Tíminn - 09.11.1973, Qupperneq 10
10
TÍMINN
Föstudagur 9. nóvember 1973.
Gísli Guðmundsson
Kveðja á
útfarardegi
Ljóst er, að þeir verða margir,
sem vilja minnast Gisla
Guðmundssonar i Timanum, og
verður honum þvi siðar heígað
blað af tslendingaþáttum. Við
útför hans þykir samt rétt að
minnast nokkuð starfs hans i
þágu þess blaðs, sem hann
stjórnaði við góöan oröstir i
meira en áratug.
Gisli Guömundsson var ritstjóri
Timans á árunum 1930-1940 og
ritstjóri Nýja dagblaðsins, sem
Framsóknarflokkurinn gaf út
1934-1936. Hann var einnig
stjórnarmálaritstjóri Nýja dag-
blaðsins 1933-1938. Heilsubrestur
olli þvi, að ritstjórnarferill hans
varð ekki lengri.
Gisli Guömundsson var i hópi
ritfærustu biaðamanna og
reyndist þvi veröugur arftaki
þeirra Tryggva Þórhallssonar og
Jónasar Þorbergssonar, sem
lengst höfðu verið ritstjórar
Timans á undan honum. I þann
rúma áratug, sem Gisli stjórnaði
Timanum, var hann tvimælalaust
einn af áhrifamestu leiðtogum
Framsóknarflokksins. Hann
myndaði, ásamt þeim Hermanni
Jónassyni og Eysteini Jónssyni,
nýja forustusveit, sem tók viö
stjórn Framsóknarflokksins á
þessum áratug, þótt Jónas Jóns-
son héldi áfram að vera áhrifa-
mikill i flokknum. Stjórn Gisla
Guðmundssonar á Timanum átti
t.d. drjúgan þátt i þvi að
Framsóknarflokkurinn varð jafn-
sigursæll i glimunni við Bænda-
flokkinn og raun varð á. Svo laus-
lega var þá gengið frá skipulagi
Timans, að ritstjórinn gat ráðið
blaðinu, og hefðu úrslitin getað
orðið önnur, ef Gisli hei'ði látið
Timann snúast á sveif með
Tryggva Þórhallssyni og þeim
öðrum leiðtogum Framsóknar-
flokksins, sem stofnuðu Bænda-
flokkinn.
Það leiddi af stöðu Gisla
Guömundssonar á þessum árum,
að hann mótaði þá málflutning
Framsóknarflokksins f.lestum
fremur. Þaö var i átökunum viö
Bændaflokkinn, sem Gisli bjó til
hið þekkta vigorð — að vinna eftir
málefnum. Framsóknarflokkur-
inn lá þá undir þeim ásökunum,
að hann væri of hlynntur sósia-
listum og léti jafnvel stjórnast af
þeim. Þessu var ekki sizt beint að
flokknum af Bændaflokks-
mönnum, Ýmsir yngri menn i
flokknum — og var ég einn i hópi
þeirra — vildu svara þessu með
hinu gamla vigorði Tryggva Þór-
hallssonar: Allt er betra en
ihaldið. Gisli taldi réttara aö fara
hóflegar i sakirnar og benda fyrst
og fremst á málefnin, sem um var
deilt. Þau vinnubrögð reyndust
sigurvænleg i kosningunum
1934.
Þegar Sjálfstæðisflokkurinn og
Bændaflokkurinn gengu i bræðra-
lag fyrir þingkosningarnar 1937
og hugöust vinna mikinn
kosningasigur, var þaö ráð Gisla,
að Framsóknarflokkurinn legði
áherzlu á stöðu sina sem milli-
flokks, er byggði á samvinnu-
hugsjón og byggðastefnu, og ynni
gegn öfgum til beggja handa, en á
þessum tima áttu kommúnismi
og nazismi blómaskeið hér eins
og annars staðar. Þessi vinnu-
brögð reyndust farsæl, þvi að
Framsóknarflokkurinn vann
mesta sigur sinn i kosningunum
1937.
Samkvæmt þvi, sem ég hefi hér
stuttlega rakið, er það álit mitt,
að Gisli Guðmundsson hafi verið
málefnalegastur þeirra stjórn-
málamanna, sem ég hefi kynnzt.
Það var honum miklu meira en
sigursælt vigorð i kosningabar-
áttu að vinna eftir málefnum.
Hann taldi það skyldu stjórn-
málamannsins að láta málefni
ráða. Þaö var sú leiðsögn, sem
hann reyndi jafnan aö fylgja.
Akvarðanir sinar um þessi efni
tók hann yfirleitt ekki i
skyndingu, heldur að vel ihuguðu
máli. Þótt hann væri flestum
skarpari og fljótari að átta sig á
málum, dró hann oft lengi að fella
dóm. Hann vildi vera eins viss i
sinni sök og frekast var kostur.
Þeir, sem þekkja stjórnmála-
sögu Gisla Guðmundssonar, vita
glöggt, hvaða málefni það var,
sem hann setti ofar öllu. Að dómi
hans var landið dýrmætasta eign
þjóðarinnar, en þvi fylgdi sú
skylda að byggja það sem bezt og
viðast. A siðari áratugum hefur
enginn fslendingur verið eins
skeleggur og áhrifamikill tals-
maður byggðastefnur.nar og Gisii
var. En jafnhliða þvi að rækta og
bæta landið.ber að bæta og rækta
mannfélagið og einstaklinginn.
Þvi lagði hann megináherzlu i
málflutningi sinum á réttlæti,
jöfnuð og samvinnu, eins og sést i
bók þeirri, sem hann ritaði um
Framsóknarflokkinn, störf hans
og stefnu, en hún kom út 1953.
Sú bók veitir góða hugmynd
um, hve málefnalegur Gisli var.
Hann skilgreinir stefnu
Framsóknarflokksins eftir þeim
málum, sem hann hefur beitt sér
fyrir. Af þeim beri að dæma
flokkinn. „Stundum hefur orðið
nokkurt umtal um það”, segir
hann i bókinni, „hvort telja skuli
Framsóknarflokkinn „miðflokk”
eða „vinstriflokk”, en fyrir liggur
samþykkt flokksþings um, að
hann skuli teljast „frjálslyndur
milliflokkur”. Slik orðatiltæki
skipta þó ekki höfuðmáli, heldur
stefna flokksins, og hvernig
honum tekst að koma henni i
framkvæmd”.
Gisli Guðmundsson var eins
góður samstarfsmaður og
hugsazt gat. Ég vann fyrst undir'
stjórn hans sem blaðamaður og
siðar sem meðritstjóri. Til fárra
manna var ungum blaðamanni
betra að leita ráða. Hann var fjöl-
fróður og fljótur að átta sig á
málum. Ég minnist ekki annars
frá þessum tima en ég hafi jafnan
sætt mig yel við úrskurði hans.
Hann var hlýr i viðmóti, þótt hann
væri hlédrægur, og brá oft fyrir
sig græskulausri kimni. Mér
fannst gott að vera i návist hans.
Hér er aðeins lauslega minnzt
þess þýðingarmikla starfs, sem
Gisli Guðmundsson vann sem
ritstjóri Timans. Aðrir munu
siðar rekja önnur störf hans og
gera persónu hans betri skil.
Tlmamenn þakka honum
merkilegt starf i þágu blaðs
þeirra og votta konu hans og
dóttur og öðru vandafólki inni-
legustu samúð við fráfall hans.
Þ.Þ.
■liHUlllMl
llfflMfflmmmtilflllllllllfflBl
Við land og fólk,
STÉINGIUMUR Thorsteins-
son: Ljóðmæli, frumkveðin og
þýdd. Ilanncs Pétursson annað-
ist útgáfuna. Ilelgafell. Keykja-
vik, 1973.
Siðustu áratugi hefur kveð-
skapur Steingrims Thorsteins-
sonar átt misjöfnu atlæti að
mæta með tslendingum. t lif-
anda lifi var Steingrimur, eink-
um fram eftir ævi, metinn
flestum skáldum meira: ljóö
hans flugu um landsbyggðina á
vængjum söngsins.
Undir ævilok Steingrims
og ennfrekar þegar frá leið,
dofnaði yfir ljóðlist hans i
vitund manna. Sá dómur var nú
kveöinn yfir skáldinu að það
væri i senn ófrumlegt og skorti
hagmælsku. Þannig var þessu
gamla þjóðskáldi nánast visað á
hinn óæðra bekk. Sýnist þó nú-
tiðarlesanda, sem litur yfir
skáldafylkingu nitjándu aldar,
að Steingrimur verði með engu
móti hrakinn úr virðingarsæti,
ef sanngjarnlega er um dæmt.
Hitt er á sinn hátt skiljanlegt,
eins og nefnt er i kynningu þessa
úrvals frá hendi forlagsins, að
„áeftir slikum vinsældum” sem
Steingrims „fylgi venjulega
afturkast”. Nú ættu menn á
hinn bóginn að geta metið hlut
skáldsins réttilega.
Engan veginn er þó svo að
grafa þurfi kveðskap Stein-
grims úr gleymsku: hann hefur
jafnan átt unnendur. Þannig
lætur Tómas Guðmundsson
orð falla á þessa lund þegar
hann minnist þeirra skálda,
sem stóðu hug hans næst i æsku
(Svo kvað Tómas, Matthias
Jóhannessen ræddi við skáldið.
Iteykjavik, 1960): „Ég held að
Steingrimur hafi verið eftir-
lætisskáld móður minnar, og
vitanlega var ég einnig alinn
upp við mikla aðdáun á honum.
En eftir að ég kom i skóla og var
þar af leiðandi orðinn alvitur á
skáldleg fræði, eða svo til, þótt-
ist ég upp úr honum vaxinn og
fór ekki dult með það. Móðir
min tók þessu með hógværð og
skilningi. Hún svaraði eitthvað
á þá leið, að ekki væri nema
eðlilegt, að ég hefði i bili meira
dálæti á yngri skáldum, en hins
vegar mundi sá timi renna upp,
aö ég fengi nýjar mætur á Stein-
grimi. Og þetta er nú fyrir löngu
komið á daginn. Ég gæti talið á
fingrum annarrar handar þau
islenzk skáld, sem mér eru jafn
geðfelld og Steingrimur Thor-
steinsson. Ekkert þeirra tekur
honum fram að klassiskri hugs-
un eða djúpskyggni og hann er
ef til vill mestur Evrópumaður
þeirra allra". Og Tómas bætir
við: „Ég hef oft óskað þess, að
einhver hlutgengur maður
vektist upp til að skrifa um
Steingrim eins og vert væri.”
Þess var nú skammt að biða.
Bók Hannesar Péturssonar um
lif Steingrims og list kom út árið
1964. Það er naumast oflof, sem
segir i kynningu forlagsins á
þessu úrvali, að hún sé „frábært
verk”. Enda hefur bókin orðið
vinsæl og sennilega almennar
lesin en titt er um rit af þessu
tagi: fyrir tveim árum kom ný
útgáfa á markað. Þessi bók er i
senn skilmerkileg ævisaga
Steingrims og nærfærin og hóf-
stillt álitsgerð um list hans. Hér
var gert „endurmat á ljóðagerð
IMMUHJJ /ÍWIÍ\M11J[1IIJI111H11II
hins gamla þjóðskálds”, svo að
enn sé gripið til forlags-
kynningar á Ljóðmælum, er það
vissulega þarft verk, þótt mestu
skipti hve vel var að staðið.
Með þessu nýja úrvali frum-
kveðinna og þýddra ljóða hefur
Hannes Pétursson „gert upp
sakir” við Steingrim, ef svo má
til orða taka. Þótt fengur sé að
góðum ritsmiöum um skáld,
varðar hitt meiru, að hin beztu
verk þeirra séu lesendum jafn-
an handbær. Og Hannes ritar
einnig inngangsorð að þessari
útgáfu, sem auka mjög gildi
hennar: hér birtist i hnotskurn
mat útgef. á skáldskap Stein-
grims. Það er vitaskuld i fullu
samræmi við fyrri greinargerð
Hannesar, en þó er fagnaðarefni
að fá hér i hendur svo greinar-
gott yfirlit, og glögga túlkun.
Lesandinn saknar þess eins að
inngangur Hannesar skuli ekki
vera lengri og rækilegri, þvi að
ýmsar athugasemdir hans
varpa skæru ljósi á viðfangs-
efnið: „Skáldgáfa hans var
hugsunarleg C „intellektúel”)
fremur en ástriðuvakin, auga
hans var athugult og mynd-
skynið þroskað, hann var með
öðrum orðum góður athugandi,
lýsti oft vel þvi, sem hann kaus
að tjá, en hverfði þvi sjaldnast i
óvæntar likingar, sem er þó al-
gengt um skáld af hans gerð.
Meginstyrkur hans fólst i þvi að
geta kveikt saman djúplæga
kennd og hugmyndalegt viðhorf
i ljóði sem á sér hófstilltan klið
(gott dæmi þess er Svanasöngur
á heiði). Þegar honum tekst
bezt, hvilir yfir slikum ljóðum
hans eins konar perlumóður-
gljái, þá er hugur, hjarta og
tunga i jafnvægi og samræmi,
en raskist það, i augum nútiðar-
lesanda, hafna erindin ýmist i
skrauti sem er um of eða i
dauflegum gráma.” Við svo
næmlegar athuganir sem þess-
ar og nokkrar fleiri i inngangi
Hannesar verður fáu bætt eins
og sakir standa. En hitt má að-
gæta hversu úrvalið er af hendi
leyst og hvaða meginsjónarmið
hafa þar ráðið.
t stuttum eftirmála segir út-
gefandi á þessa leið: „....sjálft
er efnið valið frá þvi einu
sjónarmiði, að mér persónulega
þætti það hafa skáldskaparlega
kosti, þótt benda mætti á form-
hnökra ellegar fyrnsku i brag.
Ég hafði hvorki bak við eyra
kynningu á skoðunum skáldsins
eins og þær birtast i skáldskap
hans, né heldur á efnisvali og
höfundavali hans sem þýð-
anda.”
Nú liggur i hlutarins eðli, að
„persónulegur” smekkur hvers
útgefanda hlýtur að marka úr-
val sem þetta. En mér er þó nær
að halda að sjónarmið veljanda
sé hér of þröngt. 1 megindrátt-
um hygg þó, að úrvalið veiti
trúverðuga mynd af kveðskap
Steingrims, — og munu það að
sönnu þykja litil tiðindi þegar
útgefandinn er jafn smekkvis og
ljóðum skáldsins svo kunnugur.
Hann kveðst hafa gert „grófa
flokkun frumkveðinna ljóða
eftir á” og sé hún aðeins til
glöggvunar. Ljóðunum er skipt i
6 hluta: 1 fyrsta kafla eru nátt
úruljóð, annar geymir ástar-
ljóð, I hinum þriðja eru kvæði,
sem ef til vill mættu kallast trú-
ar- og heimspekileg ( annars er
hann nokkuð vandræðalega
saman settur), i fjórða hluta eru
erfiljóð, sá fimmti flytur háð- og
ádeiluvisur, og loks i sjötta
kafla bein ættjarðarljóð.
Við þessa kaflaskiptingu er
raunar fátt að athuga. Þó virðist
mér að taka mætti fleira með af
náttúrulýrik skáldsins, en
fækka erfiljóðum að þvi skapi ef
bókin má ekki vera stærri.
Utgefandi hefur stytt nokkur
erfiljóðanna töluvert, og má
jafnan deila um réttmæti þess.
En langt ber af ljóðið um Sigurð
málara, og er það i raunirini hið
eina ljóð Steingrims af þessu
tagi sem hefur orðið lifs auðið.
Úr úrvali frumkveðinna ljóða
sakna ég nokkurra, sem telja
má sjálfkjörin i bókina, og er
vandséð hvi þeim er hafnað.
Einkum má nefna Draum
hjarðsveinsins og Yfir voru ætt-
arlandi, sem skipar virðingar-
sess i heildarútgáfu frumsam-
inna ljóða Steingrims hinni
siðustu. Bæði eru þessi ljóð
alkunn undir sönglögum og
glögg dæmi um viðhorf Stein-
grims. Hér er heldur ekki að
finna ljóðið Æðri ómur, sem
hefst svo: Þar fossinn i gljúfr-
anna fellur þröng. Það túlkar
mætavel hugmyndalegt viðhorf
skáldsins. — Annað litið ljóð
hefði einnig sómt sér vel, það
má að visu vera til staðfestingar
þeim orðum útgefanda að „nú á
dögum komi illa fyrir sjónir i
ljóðrænum stil málfarslegar
hefðir og bragfræðilegar, sem
mvnduðust i bröngum skorðum
gamalla hátta". Allt um það er
ljóðið fallegt og Steingrimi likt.
Sólskins-skúrin:
Sólskins skúrar breiðist blæja,
Boginn regns i skýjum stár
Meðan jörð og himinn hlæja
Hvort mót ööru gegnum tár.
Gegnum ljósrof skins og skúra
Skrýdd i sorgarbliðu hjúp,
0, min móðir, alnáttúra.
Opna mér þitt kærleiks djúp.
Orðugra er að dæma um val á
ljóðaþýðingum skáldsins, þvi að
heildarútgáfa þeirra er engin
til. Væri þarfaverk að efna til
hennar, og er Hannes Pétursson
sjálfkjörinn til þess. En úrval
hans hér i bókinni er allfjöl-
breytt: ljóð eftir Burns, Byron,
Schiller. Goethe, auk ýmissa
fleiri. — Gaman er að rifja upp
afburðasnjalla þýðingu á Kaf-
aranum eftir Schiller, og sitt
Framhald á bls. 23