Tíminn - 19.09.1973, Page 17

Tíminn - 19.09.1973, Page 17
TÍMINN Mi&vikudagur 19. september 1973 17 Hansi Schmidt og Klaus Westebbe stöðva Jón Karlsson á elleftu stundu. glæsibragur hafi verið yfir leikn- um i gærkvöldi. Ýmis konar mis- tök leikmanna beggja liða, óná- kvæm markskot og misheppnað- ar sendingar voru of margar til þess, að hægt sé að tala um góðan leik. Þetta er hægt að afsaka með æfingaleysi. Engu að siður eiga Valsmenn hrós skilið fyrir gott keppnisskap, sérstaklega þó Ólafur og Jón Karlsson. Ólafur Benediktsson i markinu stóð sig vel, og i heild er ástæða til að hrósa Vals-liðinu fyrir sterkan varnarleik. Lið þeirra verður áreiðanlega sterkt i komandi Is- landsmóti. Lið Gummersbach mun senni- lega vinna Val á heimavelli sin- um. Gaman væri að sjá þetta lið, þegar það er komið i fulla æfingu. Og markvörðurinn, Klaus Kater, er með þeim beztu, sem hér hafa leikið. Sænsku dómararnir Hasse Carlsson og Leif Olsen dæmdu leikinn mjög vel. alf. ? 200 Keflvíkingar fylgjast með í Edinborg Frá Sigmundi Steinars- syni í Glasgow í gær. Ferðalag Keflavíkur- liðsins til Skotlands var nokkuð strangt, því að leik- mennirnir voru ekki komn- ir inn á hótel sitt í Edinborg fyrr en kl. 4 í nótt. Stafaði það af ýmsum töfum. Engu að síður eru allir hressir og vongóðir fyrir Evrópu- bikarleikinn gegn Hiber- ní aná miðvikudagskvöld (i kvöld). 1 dag stjórnar Joe Hooley, þjálfari liðsins , æfingu á leikvelli Hibernian i Edinborg, Easter Road, en leikurinn á miðvikudag- inn hefst klukkan 19.30 að skozk- um tima. Leikvöllurinn rúmar 30 þúsund áhorfendur. Talsverður áhugi er á þessum leik hér i Skotlandi, m.a. skrifa skozku blöðin um frammistöðu Keflvikinga gégn Real Madrid (0:3 og 0:1), sem þau telja góða af hálfu Keflvikinga miðað við, hve sterka mótherja var við að etja. Lið Hibernian hefur verið sterkt i haust og má geta þess, að tveir af leikmönnum liðsins voru valdir i skozka landsliðshópinn, sem mætir Tékkum siðar i þess- um mánuði. Hér i Skotlandi eru nú um 200 Keflvikingar, sem komu gagn- gert til að fylgjast með leiknum. Má búast við, að þeir láti i sér heyra á Easter Road. liði sínu 1 stuttu samtali, sem ég átti við Joe Hooley og Hafstein Guð- mundsson, kom það fram, að þeir eru báðir vongóðir um góðan árangur i leikjunum gegn Hi- bernian i Evrópukeppninni. Hooley telur möguleikana á að komast áfram i 2. umferð keppn- innar „fifty fifty” eins og hann orðar það. ELMAR GEIR8SON Fram skorti úthald á síðustu mínútum Evrópubikarleiksins ---------—— tapaði 0:5 í Basel í gærkvöldi. Þrjú mörk komu á síðustu 15 mínútunum Agúst hefur fengið óblfðar móttökur á linunni. „Það var fyrst og fremst úthaldið, sem brást”, sagði Sigurður Friðriksson, formaður knattspyrnudeildar Fram, i simtali við iþróttasiðuna i gær- kvöldi um leik Fram og Basel i Evrópubikar- keppninni, sem lauk með sigri Basel 5:0. Skoruðu Svisslending- arnir 3 siðustu mörkin á 15 siðustu minútum leiksins, sem fram fór i flóðljósum á leikvangi Basel-liðsins að við- stöddum 9 þúsund áhorf- endum. Að sögn Sigurðar lék Fram- liöið mjög vel i fyrri hálfleik og fyrstu 20 minútur siöari hálfleiks, eða allt þar til úthaldið brást. Sagði hann, að miðað við gang leiksins heföi ekki verið ósann- gjarnt, að Fram hefði haft eins marks forustu i hálfleik. Sigur- bergur átti t.d. fastan skallabolta, sem smaug við stöng. Þá kom Guðgeir Leifsson einn inn fyrir vörn Basel, en landsliðsmark- vörður Svisslendinga, Kunst, varði skothans. Þá átti Elmar tvö skot að marki á 27. minútu, sem svissneski markvörðurinn varði. Má þvi segja, að leikmenn Fram hafi vaöið i marktækifærum, en ekki verið á skotskónum. Fyrsta mark Basel kom á 2. minútu leiksins og skoraði Perú- maðurinn Cubilas það. Annað markið kom á 20. minútu, skorað af Balmer, en þrjú siðustu mörkin urðu ekki að staðreynd fyrr en á siöustu minútum leiksins. Þá skoruðu Hasler, Balmer og Demelmer. Sigurður Friðriksson sagði eftir leikinn I gærkvöldi, að þrátt fyrir þetta stóra tap, hafi Fram-liðið leikið vel, en verið afar óheppið að skora ekki. Sagði hann, að beztu menn liðsins hefðu verið Elmar og Guðgeir. Gunnar Guð- mundsson hafði það erfiða hlut- verk með höndum að gæta Cubilas og tókst það vel, nema hvað honum tókst ekki að gæta hans I byrjun. Sföari leikur Fram og Basel fer fram á fimmtudagskvöld i Olten og hefst leikurinn kl. 20 að staðar- tima. Þess má að lokum geta, að dómaratrióið i leiknum I gær- kvöldi var frá Ungverjalandi. Var leikurinn vel dæmdur. FIRMA- KEPPNI Firmakeppni i knattspyrnu utanhúss hefst laugardaginn 22. september. Þátttökutilkynningar þurfa að berast i sima 13356 milli kl. 3-5 i dag eða á morgun, mið- vikudag, fimmtudag.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.