Tíminn - 12.10.1973, Blaðsíða 10
10
' TÍMÍNN
Föstudagur 12. október 1973
Guftmundur G. Þórarinsson, verkfræftingur, borgariulltrúi Framsóknarfiokksins. t bakgrunni sést „Geirshólmi” og aftrar dularfullar
framkvæmdir vift ósa Eiliftaár. Þarna virftist „kerfift” bara sjálft hafa fapftkaf staft og sturtaft sorpi, bilflökum og jarftvegsefnum I hundruðum
þúsunda tonna yfir merk jarftlög og fært I kaf að eilifu. Enginn kannast vift að hafa leyft, efta fyrirskipað þessi iandsspjöli.
Engir uppdrættir fyllingarinnar finnast á skipulagsdeild borgarinnar, efta hjá þróunarstofnun. Engir uppdrættir hafa verift lagðir fyrir skipu-
lagsnefnd efta náttúruverndarnefnd.
MERK TILLAGA í BORGARSTJÓRN
Framsóknarmenn ieggja fram
tillögu um framtíð Elliðaónna
Rætt við Guðmund G. Þórarinsson, borgarfulltrúa um stórmerka
tillögu er varðar framtíð Elliðaónna og varðveizlu fagurra landsvæða
A fundi borgarstjórnar síöast-
liöinn fimmtudag, lögöu borgar-
fulltrúar Framsóknarflokksins,
þeir Guömundur G. Þórarinsson,
Kristján Benediktsson og Alfreö
Þorsteinsson fram merkilega til-
lögu um framtiö Elliöaánna, og
Elliöavatns.
Mælti Guðmundur G.
Þórarinsson, borgarfulltrúi fyrir
tillögunni, en hún hljóöar svo:
Borgarstjórn felur þróunarstofn-
uninni og skipulagsstjóra aö
undirbúa og láta fara fram hug-
myndasamkeppni um heildar-
skipulag og framtiöarþróun
umhverfis Elliftaánna og Elliöa-
vatns.
Til meðferöar skal taka meöal
annars:
1. Framtiöarmótun Eiliöaárósa
ásamt bökkum Elliöavogsins.
2. Umhverfi ánna allt frá ósum aö
EUiðavatni.
3. Mótun umhverfis Elliftavatns i
samráfti viö Kópavog.
4. Tenging svæftisins vift Heið-
mörk.
í þessu sambandi skal meöal
annars meta:
a. Nýtingu landsvæöis.
b. Mótun útivistarsvæöa
c. Lagningu gangstiga.
d. Aöstööu til veiöa og fiskiræktar
e. Varöveizlu mannvirkja og nýt-
ingu þeirra
f. Byggingu nýrra mannvirkja, er
setja mættu svip á umhverfiö.
g. Staðsetningu listaverka.
h. Trjárækt og mótun gróðurreita
og annars jurtalifs.
i. Varðveizla sérkennilegra jarö-
laga og jarðmyndana.
j. Samræming og tengsl Arbæjar-
safns viö útivistarsvæöiö.
Skal öll samkeppnin miöast viö,
aö fá fram sem flestar hugmyndir
til mótunar heildarmyndar af
þessu svæöi.
Æskilegast er aö viö hugmynda-
myndunina starfi sérfræöingar á
þeim sviöum, sem þar aö lúta,
s.s. arkitektar, jaröfræðingar,
náttúrufræftingar o.s.frv., þannig
aö tryggja megi, aö Elliöaárnar
og umhverfi þeirra veröi áfram
um ókomna framtfö perla borg-
arinnar.
Kvað Guðmundur tillögu þeirra
borgarfulltrúa vera fram komna
af gegnu tilefni og óskaði þess að
þróunarstofnun náttúruverndar-
nefndar borgarinnar og skipu-
lagsnefnd fjölluðu um tillöguna,
sem fyrst og fremst væri ætlaö aö
vera stefnumótandi i þessum
efnum.
Vettvangskönnun með
Guðmundi Þórarins-
syni
Blaöiö átti tal við Guðmund G.
Þórarinsson verkfræðing og
borgarfulltrúa, vegna þessarar
merku tillögu, og fór hann i stutta
ferö með blaöamann, til glöggv-
unar á staöháttum: en viö nánari
athugun á svæði þessu, sér hver
maður, aö þetta er timabær til-
laga. Aöurnefnt svæöi er í um-
talsveröri hættu.
Flóft I Elliftaánum
I aðalatriðum fórust Guömundi
orö á þessa leiö:
— Elliðaárnar og vatnasvæðiö
þar fyrir ofan, verða um ókomna
framtíð eitt fegursta útivistar-
svæði borgarinnar.
Þetta er ein af perlunum i
borgarlandinu og tillaga okkar er
einkum hugsuö til þess, aö koma
á samstarfi til aö móta stefnuna
gagnvart þessu svæði. Ef ekkert
veröur að gert, þá er framtið |
svæðisins stefnt I voöa.
Skipulag falið einum
manni —
Mér er kunnugt um, að staðið
hefur yfir um nokkurt skeiö
skipulagsvinna á vegum
borgarinnar, þar sem Vilhjálmi
Sigtryggssyni, skógfræðingi
hefur verið falið af borginni að
skipuleggja Elliðaársvæðið. Ég
hefi ekki séð árangur þessa
skipulagsstarfs og vil fyrir mitt
leyti ekki vanmeta þaö, entelhins
vegar, aö máliö sé i eðn sinu
umfangsmeira en svo, að þaö
heyri undir skógræktarfræðina
eina, eða nokkurn einn, einstakan
mann. Elliðaárnar og þetta svæöi
hefur um langt skeiö veriö eitt
aöalútivistasvæðið og margir
borgarbúar eiga við svæðiö
bundnar minningar. Þetta eru
æskustöðvar þúsunda manna,
sem verið er aö fjalla um, framtiö
þeirra og varöveizla til komandi
kynslóöa. Þessvegna ber okkur
aö vanda til allrar tillögugeröar
og ekkert að spara.
Einskis má láta ófreistaö til
þess aö vel takist til, enda aldrei
tekiö aftur ef umhverfinu er
breytt.
Elliðaárnar og
rafmagnsveitan
Vatnasvæöi Elliöaánna hefur
þegar breytzt mikið af manna-
völdum. Um það verður ekki
deilt. Þarna var virkjað i fyrsta
sinn til að sjá bænum fyrir raf-
orku. Auðvitaö haföi þaö rask á
staöháttum i för meö sér. Árnar
voru stiflaöar á tveim stööum og
þrýstivatnsleiösla flytur ána aö
mestu leyti á alllöngum kafla,
þegar minnst er i ánni. Raf-
magnsveita Reykjavíkur hefur þó
umgengizt ána að öðru leyti með
mikilli virðingu og framsýni.
Túrbinustöðin, með viðeigandi
svartoliugeymumvar sett niður á
árbakkann austanmegin . Það
orkar aftur meira tvimælis, og
hætta er mikil á ferðum fyrir um-
hverfið ef þessir geymar biluðu af
einhverjum ástæðum og olian
rynni á árnar. Þessu þyrfti að
gera betri skil.
Nú hefur hitaveituleiðsla verið
lögð þvers og kruss um árfar-
veginn, vegna hitaveitunnar i
Breiðholtshverfi.
Það er hroðalegt mannvirki.
Svo má minnast á jarðefna-
tekju i Rauðhólum, sem er lands-
spjöll og alls konar akvegagerð
um viökvæmt land. Ekki megum
viö þó dæma þetta of hart, þvi að
þetta gerist áður en almennt er
farið aö gera sér grein fyrir land-
vernd og náttúruvernd, og að
unnterað þyrma fögru umhverfi,
þótt stórborg sé i næsta nágrenni.
Allt þetta sýnir okkur þó, að
nauðsyn er á að marka heildar-
stefnu, þar sem almennir borg-
arar eru kvaddir til, ásamt þeim
mönnum er lagt geta fram sér-
þekkingu.
Stórframkvæmdir i
Elliðaárósum —
tilviljun?
Gott dæmi um þróun mála, eru
uppfyllingarnar við Elliðarárós-
ana, þar sem stórframkvæmdir
hafa gjörbreytt náttúrulegri gerð
ósanna.
Elliðaárósar og Elliðaárnar
renna i mjög sérkennilga saman-
settum jarðlögum, frá jarðfræði-
legu sjónarmiöi. Um þetta segir
Þorvaldur Thoroddsen meðal
annars á þessa leið:
„Sumstaðar liggja hvitgrá leir-
lög frá isöldinni ofan á móberginu
og dó.leritinu, t.d. við Elliðaár og
Leirvogsá. Við Elliðár hefur
hraun runnið yfir leirinn, og um
hraunið renna árnar. Þar eru við
árfarveginn stórir skessukatlar,
holaðir af iðukastinu. Aldurshlut-
föllin milli jarðlaganna við
Reykjavik eru þá þessi: elzt og
neðst er basalt, eins og I Viðey:
siðan dólerit: þá ungt móberg og
móhella: þá jökulleir og efst
hraun i farvegi Elliðaánna.”
Nú hefur verið ekið miklu
magni jarðvegsefna i Elliðárósa.
Hraunklappir og leirur^ eru
komnar undir bilflök, grjót og
rusl, og mold hefur verið ekið yfir
og sáö hefur verið grasi. Það
merkilega við þessar miklu fram-
kvæmdir er að hvergi er að finna
stafkrók, þar sem framkvæmdir
þessar eru fyrirskipaðar,. eða
leyföar. Virðist eins og menn hafi
aðeins notað Elliðaárvog sem
sorphaug og til að sturta þar jarð-
vegsefnum, sem losna þyrfti við.
Það verður að móta
stefnu — framtið
dýralifs
Þetta nær vitanlega ekKi nokk-
urri átt. Þarna hefur glatast dýr-
mætur hluti af náttúru þessa
lands, fyrir glundroða og skipu-
lagsleysi hjá borginni. Það er til
aö hindra slikt, sem við gerðum
tillögu okkar. Nú eiga menn að
setjast niður og ræða málið og
safna hugmyndum og móta
stefnuna. Meban tillaga okkar er I
rannsókn og mótun hjá stofn-
unum borgarinnar, verður að
halda i horfinu og leyfa ekkert,
sem raskar hag þessara svæða,
eða vatni.
— Ég get, segir Guðmundur G.
Þórarinsson að lokum, ekki lokið
þessu spjalli, án þess að minnast
ögn á' vistfræði og dýralif við
Elliðaár. Fuglamenn telja að
raskazt hafi fuglalif við jarðvegs-
framkvæmdirnar við ósa Elliða
ánna. Laxinn er að visu enn i
Elliðaánum en. liklega ekki i eins
miklu mæli og verið geti — , gengi
hann hindrunarlaust alla leið upp
I Hólmsá og upp I Lækjarbotna.
Þá var (og er) þetta ein mesta
veiðiá þessa lands.Ef til vill, ber
aö kanna, hvort ekki er i þesu
sambandi unnt að breyta málum
þannig, aö unnt sé að færa Elliða-
árvatnasvæðið i það horf, sem
var áður en áin var virkjuð. Þá
kæmu hinar frægu Elliðavatns —
engjar aftur upp úr djúpinu, en
þær voru vist einhverjar drýgstu
slægjur hér á landi um aldir.
— Og þetta allt blandast svo
inn i mótandi hugmyndir, sem nú
eru á dagskrá um fólkvang i
Rauöhólum, Heiðmörk og Blá-
fjallasvæði. Þessi fólkvangur á að
ná frá Elliðárvogi, upp vatna-
svæðiö og i Heiðmörk, segir
Guömundur G. Þórarinsson að
lokum. JG