þarna áttust við tvö lið, sem annáluð eru fyrir harðan varnarleik. Augu flestra beindust að risanum i liði Gummersbach, Hansa Schmidt, sem verið hefur aðaluppistaðan i liði vestur-þýzku meistaranna. Ekki sizt höfðu Valsmenn auga með honum og gáfu honum aldrei frið þær sextiu minútur, sem leik- urinn stóð, enda þött honum tæk- ist að skora 3 mörk. Tap Vals i leiknum i gærkvöldi er enn þá hryggilegra fyrir þá sök, að fjórum sinnum i leiknum misnotuðu Valsmenn vitaköst. Þrisvar sinnum varði hinn snjalli markvörður Gummersbach, Klaus Kater, en i fjórða skiptið skaut Gisli i stöng. 1 svo jöfnum ieik, sem leikurinn i gærkvöldi var, munar um minna. Þjóðverj- ar misnotuðu eitt vitakast, sem Ólafur Benediktsson varði. Það er óneitanlega óvenjuleg byrjun á handknattleiksvertið, að hún skuli hefjast með Evrópubik- arleik. Og þvi er ekki að neita, að leikurinn i gærkvöldi bar nokkuð svipmót þess, að þarna áttust við tvö lið, sem ekki hafa fengið Ólafur H. Jónsson, sést hér skora 10. markið úr erfiöri aöstöðu. Ólafur sést illa á myndinni, en hann ber töluna 10 á bakinu. um orðum ekki nógu góður vegna þess, að liðin eru ekki komin i æf- ingu, og er ekkert óeölilegt við það. Engu aö siður sýndu einstaka leikmenn góð tilþrif. Og hjá Val voru það Jón Karlsson og Ölafur H. Jónsson, sem léku aðalhlut- verkin. Leikur Jóns i fyrri hálf- leik — og raunar i þeim siðari einnig — var stórgóður. Hann skoraði ekki einungis þrju fyrstu mörk Vals, hvert öðru fallegra, heldur fiskaði einnig viti og mat- aði meðherja sina óspart með hnitmiðuðum sendingum. 1 siðari hálfleik lét Ólafur H. Jónsson verulega til sin taka. Keppnisskapið brást honum ekki frekar en fyrri daginn, og það var einungis fyrir einstaklingsfram- tak hans, að Valur hélt i við Þjóð verjana, þegar þeir virtust ætla að taka leikinn i sfnar hendur. Valsmenn höfðu haft forustu I leiknum allan fyrri hálfleikinn — staðan i hálfleik 5:4 þeim i vil — og byrjun siðari hálfleiks. En á 14. minútu tókst Achim Deckarm aö ná forustu fyrir Gummers- bach, 7:6. Var engu likara en nú ætluðu Þjóðverjarnir áö kafsigla Val. En ólafur var greinilega annarrar skoðunar. Hann jafnaði 7:7 á 16. minútu — og jafnaði aft- ur 8:8, þegar Þjóðv. höfðu náð forustunni á nýjan leik. Og hann lét það ekki nægja heldur náði for ustu fyrir Val, 9:8, þegar rúmar fimm minutur voru eftir. Hansi Schmidt lagði sig allan fram á siðustu minútum leiksins, og hon- um tókst að jafna, 9:9. Spennan var mikil i Laugar- dalshöllinni, þegar hér var komið sögu, aðeins 2-3 minútur eftir, og Valsmenn einum færri, þvi að Agúst ögmundssyni hafði verið vlsað út af. Valsmenn léku af mikilli skynsemi næstu 2 minút- urnar. Og mikil urðu fagnaðar- lætin, þegar Ólafur skoraði með föstu skoti aðeins 1 minútu fyrir leikslok. Or þessu virtist leikur- inn ekki geta endað illa fyrir Val, enda var Agúst nú kominn inn á aftur. En siðasta minútan var sorgar- saga fyrir Val. Þrátt fyrir harða vörn Valsmanna tókst þeim ekki að koma I veg fyrir að Klaus Westebbe jafnaði 10:10. Þeir byrj uðu á miðju og nú voru aðeins 30 sekúndur eftir. Spurningin var aðeins sú, hvort þeim tækist að jafna. En ótimabært skot Stefáns Gunnarssonar kostaði ekki aðeins það, að Valur missti af sigri, heldur kostaði hann ósigur. A svipstundu breyttu Þjóðverjar vörn i sókn, sem endaði með skoti Feldhoff, tveimur sekúndum fyrir leikslok. Staðan 11:10 Gummersbach I vil. Það væri synd að segja, að Hansa Schmidt vfsaö af leikvelli i 2 minútur fyrir grófan leik. nægilega samæfingu, ósamstillt vöðvaafl, sem fórótrúlega mikiö til spillis. Leikurinn var með öðr- ...fe' (Timamyndir Hóbert.)

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.