Tíminn - 19.09.1973, Page 19
Miövikudagur 19. september 1973
TÍMINN
19
H Verkfall
lagasióðs. og spurði hann um
ástæður þess, að ákveðið var að
hætta vinnu á sunnudögum i Eyj-
um.
— Þetta er liður i þeirri stefnu
Viðlagasjóðs að koma atvinnulif-
inu i Eyjum i eðlilegt horf. Það
gengur ekki þegar til lengdar læt-
ur, að Viðlagasjóður greiði hærra
kaup, en aðrir aðilar, sem áhuga
hafa á að koma sinni starfsemi i
gang i Eyjum. Þeir aðilar hafa
ekki enn getað hafið sina starf-
semi, þar sem þeir hafa ekki
treyst sér til þess að bjóða sömu
hlunnindi og Viðlagasjóður hefur
gert. Ákvörðunin um að felia
niður vinnu á sunnudögum er að-
eins einn liður i þvi að koma þessu
jafnvægi á.
— Þeir menn, sem starfað hafa
á vegum Viðlagasjóðs i Eyjum
hafa notiðýmissa hlunninda fram
að þessu. Fram til 1. jiili var
greidd sérstökl5% áhættuþóknun
ofan á allt kaup, en þá var hún
felld niður. Næsti liöur var að
breyta vaktafyrirkomulaginu á
vinnunni, en það var gert i ágúst
og svo núna var ákveðið að fella
niður sunnudagavinnuna. Næsta
skrefið verður að fella niður fritt
fæði til handa þeim, sem hjá Við-
lagasjóði starfa, en þess i stað
verður mönnum sjálfsagt selt
fæði á sanngjörnu veröi. Þegar
þetta verður allt komið til fram-
kvæmda verða einu aukahlunn-
indin, sem starfsmenn Viðlaga-
sjóðs njóta, ferðirnar til og frá
Eyjum á hálfsmánaðar fresti, en
þau hlunnindi jafngilda nú um 19
krónum á hvernunninn tima. Við
litum svo á, að þessar aðgerðir
séu nauðsynlegar, ef frjáls vinnu-
markaður á að verða staðreynd i
Vestmannaeyjum.
Timanum tókst ekki að ná sam-
bandi við Jón Kjartansson, for-
mann verkalýðsfélagsins i Eyjum
i gær, þar eð verkfallsmenn voru
á fundi þegar við höfðum
samband við Eyjar. Hins vegar
er lesendum bent á, að sjónarmið
verkfallsmanna voru kynnt i
blaðinu i gær.
Engar samningaviðræður fóru
fram milli Viðlagasjóðs og verk-
fallsmanna i gær, en stjórn Við-
lagasjóðs kom saman til fundar
klukkan 16 i gær, þar sem verk-
fallið var rætt. Fundinum lauk
rúmlega sjö, og að honum loknum
hafði Timinn tal af Hallgrimi
Sigurðssyni framkvæmdastjóra
Viðlagasjóðs.
Hallgrimur sagði, að i júni hefði
verið gert uppkast að samningi
milli sjóðsins og verkalýðsfélags-
ins i Eyjum, en það hefði verið
fellt á fundi verkalýðsfélagsins. I
þessu samningsuppkasti hefði
hins vegar verið svo ráð fyrir
gert, að ef til kæmi, gilti samn-
ingurinn aðeins til 1. september,
svo að hann hefði nú verið úr gildi
fallinn, þótt samþykktur hefði
verið.
Aðspurður kvaðst fram-
kvæmdastjórinn ekkert geta sagt
um það að sinni, hvort einhverjar
nýjar ákvarðanir hefðu verið
teknar á fundi stjórnar Viðlaga-
sjóðs i dag, þvi að samþykkt hefði
verið að gefa út fréttatilkynningu
um málið i dag og ekki gefa neitt
upp fyrr.
Hallgrimur kvað engar samn-
ingaviðræður hafa átt sér stað á
milli deiluaðila.
Hann sagðist á hinn bóginn geta
skýrt frá þvi að á stjórnarfundi
hinn 21. ágúst hefði verið sam-
þykkt, að mannafli yrði minnkað-
ur hinn 7. september, þvi að talið
var, að þá yrði hreinsun lokið að
mestu leyti. Þá skyldi að þvi
stefnt að leggja niður alla starf-
semi á vegum Viðlagasjóðs nema
viðgerðir á húsum og svo ráð
fyrir gert, að bæjarstjórnin tæki
við öllum sinum stofnunum.
gj.-HHJ
Samskipti
Að dómi hins áhrifamikla dag-
blaðs Asahi mun samvinnan um
nýtingu oliuauðlinda Tjumen-
héraðsins tryggja Japan 40-50
milljónir tonna af oliu á ári.Sam-
starf að vinnslu jarðgass og kola i
Jakutia og um leit að oliu og gasi
á Sakhalineyju myndi færa Japan
álika ávinning. Segir Ashai, að
takist Japönum að tryggja sér af-
not af oliunni i Tjumen og jarð-
gasinu i Jakut,myndi það mjög
draga úr spennu og misræmi milli
framboðs og eftirspurnar orku i
Líffræðileg hreinsun d vatni í
Sovétríkjunum
Japan. Þetta sýnir, að það eru
ekki fyrst og fremst Sovétrikin
sem þarfnast þess að þessi verk-
efni verði framkvæmd.
Það er ánægjuefni, að pólitisk-
ir- og viðskiptaaðilar i Japan
viðurkenna mikilvægi efnahags-
tengsla og aukins gagnkvæms
skilnings og trausts. Segir Jasu-
hiro Nakasone, verzlunar- og
iðnaðarráðherra Japana, að
„þróun viðskiptatengsla milli
Japans og Sovétrikjanna hafi
stuðlað mjög að gagnkvæmum
skilningi og vináttu”.
Að sjálfsögðu þarfnast raun-
hæfar framkvæmdir við oliu- og
gasvinnsluna gaumgæfilegra
athugana og útreikninga hvað
varðar hagkvæmni fyrir báða
aöila, þvi slikar framkvæmdir
myndu krefjast biljóna dollara
lána til 20-30 ára.
Lausn annars vandamáls — að
koma á fullkomlega eðlilegum
samskiptum Sovétrikjanna og
Japans með viðeigandi samning-
um — myndi einnig þjóna hags-
munum beggja rikjanna og stuðl-
að að traustari friði og öryggi.
Sovézk-japanska yfirlýsingin 1956
leysti suma þætti millirikjasam-
skipta, sem jafnan er leyst úr
með gerð friðarsamninga. Hefur
verið bundinn endi á striðsástand-
ið milli landanna og stjórnmála-
samband komizt i eðlilegt horf.
Auðvitað gætu tengsl landanna
haldið áfram að aukast án friðar-
samninga, en vilji löndin i alvöru
koma á traustum og eðlilegum
samskiptum sin á milli,verða þau
að koma þeim á heilbrigðan
grundvöll með gerð þar að lútandi
samninga. A siðasta ári hófu
utanrikisráðherrar landanna við-
ræður i Moskvu um gerð friðar-
samnings,og verður þeim fram-
haldiðiár. Sagði Leonid Brezhnef
i ræðu á 50 ára afmæli Sovétrikj-
anna, að varðandi samskiptin við
Japan vildu Sovétrikin gera
„gagnkvæman, aðgengilegan
samning um öll vandamál á
grundvelli heildarviðræðna um
þau.”
Ýmsir japanskir leiðtogar hafa
lýst sig fylgjandi gerð friðar-
samnings milli landanna, m.a.
Tanaka forsætisráðherra i orð-
sendingu til L. Brezhnev. Mikil-
vægt er að Japanir sýni sig fúsa
til, ekki aðeins i orði heldur og á
borði, að gera samning,
aðgengilegan fyrir báða aðila.
Alþjóðleg reynsla sýnir, að
lausn hinna ýmsu vandamála i
sambúð tveggja rikja er mjög
komin undir rikjandi andrúms-
lofti i samskiptum þeirra. Skipti
orðsendinga milli L. Brezhnev og
Kakuei Tanaka hafa stuðlað að
bættu andrúmslofti, sem haft get-
ur hagstæð áhrif á sovézk-
japönsk samskipti. 1 þessu sam-
bandi ber að fagna ákvörðun
japanska forsætisráðherrans um
aðheimsækja Sovétrikin. Tanaka
forsætisráðherra sagði: „t ferð
minni til Sovétrikjanna hef ég i
hyggju að leggja áherzlu á að
koma á gagnkvæmum skilningi
og stuðla að þróun vinsamlegrar
sambúðar landanna tveggja.”
Sovétrikin hafa oft lagt á það
áherzlu, að þróun samskipta
Sovétrikjanna og Japans muni
ekki skaða hagsmuni þriðja rikis-
ins. Það er þó ekkert launungar-
mál , að til eru öfl, sem yilja reka
fleyg milli Sovétrikjanna og
Japans og hindra bætt samskipti
þeirra. 1 þessum tilgangi hafa
þessi öfl beitt áróðri og jafnvel
ógnunum gegn Japan. Td. sagði
Liao Chéng-chik, formaður kin-
versk-japansks vináttufélags,
Yomiuri Shimbun, að fram-
kvæmd sovézk-japanskrar efna-
hagssamvinnu, sérstaklega varð-
andi vinnslu Tjumen-oliunnar,
myndi valda „gremju” i Kina og
kalla á ,viðeigandi ráðstafanir”.
Japönsk blöð segja, að i viðræð-
um við Y. Nakasone, verzlunar-
og iðnaðarráðherra Japans, hafi
Chou En-lai, forsætisráðherra
Kina, gagnrýnt harðlega áætlanir
Japana um efnahagssamstarf við
Sovétrikin.
Þessar tilraunir Kinverja hafa
ekki mætt stuðningi i Japan. í
ræðu i þinginu sagði Y. Nakasone,
að varðandi sovézk-japanska
efnahagssamvinnu þyrfti að
Ihuga pólitiska þætti málsins, en
Japanir yrðu að láta eigin hags-
muni ráða og koma i veg fyrir
ihlutun um innanlandsmál sin.
Þótt þau öfl séu til i Japan, sem
vilja notfæra sér andsovézka
stefnu Pekingleiðtoganna til þess
aö spilla sambúð Sovétrikjanna
og Japans, er óhætt að fullyrða að
yfirgnæfandi meirihluti japönsku
þjóðarinnar viðurkennir mikil-
vægi þess, að sambúðin við Sovét-
rikin verði bætt. Þetta hefur kom-
ið fram i fjölmörgum yfirlýsing-
um leiðandi manna í japönsku
þjóðlífi. Og i skoðanakönnun, sem
japanska dagblaðið Sankei
Shimbun gerði I marz sl. lýstu
88% spurðra yfir að „nauðsyn-
legt” væri að efla vináttuna við
Sovétrikin.
1 RJAZAN er yfir 90% af vatni,
sem notað hel'ur verið til iðnaðar-
þarfa og ræsavatn hreinsað með
liffræðilegri hreinsun i hreinsi-
stöð borgarinnar. Daglega eru
skaðleg efni hreinsuð úr yl'ir
220.000 rúmmetrum af vatni sem
látiðerrenna i Oka fljótið, sem er
þverá Volgu, en Oka er ekki langt
frá Rjazan, þar sem búa 350.000
manns.
Bygging þessarar hreinsi-
stöðvar kostaöi 9 milljón rúblur.
Hún var byggð fyrir lé, sem út-
hlutað var af lulltrúum verka-
manna i borgarráði og iðnaðar-
fyrirtækjum i Rjazan.
Framkvæmdanefnd borgar-
ráðsins sá um hreinsun á vatninu,
sem al'tur var látið renna i Oka.
Nefndin ákvarðaði hlut þátttak-
enda og heldur skýrslu yfir það
vatn, sem fer.til neyzlu
A undanl'örnum árum hefur
sovézka rikið eytt ylir 2000
milljón rúblum i byggingu ræsa-
kerfa og hreinsunartæk ja i
iðnaðarfyrirtækjum og borgum i
rússneska sovétlýðveldinu, Sam-
kvæmt ákvörðun miðstjórnar
KFS og sovézku stjórnarinnar um
„Ráðstafanir til að koma i veg
fyrir mengun Volgu og IJralánna
vegna notaðs vatns,” mun
hreinsunarútbúnaður, sem
gerður verður á árunum
1972—1975 kosta rikið 700 milljón
rúblur. APN
ClfflREIÐinTS
Meðal efnis:
HvaS sögSu Bandaríkjamenn um islenzk stjórnmál?
Þór Whitehead skrifar um viShorf bandarískra sendimanna
til íslenzkra stjórnmála á stríSsárunum.
Vor í sænskum stjórnmálum, eftir DavíS Oddsson.
Smásagan SumarleyfisferS SigurSar Jónssonar og fjöl-
skyldu, eftir Þráin Bertelson.
Gestur Ólafsson skrifar greinina Skipulag - þróunartæki
eSa þróunarfjötrar.
ÁætlaSar fjárfestingar næstu ára vegna þróunar grunn- og
framhaldsskóla, eftir Þorvald Búason.
Huod /ögðu bondaríkjameon
um í/lenzk/ljémmál?